Morgunblaðið - 01.09.1991, Page 2

Morgunblaðið - 01.09.1991, Page 2
EFIMI 2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991 Lýsti aðeins rökum valda- ræningjanna - segirsovéski sendiherrann ÍGOR Krasavín, sendiherra Sov- étríkjanna á Islandi, kveðst ekki hafa stutt valdaránið í Moskvu og segir að hann hafi aðeins haft það að segja þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kvaddi hann á sinn fund mánudag- inn, sem valdaránið var framið, að um innanríkismál væri að ræða og mennirnir, sem reyndu að ná völdum hefðu sagst fylgja ákvæð- um sovésku stjórnarskrárinnar. Hann hefði aðeins greint frá rök- um valdaræningjanna, ekki sagt athafnir þeirra löglegar. Jón Baldvin hafði eftir Krasavín í Morgunblaðinu 20. ágúst, daginn eftir valdaránið, að sendiherrann hefði sagt að valdaræningjarnir hefðu farið að sové'skum lögum. Krasavín kvaðst ekki hafa haft í hyggju að styðja valdaránið á_ fundi sínum með Jóni Baldvin. „Ég vil leggja áherslu á að þær upplýsingar, sem ég greindi utanríkisráðherranum frá, voru tilvísanir til stjómarskrár- innar, en ekki mín skoðun," sagði Krasavín í viðtali við Morgunblaðið í gær. Krasavín kvaðst hafa haft litlar upplýsingar í höndum þegar hann fór á fund Jóns Baldvins að morgni mánudagsins. Hann hefði engin boð fengið frá sovéska utanríkisráðu- neytinu. Krasavín kvaðst hafa sagt Jóni Baldvin að hann myndi koma yfirlýsingum ríkis?tjórnarinnar og utanríkisráðherrans til skila. Sjá viðtal á síðu 20. * Nemendur KHI komi á mánudag ÁKVEÐIÐ hefur verið að nemend- ur í almennu kennaranámi við Kennaraháskóla íslands komi í skólann á morgun, mánudag. I frétt frá Kennaraháskólanum segir að eftir kynningu samkvæmt stundaskrá á mánudag verði seinni hluti dagsins og þriðjudagurinn not- aður til að ræða þau neyðarúrræði sem grípa þurfi til vegna tilskipunar menntamálaráðuneytisins frá 20. ágúst um að nýtt fjögurra ára kenn- aranám hefjist ekki á þessu hausti, eins og áður hafði verið ákveðið. Kennsla samkvæmt útgefmni stund- askrá hefst svo í KHÍ á miðvikudag. Helgi Magnússon sláttumaður Landgræðslunnar með nýslegið melgresi á sandinum við Ölfusárósa. Landgræðslan: Metuppskera á fræi í ár Selfossi. FRÆUPPSKERA þessa árs stefnir í að yerða margfalt meiri en var síðasta ár. Nú hefur verið safnað 16 tonnum af hreinu mel- fræi og ljóst að rúm 20 tonn munu safnast í ár á móti 4 tonnum í fyrra. Lúpínufræið nemur 3 tonnum í ár og nægir sú uppskera til að heilsá í tíu ferkílómetra lands. Landgræðslan notar sex sláttu- vélar við melskurðinn og eru af- köstin mun meiri en í fyrra þegar aðeins voru tvær sláttuvélar í notkun. Véiarnar er fluttar á milli staða. Safnað var við Eyrarbakka, við Þorlákshöfn, í Þingeyjarsýslu, á Héraðssöndum, í Meðallandi, á Mýrdalssandi, í Þykkvabæ og á Landmannaafrétti. Þessi mikia uppskera hjálpar mikið við næstu landgræðsluáætl- un þar sem mikil áhersla verður lögð á það í áætluninni að stöðva jarðvegseyðingu þar sem upp- blástur er í gangi. Fræið er sett í gáma á söfnunarstöðum og byij- að að þurrka það þar með blásur- um í gegnum þurrkunarútbúnað í