Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 23 Reuter Þinghelgi Lúkjanovs aflétt Sovéska þingið samþykkti í gær að aflétta þinghelgi Anatolíjs Lúkj- anovs, forseta þess, eftir að saksóknari hafði lýst því yfir að hann hefði nægar sannanir til að geta handtekið hann. Lúkjanov hefur verið ákærður fyrir landráð vegna aðildar að valdaráninu í Sovétríkj- unum, sem mistókst í síðustu viku. Myndin er af Lúkjanov á þingfund- inum í gær. Finnar í stj órnmálasam- bandi við Eystrasaltsríkin Helsinki. Reuter. FINNAR komu í gær á stjórnmálasambandi við Eistland, Lettland og Litháen. Stefnumarkandi ákvörðun þar að lútandi sem tekin var síðastliðinn sunnudag var óvænt því dagana þar á undan tóku finnskir ráðamenn fálega í hugmyndir um viðurkenningu sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna. Kúba: Ákveðnir í að halda fast í kommúnisma Havana. Reuter. í FORSÍÐULEIÐARA kúbverska dagblaðsins Granma, sem er mál- gagn kúbverska kommúnista- flokksins, var í gær fjallað um framtíð kommúnismans. Þar voru breytingarnar sem eiga sér stað í Sovétríkjunum harmaðar, en jafnframt var staðhæft að Kúba myndi halda velli sem eitt síðasta ríki sósíalismans á jörðinni. „Burtséð frá því sem gerist í Sov- étríkjunum munum við halda áfram að ganga þann veg sem við höfum kosið ... við munum halda áfram að fylgja sjálfstæðri, kúbverskri, sósíal- ískri stefnu okkar,“ sagði í leiðar- anum. Leiðtogar Kúbu virtust vera að gefa í skyn að þeir hefðu tekið sögu- legum sinnaskiptum með því að líta á atburðina í Sovétríkjunum eins og þeir væru þeim lítt viðkomandi. Sov- étríkin hafa í gegnum tíðina verið andlegur lærimeistari Kúbu og helsti viðskiptaaðili. Blaðið tók þó fram að Kúbverjar myndu ekki slíta þau bræðrabönd sem tengdu þá við sovésku þjóðina, sama „hvaða pólitísku afstöðu eða tilhneigingar hún kann að taka upp á löglegan hátt.“ „Við erum vitni að því að þijú náin grannríki okkar era að snúa aftur til sámfélags þjóðríkja heims- ins. Innan tíðar hyggjumst við sjá til þess að fulltrúar okkar verði sendir til landa ykkar,“ sagði Paavo Váyrynen, utanríkisráð- herra Finnlands, í gær að viðstödd- um starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum. Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, Janis Júrkans, utanrík- isráðherra Lettlands, og Aldirgas Saudargas, utanríkisráðherra Lit- háens, ræddu við Mauno Koivisto Finnlandsforseta fyrr í gær. Finnar viðurkenndu aldrei inn- limun Eystrasaltsríkjanna í Sov- étríkin árið 1940. Þeir hafa haldið nánum samskiptum við Eystra- saltsríkin og þá sérstaklega Eist- lendinga, enda eru finnska og eist- neska bæði af meiði finnsk-úgr- ískra mála. Lagaflækjur og hártogun þjóðaréttar Finnskir leiðarahöfundar eru flestir þeirrar hyggju að viður- kenningin á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna hafi komið á síðustu stundu. Leiðarahöfundur Hufvud- stadsbladet segir að þrátt fyrir hártoganir um þjóðarétt og athug- asemdir, sem hafi átt rétt á sér, sé ljóst að pólitískt hefðu Finnar sýnt kænsku, þótt þeir hefðu verið síðastir Norðurlandanna til að við- urkenna Eystrasaltsríkin. Finnar héldu því ætíð fram að viðurkenning á sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna yrði ekki veitt fyrr en þau semdu um sjálfstæði sitt við stjórnvöld í Moskvu. Koivisto hélt enn í þetta sjónarmið á fimmtudag í síðustu viku og Váy- rynen tók í sama streng í viðtali, sem birtist á laugardag. Einnig var því haldið fram að ótímabær viðurkenning myndi grafa undan sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Þessi rök not- aði Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, einnig þegar hann Qallaði um framkvæði íslendinga snemma í síðustu viku. Leiðarahöfundur Hufvudstads- bladet sagði að Finnar hefðu kú- vent í máli Eystrasaltsríkjanna þegar Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, viðurkenndi sjálfstæði Eyst- rasaltsríkjanna eftir valdaránið. Finnar hefðu litið svo á að yfirlýs- ing Jeltsíns kæmi frá hinum raun- verulegu