Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 19
19 Mótettukór Hallgrímskirkju: Bach-tónleikar í Kristskirkju í UPPHAFI 10. starfsárs síns minnist Mótettukór Hallgríms- kirkju frumraunar sinnar með tónleikum í Landakoti, en þar voru flestir tónleikar kórsins áður en kirkjuskip Ilallgrímskirkju var tekið í notkun. Fyrsti samsöngur Mótettukórsins var einmitt hald- inn um þetta ieyti árs fyrir tíu árum og þá eins og nú var þýski söngvarinn Andreas Schmidt í aðalhlutverki. Á dagskrá Bach-tónleikanna í Kristskirkju í dag kl. 17.00 eru ein- söngskantöturnar „Ich will Kre- uzstab gerne tragen“ og „Ich habe genug“ og svo mótettan „Kom Jesú, kom“. Flytjendur eru Andreas Schmidt baritón ásamt kammersveit og Mótettuk,ór Hallgrímskirkju. Kon- sertmeistari er Rut lngólfsdóttir og stjómandi Hörður Áskelsson. Þetta er upphaf 10. starfsárs Mótettukórs Hallgrímskirkju, sem stofnaður var í septemberbyijun árið 1982. Fyrstu tónleikarnir, þar sem kórinn kom fram, voru haldnir 5. september það ár. Þá söng Andreas Schmidt í fyrsta sinn á Islandi og flutti báðar áðurnefndar einsöng- skantötur Bachs. Hlutverk Mótettu- kórsins var þá eingöngu að syngja lokasálminn í annarri kantötunni. Nú á laugardaginn mun kórinn syngja tveggja kóra mótettuna „Kom Jesú kom“ til viðbótar. Fyrstu ár Mótettukórsins, áður en aðalsalur Hallgrímskirkju var tilbúinn voru fiestir tónleikar hans haldnir í Krists- kirkju. Andreas Schmidt söng um síðustu helgi tvenna ljóðatónleika í íslensku óperunni með píanóleikaranum Ru- dolf Jensen. Andrea Schmidt hefur eytt hér sumarleyfi sínu í ágúst og gefur íslendingum kost á að njóta listar sinnar í leiðinni. Hann hefur margoft komið fram á tónleikum hérlendis m.a. með Mótettukór Hall- Andreas Schmidt grímskirkju og fór með titilhlutverkin í óratóríunni Elía og Páli postula eft- ir Mendelsohn, sem fluttar voru á kirkjulistahátíðum 1989 og 1991. Hann er eftirsóttur söngvari og óvíst er hvenær Islendingum gefst tæki- færi til þess að heyra í honum næst. Tónleikarnir í Kristskirkju á laug- ardaginn eru haldnir í samvinnu við Kirkjulistahátíð 1991, sem fram fór í maí sl. og eru ætlaðir til styrktar henni. Mótettukórinn ætlar að halda uppá 10. starfsár sitt með því að flytja Jóhannesarpassíuna eftir J.S. Bach. Það verður gert í apríl í sam- vinnu við Bach-sveitina í Skálholti. Passían verður flutt bæði í Skálholts- kirkju og í Hallgrímskirkju. Kórinn hefur fengist við mikið verk eftir tónskáldið J.S. Bach á starfsferli sín- um og meðal annars tekist á við all- ar mótettur hans með undirleik á gömul hljóðfæri á Listahátíð Reykja- víkur 1990. Við flutninginn á Jó- hannesarpassíunni verður hafður sami háttur á og leikið á upprunaleg hljóðfæri eins og algéngt er í dag þegar eldri tónlist er flutt. Af öðrum verkefnum Mótettukórs Hallgrímskirkju á 10. starfsárinu má nefna flutning a-capella aðventu- og jólatónlistar við upphaf aðventu í desember. Norræna húsið: Norrænt grafíkþríár SÝNING með yfirskriftina Nor- rænt grafíkþríár II. sem stendur nú yfir í sýningarsölum Norræna hússins. Er þetta öðru sinni sem Norræna húsið