Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 >42 KNATTSPYRNA / 1. DEILD LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON Hóf ferilinn sem markvörður hjá norska félaginu Lyn ORÐABÓKAÚTGÁFAN Vestmannaeyjameistari í skák í sínum aldursflokki í nokkur ár og var kominn með yflr 1.700 Elo stig. En Leifur hætti í skákinni þegar hann hóf framhaldsnám við MH og var búinn að gera upp hug sinn og einbeita sér að fótbolta. Morgunblaðið/S.G.G. Leifur Geir ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Hildur K. Oddgeirsdóttir, Birgir Hrafn Hafsteinsson, Leifur Geir og Hafsteinn G. Guðfinnsson, liðtækur markvörur með IBV á árum áður. Árið 87 lék hann svo með Eyja- mönnum í annari deildinni sem tengiliður en árið eftir ákvað hann að breyta til og dreif sig til Svíþjóð- ar ásamt þremur vinum sínum úr MH og vann hann það sumar hjá Marabou. Árið 1989 fékk Sigurlás Þorleifs- son Leif til að koma aftur til Eyja og spreyta sig í fótboltanum. „Þetta var mjög skemmtilegt tímabil hjá okkur það gekk vel og við kom- umst upp í 1. deild þá skoraði ég eftirminnilegt mark gegn Blikum í síðasta leik í Kópavoginum, sigur- markið rétt fyrir leikslok og það dugði til að við komumst upp eftir harða keppni við Víði úr Garði,“ sagði Leifur. Þetta árið lék Leifur sem senter og var þetta upphafið af ævintýrinu og skoraði hann 5 mörk þetta tímabilið í 15 leikjum. Gítarinn aldrei langt undan Eftir þetta tímabil hélt Leifur áfram í klassísku gítarnámi hann hafði lokið við 2. og 3. stig veturinn 1988-89 og vann hann hálfa vinnu og einbeitti sér að gítarnum og lauk 4. og 5. stigi veturinn 1989-90. Klassískt gítarnám er upp í 8 stig og eftir það tekur einleikarapróf við. „Mig langar mjög mikið til að halda áfram að læra á þetta yndis- lega hljóðfæri en það er mjögtímaf- rekt og gengur ekki upp með vinnu og fótbolta og verður því að bíða betri tíma, en vonandi kemst ég einhvern tíma í þetta. Ég reyni allt- af að spila þegar tími gefst til að halda mér við.“ Hættur í knattspyrnu Sumarið 1990 fór Leifur Geir aftur til Svíþjóðar og hættir í fót- bolta og þá var ekki inní myndinni 'að spila fótbolta aftur. Hann fór að vinna á elliheimili og leist vel á það. „Mér leist vel á að kynnast nýju og skemmtilegu fólki og kaup- ið var ágætt.“ Hann hugðist síðan eftir sumarið í Svíþjóð fara til Þýskalands hugsanlega í 5 ára há- skólanám og um veturinn fór hann til Freiburg að læra þýsku og kynna sér aðstæður í Þýskalandi. Kunn- ingi hans, sem einnig var að læra þýsku, Eyvindur Grétar Gunnars- son hringdi í formann Bæjarliðsins og boðaði komu þeirra á æfingu næsta dag. Þeir voru settir í varalið- ið sem lék í 7. deild en unnu sig þó fljótt upp í aðalliðið sem lék í þeirri 4. Þar spilaði Leifur níu leiki og gerði 5 mörk í þeim leikjum og varð annar markahæstur hjá liðinu þetta tímabil. Sigurlás hringdi síðan í Leif til að fá hann til að koma og spila með ÍBV. Leifur eygði nokkuð góða möguleika á að komast í liðið þar sem tveir framherjar þeir Tómas Ingi og Andrej Jerina voru á förum. Leifur Geir hætti við framhaldsnám í Þýskalandi og dreif sig til Eyja og byijaði aftur að leika fótbolta með Eyjamönnum, og hefur gert það í sumar en ætlar Leifur að vera með aftur næsta sumar: „Ég lofa engu en eins og staðan er í dag get ég vel hugsað mér að vera aftur með Eyjamönnum næsta sum- ar mér líður vel hérna og fólk er vingjarnlegt." „Gæla við að gera 5-6 mörk“ Hefur það ekki komið flatt upp á Leif að vera búinn að gera 11 mörk í fýrstu 15 leikjum tímabilsins á sínu fyrsta heila tímabili í fyrstu deild? „Þetta hefur komið mjög á óvart. Ég var fyrst og fremst að stefna að því að komast í liðið. Við vorum fimm að beijast um þessar tvær stöður frammi í byrjun og nú hefur sá sjötti bæst við. Ég var að gæla við að gera 5—6 mörk í upp- hafi á öllu tímabilinu en þetta hefur farið fram úr björtustu vonum. Hver getur búist við að skora svona mikið á sínu fyrsta tímabili í fyrstu deild. Ég nýt kannski góðs af því að vera ekki þekktur og því er ég kannski ekki eins vel dekkaður og þekktu markaskorararnir,“ sagði Leifur Geir. NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð ___________ kr. 1.600. Vikmgur - KA í dog kl. 14. OO, Stjörnugróf. LEIFUR Geir Hafsteinsson framherji hjá ÍBV er líklega sá sem komið hefur einna mest á óvart ífótboltanum í sumar. Fáir á fastalandinu vissu hver f.ann var fyrir tímabilið en nú vita þeir sem með fótbolta fylgjast að þarna er um skemmtilegan framherja að ræða sem hefur verið iðinn við að koma boltanum í net and- stæðinganna og hefur á sínu fyrsta heila tímabili í 1. deild gert 11 mörk í 16 leikjum. Leifur Geir er fæddur í Eyjum en flutti eins árs til Reykjavík- ur. Síðan fluttist hann til Noregs og þar hófst knattspyrnuferill hans. Hann byijaði 8 ára að leika með Lyn í Osló en þar eru þeir bræður Olafur og Teitur Þórðarsynir einmitt núna, Leifur byijaði ekki sem framheiji heldur sem mark- vörður og æfði hann eitt ár með Lyn. Þaðan lá leiðin aftur til ís- lands og þá var flutt í Garðabæinn og þar lék Leifur með 6. flokki Stjömunnar. Eftir eitt ár í Garðabænum lá leiðin til Eyja aftur þar gekk hann til liðs við Tý og lék með þeim í gegnum yngri flokka og þegar hann Eftir Sigfús Gunnar Guömundsson Leifur Geir Hafsteinsson Fæddur: 9. mars 1970. Atvinna: Starfar í sumar sem gjaldkeri hjá Islandsbanka en hyggur á eðlisfræðinám í vetur í Háskóla íslands. Leikir 1. deild: 19, (1986 4 leikir) (1991 15 leikir). Leikir 2. deild: 26, (1987 11 leikiij (1989 15 leikir). Mörk í 1 deild: 11 (1991). Mörk í 2 deild: 5 (1989). Landsleikir U-21: 1. Leikur (1991) Landsleikir U-18 3. Helsti árangur: 2 sæti 2. deild 1989. var í þriðja flokki lék hann sína fyrstu meistaraflokksleiki aðeins 16 ára gamall, yngri en til dæmis Ás- geir Sigurvinsson þegar hann_ hóf að leika með meistaraflokki ÍBV, og er hann því einn af þeim yngstu sem leikið hafa með meistaraflokki ÍBV. Yfir 1.700 Elostig Fram til fímmtán ára aldurs var Leifur á kafi í skákinni og varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.