Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ?. SEPTEMBER 1*991 Vepjulilja. VEPJULILJA Fritillaria meleagris Blóm vikunnar Umsjón: Agústa Björnsdóttir Þáttur nr. 220 Vepjulilja, Fritillaria meleagr- is, hefur um áraraðir átt sér ör- uggan sess meðal þeirra haust- lauka sem til landsins eru fluttir og í röð þeirra harðgerðustu. Hún blómstrar snemma eins og allf- lestra smálauka er siður venjulega í byrjun júní og er ekki sérlega tilkomumikil fyrst þegar hún er að gægjast upp úr moldinni. Blöð- in eru ljósgræn og líkjast hverjum öðrum grasstráum fyrst í stað. Blómstönglarnir, 25-30 cm háir, eru mjög grannir en stinnir og stæitir og valda vel allstórum klukkulaga drúpandi blómunum sem eru skemmtilega köflótt, — það er þeirra einkenni. Jafnan er annar kaflinn mjög ljósleitur, næstum hvítur, en hinn í ýmsum mismunandi, fínlegum litlum, oft- ast rauð-fjólubláum. Einnig eru til alhvít afbrigði en á þeim koma kaflarnir ekki eins greinilega fram sem eðlilegt er. Þetta „mynstur" hefur gefíð tilefni til nafngiftar plöntunnar víða um lönd, t.d. í Þýskalandi, en þar er hún kölluð „skákborðslilja". Sagan segir að hinn víðkunni grasafræðingur Linné, sem uppi var í Svíþjóð á 18. öld, hafi flutt vepjuliljuna til Uppsala og gróðursett á svoköll- uðu Kongsengi fyrir utan bæinn en þar mun enn í dag vera ótrúleg- ur aragrúi af henni, og því kölluð kongsengislilja. Vepjuliljan er hnýðisjurt og hnýðin lögð i mold á haustin, fal- legast er að láta þær standa nokkrar saman í þyrpingu. Hana þarf að setja nokkru dýpra en aðra smálauka, hún vex fremur seint og þarf skilyrðislaust að standa óhreyfð um árabil. Sé það gert myndar hún með tímanum álitlega brúska. Þó vepjuliljan geti vart talist með glæsilegustu laukjurtum er hún þó gædd mikl- um yndisþokka. Hún sómir sér vel í trjábeðum og eins í stein- hæð. Hún þrífst ágætlega hér á landi og þroskar fræ. Hún þolir nokkum skugga og kann vel við sig í ívið rökum jarðvegi. Að blómgun lokinni má þurrka stönglana og eru þeir með fræhús- unum ágætasta skraut í vasa. Lengst af var vepjuliljan sú eina af Fritillarium sem að ráði hlaut einhveija útbreiðslu hér á landi, enda varla aðrar í boði. Að vísu hefur keisarakróna, Frit. imper- ialis, talsvert verið ræktuð hér, frá henni var sagt í þætti nr. 204, 18. maí sl. Á síðustu 2-3 áratugum hafa komið fram á sjónarsviðið ótal spennandi tegundir af þessum laukjurtumi, sem margar hveijar hafa verið reyndar hér, sumar með góðum árangri, má t.d. nefna krummaiilju, Frit. camtschatcens- is, og gaukalilju, Frit. pailidiflora. Fiestar eru þær nefndar eftir fugl- ategundum. Á síðasta iaukalista GÍ bættust tvær, sem lítið hafa verið reyndar hér, í hópinn, lunda- lilja, Frit. michailowsky, og arnar- lilja, Frit. percica, ættuð frá Tyrk- landi, með plómublá dijúpandi blóm á metra háum stöngli. Sbr. grein Friðriks Skúlasonar í Garð- yrkjuritinu 1990 bls. 7-20 um ættkvíslina Fritallaria, greininni fylgja margar góðar myndir. ÁBj Leon Spierer leiðbeinir hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Seltjarnarneskirkju. Sinfónían hitar upp fyrir veturinn eftir Rafn Jónsson Sinfóníuhljómsveit íslands gengst fyrir tónieikum kl. 3 í dag í Seitjarn- arneskirkju, þar sem strengjahljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar munu leika tvö verk og slagverks- deildin eitt. Þessir tónleikar eru í framhaldi af einskonarupphitun- arnámskeiði fyrir hljóðfæraleikar- ana sem nú stendur yfir í Seltjarnar- neskirkju, Háskólabíói og húsnæði Félags íslenskra hljómlistarmanna og allar deildir hljómsveitarinnar taka þátt í. Leiðbeinendur á nám- skeiði með blásurunum er Julius Baker, sem lauk starfsferli sínum sem fyrsti flautuleikari Fílharmóníu- sveitar New York borgar árið 1983, Graham Johnes, slagverksleikari og Leon Spierer, fyrsti konsertmeistari Fílharmóníusveitar Berlínar. Julius Baker hafði áður verið fyrsti flautu- leikari í nokkrum þekktum hljóm- sveitum en einbeitir sér nú að ein- leik, kammertónlist og kennslu. Hann kennir bæði við Curtiss- og Juiliiard-tónlistarháskolana í Banda- ríkjunum og hafa nemendur hans fengið stöður í mörgum helstu hljóm- sveitum Bandaríkjanna. Spierer er Þjóðveiji en ólst upp í Argentínu. Hann hefur hlotið fjöl- mörg eftirsótt verðlaun fyrir fiðlu- leik sinn og leikið einleik með hljóm- sveitum í flestum löndum hins sið- menntaða heims. Hann situr reglu- lega í alþjóðadómnefndum. Hann sagði í stuttu