Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 35 Jóhannes Jóns- son - Minning Fæddur 14. júlí 1911 Dáinn 23. ágúst 1991 í dag kveðjum við afa okkar hinstu kveðju. í fáum orðum langar okkur barnabörnin að minnast hans. Hann afi hafði glöggt auga fyrir mannlegum verðmætum, var vinur vina sinna og bar hag fjölskyldunn- ar fyrir bijósti, lét sig velferð okkar allra varða. Nú þegar afi er allur verður okk- ur hugsað til allra góðu minning- anna sem orðið hafa til gegnum tíðina. Stundirnar sem við áttum hjá afa og ömmu eru margar og góðar, minnisstæð eru mörg skemmtileg atvik og margar skemmtilegar frásagnir. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. Blessa þú, drottinn, bæ og lýð. Blessa oss nú og alla tíð, blessun þína oss breið þú á, blessuð verður oss hvíldin þá. Við þökkum afa samfylgdina og vitum að það hefur verið tekið vel á móti honum á æðri stigum. Við biðjum góðan guð um styrk ömmu okkar til handa. Kveðja frá barnabörnum Hann Jói í Melbrekku er dáinn. í sömu andrá minnist ég þétt- ingsfasts handtaks hans er hann bauð mig velkominn í áttræðis af- mæli sitt 14. júlí síðastliðinn. „Þú ert alltaf jafn ungur Jói minn,“ sagði ég og um leið sló Jói fætinum uppá borð og sagði: „Já, sjáðu bara.“ Jói gerði oft að gamni sínu. í mínum huga hefur Jói alltaf verið til. Hann bjó alla mína tíð í næsta húsi við okkur í Blesugróf- inni. Þar verður hann alltaf, þó hann sé farinn. Sem barn minnist ég Jóa með einkennishúfu á höfði þegar hann kom heim frá vinnu. Hann starfaði lengstum hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Nú minnist ég þess, er hann á afmæli sínu var að segja mér frá upphafi gróðursetningar í Elliðaárdalnum. Utum gluggann á félagsheimili RR benti hann á stað- inn og þótti mér vænt um að heyra, að hann sem starfsmaður RR hefði verið með í að rækta upp þann unaðsreit sem þar er að finna. Um tíma rak Jói matvöruverslun í Blesugrófinni. Þá var aðal lífið oft í og við búðina, fylgst var með mannlífinu og beðið ævintýra. Oft var kátt þessa daga og átti Jói sinn þátt í því. Þótt Jói væri hæglátur maður, var hann baráttumaður á margar hátt og fór ekki dult með skoðanir sínar, ef eftir þeim væri inntur. Hann beitti sér mikið fyrir bættu skipulagi í Blesugrófinni og var duglegur að fylgja þeim málum eft- ir sem mest hann kunni. Hin seinni ár minnist ég sumar- kvölda þar sem við töluðum saman um tijárækt undir kyrrlátum kvöld- himni. Fórum svo inn í kaffisopa og spjölluðum meira. Jói var góður nágranni. Að leið- arlokum vil ég þakka þessum trausta vini fyrir hlý og innileg kynni. Hvíli hann í friði. Elsku Sigurbjörg og fjölskylda, ég vil fyrir mína hönd og okkar í Sjónarhæð votta ykkur dýpstu sam- úð á þessari erfiðu stundu. Oddur Þ. Hermannsson Mig langar að minnast afa míns, Jóhannesar Jónssonar, sem ég átti margar góðar stundir með. Oft var Kveðjuorð: Hafliði Magnús- son, Fomusöndum Fósturbróðir minn, Jón Hafliði Magnússon, bóndi á Fornusöndum, nýlega orðinn 75 ára, lést 7. júlí. Vegna fjarveru frétti ég ekki lát hans fyrr en hann var dáinn og grafinn. Eftir að þau hjón, Nonni og Gunna, fluttust að Fornusöndum hittumst við sjaldnar en við hefðum viljað, því alltaf var gott á millum okkar. Mér er enn í fersku minni, þegar þessi 7 ára snáði birtist allt í einu á hlaðinu á Hamri í Nauteyrar- hreppi. Við fósturbörnin á Hamri vissum ekki að von væri á nýjum heimilismanni. Sigríður og Hávarð- ur voru ekki að auglýsa þó þau tækju svona eitt og eitt barn í fóst- ur til viðbótar þeim sem fyrir voru. Þau voru um 10 alls börnin sem þau ólu upp að miklu eða öllu leyti. Nonni var ekki beysinn bógur þegar hann kom að Hamri, en stæltist fljótt og gaf okkur hinum strákun- um ekkert eftir við leik og störf. Við vorum þrír strákar á sama reiki. Okkar yngstur var Guðmund- ur Steinn Einarsson, síðar kennari við Heyrnleysingjaskólann f. 1917. