Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 Ráðstefna um gervigreind tölva: Tilfinnanlegur skortur á heil- brigðri skynsemi Reuter Bifreið ekur frá franska sendiráðinu í Beirút í fyrrinótt. Talið er líklegt að Aoun hafi verið farþegi hennar. Ævintýralegur landflótti Michels Aouns frá Líbanon Frakkar hjálpuðu líbanska herforingjanum að flýja Beirút. Reuter. FRAKKAR hjálpuðu líbanska herforingjanum Michel Aoun að flýja land í gær á ævintýralegan hátt, þar sem kafbátur, hraðbátur, bílalest, hópur öryggisvarða og a.m.k. tvær flugvélar komu við sögu. Aoun hefur barist í 15 ár gegn yfírráðum Sýrlendinga í Líbanon. Hann var leiðtogi kristinna heija um hríð, en hann hefur hafst við í franska sendiráðinu í Beirút frá 15. október sl., eftir að sýrlenskar herþotur gerðu árás á höfuðstöðv- ar hans. Að sögn heimildarmanna í Lí- banon flúði Aoun land með kaf- báti sem látið hafði fyrir berast við ströndina. Kafbáturinn stefndi áleiðis til Kýpur, þar sem frönsk herþota beið sem flytja átti hann til Frakklands. Þegar næstum 12 stundir voru liðnar frá því að kaf- báturinn hvarf í Miðjarðarhafið bólaði ekkert á honum við Kýpur. Þá hófust getgátur um að Aoun hefði verið fluttur beint til flota- stöðvarinnar í Toulon í Suður- Frakklandi. Aoun fór í dögun út um hliðar- dyr franska sendiráðsins í Suður- Beirút ásamt tveimur aðstoðar- mönnum og lífverði. Þeirra biðu skotheldar bifreiðir með svörtum, ógagnsæjum rúðum. Að sögn heimildarmanna innan leyniþjón- ustunnar var ekið til Golden Be- ach-flotastöðvarinnar í Norður- Beirút og farið um borð í hrað- bát. Honum var síðan siglt til móts við kafbát sem beið um þrjá km frá ströndinni. Að sögn heim- ildarmannanna var kafbátur not- aður vegna þess að Aoun neitaði að ferðast í bílalest til flugvallar- ins, eða fara með þyrlu eða skipi af ótta við árás. Hann hefur eflaust verið minnugur þess þegar honum var sýnt banatilræði á Lamaka-flugvellinum árið 1989. Heimildarmennimir sögðu að líbanski ofurstinn og aðstoðar- maður Aouns, Issam Abu Jamra, hefði ekki vilja fara um borð í hraðbátinn þar sem hann væri ósyndur. Að lokum tókst að telja hann á að fylgja Aoun og hinum aðstoðarmanni hans, stórdeildar- foringjanum Edgar Maalouf. Á sömu stundu og Aoun var staddur við flotastöðina héldu tvær aðrar bílalestir frá franska sendi- ráðinu sem tálbeitur. Frönsk herþota var á flugvellinum í Beirút með vélamar í gangi. Flóttaáætlun Aouns frá Lí- banon var gerð með það í huga að koma í veg fyrir að mögu- legt yrði að sýna honum tilræði eða að fréttamenn gætu gert óvinahershöfðngjum viðvart með fréttaflutningi sínum, að því er heimildarmennirnir tjáðu Reuters-fréttastofunni. Sydney. Reuter. VÍSINDAMENN eru sammála um að tölvur hafi nú þegar yfir gervigreind að ráða - vandamál- ið felst hins vegar í því að þær skortir tilfinnanlega heilbrigða skynsemi. Fulltrúar á alþjóðaráðstefnu um gervigreind sem stendur yfir þessa dagana í Ástralíu eru sannfærðir um að tölvur munu sjá um að reka verksmiðjur og heimili þegar tekist hefur að leysa þetta vandamál. „Þú og ég vitum að það á að toga í spotta en ekki ýta á hann,“ segir Dr. Martin Minsky í viðtali, en hann er einn af frumkvöðlum tölv- utækninnar og vélmennahönn- unar. „Hvert mannsbarn veit hvers ' vegna, en ég hygg að sú tölva sé ekki til sem hefur upplýsingar um þetta. Einhveiju sem allir vita verður ekki komið á blað. En ef tölvan á að skilja það verður að lýsa því í smáatriðum." Hann segir að þeir vísindamenn sem fást við að þróa gervigreind séu sammála um að það muni tak- ast að vinna bug á skorti tölva á heilbrigðri skynsemi innan fimm ára. „Tölva með heilbrigða skyn- semi gæti leyst úr hversdagslegum vandamálum," segir Minsky. „Ef hægt er að gera vél næstum jafn hæfa og manneskju ætti að vera hægt að gera hana hæfari en manneskju. Vandamálið er að koma tölvum á þroskastig fimm ára bama. Ef það tekst þá veit ég ekki hvar mörkin liggja." ■* ■ NIKÓSÍU - Ógrynni froska eru á vappi um hafnarborgina Qaz- ian í Iran um þessar mundir. ír- anska fréttastofan IRNA skýrði frá því í gær að froskar hefðu „fyllt götur borgarinnar og heijað á hús í stórum breiðum" síðan á mánudag. Fréttastofan taldi að hækkandi vatnsborð í nærliggjandi ám ætti sökina á froskaplágunni ásamt úr- eltri verksmiðju sem lokuð hefur verið frá 1979, þar sem ræktaðir voru froskar til niðursuðu. ■ KAUPMANNAHÖFN - Jack Ryan, sem hannaði Barbie-dúkk- urnar vinsælu óg „Sparrow" og „Hawk“ flugskeyti, lést í Bandaríkj- unum um miðjan mánuðinn, 65 ára að aldri, að sögn Sigrúnar Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Nokkrir vinir hans héldu láti hans leyndu fyrst um sinn, en Ryan hefur verið lamaður undanfarin tvö ár. Um þessar mundir er verið að setja á markað nýja dúkkutegund sem hann hefur hannað og er hún eðlilegri í vextinum en Barbie. Ryan var sjálfur mikið upp á kvenhöndina, og í fýrra skildi hann við fímmtu og síðustu konu sína, leikkonuna Zsa Zsa Ga- bor, en þau giftust árið 1975. Athafnir valdaræningjanna í Sovétríkjunum: Sjónarspil drykkjuskap- ar, aulaháttar og vangetu Moskvu, Lundúnuni. Reuter. VALENTÍN Pavlov, fyrrum forsætisráðherra Sovétríkjanna, hef- ur nú skipað sér í þann flokk sovéskra samsærismanna sem segja að aðgerðir þeirra meðan á valdaráninu stóð hafi verið misskild- ar. Þegar hann var handtekinn var haft eftir honum að flestir þeirra sem stóðu að baki valdaráninu hefðu ekki vitað hvað um væri að ræða. Breska dagblaðið The Guardmn hafði eftir háttsett- um sovéskum embættismönnum í gær að Gennadíj Janajev, fyrr- um varaforseti og einn samsærismannanna, hefði verið drukkinn meðan á valdaráninu stóð. Blaðið hafði eftir ráðgjafa Mík- haíls Gorbatsjovs, Venjamín Jarín, sem var á meðal þeirra sem handt- óku Janajev þar sem hann var sofandi á skrifstofu sinni: „Það tók mig langan tíma að vekja hann og þegar hann rankaði við sér áttaði hann sig ekki á því hver ég var.