og félag íslensk grafík hafa samvinnu um sýningu á grafíkverkum eftir helstu sam- tiðarlistamenn Norðurlanda. Norræna húsið og Islensk grafík vilja með þessum þriggja ára sýn- ingum sýna íslenskum áhorfend- um hluta af því fjölmarga athygl- isverða sem er á seyði í norrænni grafík og um leið auka áhuga og skilning á grafik sem tjáningar- formi í norrænni samtíðarlist. Eins og síðast er einum listamanni utan Norðurlanda boðið að sýna verk og það er að þessu sinni Helen Frank- enthaler frá Bandaríkjunum, en hún er einn snjallasti núlifandi myndlist- armaður í Bandaríkjunum. Helen Frankenthaler er fædd 1928 í New York. Norrænu listamennirnir fímm eru: Per Kirkeby frá Danmörku, Jukka Mákelá frá Finnlandi, Olav Christop- her Jensen frá Noregi, Max Book frá Svíþjóð og fulltrúi íslands er Sigurð- ur Guðmundsson. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að enginn þeirra hefur grafíkina sem aðaltján- ingarform. Megin myndefni grafík- sýningarinnar í Norræna húsinu er „óhlutlæg myndlíking" (abstrakt metafor). Listamennimir hafa á mis- munandi hátt sótt innblástur verka sinna til náttúrunnar. í sýningamefnd sátu Edda Jóns- dóttir, Ólafur Kvaran og Lars-Áke Engblom. Örn Þorsteinsson hefur annast upphengingu og útlit sýning- arinnar og Aðalsteinn Davíðsson hefur haft umsjón með sýningarskrá og annast þýðingar. Sýningin í Norræna húsinu stend- ur fram til 22. september og verður daglega kl. 14-19. RÚMLEGA 400 laxar eru nú komnir á land úr Rangánum og lax hefur eitthvað verið að ganga að undanförnu. Bestu svæðin eru 2. og 5. og reyt- ingsveiði hefur einnig verið á svæði 6. Fyrir skömmu veidd- ist 12 punda urriði á svæði 3 sem jafnan er nefnt urriða- svæðið, en það er ofan laxa- stigans í Árbæjarfossi í Ytri- Rangá. Stefán Halldórsson veiddi tröllið í Katrínarkvísl á flugu sem ber heitið Katí, í höfuðið á eiginkonu Stefáns. Urriðinn var 70 sentimetrar og eins og sjá má á myndinni, gífurlega þykkur. Félagi Stef- áns, Óskar Hrafnkelsson veiddi rúmlega 10 punda lax sama dag, undan bænum Haukadal, en sá fiskur var 77 sentimetra langur. Urriðasvæðið sem um ræðir er all merkilegt. Þar hafa örfáir laxar veiðst, en slatti af vænum urriða. Um 100 laxar hafa geng- ið um laxastigann og inn á svæð- ið, en gallinn er bara sá að það er sáralítið stundað og flesta daga eru þar fáir eða engir veiði- menn. Helst að menn sjáist þar veifandi stöngum um helgar. Mikið hefur einnig veiðst í svokölluðum Varmadalslæk, sem er raunar fremur á heldur en lækur. Leigutakar. Rangánna hafa sleppt miklu magni af ur- riða og slatta af laxi í lækinn og hefur veiðin gengið að óskum Morgunblaðið AK. Stefán til hægri á myndinni heldur á risaurriðanum, en fé- lagi hans hampar laxinum sem var lengri, en samt léttari en urriðinn. og flestir fá eitthvað. Þetta hefur sérstaklega verið vinsælt hjá bamafólki, því veiðistaðir árinn- ar eru aðgengilegir og fískur hefur tekið vel. í ánni er einnig til bleikja og hafa veiðst upp í 7 punda fískar í sumar. gg- BYKO REIDD rtEll ioJÍ.rs i: (ani.iiiy j li.-i.Uiil)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.