Morgunblaðið - 01.09.1991, Side 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991
AÐALFUNDUR STETTARSAMBANDS BÆNDA:
Hagræðing á öllum stigum
framleiðslunnar er megin-
viðfangsefnið á næstu árum
- segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambandsins
Hvanneyri, frá Halli Þorsteinssyni, bladamanni Morgunblaðsins.
HAUKUR Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í ræðu
sinni við setningu aðalfundar Stéttarsambandsins á Hvanneyri í gær,
að hagræðing á öllum stigum búvöruframleiðslunnar hljóti að verða
meginviðfangsefnið á næstu árum, þannig að verð innlendra búvara
nálgist sem mest það verð sem neytendur í nágrannalöndunum þurfa
að greiða fyrir sams konar vöru. Það sé eindregin krafa bænda að
tryggt verði að sú verðlækkun sem þeim er ætlað að ná fram sam-
kvæmt búvörusamningnum skili sér í gegnum kerfið í lækkuðu verði
til neytenda, en þetta geti því aðeins tekist að hliðstæð hagræðing náist
á öllum ferli vörunnar þar til hún er komin I hendur neytandans.
Haukur sagði síðasta starfsár
stjórnar Stéttarsambandsins hafa
verið eitt hið annasamasta í sögu
þess, og sumar þær ákvarðanir sem
teknar hafi verið muni setja mark
sitt á þróun landbúnaðarins á næstu
árum. Þar bæri hæst undirbúningur
og gerð nýs búvörusamnings, en
einnig GATT-viðræðurnar og samn-
ingaviðræður um Evrópskt efna-
hagssvæði.
Búvörusamningurinn
Haukur sagði að afdrifaríkustu
breytingarnar sem nýi búvörusamn-
inginn hefði í för með sér værú þær
að stuðningur ríkissjóðs við útflutn-
ing landbúnaðarafurða félli niður,
og jafnframt félli niður öll verð-
ábyrgð ríkisins á fyrirfram ákveðnu
magni mjólkur- og sauðfjárafurða.
Þetta væri mjög veigamikil breyting
sem krefðist nýrrar hugsunar hjá
framleiðendum. Stuðningur ríkis-
sjóðs við framleiðsluna væri nú
minna hreyfanlegur en áður, og því
yrðu bændur að meta það í nýju
ljósi hvaða verðlagning á framleiðsl-
unni gæfi þeim mestar heildartekj-
ur, þar sem aðeins yrði um sölu á
innanlandsmarkaði að ræða. Þetta
kerfi gerði meiri kröfur og færði
bændur nær markaðnum en undan-
farin ár, og þeir yrðu nú að fara
að yrkja markaðinn í bókstaflegri
merkingu þess orðs. „Þetta gerir
bændum einnig ljósara en áður hve
allur kostnaður við framleiðslu,
vinnslu og sölu afurðanna á innan-
landsmarkaði hefur bein áhrif á
launahluta þeirra, og hlýtur því að
auka aðhald bænda að öllum kostn-
aðarþáttum viðbúrekstur og rekstur
afurðastöðva. í því sambandi hljóta
að koma til skoðunar eignarhald og
yfirráð eftir afurðastöðvunum,
þannig að sá þáttur verði ekki hindr-
un í vegi sameiningar og nauðsyn-
legrar verkaskiptingar milli þeirra,“
sagði hann.
Haukur vék að ullarmálunum í
ræðu sinni, og sagði hann að margt
benti til þess að sú ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að grípa ekki til frek-
ari ráðstafana til að forða Álafossi
hf. frá gjaldþroti hafi verið vanhugs-
uð. Rekstur fyrirtækisins hefði farið
mjög batnandi undanfarið, og vandi
þess fyrst og fremst verið afleiðing
af rekstrarvanda fyrri ára, þar sem
gífurlegur fjármagnskostnaður væri
meginorsökin. „Það hlýtur að teljast
ámælisvert af ríkisvaldinu sem aðal-
eiganda fyrirtækisins að stefna því
í gjaldþrot vitandi það að fyrirtækið
skuldaði bændum meirihluta ullar-
innleggs síðasta árs, sem þó er opin-
ber verðlagning á, auk þess að kasta
á glæ margra ára markaðsstarfsemi
og ómetanlegri fagþekkingu starfs-
manna. Þetta er hörmuleg staða og
stóráfall fyrir ullarframleiðsluna,
ekki síst með tilliti til þess mikla
starfs sem unnið hefur verið á und-
anfömum árum til þess að bæta
gæði og meðferð íslenskrar ullar,“
sagði hann.
