Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 33 við stærri bátar, síldveiðiskip og togarar. Á sjónum þótti hann léttur og skemmtilegur félagi sem yngri skipsfélagar dáðust gjarna að. Minnist ég sérstaklega tveggja kunningja minna sem sögðu mér margar sögur af kynnum sínum af Steina er þeir hófu á unga aldri að stunda sjómennsku á sömu skipum og hann. Engan heyrði ég leggja ilit orð til hans en menn sögðu gjarna af honum léttar sögur, sem tengdust áræði og æðruleysi. Enda þótt lífsbarátta sjómanns- ins með stóra fjölskyldu væri hörð lét Steini amstur hversdagslífsins ekki koma í veg fyrir að hann ætti sín áhugamál og rækti þau. Um árabil var hann gjaldkeri Sjómanna- félags ísafjarðar. Vegna þeirra starfa svo og sjómennskunnar var hann seinna heiðraður á sjómanna- daginn. Hann las mikið og átti talsvert af bókum. Þá var hann vel liðtækur við skákborðið. Hafði hann á seinni árum mikla ánægju af að tefla við dóttursyni sína og þótti ekki ónýtt er þeir sýndu góða frammistöðu við taflborðið. En uppáhaldsíþrótt hans var að spila brids og í þeirri íþrótt var hann mjög liðtækur eins og stigatala hans hjá Bridsfélagi ísa- fjarðar ber vitni um. Við bridsborð- ið áttum við hjónin marga ánægju- stund með honum og seinna bætt- ust börn okkar í þann hóp. Annars var Steini nánast alæta á spil, sem ekki er algengt með þá menn sem leggja fyrir sig keppnisbrids. Á efri árum urðu spilin honum endalaus gleðigjafi og síðast spilaði ég við hann í sumar. Var þá hugurinn enn hinn sami, en bilun á sjón farin að valda honum nokkrum erfíðleikum. Hann hafði mjög gaman af söng og dansaði gömlu dansana fram á síðustu ár. Dagana 12.-14. júlí í sumar var haldið ættarmót niðja þeirra hjón- anna Guðmundar Steinssonar og Guðríðar Hannibalsdóttur frá Ytri- Búðum í Bolungarvík, foreldra Steina. Mættu þar um 100 afkom- endur þessara kynsælu hjóna. Þeg- ar ég fletti til báka í minningunni frá ættarmótinu verða mér efstar í huga tvær myndir af þeim bræðr- unum Steina og Gumma. Á þeirri fyrri sitja þeir bræður saman á stór- um steini í fjörunni þar sem æsku- heimili þeirra stóð í Bolungarvík. Þeir eru að rífja upp æskuárin en að baki þeim sitja dætur þeirra og skýla þeim fyrir hafgolunní. I fjarska sér til Grænuhlíðar, þar sem sjómenn hafa löngum leitað vars. Á hinni myndinni standa þeir bræður hlið við hlið og virða fyrir sér líkan af vélbátnum Agli, sem faðir þeirra fórst á í nóvember 1923, en þá var Gummi aðeins 10 ára gamall. En tækninni má þakka að bandmynd geymir ekki aðeins þessar myndir heldur líka það sem þeim bræðrum fór á milli við þessi tækifæri. Þar gefur að heyra örlítið brot af lífsbar- áttusögu íslensku þjóðarinnar, sem ekki má gleymast ef þjóðin á að halda áfram að vera til sem sjálf- stæð eyja í þjóðahafinu. Steini tengdapabbi var hár mað- ur vexti en mjög grannvaxinn. Á yngri árum var hann laglegur mað- ur, en lífsbaráttan risti andlit hans djúpum rúnum í áranna rás. Þegar ég kvaddi hann á ísafírði fyrir rösk- lega mánuði síðan duldist mér ekki að þessi granni líkami væri að gefa sig og nú væri komið að kveðju- stund. Enn hélt hann sínu andlega heilbrigði, hlustaði á útvarp, horfði á sjónvarp og var vel heima í því sem var að gerast, hvort sem það var í næsta nágrenni eða úti í hinum stóra heimi. Þannig kvaddi hann þennan heim sl. sunnudagskvöld eftir tæpa viku á sjúkahúsinu á ísafirði. Honum verður fylgt til grafar laugardaginn 7. september. Áður en ég hóf að rita þessa minningargrein vitjaði ég grafar Hafþórs sonar míns. Þaðan kom ég með þá vissu í huga, að hann hefði tekið á móti afa sínum og muni leiðbeina honum fyrstu skrefin í nýjum heimi. Sú vissa mun gera okkur öllum ættingjum og vinum léttara að sigrast á sorginni sem er fylgifískur ástvinamissis. Blessuð sé minning Steins Guð- mundssonar. Haukur Harðarsson Magnús Isleifsson, Keflavík - Minning Fæddur 9. september 1905 Dáinn 3. september 1991 Látinn er í Keflavík, eftir erfið veikindi, afi minn Magnús ísleifs- son. Eyjólfur Magnús Isleifsson hét hann fullu nafni og var frá Nýja- húsi í Vestmannaeyjum, hann var ætíð kenndur við það og kallaður Magnús í Nýjahúsi. Hann var sonur hjónanna Isleifs Jónssonar og Þór- unnar Magnúsdóttur. Magnús var næstelstur fimm systkina, en þau voru Jónína Guðrún, fædd 9.2. 