“ Þá skýrði blaðið einnig frá því að heimildarmenn sem áttu kost á að fylgjast ná- kvæmlega með valdaráninu hefðu lýst því sem sjónarspili drykkju- skapar, aulaháttar og vangetu. Bæði Pavlov og Janajev höfðu neytt áfengis þegar drög að valda- ráninu voru lögð þann 18. ágúst og Pavlov á að hafa sagt við Janajev: „Við tveir erum aula- bárðarnir hér“. Á laugardaginn var sýnt í frétt- um rússneska sjónvarpsins þegar Pavlov var handtekinn á skrif- stofu sinni. Áður en hann var leiddur burt spurði fréttamaður hann hvers vegna átta manna neyðarnefndinni sem hann átti sæti í hefði ekki tekist það ætlun- arverk sitt að steypa Gorbatsjov Sovétforseta af stóli. „Meirihluti manna í nefndinni vissi ekki hvað var' um að vera,“ svaraði hann. „Margir voru með hugann við eitt- hvað allt annað en flæktust síðan í mál sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir." Sjónvarpið sýndi einnig frá handtöku formanns bændasam- takanna, Vasilíjs Starodúbtsjovs, sem einnig átti sæti í neyðar- nefndinni. Hann sagðist að sér hefði ekki verið ljóst að hann væri að taka þátt í samsæri. Pavlov, sem er þriflegur maður og að öllu jöfnu skrafhreifinn, leit út fyrir að vera niðurdreginn og hann átti í erfiðleikum með að koma fyrir sig orði. Á stundum voru lýsingar hans á aðgerðum neyðarnefndarinnar næsta bros- legar. „Þegar það barst út að for- setinn væri veikur og enginn hafði skýringu á því hvað að honum gekk ... fórum við allir að velta fyrir okkur hvort við ættum að leita til Æðsta ráðsins," sagði Pavlov. Hann skýrði síðan frá því að Anatólíj Lúkjanov, forseti Æðsta ráðsins, hefði tjáð nefnd- inni að hann gæti ekki komið á fundi hjá ráðinu fyrr en í fyrsta lagi viku síðar, eða þann 26. ágúst. Að sögn Pavlovs fór óeining þá þegar að grafa um sig hjá nefndarmönnum og var einkum deilt um hvort lýsa ætti yfir neyð- arástandi. „Janajev vildi ekki skrifa undir neitt í langan tíma þar sem hann vissi ekki hvort segja ætti að Gorbatsjov væri veikur eða ekki.“ Pavlov gaf í skyn að hann hefði ekki verið virkur þátttakandi í valdaráninu þótt nafn hans hefði verið undir tilskipunum nefndar- innar. „Eitthvað var undarlegt við ástandið," sagði hann. „Þess vegna varð Bessmertnykh skyndi- lega veikur og ég var settur úr nefndinni." Alexander Bessmert- nykh, sem Gorbatsjov hefur nú rekið úr embætti utanríkisráð- herra vegna aðgerðaleysis í valda- ráninu, hefur sagt að hann hafí verið veikur og rúmfastur í valda- ráninu, en hann hefur einnig neit- að að hafa stutt neyðarnefndina. Ekki varð ljóst af máli Pavlovs hvort hann hefði sjálfur verið veikur þá eða hvort hann hefði áfram tekið þátt í ákvörðunum nefndarinnar. Þegar valdaráninu lauk lá hann á sjúkrahúsi vegna of hás blóðþrýstings. Eftir að hafa, að því er virtist, reynt að sveija af sér alla ábyrgð, var engu líkara en hann hlypi á sig þegar hann svaraði því hvort hann hefði búist við því að valda- ráninu lyki á þann hátt sem raun bar vitni. „Ég bjóst ekki við því að því myndi ljúka,“ svaraði hann. „Ef eitthvert fífl hefði ekki ákveð- ið að senda hersveitir inn í borg- ina myndi ekkert hafa gerst." Þegar honum var afhent hand- tökuskipun á hendur sér til lestrar og undirskriftar, sagði hann. „Áð- ur en ég skrifa undir ætti ég að segja konunni minni frá þessu." Niðurlæging Pavlovs, sem fyrir tíu dögum var forsætisráðherra stórveldis, var fullkomnuð þegar honum var svarað: „Við munum sjá um það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.