Haukur sagði að sá rammasamn-
ingur varðandi mjólkurframleiðsl-
una sem væri í búvörusamningnum
breytti stöðu mjólkurframleiðenda
mjög mikið, en þeir koma til með
að bera alla ábyrgð á útflutningi
mjólkurvara og framleiðslu fyrir
innlendan markað frá og með 1.
september 1992. Þessi staða kallaði
á meiri tiifinningu framleiðenda fyr-
ir markaði og yfirráð þeirra yfír
mjólkuriðnaðinum, og með hagræð-
ingu hjá framleiðendum og bættri
nýtingu fjárfestinga, lækkun skatt-
heimtu og síðast en ekki síst alls-
heijar endurskipulagningu mjólkur-
iðnaðarins, væri hægt að auka veru-
lega samkeppnishæfni mjólkur-
framleiðslu á Islandi.
Evrópska efnahagssvæðið
Varðandi viðræðurnar um Evr-
ópskt efnahagssvæði sagði Haukur
meðal annars, að fyrir lægi að samn-
ingamenn íslands hefðu gefið ádrátt
um niðurfellingu á öllum gjöldum
af suðurevrópskum landbúnaðar-
vörum á svokölluðum Cohesion lista,
sem EB hefði lagt fram í nóvember
síðastliðnum, með árstíðabundnum
magntakmörkunum á nokkrum
þeirra, þar á meðal tómötum og
gúrkum. Garðyrkjubændur hefðu í
s^imvinnu við landbúnaðarráðuneyt-
ið unnið að athugun á því hvernig
slíkum innflutningi yrði best stýrt,
en gífurlega miklu skipti hvemig frá
málefnum garðyrkjunnar yrði geng-
ið ef EES samningur yrði að veru-
leika, þannig að hún ætti möguleika
á að standast þá samkeppni, sem
af slíkum innflutningi myndi leiða,
og að þróunarmöguleikar hennar
yrðu ekki heftir. Garðyrkjan væri
þriðja stærsta búgreinin í landbún-
aði hér á landi, og alveg væri ljóst
að óheftur innflutningur grænmetis
og blóma myndi leggja þessa atvinn-
ugrein í rúst á örfáum árum. Hins
vegar væru góðar líkur á því að hún
gæti dafnað hér áfram og staðist
erlenda samkeppni ef rekstrarskil-
yrði hennar yrðu löguð, og árstíða-
bundinni innflutningsvernd beitt af
skynsemi og skilningi.
Haukur sagði að ljóst væri að sá
vörulisti, sem lagður hefði verið
fram af hálfu annarra EFTA-þjóða
en Austurríkis og íslands í mars
síðastliðnum, og tekur til viðskipta
með unnar landbúnaðarvörur innan
EES, lægi nú fyrir sem formlegt
tilboð hinna EFTÁ-landanna í samn-
ingaviðræðunum. Þama er meðal
annars um að ræða unnar mjólkur-
vörur eins og jógúrt, kókómjólk og
efni til ísgerðar, en einnig hefur ríki-
stollstjóri úrskurðað að vörur eins
og Smjörvi og Létt og Laggott
myndu flokkast undir óskilgreint
tollnúmer á listanum ef þær yrðu
fluttar inn. Haukur sagði ljóst að
ísland hefði enga fyrirvara gert við
Iistann og ekki tekið þátt í viðræðum
um hann, en veruleg hætta væri á
því að litið yrði á vörulistann sem
hluta af EES-samningnum, sem ís-
land kæmist ekki hjá því að sam-
þykkja ef samningar tækjust í
haust, en slíkt yrði mikið áfall fyrir
mjólkurframleiðsluna. Um 14,5
milljónir lítra af mjólk færu til fram-
leiðslu á Smjörva og Létt og Lagg-
ott, og auk þess mætti gera ráð'
fyrir að innflutningur þessara vara
hefði áhrif á smjörsölu, en alls færu
um 30 milljónir lítra af mjólk í fram-
leiðslu viðbits, og þar með gæti um
helmingur af vinnsluvörum mjólkur-
iðnaðarins verið í uppnámi.
