Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 Islenskir listamenn á listahátíðinni í Arósum HELSTA listahátíðin í Danmörku er listahátiðin í Árósum, „Árhus festuge", sem haldin er í september. Að þessu sinni stendur hátíðin vikuna 7.-15. september og er sú 27. í röðinni. Síðastliðið ár var fyrsta hátíðin af þremur, sem allar hafa sérstakt þema, er snertir Evrópu. Hugmyndin er að huga að þróuninni í Evrópu nú þegar líður að þvi að opnun evrópska markaðarins verði að raunveruleika. I fyrra var efnið Austur-Evrópa, í ár Norðurlöndin og næsta ár verður það „Hin nýja Evrópa". I ár er yfirskriftin „Norræna hvelf- ing“. Yfirskriftin í ár vísar til þess að Norðurlöndin eru sajnsett af níu menningarsvæðum, íslandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Álandseyjum, Græníandi, Færeyj- um og svo Sömum. Á listahátíðinni koma því fram listamenn frá öllum þessum löndum og þjóðum. Sýning- aratriðin eru fjölbreytileg. Þarna gefur að líta leiklist, ballett og dans, óperur, allar tegundir tónlistar, myndlist, bókmenntir og svo sýn- ingar á öllu mögulegu og ómögu- legu. Mörg atriðanna eru sérstak- lega ætluð börnum og unglingum, svo það er ekki of mikið sagt að bærinn og nágrenni hans er undir- lagður. Kjarninn í hátíðinni er tón- listarhúsið í Árósum og þar er hún skiplögð. Áf íslenskum atriðum má nefna áð á vegum Þjóðleikhússins er sýnt barnaleikritið Næturgalinn, sem hefur verið skólasýning á Islandi. Revían Blái hatturinn verður sýnd þarna og einnig sú sýning hefur verið sýnd heima fyrir við vinsæld- ir, enda vanir menn sem standa að henni, þau Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Edda Heiðrún Bac- hmann og Ása Hlín Svavarsdóttir. I dagskrá hátíðarinnar er sagt að Orgel og yfir- hafnir á fló FEF FLÓAMARKAÐUR Félags einstæðra foreldra hefst kl 2 e.h. í dag í Skeljahelli, Skelj- anesi 6. Meðal þess sem er í boði á aldamótaverði eins og segir í fréttatilkynningu eru yfirhafnir fyrir veturinn og fá 30 fyrstu að velja sér flík og greiða 500 krónur fyrir. Þá hefur FEf verið gefið gamalt og virðulegt orgel og verður óskað tilboða í það. Bæst hefur við síðan á laugar- daginn var mikið af bókum og ýmsar fáséðar, m.a,. verk Kristínar Sigfúsdóttur, eldri bækur Guðrúnar frá Lundi og fleira. óvenjumikið er af gúrni, búsáhöldum, skrautmunum og eldhúsdóti. Myndir, fatnaður, húsgögn og dúkar og bútar eru meðal margra grasa á mark- aðnum. Greiðslukort eru tekin sem fyrr. FEF hvetur til að menn komi stundvíslega til að gera sem best kaup. Margrét# Jónsaóttir sýnir í As- mundarsal MARGRÉT Jónsdóttir, leirlista- kona, opnar sína aðra einkasýn- ingu í Asmundarsal, Freyjugötu 41, laugardaginn 7. september kl. 14. Margrét lauk námi frá Kunst- handværkerskolen í Kolding árið 1984 og hefur starfað á Akureyri síðan. Sýningin í Ásmundarsal er opin alla daga frá kl. 14 til 18 til sunnu- dagsins 15. september. hópurinn sem stendur að sýning- unni búi til firna skemmtilegar rev- íur og að Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands taki hópinn oft með sér þegar hún fari erlendis í opin- berar heimsóknir. Norrænt rokk skipar veglegan sess á hátíðinni og þar á meðal eru nokkrir tónlistarmenn. Langi Seli og skuggarnir vöktu athygli þegar þeir tóku þátt í norrænni rokkhátíð í Gautaborg í febrúar á þessu ári og í kjölfar þess var þeim boðið á hátíðina. í dagskránni er sagt að þeir komi úr sama umhverfi og Sykurmolarnir, sem ekki þarf að kynna hér meðal rokkáhugamanna. Reptile er annar íslenskur hópur og þeir eru kynntir sem hljómsveit er hafi fylgt Sykurmolunum á tón- leikaferðum í Bretlandi og gefið út