gámunum. Síðan er það flutt í fræverkunarstöðina í Gunnars- holti þar sem það er fullþurrkað og húðað með steinefnum til að þyngja það fyrir sáningu. Nokkuð er um að melfræi sé handsafnað og fást 50 krónur fyrir kílóið af fræi. Þeir dugleg- ustu ná að safna 200 kílóum á dag á góðu svæði. Nokkuð er um melskurð í höndum í Meðallandi og á Þykkvabæjarklaustri. Ljóst er að fræupskeran verður verulega mikil í ár af öllum teg- undum enda tíðarfarið verið mjög hagstætt fræbúskap Landgræðsl- unnar. — Sig. Jóns. Auknar og nýjar sértekjur og þjónustugjöld: Spamaður ríkissjóðs verði hálfur þriðji milljaröur króna Ráðherrar reyna að ná endanlegu samkomulagi um ríkisútgjöld yfir helgina RÁÐHERRAR beggja stjórnarHokka vinna þessa dagana að því að ná óformlegu samkomulagi um útgjaldaramma fjárlagafrumvarpsins fyrir mánudag en þá er ráðgert að halda ríkisstjórnarfund auk þess sem fundir verða hjá báðum þingflokkunum. Er stefnt að því að afgreiða gjaldahlið fjárlaganna endanlega á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Talsverður ágreiningur er enn innan þingflokka og ríkis- stjórnar um sparnaðarleiðir sem stefnt er að. Tillögur ráðuneytanna gera ráð fyrir að rekstrarútgjöld verði skorin niður um 2,6 millj- arða og auknar eða nýjar sértekjur og þjónustugjöld leiði af sér rúmlega 2,5 milljarða kr. sparnað fyrir ríkissjóð. Tekjuhlið fjárlaganna hefur ekki verið tekin til umræðu á ríkisstjórn- arfundum en ágreiningur snýst ekki síst um hvort eigi að afgreiða niður- skurðarrammann í heild áður en farið er að huga að tekjujöfnunar- þáttum tekjuskattskerfísins. Þing- menn Alþýðuflokksins eru flestir sagði hlynntir því að tekjutengja frádráttarliði tekjuskattsins í ríkara mæli en nú er gert. Hugmyndir um að skerða sjómannaafsláttinn um 500 milljónir kr. mættu harðri and- stöðu í báðum þingflokkunum en eru þó enn upp á borðinu og er sú leið talin einna líklegust til að bæta ríkissjóði tekjutap á næsta ári auk hugmyndar um að breikka virðis- aukaskattinn. Fáist það ekki samn- þykkt er talið að grípa verði til lán- töku en það stangast á við mark- mið ríkisstjómarinnar um að halda lánsfjárþörf ríkissjóðs undir sex milljörðum á næsta ári. Þá er einnig til skoðunar að fella niður barnabætur hjóna sem hafa yfir 350 þúsund kr. tekjur á mán- uði en bætur fólks með tekjur und- ir meðallagi hækki að sama skapi. Einnig á ríkisstjórnin eftir að ákveða hvort gripið verður til skerð- ingar á tekjuviðmiðun vaxtabóta, sem myndi spara ríkissjóði 200-300 milljónir kr. skv. þeim útreikningum sem þegar hafa verið gerðir. Þrátt fyrir að sparnaðartillögur á sviði heilbrigðis- og skólamála hafi mætt mikilli mótspyrnu í þing- flokkum hefur skólagjöldum, innrit- unargjöldum á sjúkrahúsum og gjaldtöku á heilsugæslustöðum ekki verið hafnað. Heimildir Morgun- blaðsins herma að þótt gerðar verði breytingar á þessum tillögum muni þær ekki skipta háum fjárhæðum. Menntamálaráðuneytið hyggst skera mest niður í rekstrarkostnaði en aukningu sértekna á að halda undir 200 milljónum. Heildarsparn- aður ráðuneytisins nemur um 1.800 millj. í heilbrigðisráðuneytinu