Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 10
Uieei 'i'RúoÁ oí: jiiir)AauT8ö,'í (Ikiajhmíkihom —..................- MORGUNBLAÐIÐ FOSTUÐAGUR 30. AGUST 1991 Myndverk í Perlimni Myndlist Bragi Asgeirsson Það hefur víst farið framhjá fáum að Perlan í Öskjuhlíð hefur opnað dyr sínar því að slíkt er aðstreymi fólks. Listrýnirinn skrapp þangað á laugardaginn, kunni mjög vel við sig, og einkum þótti honum mikið til koma, að sjá borgina sína þann- ig frá allt öðru sjónarhomi en áður. En eitt kom honum þó spanskt fyrir sjónir og það eru steinhell- urnar á jarðhæð, en þær minna á slíkar að Kjarvalsstöðum, sem enginn, sem ég veit af, kann vel við, vegna hins hráa andrúmslofts sem þær framkalla. Auk þess má ekkert á þær falla án þess að á þeim sjái og ljótar slettur festist í þær. Er líkast sem að fá gang- stétt beint í æð inn í hús! En ég var ekki kominn til að dæma húsið, sem ég kann vel við og tel mikið borgarskart, heldur að líta á sumarsýninguna í svo- nefndum Vetrargarði hússins. Það er ekki aðeins vel til fallið að hafa myndverk innan húss, heldur hrein nauðsyn, því að án þeirra væri aðkoman mun hrárri og áhrifaminni. í slíkum húsum þarf myndlistin að vinna með rým- inu og hér eru möguleikarnir margir. Það eru þau Ingunn Benedikts- dóttir, glerlistamaður, Ása Ólafs- dóttir, vefari, myndverkasmiðirnir Hulda Hákon og Sigurður Örlygs- son, málarinn Jón Oskar og graf- íklistakonan Ragnheiður Jóns- dóttir, sem hafa valist til að sýna verk sín á þessari fyrstu sýningu. Á heildina litið hefur vel tekist um val mynda og það má vera Ijóst, að þær þurfa helst að vera í stærra laginu í hlutfalli við rým- ið, sem gefur um leið myndlistar- mönnum tækifæri til að spreyta sig á umhverfinu og sjá myndir sínar í nýju ljósi. Ekki er til neitt sýningarrými í höfuðborginni með viðlíka loft- hæð, og því hlýtur það að vera hvetjum listamanni lærdómur að sjá myndir sýnar frá þessu nýja sjónarhomi. Yfirleitt falla myndverkin vel að rýminu, og þá. einkum hið ábúðarmikla verk Sigurðar Ör- lygssonar sem er allt í senn mál- verk, lágmynd og rýmisverk. Kannski öðru fremur rýmisverk og umhverfismótun (environ- ments). Sigurður hefur að vísu gert-mun kröftugari verk, sem hefði verið gaman aðsjá á þessum stað og kánnski hefði verið eðii- legast að hann hefði verið einn um hituna að þéssu sinni. Voldugt rýmið gefur áður óþekkt tækifæri fyrir einkasýn- ingar á myndverkum í yfirstærð- um og vafalítið einnig hvað mjúk- an hrynjandi snertir. Hinar þijár stóru teikningar Ragnheiðar Jónsdóttur, eru með því hrifmesta, sem sést hefur frá henni lengi og hér kemur vel fram tilfinning hennar fyrir mjúkum áhrifamiklum leik blæbrigða á myndfleti. Málverk Jóns Óskars, er óvenj- ulegt frá hans hálfu hvað form snertir, en hinsvegar notst hann við þá vaxáferð, sem er einkenn- andi fyrir vinnubrögð hans. Mynd hans er óhlutlæg og byggist í aðalatriðum á hrynjandi dökkra forma á ljósum fleti og nýtur sín vel. Glermyndir Ingunnar Bene- diktsdóttur taka sig ágætlega út, þær eru form- og- litfagrar og skreytigildi þeirra mikið. Hulda Hákon heldur áfram að dýpka hinn frumstæða myndheim, sem hún hefur lengi haldið