Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 22
ISJffiK £2 22 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 30 sovéskir sendiherrar kvaddir heim? Akromejev vottuð virðing Reuter Ættingjar og hershöfðingjar sýna jarðneskum leifum Sergejs Akromejevs, er var helsti hernaðarráðgjafí Gorbatsjovs, virðingu sína. Akromejev svipti sig lífi sl. laugardag er ljóst var að valdaránið var farið út um þúfur en ekkert bendir þó enn til þess að hann hafi átt aðild að því. Akromejev var um hríð forseti sovéska herráðsins og í fylgdarliði Gorbatsj- ovs er Sovétforsetinn ræddi við Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, í Reykjavík haustið 1986. Engin boð til sendi- ráðsins í Reykjavík SÚ FREGN er komin á kreik að Sovétmenn hyggist kveðja heim 30 sendiherra, sem studdu valdaránið í Moskvu á mánudag í síðustu viku. Breska útvarpið BBC greindi frá því á miðvikudag að Leoníd Zamjatín, sendiherra í London, yrði kvaddur heim og talið er að það eigi einnig við um Nikolaj Úspensky, sendiherra í Stokkhólmi. Heimildarmaður Morgunblaðsins hjá fréttaþjónustunni Interfax í Moskvu sagði að fréttin um brottkvaðningu sendiherranna væri upprunnin hjá Sovésku upplýsingaþjónustunni og gat ekki gefið nánari upplýsingar. Vladimír Derjekín, blaðafuiltrúi sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík, sagði í gær að engar upplýsingar hefðu borist sendiráðinu þess efnis að kveðja ætti ígor Krasavin sendiherra heim. viðtali við Morgunblaðið að lýðræð- isumbætur myndu halda áfram í Sovétríkjunum og sagði valdaránið „ævintýramennsku nokkurra æðstu manna ríkisins". Nikolaj Úspenskíj, sendiherra í Stokkhólmi, kvaðst í nýlegu viðtali við Svenska Dagbladet uggandi um framtíð sína sem sendiherra, en hann hefði þó meiri áhyggjur af ástandinu í Sovétríkjunum eftir valdaránið. Sovéska dagblaðið Ízvestíja greindi frá því í síðustu viku að boð hefðu borist til allra sendiráða Sov- étríkjanna frá Alexander Besmjert- nykh, þáverandi utanríkisráðherra, um að sendiherrar ættu að lýsa yfir stuðningi við valdaránið. Úspenskíj viðurkenndi að hafa fengið slík boð, en vildi ekki segja hver hefði sent þau. Haft var eftir Úspenskíj í viðtali sem Svenska Dagbladet tók þegar valdaránið var framið að hann styddi valdaræningjana. Úspenskíj kvaðst hins vegar í viðtalinu á mið- vikudag alltaf hafa stutt Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. „Ég rek það að eftir á megi leggja undarlegan skilning í orð mín til þess að ég hafi fengið rangar upp- lýsingar þegar viðtalið var tekið,“ sagði Úspenskíj í seinna viðtalinu við Svenska Dagbladet. Ízvestíja tiltók einnig fimm sendi- herra, sem stutt hefðu vaidaránið: Þar væri um að ræða sendiherra Sovétríkjanna í Bonn, London, Par- ís, Stokkhólmi og Varsjá. Úspenskíj kvaðst vona að þessi fregn kæmi starfsbræðrum sínum ekki í koll. Hann sagðist telja að tilgangurinn með fréttinni væri að sverta sovésku utanríkisþjón- ustuna. Deijekín sagði að Krasavín væri veikur heima hjá sér. Þegar valda- ránið var framið kallaði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra Krasavín til fundar við sig. Þar af- henti utanríkisráðherra sendiherr- anum yfirlýsingu íslensku ríkis- stjórnarinnar þar