Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGlIR 30. ÁGUST 1991 33 UK-w • > % u - t-'tei ENGINN VENJULEGUR KLUBBUR! Þungarokk íHöllinni Skid Row, Rachel Bolan, Dave „Snake“ Sabo, Rob Affuso, Scotti Hill og Sebastian Bach. ÍSLENSKIR rokkáhugamenn geta vel við unað, því framundan eru tónleikar bandarísku rokkhljómsveitarinnar Skid Row, sem er um þessar mundir jafnan talin með fremstu rokksveitum heims, þó ekki sé sveitin ýkja gömul. Skid Row leikur f Laugardalshöll í lok næstu viku; föstudaginn 6. og laugardaginn 7. september. Á undan Skid Row leikur sveit Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar, GCD. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir kjölfarið fylgdi tónleikaferð um heim allan og þrátt fyrir misjafna hegðan sveitarmanna (m.a. var Sebastian handtekinn eftir tón- leika í janúar á síðasta ári eftir að hafa lent í handalögmálum), féll sveitin það orð á sig að vera „sæt- ir strákar", einskonar unglinga- sveit; snyrtilegar umbúðir utanum ekkert. Það gátu sveitarmenn ekki sætt sig við og ákváðu að reka af sér slyðruorðið með næstu breið- skífu sinni, sem kom svo út fyrir skemmstu. Sú plata, Slave to the Grind, þykir og sýna nýja hlið á sveitinni; öllu harðari og sterkari. Tónlistin er þyngri og kraftmeiri og textar eru beittari en nokkru sinni. Reyndar eru tvær útgáfu af plötunni fyrir Bandaríkjamarkað, á annarri er „dónalag" og sú plata merkt með sérstökum varnaðar- miða, en á hinni er meinlausara lag til að tryggja að selja megi plötuna hvar sem er. Slave to the Grind fór beint á topp bandaríska breið- skífulistans og sat þartil breiðskífa Van Halens, F.U.C.K. velti henni úr sessi. í kjölfarið hóf sveitin síðan tónleikaferð um þver Bandaríkin og Evrópu með Guns ’n’ Roses. Það má því segja að Skid Row sé á toppnum þegar hún kemur hing- að til lands í næstu viku og líklega eftirminnilegir tónleikar. 500% í spjalli við Sebastian Bach sagðist hann hæstánægður með viðtökur tónleikagesta í Evrópu- ferðinni: „Það er einstök tilfinning að vera að leika á tónleikum í landi sem maður átti ekki einu sinni von um að heimsækja og heyra alla syngja með í lögunum okkar.” Sebastian sagði sveitarmenn alls ekki hafa átt von á því að breið- skífan Slave to the Grind færi beint á toppinn í Bandaríkjunum, enda sé platan ekki .poppþungarokk, „platan er hörð, hrá og grimm, því okkur leið þannig þegar við vorum að gera hana“. Velgengni plötunn- ar staðfesti þó það sem hann hafi haldið fram að Bandaríkin séu helsta vígi þungarokksins í dag. „Þegar ég fór að hlusta á þunga- rokk þá var það breskt rokk; allar þessar bresku sveitir eins og Iron Maiden, Def Leppard, Judas Priest og Saxxon, en þá var ekkert um að vera í bandarískri tónlist nema poppbull. I dag er bandarískar sveitir fremstar í þungarokkinu og vonandi hrífa þær aðrar sveitir með sér. Það er út í hött að vera í rokksveit og spila ekki rokk; að vera tónlistarhóra sem spilar það sem útgáfan eða upptökustjórar segja þér að spila." Sebastian segir sveitarmenn sérlega spennta fyrir því að spila hér á landi, enda verði þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar í þessari tón- leikaferð þar sem Skid Row er aðalnúmerið. „Við höfum verið að æfa fyrir islandstónleikana fullt af lögum sem við höfum ekki spilað á tónleikum neins staðar annars staðar, þannig að tilhlökkunin er mikil. I Evrópuferðinni höfum við lagt okkurfram 100%, en á íslandi leggjum við okkur fram 500%, það máttu bóka." Árni Matthíasson Kam 'fcídrm Skid Row er