Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 43
tee'i it39MST4a3 .v MORGUNBLAÐIÐ HiraA(IÍIAOUA.lSlfrTOl«\ GIGAJaKUOROM IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 43 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Skagamenn vegarar í 2. ÍÞRÚmR FOLK ■ SIGURÐUR Einarssoa, spjót- kastari, keppir á stigamóti í Köln á morgun og síðan aftur á samskon- ar móti í Briissel á föstudag. Hann er nú í 4. sæti í stigakeppninni í spjótkasti og ætlar að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Grand Prix-mótanna sem fram fer í Bareelona 20. september. Átta efstu komast í úrslitakeppnina. H GUÐJÓN Guðmundsson, ís- landsmeistari í fimleikum, keppir í dag á heimsemistarmótinu sem fram fer í Indianapolis í Banda- ríkjunum. 500 keppendur taka þátt í mótinu frá 53 þjóðum. Guð- jón er eini Islendingurinn sem náði lágmörkum fyrir mótið. ■ CHEN Shengjin frá Kína hef- ur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla í fimleikum. Hann mun einng verða tæknilegur ráðgjafi hjá Fim- leikasambandinu. Hann mun heimsækja fímleikafélögin og ráð- leggja, bæði hvað varðar þjáifara og dómara og undirbúa æfingar landsliðsins í fímleikum. M INGI Björn Albertsson, þjálf- ari bikarmeistara Vals, fór til Sviss í vikunni til að „njósna“ um Sion, mótheija Vals í Evrópukeppninni. Sion er í næst efsta sæti svissnesku knattspymunnar, einu stigi á eftir Grasshoppers. B AYRTON Senna frá Brasilíu getur tryggt sér heimsmeistaratitil- inn í formula 1 kappakstri í þriðja sinn á fjórum ámm með því að sigra í ítalska Grand Prix kappakstrinum á sunnudaginn og ef Nigel Mans- ell nær ekki í stig. Senna hefur nú 22 stiga forskot á Mansell þegar fímm mót eru eftir af 16. Tíu stig eru gefín fyrir sigur. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur 1. deild karla: Vestmanneyjarv. IBV-Stjaman.......kl. 14 Víkingsv. Víkingur-KA................kl. 14 Kaplakrikav. FH-Víðir................kl. 14 1. dcild kvenna: Valsvöllur Valur-ÍA....................kl. 14 KR-völlur KR-UBK.....................kl. 14 2. deild karla: Fylkisv. Fylkir - Haukar.......... kl. 14 Sauðárkróksv. Tindastóll - Þór....kl. 14 ÍR-völlur ÍR - ÍBK...................kl. 14 Selfossv. Selfoss - Grindavík..........kl. 16 3. deild: Kópavogsv. ÍK - Völsungur............kl. 14 Isaljarðarv. BÍ-KS.....................kl. 14 Dalvíkurv. Dalvík - Magni............kl. 14 Ólafsfjarðarv. Leiftur - Skallagr...kl. 14 Úrslitakeppni 4. deildar: Egilsstaðir Höttur-Ægir..............kl. 14 Blöndósv. Hvöt-VíkingurÓI..............kl. 14 Úrslitaleikur í 3. flokki karla: Valbjarnarv. KR-Valur..................kl. 16 Sunnudagur 1. deild karla: Kópavogsv. UBK-Valur...................kl. 14 KR-völlur KR-Fram....................kl. 16 Úrslitaleikur í 4. flokki karla: Yalbjamarv. KR - UBK.................kl. 12 Úrslitaleikur í 5. flokki A-lið: ÍR-völlur Fram-ÍBK..............kl. 11.45 Úrslitaleikur í 5. flokki B-liða: ÍR-völlur