Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 29 Helga Stefáns- dóttír - Minning Fædd 17. janúar 1919 Dáin 29. ágúst 1991 Þegar ég var barn, þá mat ég fólk algjörlega eftir því hvernig það greiddi mér. í þá daga gengu aliar litlar stelpur með slaufu í annarri hliðinni og undir þessari slaufu var teygjuband sem halda átti öllu fín- iríinu í skorðum. Til voru þær kon- ur sem greiddu manni þannig að það var rétt eins og þær væru að binda fyrir kartöflupoka þegar hár- inu var safnað undir slaufuna. En svo líka til hendur, sem greiddu þannig að hvert handtak með greið- unni í gegnum hárið varð að hlýjum atlotum. Þannig voru vinnulúnu hendurnar hennar Helgu minnar, enda komst engin kona nær hjarta mínu, þegar ég var barn. Því eldri sem við verðum, því betur skiljum við hve bernskan er mikilvægt tímabil í lífi hverrar manneskju. A stundum finnst okkur það ósanngjarnt, hve langur tími af ævi okkar fer í að fyrirgefa og komast yfir þau sár sem hafa mynd- ast í sál okkar á þessum mikilvægu árum. En á öðrum stundum fyllist sál okkar á þakklæti til Guðs fyrir þau samskipti sem mynduð voru einmitt á þessum árum. Ég hef allt- af verið sannfærð um, að það var elskandi hönd hans sem lét leiðir okkar Helgu liggja saman, einmitt á þeim tíma sem ég þarfnaðist hennar mest, og á þeim tíma sem hjartað er opið og gljúpt fyrir þeim einu áhrifum sem skipta máli í þessu lífi, en það er hinn umvefj- andi kærleikur, sem er Guðs ættar, og birtist okkur í öðru fólki, fólkinu hans. Þessi kynni hófust með því að árið 1944 var 8 ára teipuhnáta á leið með Esjunni austur tii Eski- fjarðar. Hafði mér verið komið fyr- ir til sumardvalar, hjá læknishjón- unum þar, en kona læknisins, Guð- rún Guðmundsdóttir, var náfrænka mín. í Vestmannaeyjum kom um borð ungur sjómaður, sem var á leið heim til sín eftir vertíð í Eyjum. Tókust miklir kærleikar með mér og þessum barngóða sjómanni sem sagði mér að nú væri hann á leið heim á jörðina sína en þar væri hann bóndi yfir sumartímann. Hann kallaði mig „ömmu sína“ og þessa ungu ömmu vakti hann á morgnana og hjálpaði henni að klæða sig í skóna, svo hann gæti fylgt henni upp á dekk, á skipinu. Þar stóðum við vinirnir, horfðum á öldurnar hörfa með þungu hljóði frá skips- hliðinni, sem það öslaði með okkur í austurátt. Allt var eitt ævintýri. Við sögðum hvort öðru frá draum- um okkar og vonum. Hann sagði mér frá konunni sinni, henni Helgu. „Þú verður að hitta hana,“ sagði hann. Ég vildi bara eiga hann ein. Konan hans væri áreiðanlega rétt eins og allar aðrar kellingar, sem hugsuðu bara um sig og börnin sín, ekkert pláss fyrir aðkomugemlinga. Þegar Esjan lagði upp að bryggj- unni á Reyðarfirði kvaddi hann Björgólfur á Högnastöðum hana „ömmu“ sína, því Einar læknir var kominn þangað til að sækja sum- ardvalarbamið, til að keyra mig yfir á Eskiíjörð. Ég hélt ég mundi aldrei sjá hann meir. En þrem vik- um seinna var bankað uppá í lækn- ishúsinu, og þar stóð bóndinn á Högnastöðum, og erindið var að fá mig lánaða í heimsókn til sín í viku. Ég man enn hvað ég varð kafijóð af hamingju. Og þegar ég hugsa nánar um þetta atvik, þá rennur upp fyrir mér, að hvorki þá, fyrr né síðar hefur nokkur maður „beðið um að fá mig lánaða". Alsæl yfir þessum mikla heiðri trítlaði ég við hlið Böbba út að Högnastöðum þennan bjarta sumardag. Hann leiddi hjólið sitt og á það var hlaðið allskyns pökkum og pokum til heim- ilisþurfta úr kaupfélaginu. Hann hafði sagt konunni sinni frá þessari hressu stelpu, sem hann hafði hitt á Esjunni, og hún hafði stungið upp á því að þau fengju hana lánaða í vikutíma, því hún þyrfti vitanlega að kynnast „ömmu“ mannsins sins. Hátt upp í hlíðinni ofan við þjóðveg- inn stóð bærinn þeirra, og lengi stóð hún Helga í dyrunum, til að taka á móti þessum unga gesti, þar sem við nálguðumst seinfær með hjólið upp bratta brekkuna. Ég rétti henni höndina feimin og hrærð yfir þessari miklu viðhöfn, sem mér barninu