Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 13
_____________________i ^roROú-NBLASið’ :'AprCsyj W&i Hefur íslenskuimí hrakað? eftir Ólaf Oddsson Morgunblaðið greinir frá því á baksíðu í gær, þ.e. 27. ágúst, að uppi séu hugmyndir í Háskóla Ís- lands um „stoðnámskeið" í íslensku fyrir stúdenta. Tilefnið er m.a. „áhyggjur háskólakennara af hrak- andi íslenskukunnáttu stúdenta". Talsmaður heimspekideildar sagði, að „kennurum í deildinni fyndist að íslenskukunnáttu hefði hrakað og það kæmi bæði fram í prófúr- lausnum og ekki síst í ritgerðum". Um þetta efni og sitthvað fleira verður fjallað hér. Einhveijum finnst eitthvað Ekki dreg ég í efa, að háskóla- kennurunum gengur gott eitt til með þessum hugmyndum sínum, en það hvað einhverjum „finnst" eða hefur „fundist“ er nú dálítið á tilfmningalegum grundvelli, eins og reyndar er stundum, þegar menn ræða um íslenska tungu eða ást sína á henni. Tilfinningar geta svo sem verið ágætar, en þegar menn tala um, að einhverju hafi „hrak- að“, er átt við þróun, breytingu til hins verra. Menn segja t.a.m., að sjúklingnum hafi því miður hrakað, — og nú segja sumir háskólakenn- arar, að þeim „finnist" íslensku- kunnáttu stúdenta hafa hrakað. En hér duga ekki tilfinningar. Hér þarf rannsóknir, mælingar, traustan og marktækan samanburð við eldri tíma og það að horfa á málin frá ýmsum sjónarhornum og íhuga, hvaða þættir koma hér til og hvert kunni að vera samspil þeirra. Ein- faldar lausnir eru varhugaverðar, og ef menn vilja feta hér í fótspor ónafngreinds ritstjóra og fullyrða, að „íslenskunni hefur hrakað vegna slælegrar kennslu", þá verða þeir að ræða það efni við hlutaðeigandi, því að ég hef ekki tíma eða áhuga á að fjalla um mál með þeim hætti. En það sem mönnum „finnst“, mér eða öðrum, getur verið var- hugavert. Þetta skal skýrt nánar með dæmi: Manni einum, sem nú er á miðjum aldri, „finnst" hann heyra prýðilega vel, og heyrnin hafi aldrei verið betri. Þetta er með öðrum orðum tilfinning hans. En í seinni tíð hefur borið á því, ef hann er staddur inni í sínu eldhúsi, t.d. að fá sér kaffisopa, að börn hans, sem eru um eða innan við ferm- ingu, hlaupa skyndilega til dyra, af því að dyrabjöllu var hringt, en maðurinn heyrði alls ekki neitt. Þó FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Rauða kross Islands hefur gefið út bækling með upplýsingum um námskeið sem haldin eru á veg- um RK-deilda og ungmenna- hreyfingar RKI fram til ára- móta. Á dagskrá eru hefðbund- in námskeið eins og skyndihjálp og sjúkraflutninganámskeið en auk þess mörg önnur sem ekki er komin sama hefð á. Námskeiðið „Slys á börnum" verður haldið víða um landið. Þar er fjallað um algengustu slys á börnum, hvernig megi koma í veg fyrir þau og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. íslendingum, eða svokölluðum sendifulltrúum sem farið hafa til starfa erlendis á vegum RKÍ, hef- ur fjölgað verulega á síðustu tveimur árum. í haust verður stutt námskeið þar sem starf Rauða krossins á alþjóðavettvangi verður kynnt og sendifulltrúar segja frá störfum sínum. Þessi kynning stendur yfir eina kvöldstund og verður bæði á Akureyri og í Reykjavík. „finnst“ honum heyrnin mjög góð. — Þetta getur nú að vísu verið góður kostur, ef alls kyns vafasam- ir sölumenn eða náungar eru fyrir dyrum úti, en sleppum því. — Af sérstökum ástæðum var nýlega gerð rækileg úttekt á heym þessa manns, og beitt þar alls kyns sér- fræðilegum tækjum og tólum. Nið- urstaðan var sett í línurit og tölur. Er maðurinn spurði, hvað þetta þýddi, var svarið það, að hlutaðeig- andi heyrði allvel eftir aldri, en hann væri nú ekki neinn unglingur lengur, og heyrnin minnkaði smám saman með aldrinum. — Af þessu hversdagslega dæmi og ýmsu öðru má ráða, að það er oft lítið að marka, hvað mönnum „finnst" eða hefur „fundist". Hér þarf traustar aðferðir, mælingar, samanburð og fræðileg vinnubrögð. Hvað fannst háskólakennurum fyrir um 70 árum? En að því er varðar þekkingu stúdenta í íslensku, þá er rétt að huga að því, að til er u.