Morgunblaðið - 01.09.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRt I É UM SUNNUDAGUR-1.- SEPTEMBER 1991
KARLAR
Kynbundinn
KR-ingur?
X' élagslegir þsettir hafa mikil
áhrif á mótun einstaklingsins,
ekki bara í uppvextinum heldur
einnig síðar meir.
Snemma stendur einstakl-
ingurinn
frammi fyrir því
að þurfa að
velja, eins og t.d.
ungir drengir
með hvaða liði i
íþróttum þeir
ætla að halda
eða ganga til liðs
við. Félagslegur
þáttur eins og búseta ein getur
ráðið því að einn KR-ingurinn
bætist í hópinn.
Einn morguninn hér í vor
birtist Styrmir á götunni í skín-
andi fínum KR-galla. Það leið
ekki langur tími þar til allir
guttarnir í götunni voru komnir
í samskonar galla. Þeir fóru hér
um eins og hjörð af sebrahest-
um og hafa sparkað í allt sum-
ar. Eins og um aðra einkennis-
búninga afmáðist einstakling-
" .urinn út og það gat verið erfitt
Vað finna „sinn“ þegar kalla átti
einn úr stóðinu inn á kvöldin.
Þeir voru allir orðnir eins, stutt-
klipptir, sólbrúnir og ljóshærðir
því sama hvað háralit þeir
höfðu haft um veturinn, sólin
var búin að lýsa hár þeirra allra.
Ekki var lengur hægt að svipast
um eftir rauðri peysu eða bláum
jakka, það fór enginn úr KR-gal-
lanum allt sumarið. Ef ekki
hafði tekist að skola úr honum
að kvöldi var farið i hann skít-
jl^.ugan eða blautan ef hann var
ekki orðinn þurr morguninn
eftir. Þannig fjölgaði KR-ingun-
um í tvo hér á heimilinu og
náðist nokkur áfangasigur í
mömmuliði hér á heimaveili:
KR 2 - Fram 1.
Ég bjó hins vegar í Kópavogi
þegar ég gerðist KR-ingur fyrir
mörgum árum. Þá var ég á góðri
leið inn í „fyrri heimsstyrjöld-
ina“, eða fyrra hjónaband eins
og penna er víst að orða það.
Þá var ég ung og barnlaus
og fór á völlinn með kærastan-
um og vinum hans. í byijun
þessa sumars voru KR-ingar
neðstir í deildinni. Þegar ég var
búin að horfa á nokkra leiki og
- ^ læra af strákunum „manngang-
inn" fór ég ósjálfrátt halda með
þeim sem þurftu mest á stuðn-
ingi að halda, þ.e. KR-ingum.
Mér fannst einhvern veginn al-
gjör óþarfi að fara að halda með
Frömmurum, þeim gekk hvort
eð var svo vel í deildinni. Ég lét
heldur ekki nægja að sitja stillt
og prúð á áhorfendabekknum
og styðja mitt lið í hljóði, heldur
hvatti ég mína menn óspart og
þeir fengu sko að heyra það
bæði þegar vel og illa gekk.
Þessu var ekki sérlega vel tekið
af strákunum sem allir voru
svarnir Frammarar. Um tíma
létu þeir sér nægja að ég sæti
nokkuð frá þeim en svo fór að
„J^lokum að þeir hættu að taka
mig með á völlinn.
En það þarf auðvitað ekki að
orðlengja það að KR-ingar unnu
bikarinn þetta sumarið og ég
þykist að sjálfsögðu vita af
hverju! Var þetta hinn félags-
legi þáttur kvenna að vernda líf
sem færði KR-ingum þarna
stuðningsmann á silfurfati?
