Morgunblaðið - 01.09.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1991
SOVÉTLÝflVELDIH
f kjölfar misheppnaðs valdaráns í Sovetríkjunum virðist upplausn ríkjasambandsins
standa fyrir dyrum. Það litla sem tengdi hessi ðlíku lýðveldi saman er nú að mestu
leyti horfið og við blasir óviss framtíð - bæði í efnahagslegu og pðlitísku tilliti.
Sögulegur bakgrunnur hinna 15 ríkja er mjög ólíkur, svo ðlíkur í raun, að furðu sætir
að Sovétríkin skuli hafa lifað af sem ein heild svo lengi sem hau gerðu.
eftir Urði Gunnarsdóttur og Guðmund Löve
Armenía
Stjórnarsetur: Jerevan.
Flatarmái: 29.800 km2.
Fólksfjöldi: 3,3 milljónir.
Armenar 93,3%, Rússar 1,5%,
Kúrdar 1,7%, aðrir 3,5%.
Að hluta fjalllendi. Sum fjallanna
eru eldvirk og jarðhræringar
tíðar. Landið er auðugt af jarðefn-
um, einkum kopar. Helstu atvinnu-
vegir eru landbúnaður, verslun og
iðnaður.
Um 600 f.Kr. settust Armenar
sem eru indóevrópsk þjóð, að þar
sem áður var ríkið Urartú. Persar
réðu landinu um tíma en það varð
sjálfstætt frá 189-69 f.Kr. Þá komst
landið undir stjóm Rómvetja.
Kristni gerð að ríkistrú um árið 300
og Armenía því fyrsta kristna ríkið
í sögunni. Armenía var undir yfir-
ráðum Persa, Býsansm'ánna og
araba til um 900 en þá varð landið
sjálfstætt á nýjan leik. Seldjúkar
unnu Armeníu á síðari hluta 11.
aldar og á 16. öld náðu Tyrkir land-
inu á sitt vald. Hluti þess var á
valdi Persa en Rússar innlimuðu
i þann hluta árið 1828.
Armenar hófu sjálfstæðisbaráttu
undir lok 19. aldar en Tyrkir svör-
uðu með fjöldamorðum sem náðu
hámarki í fyrri heimsstytjöldinni er
rúmlega ein milljón Armena var
j drepin og þjóðinni að mestu útrýmt
j á yfirráðasvæði Tyrkja.
Rússneska Armenía var lýst
sjálfstætt ríki 1918 en sameinaðist
Sovétríkjunum 1920, varð sovétlýð-
veldi 1936. Upp úr 1970 hófu Arm-
enar að krefjast sjálfstæðis og fyrir
í þremur árum kom fram krafan um
! að Nagorno-Karabak-hérað í Az-
j erbajdzhan, sem er að mestu byggt
I Armenum, yrðu sameinað Armeníu.
j Átök blossuðu upp milli þjóðanna
; og var sovéski herinn sendur á vett-
; vang árið 1990.
Að Armeníu liggja ríki sem hafa
átt í átökum við þjóðina og með
! því að yfirgefa ríkjasambandið
eykst hættan á að nágrannaríkin
seilist til valda. Þrátt fyrir þetta er
öflug þjóðernishreyfing í Armeníu.'
Stjórnarsetur: Bakú.
Flatarmái: 86.600 km2.
Fólksfjöldi: 7,145 milljónir.
Azerar 78%, Rússar 8%, Armenar
8%, aðrir 6%.
ÍAzerbajdzhan er fjölbreytilegt
landslag, láglendi er um 40%
svæðisins og um helmingur landsins
er í 400-1.500 metra hæð. Helstu
atvinnuvegir eru olíuvinnsla, olíu-
iðnaður, orkuframieiðsla og land-
búnaður.
Fornleifarannsóknir hafa sýnt
fram á að Azerar voru mikil menn-
ingarþjóð til forna. Þeir voru undir
■■ stjórn Persa frá áttundu öld f.Kr.