1902, þá Magnús, fæddur 9.9. ^ 1905, Jóhann Pétur, fæddur 9.7. 1908, Steinunn Rósa, fædd 7.6. 1912, og Jón Ragnar, fæddur 16.9. 1913. Bræður sína báða missti hann unga, er bátur þeirra fórst við Vest- mannaeyjar. Systkini sín lifír Rósa, búsett í Hafnarfirði. Eina hálfsystur átti hann, Ágústu Þorkelsdóttur, en hún er látin. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum í Nýjahúsi. Hann byijaði sjó- mennsku um fermingu, á opnum báti með Jakobi Tranberg. í Vest- mannaeyjum var hann á fjölda báta, 18 ára fór hann sem sjómaður á m.b. „Emmu“ til Eiríks Ásbjörns- sonar. Hann var á mb. „Mínervu" og mb. „Kap“ með Sigurði Bjarna- syni. Einnig var hann á mb. „Val“, mb. „Hörpu“, mb. „Elliðaey“, mb. „Viggó“, mb. „Vini“ ogfleíri bátum. Einna lengst var hann á mb. „Lag- arfossi" með Olafi ísleifssyni. Stýri- mannaréttindi fékk hann 1932 og skipstjóraréttindi 1938. Formennsku hafði hann á mb. „Gústaf". Hann var einnig til fjölda ára á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Á sjómannsferli sínum lenti hann í ýmsu. Var á mb. „Snig“ þegar hann lenti upp í Ragnheiðarfjöru og var á mb. „Rap“ þegar hann sökk fyrir Norðurlandi. Meðal þeirra manna sem hann stundaði sjóinn með má nefna Binna í Gröf og var þeim vel til vina. í sjómannablaðinu Víkingi er þess meðal annars getið að Magnús hafí verið dugnaðarsjómað- ur og eftirsóttur af öllum. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Gróa Hjörleifsdóttir frá Raufar- felli undir Eyjafjöllum, en þau giftu sig 31. október 1936. Magnús var sjomaður allt til þess er fjölskyldan fluttist frá Vestmannaeyjum til Keflavíkur, 20. júní 1946. Börn þeirra hjóna eru fjögur, Johanna Ragna, Hjörleifur, Soffí Þóra og Magnús Ægir. Þijú elstu börnin eru fædd í Vestmannaeyjum, en Magn- ús Ægir í Keflavík. Öll eru þau búsett í Keflavík. Fyrstu árin bjó l'jölskyldan á Austurgötunni í Kefla- vík, síðan nokkra mánuði á Sólvalla- götunni áður en þau fluttu á Vall- artún 4 en það hús byggði Magnús með hjálp annarra fjölskyldumeð- lima. Síðustu árin bjó hann að Kirkjuveg 11, húsi aldraðra. Barna- börn eru 12 og barnabarnabörn 11. Eftir að Magnús flutti til Kefla- víkur starfaði hann hjá Keflavík- urbæ í nokkur ár. Síðan hóf hann störf á Keflavíkurflugvelli ig vann þar til 80 ára aldurs, hlaut hann meðal annars viðurkenningu fyrir störf sín þar. Kynni mín af afa í Vallaríúninu, einsog við systkinin kölluðum hann ætíð voru mér einkar kær. Ég lifði mig inn í frásagnir hans af sjó- mennsku og öðru því er á daga hans hafði drifið um ævina. Eg minnist þess sérstaklega að hann kallaði mig alltaf lagsmann þegar ég sat og hlustaði á hann, tímunum saman. Einnig þótti mér sérstak- lega til þess koma að fara með honum og yngri syni hans Magnúsi Ægi á fótboltavöllinn í gamla daga. Þar hvatti afi sína menn af svo miklu kappi að ég hafði meiri skemmtan af að fylgjast með hon- um heldur en leiknum. Magnús var sérlega duglegur til vinnu alla sína tíð, meðan heilsa leyfði. Hann var hagsýnn og með eindæmum vand- virkur maður. Erfitt var að sætta sig við og horfa uppá afa sinn, svo líkamlega hraustan mann, sem hafði lifað mikla breytingartíma, tíma sem hann færði mér innsæi í og ég verð honum ævinlega þakk- látur fyrir, erfitt var að sætta sig við að hann skyldi verða Alzheimer- sjúkdómnum að bráð. Ég sakna þess að hafa ekki get- að átt fleiri stundir með afa í Vall- artúninu. Er ég kveð hann nú í hinsta sinn vil ég þakka honum þær ánægjulegu stundir er við áttum saman, stundir sem ég mun ætíð varðveita meb sjálfum mér. Minningin um góðan mann mun lifa. Blessuð sé hún. Birgir Þórarinsson ValurRafn Úlfars- son - Minning Fæddur 17. febrúar 1974 Dáinn 27. ágúst 1991 Mig langar að skrifa svo margt um elsku vin minn, Val Rafn, en orðin standa í hálsi mér og tárin hrynja niður á blaðið. Hann sem gaf mér svo mikla hlýju og fölskva- lausa vináttu. Ég kveð kæran vin. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumúr hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Aðstandendum votta ég mína innilegustu hluttekningu. Sylvía Marta Borgþórsdóttir 40. starfsár Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur að hefjast ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavík- ur heldur nú upp á 40 ára af- mæli sitt með því að taka í notk- un glæsilegt félagsheimili að Álfabakka 14a í Mjódd. Starfsemi félagsins verður með hefðbundnum hætti og verða nám- skeið í gömlu dönsunum fyrir full- orðna á mánudagskvöldum og fyrir börnin verða barnadansar, gömlu dansarnir og þjóðdansar á mánu- dögum og laugardögum. Börnin taka stundum þátt í sýningum og klæðast þá viðeigandl búningum. Félagið býður starfsmannafélög- um og öðrum hópum upp á sérstaka tíma eftir nánara samkomulagi. Námskeið í þjóðdönsum eru hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og eru kenndir íslenskir og erlendir dans- ar. Algengt er að fólk haldi að ein- göngu séu dansaðir íslenskir víki- vakar á þjóðdansaæfingum en það er mikill misskilningur. Þjóðdansa- félagið kennir þjóðdansa frá mörg- um löndum auk íslands og má t.d. nefna dansa frá Norðurlöndum, Rússlandi, Ítalíu, Grikklandi, Amer- íku svo eitthvað sé nefnt. Aðalkennari félagsins e’r Helga Þórarinsdóttir, Kolfinna Sigurvins- dóttir og Elín Svava Elíasdóttir, en einnig hefur félagið fengið erlenda gestakennara sem kennt hafa dansa frá sínu heimalandi. Það fyrirkomulag hefur verið á námskeiðum félagsins að boðið er ^ upp á námskeið í gömlu dönsunum ^ fyrir byijendur þar sem grunnspor eru kennd ítarlega, og einnig nám- skeið fyrir þá sem lengra eru komn- ir og vilja læra meira. Þessi nám- skeið eru 12 tímar. Á mánudögum er líka boðið upp á opinn tíma fyrir þá sem vilja læra meira en þar greiða menn fyrir hvert kvöld og geta mætt þegar þeim hentar. í þessum tíma er aug- lýst hvaða dansar eru teknir hvert kvöld og því er hægt að mæta og læra sína óskadansa. Á döfinni er að hafa sérstök tón- listar- og danskvöld þar sem komið verður saman og sungin þjóðlög, en einnig er vonast til að hljóðfæra- leikarar komi og spili með. Þetta eiga að vera fijáls kvöld þar sem þjóðlagatónlistin, söngur og dans fær að njóta sín. Til að kynna starfsemina verður Þjóðdansafélagið með sýningu á Steindórsplani í miðbæ Reykjavíkur á móti Morgunblaðshúsinu kl. 14 á laugardaginn 7. september. Kennsla hefst mánudaginn 16. september. t Ástkær móðir okkar og amma, UNNUR ERLENDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. septem- ber kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Smári, Jakob Smári og barnabörn. Minningarathöfn um frænku okkar, HELGU SIGURÐARDÓTTUR fyrrverandi póstvarðstjóra, Múlavegi 20, Seyðisfirði, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. september kl. 15.00. Útförin fer fram ber kl. 14.00. frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. septem- Frændfólk. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS MAGNÚSSONAR bónda, Sveinsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu. Guð blessi ykkur öll. Gyða Ólafsdóttir, Magnús Ólafsson, Ásrún G. Ólafsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir, Jónsína Ólafsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Grétar Vésteinsson, Björg Þorgilsdóttir, Gunnar Richardsson, Oddur R. Vilhjálmsson, Elfs Þór Sigurðsson, Júlfana Jónsdóttir. t Öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna frá- falls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA VILHJÁLMS GUNNARSSONAR frá Tungu í Fáskrúðsfirði, Víðivöllum 12, Selfossi, sendum við þakkir og biðjum þeim Guðs blessunar. Steinunn Sigurbjörg Úlfarsdóttir, Úlfar Vilhjálmsson, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Sigdór Vilhjálmsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Konráð Sigþór Vilhjálmsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnar Svanur Vilhjálmsson, Gunnhildur Anna Vilhjálmsdóttir og barnabörn. ft— 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.