(Barátta KR-inga var þá upp á
líf og dauða fyrir sæti sínu í 1.
deild!) Sumir myndu segja að
KR-ingar hafi þarna eignast
stuðningsmann vegna með-
"^fæddrar aumingjagæsku
kvenna. Ég held samt að það
sé ekki óalgengt að konur sem
af tilviljun „detta niður" í að
horfa á boltaleik, velji gjarnan
að halda með þeim sem verr
gengur. Félagsleg staða kvenna
gerir þeim allavega ókleift að
velja sér félagslið í fótbolta af
því mamma var markakóngur
(-drottning?) og amma ein af
stofnendunum!
eftir Helgu
Thorberg
UPPÁTÆKI
Ætla að
skemmta land-
anum á íslensku
Fyrir skömmu voru stödd hér á
landi Chilemaðurinn Ricardo og
spænska stúlkan Simone, hann
um fimmtugt, en hún mun yngri.
Þau gengu hér í málaskólann
Mími og ferðuðust taisvert um
landið og kynntu sér land og
þjóð. Er þau fóru af landi brott
kunnu þau orðið talsvert hrafl í
málinu og þau voru þá orðir 8
eða 9 tungumálin sem Ricardo
kann meira og minna að tala.
Þetta væri í sjálfu sér varla í
frásögur færandi nema vegna
þess að Ricardo er skemmtanastjóri
Green Oasis hótelsins á Kanaríeyj-
um og Simóne er hans hægei hönd
í þeim efnum. Veröld/Pólaris hefur
sent þangað margan Islendingin og
eru menn gjarnan á einu máli um
að umræddur Ricardo sé ótrúlega
snjall í sínu fagi og sé það sagt án
þess að það þurfi að halla á Sim-
one. Baldvin forstjóri í Becko sagði
í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni, að er hann dvaldi á Green
Oasis síðast liðinn vetur hafi það
borið á góma við Ricardo hvers
vegna hann léti ekki verða af því
að koma til landsins og kynnast
landi, þjóð og máli. Ricardo hafi
tekið því líklega og svo hafi hann
birst einn góðan veðurdag í sumar
ásamt Simone og ætla þau nú að
æfa prógramm á íslensku fyrir
landa okkar sem munu dvelja á
hótelinu á komandi misserum.
Ricardo og Simone tóku meðal
annars þátt í Reykjavíkurmara-
þoninu og komust bæði í mark.
Þeir Simon Kuran t.v. og Reynir Jóhannsson leika fyrir matargesti á Argentínu.
MYNDLIST
Islandsvinur
enn hér á ferð
Hollenski myndlistarmaðurinn
Douwe Jan Bakker opnaði
nýverið sýningu á verkum sínum
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Síðan árið 1971 ogtil ársins 1985
hefur Douwe oft sýnt verk sín
hér á landi og fer því að skipa
flokk Islandsvina ef hann er ekki
þegar sestur þar að.
Sagt er um verk Douwe að hann
helgi sig einkum verkefnum
sem oftast eru tengd tungu og
merkingu. Tvö þessara verkefna
hafa verið unnin út frá íslenskum
aðstæðum: „Um hið einstaka fram-
lag íslands og íslensks samfélags
til sögu byggingarlistarinnar, og „A
vocabulary scupture in the Ice-
landic Iandscape“, eins og stendur
í fréttatilkynningu Nýlistasafnsins
um komu Douwe hingað til lands
og sýningu hans.
Morgunblaðið/Þorkell
Gestir á opnun sýn-
ingar Douwe Jan
Bakker skrafa
saman við hlið eins
verka hans.
EKTA SKINN
Nýkomnar ítalskar dömu- og herraúlpur
ái
BE8 únúFi
Glæsibæ - Sími 812922
ATIAS
EIMSTAKT VERÐ
Kalda -
stríðinu
er
lokið!
KÆLI- og FRYSTI-
SKÁPAR Á
TILBOÐSVERÐI
• Endingargóðir
• Stílhreinir
• Sjálfvirk afþýðing
• Eins árs ábyrgð
• Ótrúlegt verð
GERÐ ISOLA-KR.
Gerð RFI 80/80 - Verð kr. 4 I .900,- stgr.
20.900,-
RONNING
Sundaborg I5 * Sími 814000