samtali, að það væri auðvelt verk að vinna með strengjaleikurum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, því þeir væru góðir hljóðfæraleikarar. Hann kom hingað í fyrra og sagðist hafa hlakkað til þess að koma aftur í haust. Hann hefur um langt árabil lagt land und- ir fót og haldið álíka námskeið í Svíþjóð og Flnnlandi, en hann var um langt árabil fyrsti konsertmeist- ari Fílharmóníusveitarinnar í Stokk- hólmi. „Mitt verk er fyrst og fremst að efla samhæfingu meðal hljóðfæra- leikaranna, auk þess sem ég kenni þeim nokkra þætti varðandi flutning verka eftir Mozart og Schubert og við höfum tileinkað okkur í Berlín- arfílharmóníunni. Það er líka mikið atriði,“ sagði Spieler, „að kenna þeim að leika hér í kirkjunni. Hljóm- burðurinn er mjög mikill og veikasti tónn heyrist mjög vel. Þess vegna er brýnt að leika létt á fiðluna. Að- stæðurnar hérna eru alger andstæða hljómburðarins í Háskólabíói." Spi- erer sagðist vona að margir kæmu til að hlusta, en á efnisskránni eru Menúett og tríó eftir Schubert og Serenaða eftir Dvorák, auk verks sem slagverksleikarar sveitarinnar flytja. „Áheyrendur eru ekki síður mikilvægir en hljóðfæraleikarar!" sagði Spierer. „Þeir eru ekki stytt- ur, heldur taka þátt í flutningi ver- kanna með nærveru sinni og hvatn- ingu til hljóðfæraleikaranna. Auk þess erum við ekki að þessu starfi einungis fyrir okkur, þótt það sé skemmtilegt, heldur líka fyrir áheyr- endur.“ * I \ i ) > í r — jffleööur r a morgun V________ Reykjavíkurprófastdæmi eystra ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Jakob Hallgrímsson. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó- hannsson. FELLA OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. GRAFARVOGSSÓKN: Guðs- þjónusta í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn kl. 11 árdegis. Organisti Guðspjall dagsins: Matt. 6.: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Sigríður Jónsdóttir. Séra Vigfús Þór Árnason. HJALLASÓKN: Messa kl. 11 í Kópavogskirkju. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Sóknarprest- ur. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11-. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Organisti Guðmundur Gils- son. SEUAKIRKJA: Laugardag: Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11. Sunnudag: Kvöldguðsþónusta kl. 20.30. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Molakaffi eftir guðs- þjónustua. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Sungnir verða sálmar úr nýrri sálmabók kirkjunnar. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. EYRARBAKKI: Gaulverjarbæjar- kirkja: Messa kl. 14.00. Reykjavíkurprófastdæmi vestra ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Einsöngur Guðrún Jónsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. HalldórS. Gröndal. Fyrirbæn- ir eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- ustakl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist- insson. Organisti Ólafur W. Finnsson. Kór Langholtskirkju syngur. Molasopi að guðsþjón- ustu lokinni. ' LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Organisti Ronald V. Turner. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórs- son. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fílad- elfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristmanns- son. Almenn samkoma kl. 20. Vitnisburður. Kaffisala að sam- komu lokinni. Barnagæsla. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Miðvikudaginn 11. sept. morgunandakt kl. 7.30. Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma, efni við hæfi barna og fullorðinna kl. 16.30. Anna og Daniel Óskarsson stjórna og tala. Samkoma fyrir hermenn og samherja kl. 19. SJÓMANNAHEIMILIÐ Örkin, Brautarholti, (Færeyska sjó- mannaheimilið): Samkoma kl. 17. Rosa og Jacob Hendrik tala. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Athugið breyttan tíma. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarnefndin. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Sr. Jón Þorsteinsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20.30. Sr. Lárus Hall- dórsson tekur við starfi sóknar- prests í Keflavík í ársleyfi sr. Ól- afs Odds Jónssonar. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti Ein- ar Örn Einarsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Fyrirbænagúðsþjónusta fimmtu- daginn 12. sept. kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.