sem valdaránið var fordæmt. Hafði Jón Baldvin eftir Krasavín að hann hefði sagt að valdaránið væri innanríkismál- efni Sovétríkjanna. Sendiherrann hefði sagt að farið hefði verið að sovéskum lögum. Fimmtudaginn 22. ágúst, þegar valdaránið var farið út um þúfur, fagnaði Krasavín því hins vegar í Ágreiningur Rússa og Úkraínumanna: Samkomulag um að landa- mæi’unum verði ekki breytt Kíev, Moskvu. Reuter. STJORNVOLD í Rússlandi og Úkraínu, tveimur öflugustu lýðveldum Sovétríkjanna, komust í gærmorgun að samkomulagi um að samhæfa stefnumál sín og halda landamærum þeirra óbreyttum. í yfirlýsingu frá sendinefndum legu öryggiskerfi. beggja lýðveidanna, sem komu sam- an á skyndifundi í Kíev, - segir að Rússar og Úkraínumenn vilji koma í veg fyrir að Sovétríkin liðist i sund- ur. Rússar lofa þar einnig að krefj- ast ekki landsvæða í Úkraínu. Sendinefndimar samþykktu einn- ig að stjórnvöld lýðveldanna myndu beita sér fyrir umbótum innan sov- éska hersins og koma á sameigin- Efnt var til fundarins eftir að spenna hafði skapast á milli lýðveld- anna vegna yfirlýsingar Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, um að rússneska lýðveldið áskildi sér rétt til að endurskoða landamærin að hveiju því lýðveldi sem lægi að Rúss- landi og segði sig úr Sovétríkjunum. Þetta olli miklu uppnámi í Úkraínu, sem lýsti yfir sjálfstæði á sunnudag. Um 5.000 manns komu saman fyrir utan þinghúsið í Kíev, þar sem sendinefndimar komu saman, til að mótmæla yfirlýsingu Jeltsíns. Anatolíj Sobtsjak, borgarstjóri Moskvu, sem fór fýrir rússnesku nefndinni, gerði lítið úr mikilvægi yfirlýsingarinnar og sagði að henni hefðu ekki fylgt nægilegar útskýr- ingar. „Þegar hann talaði um landa- mæri og landsvæði átti hann aðeins við eitt og það er að við verðum að hefja samningaviðræður og ræða öll þau mál sem kunna að koma upp,“ sagði hann. Nokkrir þeirra, sem sátu fundinn, sögðu að hann hefði verið storma- samur og ekki væri útilokað að upp kæmi ágreiningur aftur á milli lýð- veldanna um landamærin. Yfirlýsing Jeltsíns beindist einnig að Kazakhstan og rússnesk sendi- nefnd fór til lýðveldisins í gær til að ræða málið. Nursultan Nazarbay- ev, forseti Kazakhstan, sagði að yfir- lýsingin gæti orðið til þess að lýð- veldið sæi sig knúið til að lýsa yfir sjálfstæði eins og Úkraína. > > > 1 > Gætu kjarnorkuvopn Sovétríkjanna kom- ist í rangar hendur? EITT af því uggvænlegasta við valdaránið sem mistókst í Sovétrílyun- um í síðustu viku er að mennirnir, sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti lýsti síðar sem „ævintýramönnum11, höfðu yfir að ráða þeim dulmálslyklum og búnaði, sem þarf til að hefja árás með langdræg- um kjarnorkueldflaugum. Þeir náðu „svarta kassanum" eða „fótbolt- anum“, þ.e. skjalatösku sem fylgir forsetanum og inniheldur þennan ógnvænlega dulmálslykil, og höfðu einnig dulmálslykil varnarmála- ráðherrans. Ekkert bendir til að þeir hafi ætlað að nota kjarnorku- vopnin en hins vegar vekur valdaránstilraunin spurningar um hvað kunni að gerast ef lyklarnir komast í rangar hendur. Vestrænir hernaðarsérfræðingar segja að Sovétmenn notist við ör- yggiskerfi, sem komi í veg fyrir að einn maður geti hafið kjarnorku- árás. Forsetinn