plötur hjá Bad Taste, eins og Sykur- molarnir, sem ekki séu eina íslenska LAUGARDAGINN 7. september 1991 kl. 16.00 opnar mennta- málaráðherra, Ólafur G. Einars- son, að viðstöddum forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, sýningu á verkum Guðmund- ar Thorsteinssonar, Muggs, í Listasafni Islands. Sýningin er haldin í tilefni aldar- afmælis listamannsins og verða sýnd verk frá öllum listferli hans. Hér er ekki um yfirlitssýningu að ræða í hefðbundnum skilningi held- ur hafa ákveðnir myndflokkar verið valdir til sýningar. Þessir mynd- flokkar eru: þjóðsögur og ævintýri, trúarlegar myndir og maðurinn og umhverfi hans. Listasafn íslands á afar merkt safn verka eftir Guðmund, en uppi- staðan í því er gjöf prófessors Eiofs Risebyes í Kaupmannahöfn frá ár- inu 1958 og eru mörg þeirra sýnd nú. Muggur var óvenju fjölhæfur list- amaður og vann í fjölbreytt efni svo sem olíu, vatnsliti, pastel, gerði pennateikningar, kolteikningar, blýants- og krítarteikningar. Hann skar út trémyndir, samdi og mynd- hljómsveitin er fari nýjar leiðir. Reptile spila einnig á tónleikum ásamt Agli Jóhannssyni og fleirum. Point Blank kemur einnig fram á hátíðinni og er kynnst sem hljóm- sveit með fjórum meðlimum Mezzo- forte, auk þriggja í viðbót og hún sé á alþjóðiegan mælikvarða. Á bæjarbókasafninu í Árósum verður sýning á bókum um Island og svo íslenskar bókmentir og sýnt frá íslandi. Á öðru bókasafni verður sýning um Norðurlandaráð og Norræna húsið í Reykjavík, þar sem fjallað er um norræna samvinnu, einkum menningarmálasamvinnu. En íslendingar koma einnig við sögu í fleiri atriðum hátíðarinnar. Haukur Gunnarsson leikstjóri sem hefur verið langdvölum í Japan og kynnt sér þarlenda leiklist, hefur skrifað handrit að leikriti sem sa- míski leikhópurinn Beaiwás Sámi Teahter flytur á hátíðinni. Leikritið er útgáfa af kabuki verki frá 18. öld, sem Haukur lætur gerast með- al Sama. Halldís Ólafsdóttir dansar með danshópnum „Nye Carte Blanche" frá Bergen sem dansar meðal annars verk byggt á Brúðu- heimili Ibsens og þar dansar Halld- ís hlutverk Nóru. skreytti barnabækur, teiknaði spil, jólamerki, auglýsingar, gerði skuggamyndir, klippti út myndir og saumaði. Hann lék í kvikmynd og söng á skemmtunum í Reykja- vík. Á sýningunni verða 94 verk sem eru dæmi um allt þetta og mun hún vafalítið varpa nýju ljósi á óvenjulega og næma listgáfu Guð- mundar en hann lést langt um ald- ur fram, aðeins 32 ára gamall. Einnig verður sýnd altaristafla list- amannsins sem er eigu Listasafns- ins en varðveitt hefur verið um ára- bil í Bessastaðakirkju. Guðmundur Thorsteinsson fædd- ist 5. september 1891 á Bíldudal við Amaríjörð. Hann stundaði nám við Teknisk Selskabs Skole 1908-11 og Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-15. Guð- mundur ferðaðist víða um lönd bæði á námsárum sínum og síðar. Hann dró myndefni víða að, úr sínu nánasta umhverfi, af fólki og ýms- um atvikum, en einnig mynd- skreytti hann íslenskar þjóðsögur og eru þeirra þekktastar mynd- skreytingar hans við Búkollu og Sálina hans Jóns míns. Þá urðu Margrét Jónsdóttir, leirlistakona. Sýning á verkum Guð- mundar Thorsteins- sonar í Listasafni Islands Ep- Philip Jenkins og Einar Jóhannesson. Tónlistarskólinn í Hafn- arfirði og Hafnarborg Á MORGUN, sunnudaginn 8. Samvinna þeirra Einar og Philips september, halda þeir Einar Jó- hannesson og Philip Jenkins tón- leika í Hafnarborg á vegum Tón- listarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarborgar og hefjast tónleik- arnir kl. 20.30 í Hafnarborg. Á efnisskránni sem er mjög fjöl- breytt verða einkum verk eftir