Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 25
' kbf£GÚNBtAÐÍÐ iiíútíÁRÍbÁGtm J7.C Vö91 Minning: Rannveig Vilhjálms dóttir frá Hnífsdal Hinrik Asgeirsson Fædd 7. september 1900 Dáin 21. mars 1991 Fæddur 7. júlí 1937 Dáinn 11. febrúar 1991 Minningar sækja að þegar líður að afmæli ömmu heitinnar, sem lést 21. mars sl. Sem barn naut ég mjkillar samveru við Veigu ömmu, þegar ég var hjá henni og afa heitn- um, og síðar Ellu og Hinna, í fjöl- mörg sumur. Ég var á fjórða ári er ég fór fyrst vestur með ömmu. Minninga- brot mín geyma það augnablik er ég sat við hlið ömmu í flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli og ég horfi með söknuði til pabba sem stóð fyrir utan vélina og veifaði. Ekki á ég fleiri brot frá þessu fyrsta sumri með ömmu og afa, en án efa hefur mér líkað vistin vel, því sumrin urðu alls tíu sem ég dvaldi í Hnífsdal. Þegar ég hugsa til baka, koma margar myndir í hugann, þar sem Hinrik er með. Hinni frændi eins sínum tveim, Elenóru Hrefnu og Hinrik, áfram að Stekkjargötu. Ég þakka það að hafa fengið að kynnast ömmu og Hinna frænda eins vel og ég fékk. Það var alltaf gaman að koma vestur til þeirra og líka voru góðar stundir þegar þau heimsóttu fjölskyldu mína í Keflavík. Víst er það að oft voru bakaðar pönnukökur á sunnudögum hjá ömmu og mikill gestagangur. Eins minnist ég þess þegar amma átti grautarafganga og bakaði klatta sem svangir munnar, minn og leik- félaganna, tóku við svo amma hafði varla undan. Alltaf var vel tekið á móti mér þegar ég birtist í Hnífsdal á síðari árum, amma setti jafnvel upp veisluborð með litlum fyrii’vara. Þó ævi ömmu geymi mörg erfið ár, var ekki að merkja að þau hafi sett sitt mark á hana’, því amma Minning: Sigríður Björg Tómas- dóttir frá Norðfirði og ég nefndi hann var í huga lítils drengs engu minni hetja en víking- ar og fleiri hraustir. Hinni frændi var hinn góði frændi sem alltaf var gott að leita til. Eins sá ég það á þeim kynnum sem dóttir mín átti af Hinna á síðasta ári, hversu auð- velt hann átti með að nálgast börn. Hún amma, Rannveig Karlína Margrét Vilhjálmsdóttir, fæddist 7. sept. árið 1900 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Elísabet Guðnadóttir og Vilhjálmur Markússon. Hún ólst upp með móður sinni og átti einn bróður, Alexander, tveim árum eldri. Amma giftist Asgeiri Randver Kristjánssyni 1919. Hann fæddist 14. maí 1891 í Seyðisfirði við Djúp. Þau hófu sinn búskap á Árbakka í Hnífsdal hjá Guðrúnu Ásgeirsdótt- ur móður hans, sem var ráðskona þar á bæ. Þetta fyrsta.heimili afa og ömmu var eitt herbergi. Böm þeirra eru þessi: Guðrún Rannveig f. 17.3. 1920, búsett á Isafirði, m. Kjartan Guðmundsson d. 6.5. 1991; Sigríðurf. 17.5. 1921, búsett á Flateyri, m. Kristján Vig- fús Jóhannesson; Gunnrún Jensína f. 4.8. 1922, d. 16.11. 1989, var búsett á ísafirði, m. Magnús Árna- son, d. okt. '62; Margrét Vilhelmína f. 11.5. 1924, d. 6.3. 1925. Svein- barn f. 5.08. 1925, d. 6.8. 1925. Kristján Ásgeir f. 2.9.1926, búsett- ur á Ákranesi, m. Ólöf Líndal Hjart- ardóttir; Guðni Jóhannes f. 1.3. 1930, búsettur á Akranesi, m. Sig- ríður Geirlaug Hjartardóttir; Mar- geir Guðmundur f. 12.8. 1931, bú- settur í Keflavík, m. Ásthildur Árnadóttir; Jón Marías Magnús f. 28.1. 1933, d. 14.12. 1953; Hinrik Gísli f. 7.7. 1937, d. 11.2. 1991, var búsettur í Hnífsdal; Elenóra Hrefna f. 12.2. 