Fram-ÍBK..............kl. 11.00 Frjálsíþróttir Biúarhlaup Selfoss fer fram í dag og hefst kl. 14. Um 300 þátttakendur hafa skráð sig og taka flestir þátt í skemmti- skokki sem er ríflega 5 km. Auk þess verð- ur keppt í 10 km hlaupi og 21 km hálfmara- þoni. Rásmark er við norðurenda brúarinn- ar og endamark á Tryggvatrogi. Opin golfmót Hí dag verður Kóngsklapparmótið I Grindavík og verða leiknar 18 holu punkta- keppni með 7/8 forgjöf. Ræst verður út frá kl. 8.00. ■Á Akureyri verður Coca Cola mótið í dag og á morgun og er það jafnframt siðasta stigamót sumarsins. Leiknar verða 36 holur. ■I Vestmannaeyjum veiður Stöðvarkeppn- in f dag og á morgun og þar verða leiknar 36 holur með og án forgjafar. ■Háforgjafarmót verður í Hvammsvík í dag fyrir þá sem eru með 24 eða meira í forgjöf. ■Loks má geta þess að fyrsta golfmót Golfklúbbs Kópavogs fer fram á Vffilstaða- velli á morgun. Þetta er forgjafarmót og verður keppt í þremur flokkum; Undir 18 í forgjöf ogyfir 18 f forgjöf og kvennaflokki. Keila í dag kl. 12 verður keppt í milliriðli í Reykjavíkurmótinu í karlaflokki og f milli- riðli kvenna kl. 14.30 í Öskjuhlið. Á morgun verður sfðan úrslit f báðum flokkum kl. 14 á sama stað. I kvöld kl. 20 verður mót Öskjuhlíðar og KFR. SKAGAMENIM tryggðu sér end- anlega sigur í 2. deild með ör- uggum 2:4 sigri á Þrótturum í gær. Skagamenn voru betri aðilinn f leiknum og vel að sigr- inum komnir en Þróttarar áttu þó góða spretti inná milli. Þar sem Arnar Gunnlaugsson skor- aði 2 mörk í leiknum, hefur hann 3ja marka forskot á næsta mann um markaskorara annarrar deildar. Við erum komnir heim og komn- ir til að vera“ sagði kempan Karl Þórðarsson eftir leikinn, „þar sem við höfðum ekki skorað mark Einu jafnasta og mest spennandi íslandsmóti í kvennaknatt- spymu í manna minnum lýkur í dag með tveimur síðustu leikum sumars- ins. Liðin ijögur sem þá eigast við, annars vegar Valur og ÍA og hins vegar KR og UBK, eiga öll mögu- leika á meistaratitlinum. Bikarmeistarar ÍA standa best að vígi með jafn mörg stig og KR og UBK en betri markatölu. Valur hefur oinu stigi minna og þarf að treysta á jafntefli úr leik UBK og KR jafn- framt því að sigra ÍA. Sigurliðið úr viðureign KR og UBK á KR-velli hampar Islandsmeistarabikarnum svo framarlega sem IA tapi stigi eða stigum að Hlíðarenda. Leikimir hefj- ast báðir kl. 14.00. „Steinn Helgason, kvennalands- í tveimur síðustu leikjum þurftum við á þessu að halda og þetta er meiriháttar tilfinning. Allt hefur hjálpast að, gott lið, góður andi og góður stuðningur.