ensk tónskáld frá 19. og 20. öld. Verk eftir Mozart, Karl Nielsen og nokkur þekkt íslensk lög. Guðmundur Thorsteinsson (Muggur). myndir hans af tröllum og prinsess- um honum mjög hjartfólgnar þar sem hugarflug hans hefur iðulega ráðið ferðinni. Verk hans eru full kímni og sýna hve næmur hann hefur verið fyrir hinu hversdagslega og hnyttna í fari fólks. Myndskreyt- ingar hans eru með því athyglis- verðasta sem hann gerði og hefur hann lagt þar drjúgt til íslenskrar myndlistar. Trúarlegt myndefni hans kemur bæði úr Nýja og Gamla testamentinu en þekktust slíkra mynda er altaristaflan Krístur læknar sjúka. Stíll verka hans er mjög hefðbundinn og á rætur að rekja til myndlistar 19. aldarinnar. En þegar Guðmundur vann með efni eins og tau, eða gerði klippi- myndir, er sem öll hugsun og með- höndlun þess nálgist frekar hug- myndir þessarar aldar og þau eru mörg bæði frumleg og persónuleg í senn. í tilefni sýningarinnar hefur ver- ið gefið út veglegt rit þar sem rak- inn er æviferill listamannsins og fjallað um þá einstöku myndflokka sem á sýningunni eru. Einnig hefur verið gefið út plakat. Á meðan á sýningunni stendur verður sýndur litskyggnuþáttur um list hans og kvikmyndin Saga Borg- arættarinnar frá árinu 1919, en í henni lék Muggur. Einnig mun Björn Th. Björnsson listfræðingur halda fyrirlestur um listamanninn en hann hefur skrifað mikið um ævi hans og list. Sýningin stendur til 3. nóvember næstkomandi. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) hefur staðið í 15 ár og á þeim tíma hafa þeir haldið fjölda tónleika bæði hér heima og í Englandi, leik- ið fyrir útvarp og sjónvarp í báðum þessum löndum auk þess sem þeir hafa gert hljómplötu fyrir breska fyrirtækið Merlin. í næstu viku halda þeir Einar og Philip til Englands að leika inn á hljómdisk fyrir hið virta fyrirtæki Chandos. Kristniboðs- kaffi á sunnudag KRISTNIBOÐSFÉLAG karla heldur hina árlegu kaffisölu sina sunnudaginn 8. september í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58 í Reykjavík og hefast hún kl. 14.30 en lýkur kl. 18. Allur ágóði af kaffisölunni renn- ur til starfs Kristniboðssam- bandsins. Kristniboðsfélag félag karla hef- ur starfað í rúm Sjötíu ár og er meðal elstu aðildarfélaga Kristni- boðssambandsins. Eitt helsta verk- efni þátttökufélaganna er að safna fé til starfsins Afríku og til heima- starfsins enda er allur kostnaður greiddur með fijálsum framlögum. Nú eru ein hjón að verki á vegum samtakanna í Eþíópíu og önnur í Kenýu og einnig er íslensk kona kennari í norska barnaskólanum í Naíróbí, höfuðborg Kenýu. Kristniboðarnir hafa lagt miklar áherslu á aðstoð í sambandi við menntun og hjúkrun auk kristilegr- ar boðunar sem er meginþáttur starfsins. Eins og fyrr segir hefst kaffisal- an í Kristniboðssalnum kl. 14.30 á sunnudaginn og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Nýtt bók- menntafé- lag stofnað STOFNFUNDUR nýs bókmennt- afélags, Hringskugga, hefst í Norræna húsinu næstkomandi sunnudag kl. 14.00. Samnefndur hópur hefur starfað að bókaútg- áfu í u.þ.b. eitt ár og hafa þegar komið út þijár ljóðabækur á hans vegum. Þegar hafa um sextíu manns skráð sig sem stofnfélaga bók- menntafélagsins. Auk útgáfu skáld- verka, mun Bókmenntaféiagið Hringskuggar annast ritþjónustu af ýmsu tagi, svo sem ritstjórn tímarita fyrir félög, gerð sagnfræði- verka o.s.frv. Hringskuggar munu og standa fyrir bókmenntavökum sem kynnt- ar verða síðar. Bókmenntafélagið Hringskuggar hefur opnað skrifstofu á fjórðu hæð Alþýðuhússins, Hverfisgötu 8-10, gengið inn frá Ingólfsstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.