Morgunblaðið - 30.08.1991, Page 17

Morgunblaðið - 30.08.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 —TT---I .'"U'IT'JT-T 17':'Tr > Islandsþingið í Garðabæ: Hörð barátta um efstu sætin ____________Skák________________ Bragi Kristjánsson Sjötta umferð á Skákþingi ís- lands var tefld á miðvikudagskvöld í Garðaskóla í Garðabæ. Skák efstu manna, Helga Ólafssonar og Jó- hanns Hjartarsonar, stóð aðeins í 16 tilþrifalitla leiki. Jón L. Ámason, Kari Porsteins, Margeir Pétursson og Þröstur Þórhallsson unnu allir sínar skákir, svo að keppnin um efstu sætin er orðin jöfn og spenn- andi. Urslit 6. umferðar: Helgi Ól.—Jóhann, V2-V2,16 leikir, Halldór Grétar—Þröstur, 0-1, 24 leikir, Róbert—Karl, 0-1,38 leikir, Helgi Áss—Sigurður Daði,l-0, 39 leikir, Margeir—Snorri, 1-0, 53 leikir, Héðinn—Jón L., 0-1,51 leikur. Róbert fómaði peði í byijun, en fékk ekki nægilegt spil í staðinn. Þegar Karl sneri vörn í sókn réð Róbert ekki við neitt, enda bættist tímaskortur ofan á vandamál stöð- unnar. Snorri tefldi lengi vel gegn Mar- geiri, en lék ónákvæmt í endatafli og tapaði. Héðinn tefldi byijunina ómark- visst gegn Jóni L., 0g tilraunir hans til að flækja taflið í tímahraki beggja bám lítinn árangur. Héðinn átti tapað tafl, þegar tímahrakinu lauk, en tefldi áfram í 11 leiki. Helgi Áss lenti í sínu venjulega tímahraki í mjög flókinni stöðu gegn Sigurði Daða. Þegar enn voru 10 leikir eftir til að ná tímamörkun- um og klukka Helga að falla, lék Sigurður slæmum afleik, sem kost- aði tvo menn og skákina. Keppendur skiptast orðið í tvo hópa, og bilið miili efstu og neðstu keppenda breikkar stöðugt. Staðan eftir 6. umferð er þessi: 1. Helgi Ólafsson, 5 vinninga. 2. -4. Jóhann Hjartarson, Jón L. Arnason og Karl Þorsteins, 4‘á vinning hver. 5. Margeii- Pétursson, 4 v. 6. Þröstur Þórhallsson, 3'/2 v. 7. Helgi Ass Grétarsson, 2 ¥2 v. 8. Róbert Harðarson, 2 v. 9. -11. Héðinn Steingrímsson, IV2 v. 9.-11. Halldór Grétai- Einars- son, l'/2 v. 9.-11. Snorri G. Bergsson, IV2 v. 12. Sigurður Daði Sigfússon, 1 v. Við skulum nú sjá fjöruga viður- eign Halldórs Grétars og Þrastar úr 6. umferð. Hvítt: Halldór Grétar Einarsson. Svart: Þröstur Þórhallsson. Móttekið drottningarbragð. 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - dxc4, 4. e4!? - Ömggara er 3. e3, því í fram- haldinu getur svartur sótt að peðinu á e4, annaðhvort með - Rf6 eða - Bb7. 4. r b5 Önnur leið er 4. - c5, 5. Bxc4 - cxd4, 6. Rxd4 — Bc5, 7. Be3 - Rc6, 8. Bb5 - Bxd4, 9. Bxd4 - Rf6, 10. Rc3 - 0-0, 11. Bc5 - He8, 12. 0-0 - Bd7, 13. Hel - b6, 14. Be3 - a6, 15. Bfl - b5, 16. Bg5 með betra tafli fyrir hvít. 5. a4 - c6 Eftir 5. - Bb7, 6. axb5! - Bxe4, 7. Bxc4 - Bxbl, 8. Hxbl - Bb4+, 9. Ke2!? stendur hvítur betur. 