Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 2 r Morgunblaðið /Gunnlaugur Rögnvaldsson Finnarnir Viierima og Kallström leiddu alþjóðarall Kumho i gær- kvöldi og sýndu glæsileg tilþrif á áhorfendaleiðinni í Öskjuhlíð. Alþjóðarall Kumho hófst í gær: Finnamir í forystu „ÉG ÆTLA að halda fyrsta sætinu, en laugardagurinn verður erfiður. Mig langar að slá akstursmetið á Lyngdalsheiði, keyra stíft en af ör- yggi. Við lentum í þoku á einni leiðinni og ég hef aldrei ekið eins hægt á ævinni. Við erum samt með þægilegt forskot á næsta bíl,“ sagði Saku Viierima, sem leiddi alþjóðarall Kumho í gærkvöldi ásamt Hasse Kallström, en þeir aka Lancia Delta Integrale. I öðru sæti voru Stein- grímur Ingason og Guðmundur B. Steinþórsson á Nissan 240RS, þeir skutust framúr Finnunum Peter Geitel og Kaj Hakkinen á Mazda 323 4X4 á lokaleiðunum í gærkvöldi, en þeir síðamefndu voru í þriðja sæti. íslandsmeistaramir Rúnar Jóns- arhlé við Hjólbarðahöllina í kvöld son og Jón Ragnarsson töpuðu mikl- um tíma þegar bensíndæla bílsins bilaði í byrjun sérleiðar og í kjölfarið sprengdu þeir tvö dekk og voru í síðasta sæti. Ekið verður um hálend- isvegi í dag, en bílamir koma í hvfld- kl. 20.15. Staðan í gær var þannig að Saku Viierima var með 55,54 mínútur í refsingu, Steingrímur Ingason 56,25, Peter Geitel 57,20. Lést í um- ferðarslysi Maðurinn, sem lést í umferð- arslysi í Skagafirði á fimmtu- dag, hét Guðbrandur Bjama- son. Guðbrandur heitinn fæddist 5. október árið 1928 og var því tæp- lega' 63 ára gamall er hann lést. Hann var bóndi í Engihlíð í Hofs- hreppi. Guðbrandur lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn. Flokkssljórnarfundur Alþýðuflokksins: Forystuna skortir kjark gagn- vart forystu SjáJfstæðisflokks - segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði FJÖLMENNUR flokksstjórnar- fundur Alþýðuflokksins var haldinn í Borgartúni 6 í gær- kvöldi. Jón Baldvin Hannibals- son, formaður flokksins, hélt yfirlitsræðu þar sem hann fjall- aði um sparnaðaraðgerðir ríkis- sljómarinnar í ríkisfjármálum. Gagnrýni á flokksforystuna kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem meðal annars heimtaði meiri kjark í forystu flokksins gagnvart flokksfor- ystu Sjálfstæðisflokksins. Fund- inum, sem hófst klukkan 20.30, var ekki lokið um miðnætti. Fundarmenn minntust í upphafí Hannibals Valdimarssonar, fyrr- um formanns flokksins, en að því loknu tók við ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins. Hann byijaði á því að ræða þann fjárhagsvanda sem ríkisstjórnin hefði staðið frammi fyrir og hvaða leiðir hefðu komið til greina til úrbóta. Þær voru að mati Jóns að hækka skatta, slá erlend lán eða stöðva útgjalda- þenslu. Ekki hefði verið hægt að hækka skatta ]3ví of fáir stæðu undir skattbyrði til ríkissjóðs en lánabyrði erlendis væri nú þegar of há. Því hefði þriðji kosturinn orðið fyrir valinu og ráðuneytun- um hefði verið falið að gera tillög- ur að lækkun útgjalda um sem svaraði 14-15 miljörðum. Smá- vandamál höfðu að mati Jóns kom- ið upp við afgreiðsluna og lokanið- urstaðan varð því lækkun útgjalda um 14 milljarða. Meðal spamaðar- aðgerða nefndi hann að á næsta ári yrðu veiðileyfí Hagræðinga- sjóðs leigð út á markaðsverði til að standa undir kostnaði við þjón- ustu við við sjávarútveginn. Að lokinni ræðu Jóns Baldvins var fundinum lokað fyrir blaða- mönnum. í almennum umræðum kom m.a. fram gagnrýni á flokks- forystuna en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var hún minni en fyrirfram var búist við. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, lýsti yfír áhyggjum yfír mikilli gjaldtöku en bað um umboð fundarins til þess að halda áfram á leið ríkisstjórnarinnar. Guðmundur Árni Stefánsson gagnrýndi forystumenn flokksins fyrir að tala að óhugsuðu máli. í ávarpi skógræktarstjóra á aðal- fundi Skógræktarfélags íslands sem settur var í gær á Höfn í Hornafírði, kom fram að landbún- aðarráðherra hefur ákveðið þrátt fyrir erfíða stöðu ríkissjóðs að hækka útgjöld til landgræðslu og skógræktar um 22% á næsta ári. Skógrækt ríkisins hafí í samráði við ráðherra ákveðið að framleiða um eina milljón plantna til ráðstöf- unar í landgræðsluskógsvæði til þeirra sem tilbúnir eru til halda áfram gróðursetningu. „Þessi ákvörðun er á vissan hátt áherslu- breyting hjá Skógrækt ríkisins," sagði Jón, „að ríkisfyrirtæki leggi nú meiri íjármuni til þess þáttar í starfsemi sinni sem lýtur að upp- græðslu og endurheimt lands með landgræðsluskógaaðferðum." Hann sagðist hafa áhyggjur af ímynd flokksins og taldi 2% niður- skurð ríkisstjómarinnar í ríkisfjár- málum rýran. Þá spurði Guðmund- ur hvort staðfesta ætti búvöru- samning og lýsti eftir skatti á fjár- magnseigendur. Hann sagði að flokkurinn hefði ekki komið fram sínu í sjávarútvegsmálum þrátt fyrir að málið væri í nefnd og vildi að kosningaloforð um hækkun skattleysismarka og húsaleigu- bætur yrðu efnd. Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags íslands þakkaði fyrir hönd félagsins fyrir þetta veg- lega framlag og sagði að nú gæti skógræktarfólk litið björtum augum fram á næsta ár. Það væri ekki lengur spurningin um hvort hægt væri að halda landgræðsluskóga- átakinu áfram heldur með hvaða hætti það yrði gert. „Ég hefði talið það skaðlegt málstaðnum ef ekki reyndist unnt að halda uppi því merki sem hafíð hefur verið á loft,“ sagði Hulda. „Ef ekki væri hægt að nýta þann mikla almenna áhuga á skóg- og tijárækt sem orðinn er í landinu. Það væri erfíður róður ef athafnalaust tímabil tæki nú við og vafasamt að hægt væri að vekja upp slíkan áhuga aftur. Það gæti tekið mörg ár eða áratugi." Aðalfundur Skógræktarfélags Islands: Skógrækt ríkisins gef- ur eina milljón plantna Höfn í Hornafirði, frá Kristínu Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. SKÓGRÆKT ríkisins mun á næsta ári framleiða eina milljón plantna til ráðstöfunar í landgræðsluskóga á næsta ári. Að sögn Jóns Loftssonar skógræktarsljóra munu útgjöld ríkisins til land- græðslu og skógræktar hækka um 22% á næsta ári. Fundur sjómannafélagánna í Vestmannaeyjum: Boðaðar aðgerðir gegn þvingun- um til þátttöku í kvótakaupum Vestmannaeyjum. SJÓMANNÁFÉLÖGIN í Vestmannaeyjum boðuðu til fundar í Eyjum síðdegis í gær til að ræða meinta þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða. Um 100 sjómenn mættu á fundinn og í lok hans var sam- þykkt ályktun, þar sem þvinganir til þátttöku sjómanna i kvótakaup- um eru harðlega átaldar og boðaðar hertar aðgerðir gegn þessari aðför að kjörum sjómanna, eins og segir í ályktuninni. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun, þar sem skorað er á sljórnvöld að falla frá núverandi kvótakerfi og taka upp sóknarmark á ný. Eftir uppsagnir sex skipveija á Bergvík VE sl. sunndag, sem þeir segja stafa að því að þeir neituðu þátttöku í kvótakaupum útgerðar- innar, hefur blossað upp umræða um þessi mál meðal sjómanna. Fundurinn í Eyjum í gær var boð- aður til að ræða þessi mál. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, og Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, höfðu framsögu á fundinum ásamt Þorsteini Árnasyni, varaformanni FFSÍ, og Jóni Bondó Pálssyni, for- manni Verðanda. í máli þeirra kom fram eindregin andstaða gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum og vöruðu þeir sjómenn við þátt- töku í þeim. „Þetta er algjörlega óheimilt og siðlaust, þar sem gerð- ir hafa verið samningar og skipta- hlutfall ákveðið. Þetta virðist því vera leið til að lækka skiptapró- sentuna," sagði Þorsteinn Árna- son. Hólmgeir Jónsson sagði sjó- menn og stéttarfélög þeirra nú standa frammi fyrir þeim alvarlegu tíðindum, að útgerðarmenn reyni í sífellt auknum mæli að þvinga sjómenn til þátttöku í kvótakaup- um. Vitnaði Hólmgeir í kjarasamn- inga og lög um stéttarfélög og vinnudeilur og sagði ljöst að þátt- taka sjómanna í kvótakaupum væri bæði brot á kjarasamningum og lögum. Hann höfðaði til stéttar- vitundar sjómanna og skoraði á þá sem þvingaðir hefðu verið til