Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGÚR 30. AGUST 1991 íslendingar svældir út eftir Karl Steinar Guðnason I leiðara Morgunblaðsins 8. ágúst síðastliðinn gerir blaðið að umtals- efni viðtal, sem tímaritið Fijáls verslun átti við mig. Í viðtalinu lýsi ég áhyggjum mínum af uppsögnum starfsfólks hjá varnarliðinu og væntanlegu atvinnuleysi þess fólks. Morgunblaðið kýs að gera mér og félögum mínum upp skoðanir í varnarmálum og er það tilefni þess að ég rita eftirfarandi. Hlutverk varnarliðsins Það hefur aldrei farið á milli mála hjá mér eða félögum mínum í verkalýðsfélögunum á Suðurnesj- um hvert er hlutverk varnarliðsins. Fullyrða má að fáir hafi gert sér betur far um að upplýsa fólk um tilgang og hlutverk þess varnar- samstarfs, sem Atlantshafsbanda- lagið gegnir og jafnframt hversu eðlilegt það er að íslendingar sinni skyldum sínum við bandamenn okk- ar á þeim vettvangi. Alltaf annað slagið hafa risið upp postular aronskunnar, sem hafa boðað það að íslendingar eigi fyrst og fremst að græða á varnarliðinu. Aldrei hefi ég eða félagar mínir tekið undir þessa skoðun. Reyndar höfum við látið í ljós fyrirlitningu okkar á þeim viðhorfum. Starfsemi varnarliðsins Þá áratugi, sem varnarliðið hefur haft starfsemi á Keflavíkurfldg- velli, hefur það þurft á íslensku vinnuafli að halda. Launþegar á Suðurnesjum og í nágrenni hafa sinnt þessum störfum. Þar hafa laun verið miðum vð það sem tíðk- ast annars staðar á landinu. Venjur og hefðir á íslenskum vinnumarkaði hafa og gilt þar. Auðvitað hefur það þótt mikils virði að geta sótt „ Að því er við best vit- um, sem fylgjumst með málum hjá varnarlið- inu, hefur ekkert breyst hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin er sú sama. Krafan um þjónustu og önnur störf er sú sama. Það eina sem gerst hef- ur er að birst hefur til- kynning frá Bandaríkj- unum um að fækka skuli Islendingum hjá varnarliðinu.“ atvinnu á vellinum. Varnarliðið hef- ur verið góður vinnuveitandi. Þar hafa launþegar getað treyst því að fá útborgað reglulega. Það hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af því að vinnuveitandinn yrði gjaldþrota með þeim afleiðingum, sem félagar okkar á öðrum vinnustöðum hafa upplifað. Rekstur varnarliðsins, sem er umfangsmikill, hefur þurft á hæfu starfsfólki að halda. Það hefur viss- ulega tekist, enda hafa yfirmenn varnarliðsins hvað eftir annað lýst því yfir að störf þessa fólks hafí verið ómetanleg. Breytingarnar í Evrópu Fólk hér á Suðurnesjum hefur af áhuga fylgst með þeim stórkost- legum breytingum sem átt hafa sér stað í Evrópu. Það er öllum fagnað- arefni að kommúnisminn er í dauða- teygjunum. Það er líka ánægjuefni að fólkið, sem í áratugi hefur liðið undir oki harðstjórnar og kúgunar, skuli sjá framtíð frelsis blasa við. Það eru hinsvegar margir sem hafa áhyggjur af því að þrátt fyrir allar breytingarnar eru kjarnaorkuvopn og hverskonar önnur gereyðingar- tæki í höndum manna, sem ef til vill svífast einskis. Það starf sem unnist hefur á sviði afvopnunar gefur reyndar von- ir um frið í Evrópu. Skuldbindingar Vesturveldanna í afvopnunarmál- um hafa orðið til þess að herstöðum hefur fækka um allan heim. Banda- ríkjamenn hafa dregið úr varnarvið- búnaði í flestum herstöðvum sínum og ef að líkum lætur heldur sú þró- un áfram. Hvað gerist hér? Að því er við best vitum, sem fýigjumst með málum hjá vamarlið- inu, hefur ekkert breyst hjá varnarl- iðinu á Keflavíkurflugvelli. Starf- semin er sú sama. Krafan um þjón- ustu og önnur störf er sú sama. Það eina sem gerst hefur er að birst hefur tilkynning fráBandaríkjunum um að fækka skuli íslendingum hjá varnarliðinu. Að vísu er ekki um uppsagnir að ræða heldur bann við nýráðningum. Á sama tíma var varnarliðinu fijálst fram til mars sl. að ráða ameríska ríksiborgara til starfa. Sú hefð hefur ríkt að Bandaríkjamenn gangi ekki í þau störf, sem íslendingar hafa gegnt. Þess vegna hefur bannið við nýr- áðningum haft þær afleiðingar að á þeim vinnustöðum, sem fækkun hefur orðið, hafa störfin færst yfir á þá sem eftir em. Kjaramál í umræddum leiðara Morgun- blaðsins er vikið að því, að ég hafi tapað áttum þegar ég krefst þess