6. b3 - Önnur leið er 6. Bg5!? - Bb4+, 7. Rc3 - Re7, 8. Be2 - Bb7, 9. 0-0 - f6?!, 10. Bd2 - Bxc3, 11. Bxc3 og hvítur hefur betra tafl. 6. - Rf6 Eða 6. - Bb4+, 7. Bd2 - Bxd2+, 8. Dxd2 - Rf6, 9. axb5!? - Rxe4 með flókinni stöðu. 7. e5 - Athyglisvert framhald er 7. bxc4 - Rxe4, 8. Bd3 - Bb4+, 9. Ke2!? með flókinni stöðu. 7. - Bb4+!, 8. Bd2 - Bxd2+, 9. Dxd2?! - Hvers vegna ekki 9. Rbxd2 - Rd5 (9. - c3, 10. exf6 - cxd2+, 11. Dxd2 - Dxf6,12. axb5 o.s.frv.) 10. bxc4 o.s.frv.? 9. - Re4! Halldór hefur liklega aðeins reiknað með 9. - Rd5. 10. De3 - Da5+!, 11. Kdl? - Eftir þennan leik stendur hvíti kóngurinn varnarlítill á miðju borði. Betra er 11. Rbd2 - Rxd2, 12. Rxd2 - cxb3, 13. Bd3!? ásamt 0-0 og Re4 með sóknarfæmm. 11. - f5, 12. exf6 - Rxf6, 13. bxc4 - 0-0, 14. Del - Dd8!, 15. axb5 - e5!, 16. Dxe5 - He8, 17. Dg5 - Eftir 17. Df4 - Re4!, 18. Ha2 - g5!, 19. Dcl - g4 hrynur hvíta stað- an. 17. - Bg4, 18. Ha3 - Dxd4+, 19. Dd2 - Dc5, 20. Bd3 - Rbd7, 21. bxc6 - Re5, 22. Kcl - Bxf3, 23. gxf3 - Hab8, 24. Ha5? - Hvítur leikur af sér manni í gjörtapaðri stöðu. Hann á enga vörn við fjölmörgum ^hótunum svarts: 24. - Hxbl+, 24. - Rxf3, 24. - Rxc4 og jafnvel - Rd5!? við tækifæri. Halldór Grétar gafst upp, áður en Þröstur fékk tíma til að leika 24. - Rxd3+, sem vinnur mann. í kvöld (föstudag) kl. 17-23 verð- ur 8. umferð tefld í Garðaskóla og þá eigast við Helgi Áss og Þröstur, Róbert — Snorri, Héðinn — Sigurð- ur Daði, Jón L. — Karl, Margeir — Jóhann, Halldór Grétar — Helgi Ól. Utanríkisráðuneytið ekki undanþegið umferðarlöguni JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, segir að ástæða þess að bíll ráðuneytisins hafi mælst á 130 kilómetra hraða á Keflavíkurveginum á mánudag sé sú, að ráðuneytinu hafi borist af því fréttir að flugi utanríkis- ráðherra Eystrasaltsríkjanna hafi verið flýtt og því hafi hann þurft að komast á Flugstöðina með hraði. „Utannkisráðuneytið gerir ekki kröfu um að njóta einhverra sérrétt- inda gagnvart umferðarlögum," segir Jón Baldvin. „En í þessu til- viki var eðlileg skýring á málinu. Hún er sú, að okkur bárust af því fregnir, að vegna hagstæðrar vind- áttar hefði flugi gesta okkar verið flýtt. Þeir myndu lenda fyrr en áætlað hafði verið og því þurftum við að flýta okkur.“ Ráðherrann segir, að upphaflega hafi verið áformað að bíll hans fengi lögreglufylgd, en af ástæðum, sem honum væru ókunnar hafi ekki orð- ið af því. ÞRIGGJA DAGA STANSLAUS HAUST NOTAÐIR BÍLAR Á VILDARKJÖRUM FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG KL. 10-22 LAUGARDAG KL. 10-17 ■BMUTRULTG^JRVAMHH| AFGREIDDIR MEÐ FULLAN BENSÍNTANK AFSLÁTTUR ALLT AÐ KR GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI r NflT/WM fíl/AP LAUGAVEGI 174 - SÍMI 695660

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.