Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 7
Vatnsnes: Tjarnar- kirkja 50 ára RÚMLEGA hálf öld er nú liðin síðan Tjarnarkirkja á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu var vígð og verður þess minnst nú á sunnu- daginn 1. september með hátíðar- guðsþjónustu. Af þessu tilefni hefur sóknar- nefndin látið mála kirkjuna að utan, steypa nýjar útitröppur með fallegu handriði, smíða nýjar kirkjudyr og bólstra kirkjubekki, auk þess sem fieira hefur verið gert til að fegra guðshúsið. Við messuna verður tekin í notkun nýr hökull og sálmabækur, sem nýlega bárust kirkjunni að gjöf til minningar um Ingibjörgu Eggerts- dóttur, prestsfrá á Tjörn 1877-91. Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, mun predika og þjóna fyrir altari, ásamt sr. Guðna Þór Olafssyni, prófasti, og sóknarprest- inum sr. Kristjáni Björnssyni. Kirkju- kór Vesturhóps og Vatnsness mun leiða sönginn undir stjórn Helga S. Ólafssonar organista. Að lokinni smism 7í) Sauðfjárbændur ekk- ert á því að gefast upp - segir Amór Karlsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda ARNÓR Karlsson, nýkjörinn formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að brýnasta viðfangsefni samtakanna á næstunni sé að ná jafn- vægi milli framleiðslu og sölu kindakjöts, en það verði annars vegar að gera með því að minnka framleiðsluna, og hins vegar með því að efla enn frekar markaðsstarfið. „Sauðfjárbændur eru ekkert á því að gefast upp, og þeir hafa virkilegan áhuga á að það sé unnið að því að koma til móts við neytendur," sagði hann. Morgunblaðið/Kristján Bjömsson Tjarnarkirkja á Vatnsnesi. messu býður sóknarnefndin til kaffis- amsætis í Vesturhópsskóla. Tjarnarkirkja var vígð árið 1940, en hafði þá verið áratug í byggingu. Síðasti prestur, er sat á Tjörn, var sr. Róbert J. Jack, prófastur, sem þjóðkunnur varð af skrifum sínum. Af öðrum Ijarnarprestum má nefna sr. Sigurð Norland í Hindisvík, Jón Stefán Þorláksson og sr. Pétur Björnsson, en meðal sonarsona hans var dr. Pétur Pétursson, biskup. Auk þeirra má nefna sr. Ögmund Síverts- en, náttúrufræðing og skáld. (F réttatilky nning.) „Það virðist ganga vel að draga framleiðsluna saman þar sem bænd- ur taka því tilboði ríkisins um kaup fullvirðisréttar sem fyrir liggur, en annars staðar verður þetta mjög erfitt þar sem verður að þvinga fram fækkun. Varðandi markaðsmálin þá hefur verið nokkur söluaukning und- anfarin tvö ár, og sérstaklega núna síðustu mánuðina, en það er búið að vinna mjög mikið markaðsstarf og á marga vegu, og það er ekki ástæða til að ætla að það skili sér strax. Það eru margir aðilar að leita fyrir sér, og verið er að reyna að framleiða kjötið á þann hátt sem neytandinn óskar eftir,“ sagði Arn- ór. Hann sagði að greinilegt væri að neytendur óskuðu meira eftir því að fá ferskt kjöt nú heldur en fyrir fáum árum síðan, og því væru bændur að þreifa fyrir sér með það að lengja sláturtíðina. „Aðalfundurinn sam- þykkti mjög róttæka ályktun í þessu sambandi, sem sumum kann jafnvel að finnast of róttæk, en það er þessi stefna að reyna að bjóða ferskt kjöt eins lengi og mögulegt er. Að sjálf- sögðu viljum við reyna að koma til móts við óskir neytenda, og það virð- ist henta mjög vel að flýta slátrun mjög mikið að sumrinu þar sem hagarnir eru bestir.“ Arnór sagði að sú vinna sem nú væri unnin í því skyni að koma á lækkun milliliðakostnaðar í sauðijár- framleiðslunni væri enn ekki farin að skila árangri, en hafa yrði í huga að slátur- og heildsölukostnaður hefði ekki hækkað á síðustu árum. „Það þarf að halda áfram að vinna að þessu, en svo sýnist okkur að söluskostnaðurinn á smásölustiginu á unnum kjötvörum sé of hár. Það hafi orðið mjög mikil hækkun á þeim vörum sem smásöluálagning var gefin fijáls á, en þar er um að ræða allt kindakjöt sem eitthvað er unnið, og það þarf líka að taka inn í þetta.“ Arnór sagðist ekki vera svartsýnn á framtíð sauðfjárræktarinnar. Sér sýndist framleiðslan vera tiltölulega nærri jafnvæginu, og þegar því væri náð þá virtist sér staða greinarinnar vera góð. „Aðstaða til sauðfjárræktar hér er að mörgu leyti mjög góð, og það er á ýmsan hátt búið að vinna mjög gott starf í henni á síðustu árum. Það þarf að sjálfsögðu að finna lausn varðandi ullarmálin, en það er unnið mjög ákveðið að því núna að reyna að koma þvi í gang, og þá tekst vonandi að taka það upp á svolítið öðrum grunni en áður.“ Pennaveski og skólatöskur í n úrvali. Wljög gr I Allar skólavörurnar skóiafatnaðurinn - ritföng og stíiabaekur 3 KAUPSTADUR AHKUG4RDUR IMJODD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.