Haukur sagði að allur aðdragandi
þessa máls væri með miklum ólík-
Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda.
indum og allt fram í miðjan júlí
hefðu embættismenn utanríkisráðu-
neytisins staðhæft að ekki væri ver-
ið að semja um neitt sem snerti
hinn hefðbundna landbúnað, annað
en Cohesionlistann yfir vörur frá
Suður-Evrópu. „Þetta gerist á sama
tíma og landbúnaðar- og íjármála-
ráðuneyti undirrita samning við
Stéttarsambandið um þróun mjólk-
urframleiðslunnar til ársins 1998.
Fyrir liggur að landbúnaðarráðu-
neytið tilkynnti utanríkisráðuneyt-
inu í byijun apríl um ákvæði 9.
greinar búvörusamningsins um að
ekki yrði raskað jafnvægi innlendrar
framleiðslu og heimamarkaðar. Þá
liggur það fyrir að landbúnaðarráð-
uneytinu var haldið utan við þessa
samningagerð allt fram á siðustu
stundu, er Stéttarsambandið krafð-
ist þess að fulltrúi frá því færi til
Brussel til þess að fylgjast með
samningunum, þar sem fullyrðingar
embættismanna og aðrar upplýsing-
ar sem við höfðum undir höndum
stönguðust á. Öll framvinda þessa
máls vekur óhjákvæmilega upp
spurningar um þekkingu og yfirsýn
þeirra sem bera ábyrgð á þessari
samningagerð af íslands hálfu og
hæfni þeirra til að annast slíkt
verk,“ sagði Haukur.
GATT-viðræðurnar
Haukur sagði að það sem komið
hefði á óvart í tilboði íslensku ríkis-
stjórnarinnar, sem lagt var fram í
GATT-viðræðunum í október síðast-
liðnum, hafi verið fyrirheit um að
rýmka innflutningsheimildir á unn-
um mjólkur- og kjötvörum. Þessi
þáttur tilboðsins hafi verið tilkominn
án nokkurs samráðs við Stéttarsam-
bandið, og af því væri nánast ekk-
ert hægt að ráða um það hvernig
framkvæmdinni við hugsanlegan
innfiutning yrði hagað, enda væri
slíkt í stærstum dráttum háð því
hvernig um það yrði samið innan
GATT. Hann sagði að nauðsynlegt
væri að átta sig á því að aðildarþjóð-
ir GATT yrðu í aðalatriðum að sæta
því heildarsamkomulagi sem gert
yrði, og um sérsamninga eða fyrir-
vara virtist ekki vera að ræða nema
í mjög takmörkuðum mæli. Bein og
óbein áhrif þessa væntanlega sam-
komulags væru þegar farin að koma
í ljós, og á hinum Norðurlöndunum
og hjá þjóðum innan Evrópubanda-
lagsins væri nú unnið að breytingum
á landbúnaðarstefnunni með tilliti
til þeirrar niðurstöðu, sem vænta
mætti í GATT-samningunum. Þá
tækju ýmis atriði í nýgerðum búvör-
usamningi mið af þessari þróun, til
dæmis að niðurgreiðslur á kindakjöt
væru færðar yfir í beinar greiðslur
til bænda.
Undir lok ræðu sinnar sagði
Haukur að höfuðvandamál íslensks
landbúnaðar hefði um all langa hríð
verið samdráttur í sauðfjárrækt, og
sú hætta á byggðáröskun sem hann
skapar þar sem ekki tekst að bæta
hann upp með annarri atvinnu. „Öll-
um þeim sem annt er um að dreif-
býli hér á landi fái að dafna tekur
sárt til þessa ástands. Þó er þessi
mynd ekki alsvört. Nefna ber að
samdráttur í innanlandssölu kinda-
kjöts hefur stöðvast. Aukin þátttaka
sláturleyfíshafa og framleiðenda í
markaðssetningu afurðanna gefur
vonir um að bjartara sé framundan.
Þá er þess að geta að samstaða
fjöldahreyfinga launþega og atvinn-
urekenda ásamt ríkisvaldinu og
bændum er um það að niðurfærsla
framleiðsluréttarins fari þannig
fram að röskun á högum bænda
verði sem minnst, og þeim gefist
kostur á að finna sér ný viðfangs-
efni heima fyrir eða á nýjum stað,“
sagði Haukur Halldórsson.
