Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 32
32 . f * STJÖRNUSPÁ e/<í> Frances Drake Hrútur ' (21. mars - 19. apríl) W* Smáhvellur verður hjá hrútnum út af peningum, en honum verður vel ágengt í starfi sínu í dag. Morgunninn verður verkadijúgur, en eitthvað sem gerist síðdegis setur allt í strand. - Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið verður ef til vill að fara í skyndilegt ferðalag í dag. Það ætti að mæta maka sínum á miðri leið í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) M Tvíburinn annast ýmislegt smálegt heima fyrir í dag. Hann kýs fremur að veija kvöldinu heima hjá sér en fara út á lífið. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Krabbinn fer í stutta ferð með vinum sínum. Hann nýtur sín vel í hópstarfi. Ofund kann að koma honum úr jafnvægi í kvöld. Ljón ^23. júlí - 22. ágúst) Viðleitni ljónsins ber loks ár- angur í dag. Það leggur metnað sinn í að Ijúka einhveiju verk- efni á vinnustað. Ættingi þess verður ekki í sem bestu skapi í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan nýtur útivistar með börnunum sínum. Góðri hug- mynd lýstur niður i huga henn- ar. Hún ætti að forðast að deila við persónu með staðnaðar hugmyndir. (23. sept. - 22. október) Vogin gerir jákvæðar breyting- ar heima fyrir núna. Henni líður mun betur ef henni tekst að ljúka ákveðnum verkefnum í dag. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)jj0 Vingjarnleg framkoma sporð- drekans vinnur honum hylli annarra. Hann ætti samt ekki að láta sér til hugar koma að hann geti sveigt alla til fylgis við hugmyndir sínar í kvöld. Bogmadur (22. nóv. - 21. desembcr) J&) Það er tilvalið fyrir bogmann- inn að koma nýstárlegum hug- myndum sínum í framkvæmd snemma dagsins. Seinna í dag kann hann að verða fyrir lang- vinnum töfum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin hefur ánægju af ferðalögum og frístundastarfi núna. Vinur hennar verður annaðhvort krefjandi eða við- skotaillur í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) í dag ætti vatnsberinn að halda sig sem mest heima við sér til hvfldar og hressingar. Honum kann að finnast eins og hann hangi í lausu lofti í vinnunni, en hann ætti samt ekki að ýta of fast á eftir breytingu. , Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S+c Fiskurinn er á sömu bylgju- lengd og maki hans. Hann kann að ákveða að ganga í eitt- hvert félag eða klúbb núna. Stjórnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staöreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 -----rr~T-I-r—---I---II.' ' --- DÝRAGLENS UÓSKA SMÁFÓLK Hér stendur, að tvisvar sinnum fleirri krakkar öðlist Þér finnst gaman að minna mig á slíka hluti, er það öryg-gi frá uppstoppuðum dýrum, heldur en ábreiðum.. ekki? Ég hef unun af því!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Herra Bridge“, öðru nafni Charles Goren, lést í vor, níræð- ur að aldri. Hann hafði þá ekki látið sjá sig í spilasal í 30 ár, né skrifað stafkrók um þessa íþrótt, sem skóp honum heims- frægð. En áður en hann settist í helgan stein hafði hann unnið heimsmeistaratitil, alla helstu titla Bandaríkjanna margoft og samið 40 bækur. Þegar menn minnast Gorens sem spilara, er eftirfarandi spil gjaman rifjað upp: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D5 ¥ D3 ♦ DG8754 ♦ ÁG9 Vestur Austur ♦K9 .. ♦ 64 ¥ AK984 ¥ 10765 ♦ K93 ♦ 106 ♦ 1062 4D8743 Suður ♦ ÁG108732 ¥ G2 ♦ Á2 + K5 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Dobl Redobl 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartaás. Spilið kom upp í rúbertubrids, þar sem NS áttu bút á síðara geimi. Sú er skýringin á harðri baráttu Gorens í vestur. En það var ekki nóg að ýta andstæð- ingnum upp á fjórða þrep — það varð líka að finna réttu vömina. Reyndar er engin „heiðarleg" vöm til, því vestur kemst ekki hjá því að gefa sagnhafa slag eftir að hafa tekið AK í hjarta. En Goren fann snjalla útgöngu- leið. Hann spilaði spaðaníu í þriðja siag! Handviss um að austur ætti spaðakóng, svínaði sagnhafi aft- ur í trompinu, og þá gat Goren spilað sig út á hjarta að skað- lausu. Umsjón Margeir Pétursson Á opna mótinu í Gausdal í Nor- egi um daginn, sem kennt er við Pétur Gaut, kom þessi staða upp í viðureign Norðmannsins Yn- desdal (2.275) og alþjóðlega meistarans Serper 2.490), Sov- étríkjunum, sem hafði svart og átti leik. 19. - Rf3+!, 20. gxf3 - Bxh3 og hvítur gafst upp, því hann á ekki viðunandi vamir við hótun- inni 21. - Dg6+. Röð 20 efstu manna á þessu móti þar sem Þröstur Þórhallsson náði stór- meistaraáfanga varð þessi: 1. Serper 7V2 v. 2-3. Bologan og Dvoiris, Sovétr. 7 v. 4-8. Þröstur Þórhallsson, Tsjékhov og Kaid- anov, báðir Sovétr., Kengis, Lithá- en og Ernst, Svíþjóð 6V2 v. 9-20. Hannes Hlífar Stefánsson, Kotr- onias, Grikklandi, Vladimirov, Svidler, Pantsjenko, Jakovitsj, Khenkín, Kótsjev, og Arkípov, Sovétr., Lanka, Lettlandi, Conqu- est, Englandi og Djurhuus, Noregi 6 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.