var sýnd. Hún tók í hönd mína, horfði á mig andartak, og svo eins og ekkert væri eðlilegra tók hún mig í hlýja fangið sitt og í þessu fangi hef ég átt athvarf alla tíð síðan. Nú upphófst mikil dýrðar- vika fyrir „ömmu“ hans Böbba. Þetta heimili þeirra Helgu og Böbba var sérstak fyrir það, að þar voru börn tekin alvarlega, okkur var sýnd virðing og hlýja. Ég sagði Helgu frá því að pabbi minn í Reykjavík væri svo gamaldags, að hann langaði svo til að eignast íleppa í skóna sína. Heiga brá við skjótt og sagðist ætla að kenna mér að pijóna, svo ég gæti glatt pabba minn með rósaíieppum þegar ég kæmi suður að hausti. Það voru miklar hamingjustundir, þar sem ég sat á kolakassanum í eldhúsinu hennar Helgu með ólögulega íleppa ört stækkandi milli viðvaningslegra fingra í pijónatilburðum. Helga sýslaði í eldhúsinu, allt fór að ilma með nýbökuðum flatkökustafla, og það var næstum að tilurð hverrar flatköku fylgdi eitt ljóð eða vísu- korn. Annarri eins ljóðamanneskju hefi ég aldrei kynnst. Davíð Stef- ánsson var henni sérstakiega hjart- fólgið skáld. Hún kunni mörg ljóð- anna hans utanað, og oft urðu gul- brúnu augun hennar rök af sam- kennd með skáldinu, þegar henni þótti eitthvað sérdeilis vel ort, Einar Benediktsson átti líka mikla aðdáun í huga Helgu. Oft þegar hún var í heimsókn hjá mér í Reykjavík bað hún mig að koma með sér í Mos- fellskirkju, því þar vildi hún minn- ast eins af sínum uppáhalds ljóðum, en það var „Messan á Mosfelli“ eftir Einar. Og á leiðinni aftur í bæinn úr þessum pílagrímsferðum okkar sat hún í framsætinu og þuldi fyrir mig utanbókar þennan mikla ljóðabálk. Faðir Helgu, Stefán Iler- mannsson bóndi á Högnastöðum, var einnig mjög ljóðelskur maður. „Það þótti nú aldrei mjög búmanns- legt hjá honum pabba,“ sagði Helga stundum við mig, „en hann átti það til að stoppa fólkið sitt í miðjum flekk á þurrkdegi til að fara með gott ljóð fyrir það.“ Móðir Helgu var Guðrún Halldórsdóttir, slitu þau hjónin samvistir þegar Helga var ennþá barn að aldri. Eitt sinn sagði þessi góða vinkona mín mér frá deginum þegar móðir hennar yfirg- af heimilið með yngsta bróður henn- ar sér við hönd. „Ég fór að snudda við að hjálpa pabba við gegningarn- ar“, sagði hún, „svo allt í einu fann ég tárin fara að þrengja sér fram í augun". Þá fór ég inn í lambast- íuna og stóð þar. „Hvar ertu Helga mín?“ spurði faðir hennar. „Ég er hérna hinum megin við vegginn," sagði lítil stúlka stillilega. „Er eitt- hvað að?“ spurði hann. „Nei, ég er bara að horfa á lömbin.“ Þannig var hún Helga allt sitt líf. Hún hélt áfram að vera litla stúlkan sem stóð þarna titrandi í lambastíunni með tárin í streymandi niður kinn- arnar, en þáði ekki huggandi arma föður síns um herðar sér, af því hún vissi, að það var hann sem þurfti meira á huggun að halda en hún. Þau voru fleiri en ég Högnastaða- börnin, sem fundu skjól hjá henni Helgu langa ævi ef eitthvað bjátaði á. Mér gaf hún ekki aðeins allan sinn kærleika og umhyggju. Heldur gaf hún mér líka hiutdeild í ijöl- skyldu sinni. Bræður hennar og systur, börn og barnabörn. Allt þetta fólk eru nú mínir kærustu vinir. Og langar mig að enda þessi orð mín á vísukorni eftir Hafstein Stefánsson, bróður Helgu. Því mér finnst þessi skáldskapur Hafsteins lýsa svo vel hvernig hún Helga mín lifði lífinu á meðan hún var hér á meðal okkar: Gakk þú djarft með hðfuð hátt, horfðu frammá veginn. Með hjartað opið uppá gátt aðaldyramegin. Guðrún Ásmundsdóttir TILKYNNINGAR Atvinnuleyfi til leiguaksturs Á næstunni verður úthlutað þremur atvinnu- leyfum til reksturs á sérbúnum leigubifreið- um til flutnings á hreyfihömluðu fólki á félags- svæði Bifreiðastjórafélagsins Frama. Hér með er auglýst eftir umsóknum um þessi leyfi. Þeir einir geta öðlast atvinnuleyfi, sem fullnægja skilyrðum laga nr. 77/1989 um leigubifreiðar og reglugerðar nr. 308/1989. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Bifreiðastjórafélagsins Frama, Fellsmúla 24-26, Reykjavík, þar sem allar frekari upp- lýsingar eru veittar. Umsóknum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en 4. október 1991. Atvinnuleyfin verða veitt til þriggja ára í senn. Umsjónarnefnd fólksbifreiða. Útsalan er byrjuð. Stendur aðeins í nokkra daga. Jogginggallar á börn frá 1000,- kr. ásamt mörgu fleiru. Munið 100 kr. körfuna. Sjón er sögu ríkari. Ceres, Nýbýlavegi 12, sími 44433. KENNSLA Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára verður í Hlíðaskóla í vetur. Innritun ferfram laugardaginn 14. september frá kl. 10-12. TÓMLISTARSKÓLI MOSFELLSBÆJAR Innritun Innritun fer fram á skrifstofu skólans í Brúar- landi dagana 9.-11. september kl. 13-17. Nemendur greiði fyrri hluta skólagjalds við innritun. Upplýsingar í síma 666319. Skólastjóri. Germanía. FÉLAGSLÍF Kaffisaia verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð á morgun, sunnudag kl. 14.30-18. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til starfs Kristniboðssambands- ins í Afríku. Kristniboðsfélag karla. FERÐAFELAG ©ÍSiANDS ÖLDUGÖTU3S11798 19533 Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnud. 8. sept. 1. Kl. 10.00 Botnssúlur (1095 m) Gengið frá Svartagili í Þingvalla- sveit. 2) Kl. 10.00 Gagnheiði - Hvalvatn - Botnsdalur Gengið frá Svartagili um Gagn- heiði (liggur milli Ármannsfells og Botnssúlna) að Hvalvatni og síðan niður í Botnsdal. 3) Kl. 13.00 Fjöruferð fjöl- skyldunnarað Fossá í Hvalfirði Gengið meðfram ströndinni að Hvítanesi. Hugað að Iffrfki fjör- unnar. Kjörin fjölskylduferð - takið börn og barnabörn með. 4) Kl. 13.00 Botnsdalur - Glymur Gengið frá Stóra-Botni i Hval- firði, vestan Botnsár, að hæsta fossi landsins Glym (198 m). Verð í ferðirnar er kr. 1.000.- Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. 5) Kl. 13.00100 ára afmæli brúar á Ölfusá/ökuferð Ekið að Selfossi og fylgst með dagskrá v/Ölfusárbrú. Minjasýn- ing í Tryggvaskála skoðuð..Ekið til baka um Stokkseyri og Eyrar- bakka, Óseyrarbrú og Þrengslin. Verð kr. 1.500,-. Brottför í allar feröirnar er frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyr- ir börn i fylgd fulloröinna. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Almenn samkoma kl. 20. Vitnisburðir. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Fimmtudagur: Samkoma kl. 20.30. ÚTIVIST GRÓFIHNII • IEYKJAVÍK • SÍMlAÍMSVARI 14604 Sunnudagur 8. sept. Kl. 08: Básar Ein af síðustu dagsferðum sum- arsins á þennan vinsæla stað. Kl. 10.30: Póstgangan, 18. ágangi Vetleifsholt - Móeiðarhvoll Á sunnudag lýkur fyrri hluta Þóstgöngu Útivistar, en gengin hefur verið í 18 áföngum leiðin, sem Sigvaldi Sæmundsson fyrsti fastráðni landpósturinn fór gangandi í sinni fyrstu póstferð 1785, suður með sjó og austur í sveitir að sýslumannssetri Rangæinga að Móeiðarhvoli. í þessum 18. áfanga Þóst- göngunnar verður gengið í fylgd með staðfróðum Rangæingum þjóðleiðin frá Vetleifsholtshverfi um Bjólu, Odda og að Móeiðar- hvoli og er leiðin um 12 km. Þar lýkur þessum hluta Þóst- göngunnar á viðeigandi hátt. Ferjað verður yfir Rangárnar á gömlum ferjustöðum með að- stoð björgunarsveitarinnar Dag- renningu á Hvolsvelli. Göngu- kortin veröa stimpluð í pósthús- inu á Hvolsvelli. Allir þeir, sem tekið hafa þátt í Póstgöngunni til þessa, eru hvattir til að slást i hópinn þennan síðasta áfanga leiðarinnar frá 1785. Kl. 10.30: Kræklingaferð Þetta er þriðja náttúrunytjaferð Útivistar í ár og verður að þessu sinni farið í kræklingafjöru í Hval- firði á stórstraumsfjöru. Ath. að ferðin kl. 13 fellur niður. Sjáumst! Útivist. Nýja postullega kirkjan íslandi, Háaleitisbraut 58-60 (2.h.) Guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 8. september. Ritningarorð: Jesaja 4.6. Veriö velkomin! KENNSLA Vélritunarkennsla Morgunnámskeið hefst 10. sept. Ath. VR og BSRB styrkja félaga sína á námskeiöum skólans. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.