1942, búsett í Hnífs- dal og Halldór f. 10.5.1943, búsett- ur í Hnífsdal, m. Ester Ingadóttir. Þau amma og afi bjuggu á ýms- um stöðum í Hnífsdal þar til 1942 að þau flytja að Stekkjargötu 31 sem jafnframt var stærsta íbúðin sem fjölskyldan hafði búið í, tvö herbergi og eldhús. Ásgeir afi dó á sjúkrahúsi ísa- fjarðar 17. desember 1964. Eftir það hélt amma heimili með börnum í dag fer fram frá Norðfjarðar- kirkju útför tengdamóður minnar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, en hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 1. september tæpra 85 ára gömul þrotin að kröftum. Hún fæddist í Gamla-Lúðvíks- húsi 19. september 1906, dóttir hj&nanna Ingibjargar Sveinsdóttur og Tómasar Sigurðssonar skip- stjóra. Tómas var þekktur sjósókn- ari á sinni tíð, en hann fann Gull- kistuna, hin fengsælu fiskimið út af Austfjörðum. Gamla-Lúðvíkshús stendur enn, það er elsta húsið í Neskaupstað, norskt hús. Þar ólst hún upp næstelst fjögurra systkina, en þau voru Ásbjörn, Hildur og Páll, öll látin. Það var gaman að hlusta á Sig- ríði segja frá lífinu áður fyrr, en hún mundi fyrst eftir sér þegar foreldrar hennar bjuggu í einu her- bergi með bamahópinn, og í þessu herbergi var eldað á kabyssu, en það var algengt á þeim tíma. í hveiju herbergi var búið, ýmist ein- staklingar eða fjölskyldur, og þótt húsakynnin væru þröng voru eigur fólks ekki svo miklar að til þyrfti mikið húsnæði og kröfurnar litlar. Það varð hlutskipti hennar ungr- ar að sjá um heimili föður síns þar sem móðir hennar missti heilsuna og dó fyrir aldur fram og sá hún um fermingu yngri systkina sinna. Tvisvar var hún vetrarlangt í Reykjavík á sínum yngri árum en festi ekki yndi þar, þótti ólfkt skemmtilegra og meira um að vera fyrir austan. Svo var það að ungur maður, Símon Eyjólfsson kom austur á land í atvinnuleit. Hann var fæddur í Merkinesi f Höfnum, sonur Eyjólfs Símonarsonar og Helgu Gísladótt- ur. Með þeim tókust kynni og þau giftust og hófu búskap í Gamla- Lúðvíkshúsi, í fyretu í félagi við föður hennar og bræður. Þetta var á kreppuárunum, þegar lífskjör fólks voru með öðrum hætti en í dag. Símon stundaði ýmist sjó- mennsku eða störf í landi. I sjávar- þorpunum á Austfjörðum ríkti stað- bundið atvinnuleysi og því þurfti oft að sækja vinnu suður á land. Margar vertíðir var Símon heitinn ýmist í Vestmannaeyjum eða á Suðurnesjum. Þá var Sigríður ein með barnahópinnn ásamt föður sfn- um, Tómasi. Börn þeirra urðu fjögur. Elstur er Tómas, kvæntur undirritaðri, næst Ingibjörg, maki Þorbergur Sveinsson, Helga, maki Hermann Davíðsson, bæði látin, og yngstur Hilmar, kvæntur Pálínu Imsland. Niðjahópur hennar fyllir næstum fjóra tugi. Ég kynntist Sigríði fyrst 1957. Ekki löngu seinna byggðu þau Sím- on sér hús upp á Lúðvíkstúninu, en á þeim árum starfaði Símon sem múrari og vann mikið að húsbygg- ingunni sjálfur. Úr húsinu þeirra var fagurt útsýni yfir fjörðinn og það var hlýlegt heimili sem þau áttu. Tengdamóðir mín var afkasta- mikil hannyrðakona og einstaklega vandvirk. Aldrei lét hún neitt frá sér fara nema að vera viss um að handbragðið væri fullkomið. Það var sama hvaða heimilisstörf hún vann, hún nostraði við hlutina, þangað til hún var ánægð með verk sitt. Báðar dæturnar og Hilmar sonur hennar stofnuðu heimili í Neskaup- stað og bjuggu í næsta nágrenni við hana og var samgangur mikill milli heimilanna og barnabörnin tíð- ir gestir. Sigríður dótturdóttir henn- ar ólst að mestu leyti upp hjá henni. Fleiri barnabörn hennar dvöldu hjá henni um lengri eða skemmri tíma. í heimilinu var einnig Páll bróðir hennar. Oft var því heimilið erilsamt og vinnudagurinn langur en hún aldrei sérstaklega sterk til heilsu. Hún lifði reglusömu lífí, var árris- ul, bindindismanneskja alla ævi, og hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum. Hún hafði létta lund og sá spaugilegu hliðamar á tilverunni. Sigríður hafði gaman af að ferð- ast og kom oftast einu sinni til tvisv- ar á ári til Reykjavík. Þá heimsótti hún frændur og vinr. Þau keyrðu oft um landið Símon og hún eftir að þau eignuðust bíl og höfðu mik- ið yndi af. Fyrir u.