á að minnka tilfærslur um tvo milljarða en þar er einkum um að ræða bóta- greiðslur almannatryggingakerfis- ins af 3,6 millj. heildarsparnaði sem ráðherra gerði tillögu um. Sparnaðaraðgerðir félagsmála- ráðherra eru upp á 2,6 milljarða kr. og snúa eingöngu að aðhaldsað- gerðum í Byggingarsjóði verka- manna. Upphæðin er miðuð við óbreytt útlán á næsta ári og fram- lag ríkissjóðs vegna skuldbindinga ríkisins. Hefur þá verið miðað við að upphæðin verði öll gjaldfærð á næsta ári þótt hún falli á ríkissjóð á næstu 40 árum. Sömu aðferð á að beita varðandi Lánasjóð ísl. námsmanna en þar er ráðgert að draga úr framlagi ríkissjóðs um 200 milljónir til viðbótar skerðingu sem ákveðin var sl. vor. Aðgerðir í hús- næðismálum beinast að því að ná jafnvægi í sjóðnum og koma á að- haldi m.a. með lækkun meðallána af byggingarkostnaði en vaxta- hækkanir munu heldur ekki vera útilokaðar. A þröskuldi nýrrar tæknialdar ►Rætt við dr. Róbert Magnússon, prófessor við Texasháskóla í Arl- ington í Bandaríkjunum./lO Stór-Serbía í smíðum með vopnavaldi ►Króatísk stjórnvöld hafa hótað stríðsyfirlýsingu á hendur Serbum nú um helgina ef þeir leggja ekki niður vopn ogjúgóslavneski herinn snýr ekki í herbúðir sínar./12 Borgarkerfið eins og vei smurð vél ►Viðtal við nýjan borgarstjóra, Markús Örn Antonsson./ Í4 Sovétlýðveldin ► Flest bendirtii að Svoétríkin séu nú að leysast upp og að lýðveldin sem þau mynda verði fijáls og fullvalda ríki í næstu framtíð./20 Vátnið ►Vatnið gerir lífíð á jörðinni mögulegt. Líkur eru taldar á að styrjaldir framtíðarinnar verði um vatnið, einkum á svæðum þar sem það er takmarkað eins og á óróa- svæðum í Mið-Austuriöndum./28 Batvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-12 . fornsögurnar ►Eru hetjur fornsagnanna að fjarlægjast almenning? Er þörf á námskeiðum til að færa fomsög- urnar nær fólkinu? /1 Kem til að kveðja fjöllin ► Sesselja Einarsdóttir fluttist til Danmerkur fyrir tæpum 40 árum og hefur ekki séð ættlandið í 27 ár en nú er hún á leiðinni á níræð- isaldri til þess að vitja þess enn einu sinni./8 Lífið sjálft er mesta leikhúsið ►Bragi Asgeirsson myndlistar- - maður segir frá heimsóknum á listasöfn í Lundúnum./ 12 Mikil gersemi ►Aldarafmælis Ölfusárbrúar minnst á Selfossi. /14 Að lausnin liggi I augum uppi ►Benedikt Jóhannesson stærð- fræðingur sýslar með tölur allan liðlangan daginn. Hann ræðir hér um hugmyndir sínar um breyting- ar hjá lífeyrissjóðunum ogtrygg- ingakerfi, nýlega könnun sína á fiskeldi og hugðarefni sitt, stærð- fræðina. /18 Dheimili/ FASTEIGNIR ►1-28 Stálgrindahús ►Rætt við Þorgeir Þorgeirsson hjá Héðni í Garðabæ. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar/Konur 38 Dagbók 8 Útvarp/sjónvarp 40 Hugvekja 9 Gárur 43 Leiðari 22 Mannlífsstr. 6c Helgispjall 22 Fjölmiðlar 20c Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 22c Myndasögur 24 Kvikmyndir 23c Brids 24 Bíó/dans 30c Stjörnuspá 24 A fómum vegi 32c Skák 24 Velvakandi 32c Minningar 31/36/37 Samsafnið 34c Fólk í fréttum 38 INNLENDAR FRÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.