sig við og sérkenni hennar koma vel fram í þessum verkum. Rúðustrikin á veggnum fara dálítið undarlega í verkin og raska áhrifum að nokkru, einkum úr fjarlægð. Hin- ir ágætu vefir Ásu Ólafsdóttur njóta sín einna síst á veggjunum vegna þess að þær þurfa meiri innileika og afmarkaðra rými, en hins vegar streymir frá þeim jarð- rænn hlýleiki. Dregið saman í hnotskurn þá hefur valið tekist vel svo sem fýrr segir og verður spennandi að sjá framhaldið. Væri æskilegt að hver sýning fengi sem rúmastan tíma og ekki minna en þijá mánuði og væru stokkaðar upp á ýmsan hátt til að kanna möguleika rýmisins. Þar sem þetta var mín fyrsta heimsókn á staðinn skoðaði ég bygginguna að utan sem innan og umhverfi hennar. Tók sérstak- lega eftir höggmynd ameríku- mannsins Roberts Dell fyrir utan, og brá mér þá nokkuð, því mér þótti hún einhvern veginn svo umkomulaus á staðnum. Ég hafði nefnilega heimsótt Dell á vinnu- stofu hans hér, er hann var að Ijúka vð hana fyrir tveim árum eða svo, og hann kynnti fyrir mér nýja og merkilega tækni við að saga niður málma. Sýndi hvernig hún vann með vatn og hvemig orkan kveikti á ljósi. Þótti .mér eitthvað ekki eins og það átti að vera og vonandi verður það lag- fært, en þetta þarf ég-að athuga betur,-því að hér er mikið I 'húfi. Ég -var svo heppinn að verða vitni að brúðkaupsveizlu í Vetrar- garðinum, er ég var á heimleið og lífgaði það mjög upp á járð- hæðina að sjá iðandi ekartbúið fólkið. Hitti góðkunningja minn, sem ég hef ekki séð langalengi, fyrrverandi húsvörð við MHI, sem hafði orðið fyrir því óláni að missa heyrn á fullorðinsaldri. Bauð ég honum uppá kaffi og meðlæti, þótt slíkur lúxus væri ekki á dag- skrá hjá mér. Kannski skerpir hið fagra út- sýni sjónina, og þótt það komi hvorki húsinu né listaverkunum þar við, þá þykir mér miður þegar hún gerist svo ljónfrá að við ligg- ur að maður sjái í botn á kaffiboll- anum. Orð ta landsbyggðarklerks Þar sem Sverrir Haraldsson sóknarprestur í Borgarfirði eystra, hefur fundið hjá sér hvöt til að gera athugasemdir við pistil minn „Hvað ertu líf nema litur“ sem birtist í blaðinu 31. júlí, vil ég taka fram eftirfarandi. Það var fyrir réttu ári, að mig langaði til að sækja heim æsku- slóðir Kjarvals í Borgarfirði eystra, og var ástæðan sú, að mér hafði orðið illa á í messunni við skrif um sumarsýningu á verkum hans á Kjarvalsstöðum. Við sem skrifum um listir erum mannlegir og slíkt hendir og nú vildi ég bera saman myndir lista- mannsins við landslag heimahag- anna. Ég fékk heimild frá blaðinu til að fljúga austur, en gat svo ekki nýtt mér hana vegna tveggja sýn- inga sem ég var að undirbúa og raunar margs annars. En er ég kom að utan í lok júní og frétti af umræddri sýningu á Kjarvalsmyndun frá æskuslóðum hans, stefndi ég að því að halda þangað eins fljótt og auðið væri. Tilgangurinn var sem sagt að bera saman myndirnar og hafa gagn af því, en ekki endilega að skrifa sérstaklega um sýninguna. Einneigin var ég þegar búinn að fjalla um öll helstu myndverkin á sýningunni og sum oftar en einu sinni. Ég notaði þannig nákvæmlega ársgamla heimild til að fljúga aust- ur og skrifaði um sitthvað, sem fyrir augu bar