upprunnin í New Jersey-borg á austurströnd Banda- ríkjanna skammt vestan við New York. Þar bjó Dave Sabo sem dáði þungarokksveitina Kiss meira en flest annað. í þeirri sveit fannst honum mest til gítarleikarans Pauls Stanleys koma og keypti sér því gítar. yann byrjaði á að æfa pósur fyrir framan spegil, en fór svo að glíma við hljóðfærið sjálft. Eftir því sem honum óx þekking og kunnátta fór hann að spila með ýmsum sveitum. Eftir nokkurt þóf í slíku ákvað Sabo að stofna eigin sveit og fékk til liðs við sig kunn- ingja sinn Rachel Bolan, sem var enn meiri Kiss aðdáandi ef eitt- hvað var. Þeir komust snemma upp á lagið með að semja saman og fundu sér fleiri félaga til að stofna Skid Row. Á annan gítar var Scotti Hill, sem leikið hafði með Bolan forðum, en Sabo, sem fékk viðurnefnið „Snake”, kallaði á kunningja sinn, Rob Affuso, til að berja bumbur. Allir áttu þeir sam- eiginlega sterka löngun í frægð og - frama; svo sterka að þeir voru reiðubúnir að fórna flestu fyrir. Það eina sem sveitina vantaði var söngvari. Þeir félagar æfðu daglega í níu mánuði og reyndu grúa söngvara á þeim tíma. Að lokum barst þeim fyrirspurn frá söngspíru frá Toronto sem hét því ólíklega rokknafni Sebastian Bach. Sebastian flaug til New Jersey frá Toronto þegar og honum barst snælda með tónlist sveitarinnar; þurfti ekki frekar vitnanna við. „Þegar ég heyrði í sveitinni,” segir hann, „vissi ég að þetta væri sveit fyrir mig; tónlist og textar voru afbragð og meira að segja fannst mér þeir félagar vera að skrifa um mig í textanum að Youth Gone Wild (sem var reyndar á fyrstu breiðskífu sveitarinnar).” Sebast- ian kom með önnur áhrif inn í sveit- ina en Kiss, því hans átrúnaðargoð var Rob Halford, söngvari Judas Priest, „maðurinn með leðurlung- un“. Hann kom þó með meira með sér, því ekki nóg með að hann þætti með afbrigðum myndarleg- ur, sem er ekki svo lítill kostur í Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 16-19 í síraa 38126. Hanna Frímannsdóttir vinsældaslagnum, heldur þykir hann einstaklega líflegur sviðs- maður og talinn með fremstu þungarokksöngvurum. í lok. áttunda áratugarins var sveit Jons Bons Jovis, sem kallað- ist einfaldlega Bon Jovi, tvímæla- laust ein vinsælasta þungarokk- sveit heims, enda seldist þriðja GCD í Kaplakrika. breiðskífa sveitarinnar Slippery When Wet í á annan tug milljóna eintaka. Bon Jovi og félagar eru upprunnir í New Jersey og þeir nefndu iðulega í viðtölum að ein sveit úr þeirri byggð ætti ekki síð- ur skilið að höndla frægðina en Bon Jovi. Þar áttu þeir við Skid Row, sem fékk það hlutverk að hita upp fyrir Bon Jovi á tugþús- undatónleikum víða um Bandarík- in. Þessi aðstoð „stóra bróður” varð til þess að Skid Row bauðst útgáfusamningur. Fyrsta platan, sem hét einfaldlega Skid Row, kom svo út snemma árs 1989. Þá var nokkuð kulnuð vinátta milli sveit- anna tveggja, en það kom ekki að sök, því Skid Row sýndi sig full- færa um að standa á eigin fótum og breiðskífan seldist í 6 milljónum eintaka um heim allan, sem þykir harla gott af frumraun sveitar. í Ný námskeið að heíjast I Almenn námskeið KARON-skólinn kennir ykkur: Rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan fótaburð, andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata- og litaval, mataræði, hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. II Módelnámskeið tískusýningar- og fyrirsætustörf. Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting, hárgreiðsla oi. Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.