þátttöku í kvótakaupum að kæra það, jafnvel þó það kostaði þá skipsplássið. „Við verðum að stöðva útgerðarmenn strax í þess- um brotum á sjómönnum en við þurfum staðreyndir um brot á samningum til að geta lögsótt út- gerðir sem bijóta samninga á mönnum. Sjómenn, hikið ekki við að kæra þó það kosti ykkur skips- plássið. Þannig vinnið þið stéttinni allri gagn,“ sagði Hólmgeir. í almennum umræðum komu fram skiptar skoðanir í afstöðu til þátttöku í kvótakaupum. Jóhann Norðfjörð, skipstjóri, taldi rétt að sjómönnum yrði heimilað að taka þátt í kvótakaupum ef þeir vildu. Kvótakerfið byði upp á að þetta yrði gert og það væri betra fyrir menn en að verða atvinnulausir vegna kvótaleysis. Tiyggvi Sigurðsson, vélstjóri, sagði að menn töluðu um að af- nema kvótasölu og kaup en spurði hvað menn ættu þá að gera á bát- um sem hefðu ekki nema 300 tonna kvóta sem veiða mætti upp á stuttum tíma. Skipveiji á Sigurborgu VE sagði að síðastiiðið vor, þegar kvóti báts- ins var búinn, hefði þeim verið boðin þátttaka í kvótakaupum út- gerðarinnar. Ef þeir tækju ekki þátt í þeim sæi útgerðin sér ekki fært að kaupa kvóta en henni stæði til boða að veiða kvóta fyrir físk- verkendur á Norður- og Austur- landi með því að leggja hann upp hjá þeim á landssambandsverði og það yrði gert ef áhöfnin tæki ekki þátt í kvótakaupunum. Hann sagði að áhöfnin hefði valið þá leið að taka þátt i kvótakaupunum enda þýddi það margfalt meiri telq'ur fyrir þá en hin leiðin sem um var að ræða. Uppsögn eftir neitun um þátttöku í kvótakaupum Kveikjan að fundinum í Eyjum var uppsögn sex skipveija á Berg- vík VE. Þórarinn Siggeirsson, vél- stjóri á bátnum, sagði í samtali við Morgunblaðið að uppsagnir þeirra, sem útgerðarmaðurinn sagði tilkomnar vegna samstarfs- örðugleika, stöfuðu af því að þeir hefðu neitað að taka þátt í kvóta- kaupum útgerðarinnar. „Það var byijað að minnast á þátttöku okk- ar í kvótakaupum í vor. Síðan voru haldnir fundir með okkur og málið stúderað fram og til baka enda höfðu menn misjafnar skoðanir á þessu. Á einn fundinn mætti síðan útgerðarmaðurinn og bað okkur að undirrita samþykki um þáttöku í kvótakaupunum. Hann sagði að við þyrftum ekki að gera það í grænum hvelli og gætum legið aðeins á þessu. Það var síðan á sunnudaginn þegar við þurftum aðeins að skjótast til hafnar, að útgerðarmaðurinn kom um borð rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið og sagði að nú yrði að höggva á hnútinn, hann nennti þessu ekki lengur. Annaðhvort yrðum við að taka þátt í kvótakaupunum með honum eða segja upp. Gaf hann okkur frest tii klukkan 11 um kvöldið til að gefa svar. Hann sagði að sér þætti leitt að þurfa að stilla okkur svona upp við vegg því hann væri ánægður með störf hvers og eins í áhöfninni um borð. Við héld- um til veiða fljótlega eftir þetta og um kvöldið sendum við honum tiikynningu sem sex, af átta manna áhöfn, skrifuðu undir, þar sem við sögðumst gera hvorugt, að taka þátt í kvótakaupunum eða segja upp. Fljótlega upp úr því fengum við skeyti, þar sem okkur sex var sagt upp vegna óþolandi samstarfsörðugleika, þrátt fyrir orð hans fyrr um kvöldið um ánægju með störf okkar um borð. Þetta eru staðreyndir málsins,“ sagði Þórarinn. Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Bergvík, var annar þeirra skip- veija á bátnum sem ekki skrifaði undir skeyti það sem sent var út- gerðarmanninum og var ekki sagt upp störfum. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttaritara í gærkvöldi. Sigurður Ingi Ingólfsson, út- gerðarmaður Bergvíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að upp- sagnirnar stöfuðu ekki deilum um þátttöku áhafnarinnar í kvóta- kaupum. „Málið snýst ekki um kvótakaup. Ég hef alfarið keypt allan kvóta- sjálfur sem keyptur hefur verið fyrir bátinn og áhöfnin hefur ekki komið nálægt því,“ sagði Sigurður Ingi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið í gærkvöldi þegar blaðið hafði sam- band við hann. — Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.