á leiðinni, og það var margt eing og grein mín gaf til kynna. Dvaldi ég hjá bróður mínum í Neskaupstað, er ok -mér svo til Borgaríjarðar, er útlit var fyrir sæmilegt skyggni. Við vorum í ýmsu grúski varð- andi Austfírði og fortíðina, og svo einn daginn köm hann með fyretu útgáfu af Ljóðmælum Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds í útgáfu JÓns Ólafssonar frá 1872. Hann var mjög stoltur af því að eiga þessa fyrstu útgáfu, sem “ 1 ... Lífið. | I’ú kœlir heila hjartana glóð [EpUr hdr. írt ÓL ÓU/u. á EaplhálL) og beiptar slökkur bái, þú þaggar niður áatar-óö Hvaó ertu, lif, nema lUur, og- ekkert þekkir táL Ijósglampar ótal, er dauða-sæ lygnum á leiptra Þú lmknar hjartana avöðuaár og svæflr auga þreytt, þú þerrir burtu trega-tár avo ljúfur og fagur? og trygga hvíld far veitt. Uví ertu, helsærinn kyrri, avo huiinn og djúpur? I’ú, griöa-staður mceðu-manns, ó, myrka, þögla gröf, þú ert ið eina hœli hans og bimins náðar-gjöf. [•1867».] Gröfin. r [BpUr tramr. h5f:«. o* •pUrrlU hu» o( bd. , LiTslciði. y- Hvar er í heimi hœli tryggt [BpUr hdt. baci.] og hvild og mœðu-fró? — Hvar bmrist aldrei bjorta hryggt? Huggarinn hreinn, ■ Hvar heilög droltnar ró? — ( heiminum annar því flnnst eigi neinn — ||: grœðari solllona aára, l*að er in djópa dauðra gröf, aefari tára, :|| f-i ■ — þar dvínar aorg og atrið — er aollin lífa fyrir handan höf Ijáðu mjer liö, er höfn avo trygg og blið. líknsami dauöi, svo akiljlst jeg við ,1 Opna úr bók Jóns Ólafssonar um Kristján Jónsson Fjallaskáld 1872. hann hafði keypt á Egilsstöðum og ræddi sérstaklega við mig um hljómfallandann í hinu undursam- lega kvæði Dettifoss, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Ég er svo að handfjatla bókina, er ég rakst á kvæðið „Lífíð“ aftar í henni og ákvað seinna að vitna í það í sambandi við væntanleg skrif mín. Sama morgun og grein mín birt- ist var hring heim til mín og tók dóttir mín símann, og kom skila- boðum frá einhvejum manni til mín, er ég kom heim um kvöldið. Vegna þess að hún var lítið sofín, láðist henni illu heilli að festa skila- boðin sér vel í minni og hafði hún gleymt nöfnum. En inntakið var það, að umrædd vísa væri ekki eftir Kristján Fjallaskáld, heldur annan mann. Mér brá mjög og fór í sömu bók, en þriðju útgáfu frá 1911, sem móðir mín gaf mér fyrir fáum árum, og þar var kvæðið ekki, en hins vegar ei heldúr neinar útskýr- ingar á hversu því sætti í hihum snjalla formála Jóns Ólafssonar. Ég var viðbúinn því að, einhver myndi leiðrétta mig í blaðinu," sem ég og vonaði til þess að hið rétta kæmi fram. Til öryggis fór ég á Landsbóka- safnið og athugaði hvort þessi fyrsta úgáfa væri til og reyndist svo, en þar stóð einnig í spjald- skrá, að bókin hafi ekki verið end- urútgefin! Fékk ég ljósrit af opnunni í bók- inni, þar sem kvæðið trónir efst til vinstri og leyfi mér að birta hana með þessum línum mínum. Það ætti því að vera ljóst hvem- ig stendur á rangfærslum mínum og var ég hér með öllu grunlaus, enda enginn bókmenntafræðingur né sérfræðingur í Steingrími Thor- steinssyni. Þykir mér þetta ákaflega leitt og harma, að fáfræði mín á þessu tiltekna sviði hafí komið af stað misskilningi. Er eðlilegt, að sumum gren\jist fyrir hönd Steingríms. Annað, sem birtist í grein mínni, tek ég ekki 'aftur, en vil aðeins bæta við, að ég gerði ijómandi skemmtilega ferð og var þakklátur forsjóninni fyrir að hafa gefið mér þessa undursamlegu daga á Aust- fjörðum. Ógilt SUS-þing eftirAndrés Magnússon Að undanförnu hefur nokkuð borið á fréttaflutningi af þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna (SUS) á ísafírði dagana 16.