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Elstur er undirritaður. Við brölluðum margt, eins og stráka er siður, en alltaf fór vel á með okkur. Eitt hafði Nonni sér- staklega fram yfir okkur. Hann var svo fjárglöggur að furðu sætti. Meðan fært var frá heima, voru lömbin rekin langan veg á afrétt og sáust vart fyrr en að hausti. Nonni þekkti hvert lamb og hver móðirin var þegar réttað var. Há- varður sem hafði, að ég held, meira yndi af kindum en kúm, kunni vel að meta þennan eiginleika Nonna og hafði hann jafnan með í ráðum þegar velja átti „líflömb" á haustin. Þegar Nonni fór að heiman, þá á sautjánda ári, til sjómennsku- starfa, er mér ekki grunlaust um að Hávarður hafi horft á eftir hon- um með nokkrum trega, þó hann hefði þar engin orð um. Eftir að Nonni og Gunna höfðu dvalið nokkur ár í Reykjavík og haft nóg að starfa, birtust þau skyndilega austur undir Vestur- Eyjafjöllum. Þau höfðu þá keypt þar eyðikotið Fornusanda. Þar var lélegur húsakostur og lítil ræktun. Eg heyrði því fleygt að einhver þar eystra hefði haft á orði, að ekki væri einleikið með þetta fólk, að flýja sjálfan höfuðstaðinn og setjast að á þessu koti. Voru þau ef til vill að flýja refsivönd laganna? Ne, Gunna og Nonni voru engir Iögbijótar. Þau vissu hvað þau vildu, og kotið varð að myndarlegu býli. Hús voru reist fyrir fólk og fénað, jörðin ræktuð og bústofn aukinn. Að þessu unnu þau sam- hent og hvorugt lét hlut sinn eftir liggja. Með þessum fáu línum kveð ég fósturbróður minn með þakklæti fyrir góð og gömul kynni. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Gunnu og öðrum, sem sakna Jóns á Fornu- söndum. Guðjón Þorgilsson gaman að spjalla við afa. Hann hafði frá mörgu að segja sem er þroskandi og lærdómsríkt fyrir ungt fólk því hann lifði aðra tíma en við. Það var ætíð skemmtilegt að hlusta á hann segja frá sjálfum sér frá fyrri tíma. Sérstaklega þótti mér athyglisvert þegar afi sagði mér söguna um fermingu sína. Hún hafði sína sérstöðu. Ég veit að afa þótti gaman að vera í návist unga fólksins. Hann bar hag okkar ævin- lega fyrir btjósti og ég veit að hann mat mest hvernig líðan fólksins var. Ætíð var hann tilbúinn, að hjálpa ef hann gat, bæði fjölskyldu og vinum. Afi hafði gaman af að leika við litlu börnin og veitti þeim eftirtekt og hlýju, umhyggjusamur og vildi öllum vel. Aldrei man ég eftir því að hann hafi sagt nei ef einhver okkar bað hann um greiða. Hann var mjög traustur og tryggur maður og ég veit að hann vildi hafa alit á hreinu, stóð alltaf við sitt. Það brást aldrei. Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson) í dag kveð ég afa. Megi góður Guð vernda hann að eilífu. Ég þakka allar þær góður stundir sem ég átti með honum. Þær eru ógleymanlegar. Minninguna um góðan mann geymi ég í huga mín- um. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig á þessum erfiðu stund- um. Guð blessi þig. Sigurbjörg Sigurðardóttir Hér ætlum við að segja nokkur orð um elskulegan föður okkar. Við gætum haft frá mörgu að segja. Hann var heimakær maður og besti faðir. Hann var maður sem var búinn að lifa tímana tvenna, sem hann gat miðlað til okkar allra þannig að við vitum meira um gamla tíma. Við erum sjö sem lifum hann. Það var alltaf pláss fyrir okkur í hjarta hans. Elskuleg móðir okkar lifir núna erfiða tíma því pabbi var henni alltaf kær. Hafi faðir okkar þökk fyrir allt það liðna. Við systkinin þökkum guði fyrir að hafa átt svona góðan föður. Guð blessi minningu elskulegs föður okkar. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gerðu svo vel og geymdu mig, pð, í faðmi þínum. Elsku móðir okkar, innilegustu samúðarkveðjur frá okkur öllum. Systkinin Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 1.474.000,- stgr. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bfll fyrir alla og við allra hæfi. WHONDA /1CCORD HONDA A iSLANDI, VATNAGÖRDUM 24, S-689900 HjHONDA AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.ÍI.A 1985-2.ÍI.B 1988-2.H.D 3 ár 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 10.09.91-10.03.92 01.09.91 kr. 59.331,84 kr. 38.578,09 kr. 25.706,21**) kr. 18.147,75 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.