valdhöfum Sovétríkj- anna. Jeltsín lýsti yfir stuðningi við Eystrasaltsríkin síðasta vetur. Það er athyglisvert að Finnar lýstu ekki yfir því að þeir viður- kenndu nýfengið sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna, heldur ítrekuðu lag- alega viðurkenningu Finna á því frá árinu 1920. Sjálfstæðisyfirlýs- ing Eistlendinga var orðuð þannig að verið væri að árétta þá réttar- stöðu, sem Eistland hafði áður en það var innlimað í Sovétríkin. Þar var farið fram á það að önnur ríki tækju upp stjórnmálasamband við Eistland og hvergi minnst á viður- kenningu. Hufvudstadsbladet bendir á að á hinn bóginn hafi Koivisto í vetur sagt að Finnar viðurkenndu inn- limun Eystrasaltsríkjanna í raun. í leiðara blaðsins er sagt að Norðurlönd hafi ekki klofnað í máli Eystrasaltsríkjanna eins og búast hefði mátt við. Þar segir að frumkvæði íslendinga þegar Lithá- ar lýstu yfir sjálfstæði megi ef til vill rekja til „persónu utanríkisráð- herrans og kosningabaráttu, sem þá var háð . .. En kannski kom þar einnig til að á Norðurlöndum er það Islendingum í ferskustu minni hvernig það er þegar nýtt ríki þarfnast viðurkenningar". Finnar eru þegar farnir að fjalla um það hvemig Eystrasaltsríkin eigi að koma sér upp sendiráðum í Helsinki. Eistlendingar eiga til- kall til eignar í höfuðborg Finn- lands, en þar er nú sendiráð Búlg- aríu. Þegar Sovétríkin hernámu Eistland árið 1940 færðust eignir Eistlendinga í hendur Sovétmanna. Þegar Sovétmenn vantaði lóðir til að reisa sendiráðsbústaði létu Finnar þá hafa ióð í skiptum fyrir eistnesku eignina, sem síðar var seld Búlgörum. Hvort þessi sala verður látin ganga til baka kemur ekki í ljós fyrr en greitt hefur ver- ið úr ýmsum lagaflækjum eins og til dæmis þeirri hvaða rétt Sovét- menn höfðu til að yfirtaka eignir Eistlendinga. anum, sem er með hafnir í Petropavlovsk og Vladívostok. Flestir kafbáta Norðurflotans halda sig innan Barentshafs þótt tveir eða þrír séu að jafnaði á Miðjarðarhafi. Sovétmenn eiga ekki jafn margar sprengjuþotur, sem geta borið kjarnorkuvopn, og Bandaríkja- menn. Því er ekki talið að mikil hætta stafi af þeim. Kjarnorkuvopnin eru flest í Rússlandi Eldflaugar, sem komið hefur ver- ið fyrir á landi, eru hins vegar mun hættulegri. Þær eru í neðanjarðar- byrgjum og flestar eru skammt frá leið Síberíulestarinnar frá Moskvu til austurhluta Síberíu. Ennfremur eru tvær stöðvar með föstum skot- pöllum í Úkraínu og aðrar tvær í Kazakhstan. Þá eru tvær stöðvar með færanlegum skotpöllum í Hvíta-Rússlandi. Vangaveltur hafa verið um hvort kjarnorkuvopnin muni tilheyra lýð- veldunum sjálfum ef Sovétríkin lið- ast í sundur. Slíkt myndi auka hættuna á því að vopnin kæmust í rangar hendur. Konstantín Kobets, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að rússnesk stjórnvöld væra andvíg slíku og litu svo á að vopnin yrðu að vera áfram í höndum sovéskra stjórnvalda þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingar ein- stakra lýðvelda. Heimild: Newsweek, Time, Daily Telegraph og Jyllands- Posten. FHHSKYLDA Allar stærðir og verð við allra hæfi Teg.: 91S VII - 286/16 Mhi Dæmi um notkun: Ritvinnsla, bókhald, skjástöð Teg.: 1100/33- 386 DX/33 Mhz Dæmi um notkun: Krefjandi áætlanir, umbrot, netstjóri, CAD Teg.: 1120SX-386SX/20Mhz Dæmi um notkun: Ritvinnsla, umbrot, áætlanir, bókhald, netstjóri, skjástöð Teg.: 1170 - 486/25 Mhz Afkastamikill vinnuhestur Teg.: 112SE - 386 DX/25 Mhz Dæmi um notkun: Áætlanir, umbrot, Autocad—teikniforrit (CAD) Teg.: 1100LX ferðatölva 386 SX/16 Mhz Dæmi um notkun: Ritvinnsla, áætlanir Núna eru yfir 1 milljón Acertölva í notkun víða um heim og hafa þær hvarvetna hlotið stórkostlegar móttökur. Með kaupum á Acer, kaupir þú ekki bara tölvu - heldur fullkomna þjónustu og þekkingu hjá fyrirtæki með víðtæka reynslu og traust. Acbr MARGFALDUR VERDLAUNAHAFI Heimilistæki hf Tölvudeild, Sætúni 8 SÍMI: 6915 00 \fiie/vu/KSmjjfa/t£e^í/v C samuk^um m mm — KIHTORS' ( Hllll K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.