Bændur hljóta að svara kalli
tímans um frjálsa viðskiptahætti
- segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra
Hvanneyri, frá Halli Þorsteinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sem hann
flutti á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Hvanneyri, að fijálsir
viðskiptahættir og viðurkenning á gildi markaðarins væri krafa
okkar tíma, og þegar aðalfundur Stéttarsambandsins kæmi nú
saman til að meta stöðu umbjóðenda sinna þá hlyti hann að svara
þessu kalli tímans. Nýi búvörusamningurinn væri staðfesting á
því að bændastéttin vildi taka ábyrgð á framleiðslu sinni, en sauð-
fjárbændur hefðu tekið á sig miklar skuldbindingar með honum
og raunar lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir að endurmeta frá
grunni stöðu sína í íslenskum þjóðarbúskap, skipulag afurðastöðva
og markaðssetningu kindakjöts.
Halldór sagði að það væri ekki
aðeins krafa sauðfjárbænda, heldur
væri það einnig krafa neytenda að
að sami árangur næðist á vinnslu-
og sölustigi dilkakjöts. Fyrir því
væru sterk rök að búvörusamning-
urinn kippi stoðunum undan lög-
ákveðinni verðlagningu búvara.
„Um leið og sauðljárbændur taka
sjálfir ábyrgð á því, að framleiðsla
þeirra svari til innanlandsmarkað-
ar, hljóta þeir að taka það í sínar
hendur Iíka, hvemig brugðist verði
við breytingum markaðarins á
hveijum tíma. Að öðrum kosti
hljóta þeir að verða undir í sam-
keppninni til lengri tíma litið,“
sagði hann.
Halldór greindi frá því að hann
hefði skipað nefnd þriggja manna
til að kanna markaðsverðmæti ís-
lensku ullarinnar, og sú staðreynd
lægi þegar fyrir að bændur gætu
ekki vænst þess að fá tekjur af
ullinni nema spunnið væri úr henni
hér á landi. Þess vegna hefði nefnd-
in beint því til hans og ríkisstjórnar-
innar að greitt yrði fyrir stofnun
ullarvinnslufyrirtækis með því að
samningar takist um afnot af tækj-
um og búnaði.
Landbúnaðarráðherra gat þess
að á þessari stundu væri fullkomin
óvissa um hvert yrði framhald
samningsviðræðnanna um evr-
ópskt efnahagssvæði, og vegna
hraðrar atburðarrásar í heimsmál-
unum beindist áhugi og athygli
þjóða Evrópubandalagsins ekki að
EFTA-löndunum í sama mæli og
áður. Hann rakti gang mála varð-
andi viðræðurnar undanfama mán-
uði, en hann sagðist vera þeirrar
skoðunar að málefnum landbúnað-
Halldór Blöndal
arins hafi verið sýnt tómlæti í við-
ræðunum, og hann hefði tekið
ákvörðun um að sérfræðingar land-
búnaðarráðuneytisins sæktu samn-
ingafundi í haust þegar ástæða
væri til. Hann sagðist hafa falið
Verðlagsstofnun í samráði við
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn-
aði að meta samkeppnisstöðu ís-
lensks mjólkuriðnaðar ef takmark-
aður innflutningur unnina mjólkur-
vara kæmi til með álagningu jöfn-
unargjalda. Svör yrðu að fást við
ýmsum grundvallarspumingum í
þessu sambandi. „Ég hlýt að viður-
kenna að staða mín í þessu máli
er mér • ekki að skapi. Ég hefði
kosið að koma að málinu eins og
það lá fyrir síðastliðið haust. Það
er óhjákvæmilegt að spyija sig
spurninga eins og þeirra, hvers
vegna staða landbúnaðarins í
samningaviðræðunum var ekki
rædd opinberlega fyrr en í vor og
þá eftir kosningar, og hvers vegna
þróun viðræðnanna kom bænda-
samtökunum í opna skjöldu, seint
og um síðir,“ sagði Halldór.
í máli sínu vék Halldór að áætl-
unum um aðgerðir til að stöðva
eyðingu jarðvegs og gróðurs á ís-
landi þar sem þess væri kostur.
Hann gat þess að hann hefði í sam-
ráði við Stéttarsambands bænda,
Samband íslenskra sveitarfélaga
og umhverfisráðuneytið skipað
nefnd er geri tillögu um næstu
skref sem stigin verði til að friða
viðkvæm landssvæði og stöðva
lausagöngu búfjár þar sem umferð
sé hröð og þung. Þá sagði hann
að þrátt fyrir knappa stöðu ríkis-
sjóðs hefði tekist að auka fjárveit-
ingar á næsta ári til landgræðslu
og skógræktar um 22%, og færu
þeir fjármunir einkum til verkefna
er unnin yrðu af bændum.