Arabar réðust inn í Azerbajdzhan
• árið 642 og náðu landinu á sitt
\ vald. Þegar arabíska heimsveldið
leið undir lok á miðöldum urðu
Azerar, sem upphaflega voru af
írönskum stofni, fyrir auknum tyrk-
neskum áhrifum. Mongólar herjuðu
á Azerbajdzhan og náðu yfírráðum
1236-1498. Landið var undir stjórn
8W—
Persa fram á nítjándu öld en þá
seildust Rússar til áhrifa í Asíu og
náðu hluta þess á sitt vald 1813
og 1828. Meirihluti Azera var áfram
undir persneskri stjórn.
Azerbajdzhan var lýst sjálfstætt
lýðveldi árið 1918. Árið 1920 réðst
Rauði herinn inn í landið og innlim-
aði það í Sovétríkin, en gengið var
frá formlegum sambandssáttmála
1936.
Azerar hafa átt í blóðugum átök-
um við nágrannalýðveldið Armeníu
vegna Nagorno-Karabak. Forseti
landsins var eini leiðtogi lýðveld-
anna sem lýsti yfir stuðningi við
valdaránið og er ekki vitað til þess
að Azerar hyggist óska sjálfstæðis.
Eistland
Stjórnarsetur: Tallinn.
Flatarmál: 45.10O km2.
Fólksfjöldi: 1,57 milljónir.
Eistar 61,5%, Rússar 30,3%, Úkr-
aínumenn 3,1%, Hvítrússar 1,8%,
Finnar 1,1 %, aðrir 2,2%.
Eistland er láglent og votlent, við
strönd landsins eru um 1.500
eyjar. Helstu atvinnuvegir eru land-
búnaður og iðnaður.
Tunga Eistlendinga er af finnsk-
úgrískri ætt. Fyrstir til að heija á
Eistland voru víkingar, sem fóru
yfir landið á leið sinni til Kænu-
garðs. Það voru afturámóti Danir
og krossfararegla Sverðriddara sem
lögðu Eistland undir sig 1208-27
og komu þar á kristni en Eistlend-
ingar eru mótmælendatrúar. Þýska
riddarareglan yfirtók hluta Sverð-
riddara og keypti hlut Dana 1346.
Svíar hertóku landið á 16. og 17.
öld en árið 1721 náðu Rússar því
á sitt vald.
Eftir rússnesku byltinguna var
Eistland lýst sjálfstætt ríki 1918
og 1918-20 tókst Eistlendingum að
veijast bolsévíkastjórninni sem
reyndi að hertaka landið. Óstöðug-
leiki í stjórnarfari og hótanir ná-
grannastórveldanna leiddi til valda-
ráns og einræðis Páts forseta 1934.
Árið 1940 var Eistland innlimað í
Sovétríkin og um 60 þúsund Eist-
lendingar herleiddir til afskekktra
hluta Sovétríkjanna. Eistland var
hersetið af Þjóðveijum 1941-1944
er Sovétmenn unnu það aftur og
síðan hefur fjöldi Rússa flutt þang-
að. Upp úr 1985 hófu Eistar að
krefjast sjálfstæðis. Landið lýsti
yfir sjálfstæði 20. ágúst 1991.
Georgía
Stjórnarsetur: Tíblísí.
Flatarmál: 69.700 km2.
Fólksfjöldi: 5,5 milljónir.
Georgíumenn 68,8%, Armenar
9%, Rússar 7,4%, Azerar 5,1 %,
aðrir 9,7%.
Georgía er hálend og þekja skógar
tæp 40% landsins. Mikil verð-
mæt jarðefni eru í landinu, mang-
an, kol, olía og járn. Helstu atvinnu-
vegir eru landbúnaður, námagröft-
ur og iðnaður.
íbúar Georgíu eru m.a. komnir
af Assyríu- og Úrartúbúum. Georg-
ía varð konungsríki á 4. öld f.kr
en Persar réðu landinu á 3. og 4.
öld e.Kr. Georgíumenn tóku kristni
árið 330. Á næstu þremur öldum
flæktust þeir inn í átök býsanska
og persneska hejmsveldisins og
þjóðin sundraðist. í lok níundu ald-
ar sameinuðust þjóðir Georgíu á
nýjan Ieik og veldi þeirra náði há-
marki á 12. og 13. öld.