þ.b. 70 ára gömul álitsgerð háskólakennara á þekkingu stúdenta frá Hinum al- menna menntaskóla í Reykjavík (síðar MR). Háskólakennararnir eru þar að svara spumingum mennta- málanefndarinnar svonefndu, er skipuð var 12. mars 1920. Nú eru þessir háskólakennarar löngu liðnir og líklega langflestir stúdentarnir líka. En við skulum kynna okkur, hvað þeim vísu háskólakennurum „fannst" fyrir um 70 árum. Það gæti verið fróðlegt til samanburðar við_ samtímann. í áliti guðfræðideildar sagði: „Sjerstaklega finst oss, að stúdent- unum sje ábótavant í þekkingu á íslenskri tungu. Við allar skriflegar æfingar kemur það í ljós, að ýmsa þeirra skortir mjög þekking í ís- lenskri ijettritun [...]“. . í áliti lagadeildar sagði: „Skal þess þá fyrst og fremst getið, að deildinni hefir reynst þekking stúd- enta á íslenskri tungu ærið ábóta- vant, [. ..]“. Fulltrúi læknadeildar sagði, að þekkingu stúdenta væri augljósast ábótavant í íslensku, og hann sagði: „Ef dæma má eftir prófritgerðum stúdenta, þá geta fáir ritað íslensku stórlýtalaust." Og frægur kennari í heimspeki- deild kveðst geta fullyrt, „að kunn- áttu stúdenta í móðurmálinu er stórra ábóta vant, [...]“. — Þetta var álit háskólakennara fyrir um 70 árum á íslenskukunn- Ungmennahreyfingin, URKÍ, heldur fjögur grunnnámskeið í starfi Rauða krossins, þijú í Reykjavík og eitt á Akureyri, en þau hafa verið gerð að skilyrði fyrir þátttöku í öðrum námskeið- um á vegum URKÍ. Til áramóta heldur URKÍ einnig fiögur önnur námskeið: fyrir „Hús- og vett- vangshóp“ en þar eru sjálfboðalið- ar þjálfaðir til að aðstoða í Rauða kross-húsinu og sinna vettvangs- starfi um helgar. Vinalínan, síma- þjónusta, er nýtt námskeið vegna fyrirhugaðar símaþjónustu fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur þörf fyrir að ræða við ein- hvem í trúnaði og sem hefur tíma til að hlusta. Tvö námskeið tengj- ast alþjóðastarfi, á því fyrra er sjálfboðaliðum kynnt ýmislegt sem tengist verkefnum og dvöl í öðrum landshlutum Rauða krossins. Það síðara er svo undirbúningur vegna verkefnis RKÍ og URKÍ í Gambíu. Bæklingur Fræðslumiðstöðvar er fáanlegur á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18. (Fréttatilkynning') Ólafur Oddsson „Fróðlegt er að bera þetta gamla álit saman við það sem sumir há- skólakennarar segja nú. Margt hefur breyst síðan þá, t.d. fjöldi stúd- enta. Ljóst er þó við samanburð, að töluvert er líkt í þessu efni, þ.e. hvað sumum háskóla- kennurum „finnst“ nú og, hvað fyrirrennurum þeirra „fannst“ fyrir um 70 árum.“ áttu nemendanna, þ.e. stúdenta, sem voru fæddir um eða fyrir síð- ustu aldamót. Um þetta má lesa nánar í Mentamálanefndaráliti 1-4 (Rvík 1921-22), sbr. einnig Baldur Jónsson: Mályrkja Guðmundar Finnbogasonar, Rvík 1976, 79.-85 bls. Fróðlegt er að bera þetta gamla álit saman við það sem sumir há- skólakennarar segja nú. Margt hef- ur breyst síðan þá, t.d. fjöldi stúd- enta. Ljóst er þó við samanburð, að töluvert er líkt í þessu efni, þ.e. hvað sumum háskólakennurum „finnst“ nú og, hvað fyrirrennurum þeirra „fannst“ fyrir um 70 árum. — Kannski telja menn, að öfugt við hið ágæta kvæði Völuspá hafi verið svartnætti í byijun og enda og síð- an hafi skyndilega komið og horfið einhver „gullöld“ í millitíðinni. En ekki hef ég nú orðið var við það. Hörð orð um háskólakennara En ég var að lesa blaðið „Há- skóli í 80 ár“, sem borið var nýlega í hús. Þar er á 16. bls. grein eftir Ármann Jakobsson: Háskóli íslands — íslenskur háskóli? Þar segir svo: „í flestum deildum Háskólans er sorglega lítið lagt uppp úr því að ritgerðir, verkefni og skýrslur nem- enda séu á vandaðri og fallegri ís- lensku. Margir kennarar Háskólans eru lélegar fyrirmyndir nemendum sínum, tala útlenskuskotið mál og nota erlend hugtök þó að til séu íslensk. Og í mörgum áföngum í Háskólanum er vafasamt að hægt sé að tala um að kennsla fari fram á íslensku." — Höfundurinn bætir við: „Þetta eru hörð orð en því miður eiga þau við rök að styðjast.