fyrir hönd Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur að bann við ný- ráðningum hjá varnarliðinu verði Ánægjuleg stefnubreyting eftir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson Gjaldþrot hinnar svonefndu „byggðastefnu“, sem hér hefur ver- ið rekin undanfarin ár er nú berlega komið í ljós, í kjölfar athugunar Ríkisendurskoðunar á stöðu nokk- urra opinberra sjóða. Sú athugun var gerð að frumkvæði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra sem boðað hefur nýja tíma í meðferð á fjármunum almennings. Hengingarólin lengd Um þverbak keyrði í þessum málum í tíð vinstri stjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Minnisstætt er þegar sú ríkisstjórn keypti til liðs við sig þingmanninn Stefán Val- geirsson. Því miður var skattgreið- endum sendur reikningurinn upp á marga milljarða króna þegar At- vinnutryggingasjóður og Hlutafjár- sjóður voru settir á laggirnar. Stein- grímur Hermannsson og Ólafur Grímsson halda því nú gjarnan fram að stofnun þessara sjóða hafi orðið til þess að forða mörgum fyrirtækj- um frá gjaldþroti og þúsundum manna frá atvinnuleysi. Raunin er hins vegar sú að fæst þessara fyrir- tækja sem fyrirgreiðslu fengu standa betur nú en þau stóðu þá. Sum þeirra eru reyndar þegar orðin gjaldþrota eða undirbúa nú för sína til skiptaráðanda verði þeim ekki veitt frekari fyrirgreiðsla. Lengt var í hengingaról fangans en snaran er enn um hálsinn. Tvöfalt siðleysi í slíkum sértækum aðgerðum er í raun fólgið tvöfalt siðleysi. Það er vitaskuld siðleysi hjá Steingrími og félögum gagnvart varnarlausum skattgreiðendum að ausa peningum úr almannasjóðum í vonlaus fyrir- tæki á borð við Álafoss, fiskeldisfyr- irtækin o.s.frv. Slíkur fjáraustur er síðan gjarnan kallaður ýmsum nöfnum s.s. skuldbreytingar, ábyrgðir, lán en heitir yfirleitt engu öðru nafni en gjafir. Það er enn- fremur siðleysi gagnvart öðrum fyrirtækjum í landinu að sum fyrir- tæki skuli fá slíka fyrirgreiðslu en önnur ekki. Vitaskuld skekkir það samkeppnisstöðu fyrirtæka og gerir þeim erfitt fyrir sem standa skil á sínum skuldbindingum. Siðleysið er ekki síst í því fólgið að nýta skatt- peninga eigenda og starfsmanna slíkra fyrirtækja til að moka í von- laus og illa rekin fyrirtæki. Því hljóta skattgreiðendur að fagna þeirri algjöru stefnubreyt- ingu sem orðið hefur í Stjórnarráð- inu með komu Davíðs Öddssonar þangað. Það er hins vegar hryggi- legt að samflokksmaður hans, Matthías Bjarnason, stjórnarform- aður Byggðastofnunar, skuli ganga í lið með tröllunum og að því lið- hlaupi skuli fylgja ábyrgðarlausar, dónalegar og dæmalausar yfirlýs- ingar. Virðingarleysi Það ber ennfremur vott um mik- ið virðingarleysi fyrir landsbyggð- arfólki og atvinnurekstri á lands- byggðinni að Steingrímur Her- mannsson og sumir landsbyggðar- þingmenn skuli í sífellu hjakka á því að atvinnurekstur þar fái ekki þrifist án þess að fá reglulega í póstinum ávísanir á skattgreiðend- ur frá stjórnkerfinu hér syðra. Hvers vegna nefna þessi nátttröll nútímans aldrei þau vel reknu og vel stæðu fyrirtæki um allt land sem ávallt standa skil á því sem þeim ber.. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son „Hvers vegna nefna þessi nátttröll nútím- ans aldrei þau vel reknu og vel stæðu fyrirtæki um allt land sem ávallt standa skil á því sem þeim ber.“ Það er óskandi að sú tíð sé runn- in upp að skattgreiðendur geti sofið rólegir og þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum heiisárs jóla- sveinum sem eru í sífelldum vin- sældakaupum á annarra kostnað. Höfundur er lögfrædingur og starfar sem framkvæmdastjóri í Reykjavík. Karl Steinar Guðnason upphafið. Auðvitað er slík fullyrðing byggð á misskilningi. Það er nefni- lega kjaramál þegar auknu vinnu- álagi er mótmælt. Fólkið, sem lagt hefur fram starfskrafta sína hjá varnarliðinu í fjölda ára, jafnvel áratugi, á annað skilið af varnarlið- inu, sem vinnuveitenda, en að vera ofboðið vegna vinnuálags eða svælt úr störfum af sömu ástæðum. Áfram mun verkalýðsfélagið krefj- ast þess að bann við nýráðningum verði upphafið. Að öðrum kosti verði reksturinn dreginn saman. Hvað er framundan? Ég tel að stjórnvöld