Við tók tímabil sviptinga; fall
Konstantínópel í hendur Tyrkja
1453 einangraði Georgíubúa frá
kristnum þjóðum í vestri og Tyrkir
og Rússar heijuðu á þjóðina næstu
aldir. Á átjándu öld náðu Rússar
yfirráðum í Georgíu. Undir stjórn
Rússa náði efnahagur og menning
Georgíubúa sér á strik en á síðari
hluta nítjándu aldar óx óánægja
með stjórn zarsins.
Árið 1917 lýsti Georgía yfir sjálf-
stæði en lýðveldið var fyrst viður-
kennt af Bandamönnum 1921. So-
véskar hersveitir lögðu landið undir
sig sama ár og Georgía varð sjálf-
stætt sovétlýðveldi 1936.
Georgíubúar hafa horft til dýrð-
ardaga ríkisins á 13. öld og sjálf-
stæðisins 1917 - 1921. Upp úr
1985 fór að bera á kröfum um sjálf-
stæði en þeim var mætt af hörku
í Moskvu, sem beitti hervaldi 1989
í Tíblísí. Georgía hefur óskað sjálf-
stæðis.
Hvíta-Rússland
Stjórnarsetur: Mínsk.
Flatarmál: 207.600 km2
Fólksfjöldi: 10,2 milljónir.
Hvítrússar 79,4%, Rússar 11,9%,
Pólverjar4,2%, Úkraínumenn
2,4%, aðrir2,1%.
Hvíta-Rússland er láglent og um
46% er ræktað land. Helstu at-
vinnuvegir eru landbúnður og iðn-
aður. Hvíta-Rússland er eitt mesta
hörræktarhérað Sovétríkjanna en
auk þess er þar verkfæra- og véla-
framleiðsla, gler- og matvælaiðnað-
ur.
Hið slavneska Hvíta-Rússland
var hluti Kænugarðs frá 9. öld, laut
Litháen 1300-1500, síðar Póllandi,
og Rússlandi 1772-93. Lýðveldið
var stofnað 1919 og gekk í ríkja-
sambandið 1922. 1921-39 var vest-
urhluti landsins undir yfirráðum
Pólveija og það varð hroðalega úti
í síðari heimsstyijöldinni.
Hvíta-Rússland er sjálfstæður
aðili að Sameinuðu þjóðunum. Sjálf-
stæðisyfirlýsing þeirra á sunnudag,
sem harðlínumenns studdu, er aðal-
lega talin eiga að forða Kommúni-
staflokknum frá því að vera bann-
aður.
Kazakhstan
Stjórnarsetur: Alma Ata.
Flatarmál: 2.717.000 km2.
Fólksfjöldi: 16,54 milljónir.
Rússar40,8%, Kazakhar36%,
Úkraínumenn 2,1 %, tatarar 2,1 %,
aðrir 19%.
Kazakhstan er næststærsta lýð-
veldi Sovétríkjanna. Þriðjungur
þess er láglendi, þriðjungur sléttur
og þriðjungur fjalllendi. Helstu at-
vinnugreinar eru landbúnaður, iðn-
aður og námagröftur. í Baikonur
eru aðal geimskotpallar Sovét-
manna.
Kazakhar eru af tyrkneskum
uppruna og forn hirðingjaþjóð. Kaz-
akhstan komst fyrst undir yfirráð
Rússa um 1730 en Kazakhar gerðu
uppreisn undir lok átjándu aldar.
Rússar tryggðu yfirráð sín frekar
í byijun nítjándu aldar og um 1830
hófu þeir að flytja Úkraínumenn
og Rússa til Kazakhstan. Þetta
vakti ólgu meðal Kazakha sem
börðust gegn rússneskum yfirráð-
um.
Árið 1917 kröfðust þeir fulls
sjálfstæðis en Rauði herinn náði
landinu á sitt vald og Kazakhstan
varð sjálfstætt lýðveldi innan sov-
éska ríkjasambandins 1920 og lýð-
veldi í sovéska ríkjasambandinu
1936.
Forseti landsins, Nursultan Naz-
arbajev, er náinn samstarfsmaður
og skoðanabróðir Jeltsíns Rúss-
landsforseta. Hugsast getur að
Kazakhstan og Rússland leiki aðal-
hlutverkið í nýju og lausbundnara
ríkjasambandi sem kann að mynd-
ast á rústum Sovétríkjanna.