þurfi til að mynda að leita aðstoðar sérstakrar sveitar hersins til að nota dulmálslykilinn. Dulmálsboð hans nægja ekki heldur til að hefja árás því til þess þarf varnarmálaráðherra Sovétríkjanna að nota annan dulmálslykil, sem er ólíkur þeim sem forsetinn hefur. Dmítríj Jazov, þáverandi varnar- málaráðherra, var á meðal átt- menningana, sem tóku völdin í sín- ar hendur, þannig að þeir höfðu báða lyklana. Dulmálsboð forsetans og varnar- málaráðherrans berast síðan til æðstu yfirstjórnar hersins, sem not- ar sérstakan tölvubúnað til að sam- eina þau. Tölvan býr til annað dul- mál, tólf stafa tölu, sem berst á sérstakri tíðni til neðanjarðarbyrgja og kafbáta með langdrægar kjarn- orkueldflaugar. Frekari öryggisráðstafanir hafa verið gerðar til að torvelda allsherj- ar kjarnorkuárás. Forsetanum og varnarmálaráðherranum nægir ekki að senda dulmálsboð einu sinni til að ná til allra kjarnorkukerf- anna. Þeir þurfa að endurtaka þetta ferli mörgum sinnum til að ná til hvers kerfis fýrir sig. Auk þess er ekki hægt að skjóta eldflaugum úr kafbátum nema með samþykki pólitísks fulltrúa um borð, sem fær boð með öðrum leiðum en skipstjórinn. Herforingjar í kafbátunum eða á skotpöllunum kynnu einnig að neita að fara eftir boðunum. Valdaráns- tilraunin sýndi að miklir flokka- drættir eru innan hersins og óvíst er hvort herforingjarnir hefðu hlýtt fyrirskipunum um kjamorkuárás. Fjarstýrðar eldflaugar? Bandaríski hernaðarsérfræðing- urinn Bmce G. Blair segist hafa komist að því í samtölum við sov- éska herforingja að æðsta yfirstjórn hersins hafi einnig sérstök neðan- jarðarbyrgi með fjarskiptabúnaði sem geti hafið árás án þess að her- EISÍLAND HVÍTA- RÚSS- LAND- KAZAKHSTAN^, ( — ÚSBEKÍST/ ARMENÍA AZERBAJD) j- KIR6IZISTAN —TADJÍKISTAN TÚRKMENIST/ i 1 X Fastir Hreytanlegir Kafbáta- Hertlug- skotpaBar skotpaíar hafmr vefitr OtfmSMia' ÉBn Æ" Hart>H NEWSWEEK foringjar á skotpöllunum komi við sögu. Forsetinn og vamarmálaráð- herrann koma þá dulmálsboðum sínum í tölvu byrgisins, sem getur síðan sent skipun um árás beint til ákveðinna tegunda eldflauga. „Her- mennirnir á skotpöllunum em í raun óþarfir," segir Blair. „Hægt er að gera eldflaugarnar á vettvangi sjálfvirkar og síðan að skjóta þeim með fjarstýringu eða dulmálsboðum frá yfirstjórn hersins." Blair telur jafnvel hugsanlegt að ákveðnar teg- undir kafbáta séu einnig búnar slíku sjálfvirku kerfi. 30.000 kjamaoddar Eftir að ljóst var að valdaránið hafði mistekist sagði George Bush Bandaríkjaforseti að bandaríska leyniþjónustan hefði ekki orðið vör við neitt sem benti til þess að heims- byggðinni hefði stafað hætta af kjamorkuvopnum Sovétmanna. Umbrotin í Sovétríkjunum leiða hins vegar hugann að því hvað gerist ef þau liðast í sundur. Sovétmenn eiga meira en 1.300 langdrægar kjarnorkueldflaugar með 13.000 kjarnaodda. Þeir eiga einnig 175 langdrægar sprengju- þotur og rúmlega 60 kafbáta sem geta borið kjamorkuvopn. Alls eru kjamaoddar Sovétmanna um 30.000 (meðal- og skammdrægar eldflaugar meðtaldar). Kafbátarnir tilheyra annaðhvort Norðurflotanum, sem er með höfuð- Stöðvar á Kolaskaga í norð-vestur- horni Rússlands, eða Kyrrahafsflot-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.