“ Leikurinn byijaði hratt en fátt markvert gerðist fyrr en á 24. mínútu þegar Þróttarinn Theadór Jóhannsson átti þrumuskot af löngu færi, sem var varið í slá. Sex mínút- um síðar gerði Arnar fyrsta mark ÍA af stuttu fær eftir að Þróttara- vömin var vægast sagt sofandi á verðinum og annað sex mnútum liðsþjálfari, sagði dagsformið koma til með að ráða miklu um úrslitin. „Leikir þessara liða hafa verið mjög jafnir í sumar. Ég er þó á þeirri skoð- un að IA og Valur séu sterkustu lið- in í dag. Valur hefur reyndar ekki sýnt jafnmikinn stöðugleika í ár og oft áður. Það er hins vegar aldrei hægt að afskrifa liðið, enda er það gífurlega reynslumikið. Ég spái því þó að IA sigri og tryggi sér þar með titilinn," sagði Steinn. KR-liðið er eina liðið af þessum fjómm sem ekki enn hefur orðið ís- landsmeistari utanhúss. „KR hefur komið mér mjög á óvart í sumar með skynsamlegum leik. Breiðablik hefur verið á uppleið eftir lélega byijun og ég á von á því að þær vinni," sagði Steinn. sigur- deild síðar með skalla úr markteig eftir góða fyrirgjöf Ólafs Adólfssonar. Haraldur Hinriksson skoraði þriðja markið strax eftir leikhlé úr skemmtilegri sókn en Ingvar Olafs- son minnkaði muninn í 1:3 með skoti af stuttu færi eftir að Kristján Finnbogason, markvörður Skaga- manna hélt ekki skoti Héðins Sva- varssonar. Dragan minnkaði enn forskotið í 2:3 eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Sigursteinn Gíslason tryggði sigur Skagans eftir klaufaleg mis- tök í vörn Þróttar þegar 15 mínútur voru eftir. Leikurinn átti að vera í dag (laug- ardag) klukkan 14.00 en var flýtt vegna þess að Þórður Guðjónsson í liði ÍA er að fara utan með íslenska landsliðinu undir 18 ára. Madur lciksins: Arnar Gunnlaugsson, ÍA. HANDBOLTI Evrópukeppnin: Valur seldi heimaleikinn m Islandsmeistarar Vals seldu hei- maleikinn við sænska liðið Drott í 1. umferð í Evrópukeppni meist- araliða. Valsmenn leika því báða leikina í Halmstad, 5. og 6. október. Bjarni Ákason, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Svíarnir hefðu gert þeim svo gott tilboð að þeir gátu ekki hafnað því. „Við er- um óhræddir við að leika báða leik- ina ytra,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. Ragnar Ölafsson og Ragnhildur Sigurðardóttir, bæði úr GR, eru efst að stigum fyrir síðasta stigamót sumarsins sem fram fer á Akureyri um helgina. Ragnar hefur hlotið 302 stig í mótum sumarsins, en hann hefur tekið þátt í öllum mótunum sjö. Guð- mundur Sveinbjörnsson úr Keili er í örðu sæti-með 296 stig en hann hef- ur tekið þátt í sex mótum. í þriðja sæti er Þorsteinn Hallgrímsson GV með 283 stig, Tryggvi Traustason GK er í fjórða sæti með 282 stig og í 5.-7. sæti eru jafnir með 271 stig Martina Navratilova sigraði Steffi Graf í undanúrslitum á opna banda- ríska meistaramótinu í gær. Gömlu brýnin stálu senunni GÖMLU brýnin, Martina Navr- atilova (34 ára) og Jimmy Con- nors (39 ára) stálu senunni á opna bandaríska meistaramót- inu ítennis í gær. Navratilova vann Steffi Graf og er komin í úrslit og Connors er kominn í undanúrslit. Martina Navratilova vann Steffi Graf í undanúrslitum, 7:6, 6:7, 6:4 og leikur til úrslita við annað hvort Jennifer Capriati eða Monicu Seles. Graf, sem sigraði á opna bandaríska mótinu 1988 og 1989, átti ekkert svar við góðum leik Navr- atilovu. Jimmy Connors, sem fímm sinnum hefur unnið