þ.b. 19 árum var ein sú lífsglaðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún hafði alltaf mikið að gefa og miðla til annarra, hvort heldur það var barn eða eldri. Aldrei heyrði ég illa talað um nokk- urn mann á heimili ömmu. kenndi Símon heilsubrest. Varð hann þá smám saman að minnka við sig vinnu en samt áttu þau margar góðar stundir. Það eru tæp tíu ár liðin síðan hann lést 69 ára gamall og voru það mikil viðbrigði fyrir tengdamóður mína. En hún flíkaði ekki tilfinningum sínum, bar sig vel í lengstu lög. Er Páll bróðir hennar var fallinn frá og hún orðin ein, seldi hún hús-. ið sitt og flutti í litla íbúð í Neskaup- stað, en þá fór heilsan að gefa sig. Ég veit að allir sem til þekkja, þakka Ellu og Hinna fyrir það heim- ili og þá umönnun sem þau bjuggu og sýndu móður sinni þegar leið á hennar efri ár. Íjúní á sl. ári var haldið að Reykj- anesi við Djúp, niðjamót ömmu og afa. Þar mættu um hundrað afkom- endur og venslafólk sem hittist og kynntist frændum og frænkum. Þetta var ánægjuleg helgi þó undir niðri hafí búið sú hugsun að við værum að hitta ömmu í síðasta sinn, en engum gat dottið í hug að þarna sæjum við Hinrik hinsta sinni. Það voru þungar fréttir sem bár- ust úr Hnífsdal um sviplegt fráfall Hinna þ. 11. febr. sl. En það stytt- ist í það amma kveddi þennan heim, hún andaðist á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur þ. 22. mars sl., en þar v&t hún vistmaður, eftir fráfall Hinna. Fyrir hönd mína og minna systk- ina, þakka ég þær samverustundir sem við áttum með þeim ömmu og Hinna og bið algóðan guð að varð- veita minningu þeirra, og veita Ellu allan þann styrk sem þarf til að takast á við nýtt hlutskipti. Árni Margeirsson Hún gat ekki lengur búið ein og var tilneydd að fara á Elliheimilið. Og svo mikið sem það var henni á móti skapi að fara á stofnun þá átti hún eftir að verða þar ánægð, og þar eignaðist hún vini meoal vistfólks og hjúkrunarfólks. Einstök vinátta tókst með henni og Svein- hildi Vilhjálmsdóttur og var það henni ómetanlegt. Fyrir tæpum tveimur árum lést Helga dóttir hennar, en þær mæðg- ur voru mjög samrýndar, og var það henni mikið áfall, sem geta má nærri. Heilsu hennar hrakaði hægt og sígandi, en hún reyndi sitt besta og náði sér aftur og aftur upp úr veikindum. Ingibjörg dóttir hennar, sem búsett er í Neskauþ- stað, var henni styrk stoð, og kom til hennar eins oft og hún gat og var við hlið hennar er yfír lauk. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem annaðist hana svo vel og hlúði að henni í veikindum hennar. I sumar þegar ég heimsótti hana var hún sæmilega hress. Hún var falleg gömul kona hún Sigríður, alltaf svo fín, hélt andlegri reisn, og fylgdist vel með sínum. Hlustaði mikið á útvarp og hafði gaman af léttri tónlist. Síðast þegar hún gisti hjá mér raulaði hún oft fyrir munni sér lagið „Á hörpunnar óma“. Nú þegar tónarnir síðustu eru þagnaðir veit ég að hún á góða heimvoi^Á' hinni sólfögru strönd eilífðarinnar. Anna Sigurbergsdóttir GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF vx/ “tsssr “S5T* Dósakúlur um allan bæ. UMMUQ bUMKM CKATA Héðinshús - fyrir háreistar kröfur. = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARÐABÆ » SÍMI52000 Hönnun • smíöi • viögeröir • þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.