“ — Undir það skal tekið, að þetta eru hörð orð. Erfitt er að trúa þessu — svona að óathuguðu máli, en ég spyr: Eiga þessi hörðu orð við einhver rök að styðjast? Hvað „finnst“ kennurun- um um það? Ef eitthvað er til í þessu, þá þarf hér ýmislegt að lag- færa og þá þurfa nú fleiri að fá sérstök „stoðnámskeið“ en blessaðir stúdentarnir, þ.e. sumir kennararn- ir líka. En um þetta er best að full- yrða ekki mikið. Ætli þetta sé ekki töluvert einstaklingsbundið, og það eigi bæði við um kennara og nem- endur? Ég þekki ýmsa háskólakenn- ara og marga stúdenta, sem hafa traust tök á íslensku máli, rituðu og töluðu. En eflaust eru til menn í báðum þessum hópum, sem hefðu gott af að fá tilsögn í íslensku. En ég ítreka það sem ég hef áður sagt: Ofstækisfullar árásir á fólk út af máli þess eru ills eins. Ymsir þættir og mismiklir námshæfileikar Mál eru ekki einföld, og oft spinn- ast saman ýmsir þættir. Sumir ráð- amenn hafa á liðnum árum marg- talað um framhaldsskóla fyrir alla. Þeir hafa breytt mjög inntökuskil- yrðum í framhaldsskóla, án þess þá að huga að umfangsmiklum skipulagsbreytingum, sem þetta myndi kalla á. í framhaldsskóla koma nú nemendur, sem ráða ekki við erfitt og flókið nám. Ýmsir aðr- ir eiga hér og í allmiklum erfiðleik- um og eru á mörkum þess að hafa náð nægilegum tökum á náminu, t.d. í stafsetningunni, þrátt fyrir rækilega kennslu mikilhæfra og reyndra kennara. Hvað á hér að gera? m Þetta unga fólk getur haft allgóð tök á íslensku máli að öðru leyti en stafsetningu. íslenskukennarar í einstökum skólum hafa orðið að taka á þessu máli og endanleg nið- urstaða er á ábyrgð þeirra sem hafa umsjón með matinu. Þeir verða að vega og meta í hveiju vafamáli, og það getur verið erfitt, einmana- legt og kalt verk hið innra. Ég á ekki von á því, að tal manna vestur á Melum, um hvað þeim „finnst“ nú eða „fannst" fyrir 70 árum hafi hér mikil áhrif á þetta mat. Þaðan af síður einhver umfjöllun sumra blaðamanna í svokallaðri „gúrku- tíð“ á innlendum vettvangi. Vilji menn hins vegar breyta hér um og losa íslenskukennarana og umsjón- armennina við þetta oft mjög svo erfiða og flókna mat, þá hygg ég, að flestir þeirra yrðu því fegnir. Margt hefur áhrif á það, hvaða tök menn hafa á íslensku máli. Hér má nefna stöðu og virðingu kenn- ara í samfélaginu, menntun kennar- anna, kennsluhætti og aðstöðu í skólum, aðbúnað, hætti og viðhorf á heimilum, bóklestur, efni í fjölm- iðlum, einkum sjónvarpi og útvarpi, umfjöllun áhrifamanna, stefnu og ákvarðanir ráðamanna og margt fleira. Þetta fléttast saman með ýmsum hætti. Hringlandaháttur ráðamanna getur og verið afar skaðlegur. Um það skal nefnt lítið dæmi: Árið 1973 átti að kenna í skólum, að þjóðaheiti skyldu rituð með stórum staf. Árið eftir voru þau samkvæmt skipun yfirstjórnar- innar rituð með litlum staf. Árið 1977 (ef ég man rétt) kom svo skipun um stóran staf. Þróunin var sem sagt: „íslendingar“> „íslend- ingar“ >„Islendingar“. Allir mega sjá, hversu „gagnlegt“ slíkt hringl er, en slíkur hringlandaháttur í skólamálum hefur því miður ekki verið bundinn við þetta mál á liðn- um árum. Hann hefur stundum komið fram í ýmsum mikilvægum efnum. Um eflingu íslenskukennslu Það kemur og fram á baksíðu Morgunblaðsins, að fram hafi kom- ið’ hugmyndir um að draga úr ís- lenskukennslu í framhaldsskóla ein- um hér í borg. Þetta hljómar mjög undarlega, og ég trúi þessu vart. Hvað sem því líður tel ég, að mjög æskilegt sé að efla íslenskukennslu í skólum á öllum skólastigum og hef reyndar ritað um það blaða- greinar. Umræður um íslenskukennslu, sérstaklega kennsluna í framhalds- skólunum, benda stundum til þess, að sumir þekki þau mál harla lítið. Um þetta efni mun ég fjalla í grein um störf og stöðu ungs íslensku- kennara. Höfundur er íslenskufræðingur og kennari. Haustnámskeið hjá Rauða kross Islands INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FL. B.1985 Hinn 10. september 1991 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.12 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.241,55 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1991 til lO.september 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3185 hinn 1. september 1991. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.12 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1991. Reykjavík, 30. ágúst 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.