eigi að óska eftir fyllstu upplýsingum um það hver verður framtíð varnarstöðvar- innar. Ef það er vilji Atlantshafs- __________Brids____________ Arnór Ragnarsson 32 pör spiluðu sl. mánudag Þokkaleg þátttaka var í Michell- tvímenningnum sl. mánudag, alls 32 pör. Hæsta skor í N/S-riðli: Þröstur Ingimarsson — Sveinn Rúnar Eiríksson 537 Jakobína Ríkharðsdóttir — Vigfús Pálsson 480 Bernódus Kristinsson — Georg Sverrisson 476 Erlingur Þorsteinsson — Erlendur Jónsson 463 Gylfi Baldursson — Helgi Jónsson 452 Hæsta skor í A/V-riðli: Ólína Kjartansdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 490 Ólafur Steinason — Björn Snorrason 474 Arnína Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 471 Páll Bergsson — Hjálmar S. Pálsson 456 Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 449 Besta þátttaka sumarsins Mjög góð þátttaka — 48 pör — var í sumarbrids sl. þriðjudag og þurfti góða skor til að bera sigur úr býtum, a.m.k. í N/S-riðlinum. Lokastaða N/S-riðill: Sævin Bjarnason — Ragnar Björnsson 555 bandalagsins og Bandaríkjamanna að leggja stöðina niður er ekkert við því að segja. Það er hinsvegar krafa verkalýðsfélagsins og starfs- fólksins að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Heyrst hefur að varnarstöðin verði fámenn eftirlitsstöð í framtíð- inni. Ef þeirri stefnu, sem nú er íylgt, verður fram haldið er ljóst að þar starfar ekki einn einasti ís- lendingur. Innan skamms tíma verður búið að svæla alla íslendinga úr störfum. Eftir sitja útlendingar. Vafalaust geta þeir sinnt því hlut- verki ágætlega. En það kemur mér og öðrum á óvart, ef halda á þann- ig á málum. Er ekki ástæða til að gera þá kröfu til Bandaríkjamanna að þeir standi við_ það samkomulag sem ríkisstjórnir íslands og Banda- ríkjanna gerðu 22. okt. 1974? Þar segir: „Ríkisstjómirnar eru sam- mála um að innan hæfilegs tíma muni íslenskir starfsmenn, er þá hafi öðlast til þess nægilega starfs- hæfni og þjálfun, taka við tilteknum störfum á vegum varnarliðsins, sem bandarískir starfsmenn gegna nú.“ Það er óþolandi hvernig starfs- mannamálum hjá varnarliðinu er nú komið. Það er niðurlægjandi, ef ekki er gerð krafa til þess að stað- ið verði fullkomlega við áðurgreint samkomulag. Mikilvægt hlutverk Framlag íslendinga til sameigin- legra varna hins vestræna heims hefur skipt miklu máli. Við höfum ekki og megum aldrei meta varnar- hagsmuni til fjár, hvort sem um er að ræða hlunnindi, peninga eða atvinnu. það er hinsvegar ekki óeðl- ilegt að íslendingar taki frekar meiri en minniþátt í rekstri varnar- stöðvarinnar. Ég er þess fullviss að þeir eru ekki síðri starfskraftur en útlendingar. Höfundur er alþingismaður Alþýðuflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Páll Valdimarsson — Ragnar Magnússon 542 Sigurður Ólafsson — Ragnheiður Nielsen 481 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 461 Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 460 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 446 A/V-riðill: Eyjólfur Magnússon — Hólmsteinn Arason 506 Jörundur Markússon — Benedikt Gústafsson 505 Ragnheiður Tómasdóttir — OlínaKjartansdóttir 467 Siguijón Harðarson — Gylfi Ólafsson 465 Geirlaug Magnúsdóttir — Torfi Axelsson 463 Ljósbrá Baldursdóttir — Matthías Þorvaldsson 462 Meðalskor 420. Starfsemi Bridsfélags Hafnarfjarðar að hefjast Bridsfélag Hafnarfjarðar hyggst hefja spilamennsku mánudaginn 9. september. Byijað verður á tveimur eins kvölds tvímenningum til upphit- unar en síðan þefst spilamennska af fullum krafti. í vetur hyggst félagið brydda uppá ýmsum nýjungum, t.a.m. að bjóða byijendum sérstaklega að vera með. Hugmyndin er að þeir spili saman í riðli með hjálp leiðbeinanda. Síðar geta þeir sem vilja spilað gegn vanari spilurum félagsins. Spila- mennska verður alltaf á mánudögum kl. 7.30 til ca. 11.30, en spilað er í fundarsal íþróttahússins við Strand- götu. Símbréf Þeir sem vilja senda þættinum símbréf er það velkomið. Númerið er 69-11-81. Munið að láta ætíð föður- nöfn fylgja mannanöfnum. Það er ekkert leiðinlegra en að lesa fréttir félaganna þar sem föðurnöfn vantar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.