bandaríska mótið, gerði sér lítið fyrir og sigraði Hollending- inn Paul Haarhis 4:6, 7:6, 6:4 og 6:2 fyrir framan 20 þúsund áhorfendur á Louis Armstrong vellinum. „ÁlflH/' endurnir trufluðu mig ekki. Það var hins vegar Jimmy Connors sem setti mig út af laginu með góðum Ieik,“ sagði Haarhis „Þetta var bestir leik- urinn hjá mér í keppninni til þessa,“ sagði Connors, sem leikur gegn Jim Courier í undanúrslitum. Ivan Lendl tryggði sér sæti í und- anúrslitum með því að vinna Wimble- donmeistarann, Michael Stich frá Þýskalandi, 6:3, 3:6, 4:6, 7:6, 6:1. þeir Sveinn og Björgvin Sigurbergs- synir úr GK og Sigurður Hafsteins- son úr GR. í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir GR forustu með 169 stig og hefur hún keppt í öllum fimm stigamótunum. Karen Sævarsdóttir GS er með 151 stig í öðru sæti og hefur keppt á þremur mótum. Þórdís Geirsdóttir GK er þriðja með 129 stig og síðan kemur Ásgerður Sverr- isdóttir GR með 86 stig, Herborg Arnarsdóttir GR er með 78 stig, og Svala Óskarsdóttir GR með 75 stig. ÚRSLIT 2. deild karla: Þróttur-ÍA........................2:4 Ingvar Ólafsson (52.), Dragan Manojlovic (65.) - Amar Gunnlaugsson 2 (30., 37.), Haraldur Hinriksson (48), Sigursteinn Gislason (75.) Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 17 13 1 3 50: 12 40 ÞÓR 16 10 2 4 33: 19 32 GRINDAVÍK 16 9 2 5 24: 16 29 IBK 16 8 4 4 36: 19 28 ÞRÓTTUR 17 8 3 6 25: 24 & IR 16 8 1 7 39: 29 25 FYLKIR 16 5 6 5 22: 22 21 SELFOSS 16 5 2 9 23: 30 17 HAUKAR 16 2 2 12 15: 51 8 TINDASTÓLL 16 1 1 14 16: 61 4 3. deild: Þróttur N. - Reynir Á.................4:2 Eysteinn Þór Kristinsson 2, Þráinn Haralds- son, Kristinn Guðmundsson - Halldór Jó- hannesson, Garðar Níelsson. Hvenær eru mörkin sett? A Mörk 1. deildar-liðanna í knattspyrnu vjf eftir sextán umferðir 4 | 1.-10. mínúta 11.-20. mínúta 21.-30. mínúta 31.-40. mínúta 41.-45 .mínúta 46. - 55. mínúta 56. - 65. mínúta 66. - 75. mlnúta 76. - 85. mínúta 86. - 90. minúta Sam- tals: | Stjarnan 3 2 4 2 1 2 1 3 3 1 22 Valur 2 6 - 1 - 2 1 2 2 3 19 Fram 3 1 2 3 3 - m 2 6 4 24 Breiðablik 1 1 1 3 4 1 4 2 3 3 23 KA 1 2 2 m 3 2 1 4 1 2 18 ÍBV 1 5 3 1 2 3 2 2 5 3 27 Vfðir - 3 1 1 4 1 m 3 - - 3 16 KR 3 2 4 1 2 6 1 5 4 2 30 FH 1 3 1 4 - - 3 1 3 5 21 Víkingur 4 2 7 - - 1 3 4 4 8 33 Samtals: 19 27 25 16 19 18 16 28 31 34 233 KORFUBOLTI Grissom til UBK DAVID Grissom, Bandaríkjamaður- inn sem lék með Val í úrvalsdeild- inni sl. vetur, hefur gengið í raðir Breiðabliks og mun leika með þeim í 1. deildinni í vetur. G rissom kom til landsins í fyrrakvöld eftir langt og strangt ferðalag frá Texas og lét sig ekki muna um að leika með Blikum í fyrsta leik Reykjanesmóts- ins, gegn Haukum um kvöldið. Haukar unnu leikinn 119:97. KNATTSPYRNA KVENNA / 1. DEILD Ótrúleg spenna 4 lið eiga möguleika en úrslitin ráðast í dag Stefán Stefánsson skrifar GOLF Ragnhildur og Ragnar efst - íyrir síðasta stigamótið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.