-18. ágúst. Því miður hefur mest verið fjallað um misferli í útgáfu kjörbréfa og veru óviðkom- andi fólks á þinginu. Vegna þessa var gripið til þess ráðs, að vísa óæskilegum aðilum út af þingi, lýsa stjórnarkosningu ógiida og kjósa á ný, en ætla má að nýkjör- in stjó’rn SUS eða aðrar stofnanir flokksins muni taka málið allt til gaumgæfilegrar rannsóknar á næstu dögum. Þrátt fyrir að þennan skugga hafi borið á störf þingsins voru málefnastörf þess ekki ómerkari, þó lægra hafi farið. Sérstaklega hefur þó tillaga til ályktunar um sjávarútvegsmál verið til umfjöll- unar, m.a. í forystugrein Morgun- blaðsins og eins hefur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fært hana í tal. Vitaskuld er ánægjulegt til þess að vita að skoðanir ungra sjálf- stæðismanna skuli fínna slíkan hljómgrunn, en þó er ástæða til þess að leiðrétta þann misskilning, sem gætt hefur, að hér sé um afdráttarlausar ályktanir SUS- þings að ræða. Óll störf SUS-þings — a.m.k. fram að seinni stjórnarkosning- unni — hljóta að vera ógild af sömu ástæðu og fyrra stjórnarkjö- rið, sumsé að óviðkomandi aðilar höfðu áhrif á þingstörf allt þar til þeim var vísað af þingi. Allar ályktanir þingsins og gagngerar lagabreytingar eru ógildar. Af hinu sama leiðir, að mikill vafi hlýtur að leika á gildi seinni stjórn- „Öll störf SUS-þings, a.m.k. fram að seinni stj órnarkosningunni, hljóta að vera ógild af sömu ástæðu og fyrra stjómarkjörið, sumsé að óviðkomandi aðilar höfðu áhrif á þingstörf allt þar til þeim var vísað af þingi. Allar ályktanir þingsins og gagngerar lagabreyt- ingar eru ógildar.“ arkosningarinnar, þar sem hún fór fram samkvæmt hinum nýju lög- um, sem ógild eru. Þetta byggist vitaskuld á því, að þeir fulltrúar, sem vafi lék á um, reynist með óyggjandi hætti hafa verið ólöglega skipaðir á þingið. Hér er heiður Sambands ungra sjálfstæðismanna í veði og Andrés Magnússon því ríður mikið á um að málið verði að fullu upplýst hið fyrsta. Höfundur er blaðamaður og varnstjórnarmaður í SUS. Siglufjörður: Roaldsbrakki fauk um koll í hvassviðrinu á Siglufirði á þriðjudagskvöldið fauk svo- nefndur Roaldsbrakki um koll. Bragginn var fyrir nokkru flutt- ur af grunni sínum og var verið að undirbúa endurbyggingu hans. Roaldsbrakki er eitt þeirra mann- virkja sem standa á Siglufirði og minna á síldarævintýrið. Félag áhugamanna um Síldar- minjasafn á Siglufirði stendur að endurbyggingu braggans með það í huga að koma safninu fyrir í honum. Örlygur Kristfinnsson er formaður félagsins. Hann segir að gert verði við þær skemmdir, sem urðu á bragganum, og hafa smiðir þegar hafist handa við að koma honum á réttan kjöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.