Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 41
Tí mor'gunblAðíð laúgarijá'gÚr 7. Einstök hjálpsemi •• Olvun á almannafæri Þann 27. júlí 1991 var ég ásamt þremur öðrum á leið suður á Kefla- víkurflugvöll snemma um morgun- inn. A miðri leið sauð á bílnum hjá okkur. Hvað áttum við að gera, ekkert vatn, enginn brúsi, enginn bíll og enginn spotti, allt í hönk. En í því kemru leigubíll, Ö-37, á leið frá Kefiavík. Bílstjórinn stoppar og býður okkur aðstoð sem við þáðum fegins hendi. Þessi maður bjargaði því sem þurfti. Hann kom okkur suður á flugvöll o g kom bíllyklunum til skila. Við sendum honum bestu þakkir fyrir. Slík hjálpsemi og ljúf- mennska er alveg einstök. Auður Er ölvun á almannafæri ekki bönnuð, samkvæmt lögreglusam- þykkt Reykjavíkur? Þegar gengið er niður Laugaveg og niður í mið- bæ, mátt þú vera viss um að rek- ast á 10-15 útigangsmenn sem eru á flakki um götur Reykjavíkur og sérstaklega miðbæinn, en á sama tíma sérð þú engan lögregluþjón, og maður spyr, hvar er lögreglan? Áður fyrr var það föst regla að lögreglan var til staðar í miðbæ Reykjavíkur eða á gangi á Laugar- vegi eða í nágrenni. Nú sést enginn lögregluþjónn á þessum slóðum. Ég spyr, hvað veldur? Er fólk orðið svo löghlýðið? Nei, og aftur nei. Afleið- ing af slakri löggæslu lét ekki á sér standa, ótal líkamsárásir um miðjan dag, sem og um nætur. Aðalmynd- efni sumra túrista er rónagengið í Reykjavík. Ótal sinnum hefur verið óskað eftir að Reykjavík væri hreinsuð af þessum ógæfumönnum og þeir fluttir burt úr miðbæ Reykjavíkur en því ekki verið sinnt. Ég legg því til að allir útigangs- menn í Reykjavík og nágrenni verði fluttir út í Engey og þeim búinn þar góð aðstaða og skaffaður matur og vatn. Þessir menn eiga á engan hátt samleið með almennum borg- urum. Hlúa má að þessum mönnum á ýmsan hátt þeim til góðs. En spurningin er, hvar er lögreglan? Reglusamur Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lcsendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga tii föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. HEILRÆÐI Til afa og ömmu Hér er vinsamleg ábending til afa og ömmu. Geymið lyf á öruggum stað þannig að barnabörnin nái alls ekki til þeirra. Sykurhúðaðar pillur líta út sem sælgæti í þeirra augum. Lyf sem ykkur eru lífsnauðsynleg eru aftur á móti börnunum stórhættu- leg og jafnvel banvæn. Haust tilbod Seljum í dag og næstu daga mikió úrval af húsgögnum á einstöku tiiboði. Afsl. 15—30%. T.d. sófasett - vegghúsgögn - vatnsrúm — sófaborð — unglingahúsgögn — o.m.fl. Teg. Garneby Tilboðsverð kr. 37.500,- Barbie húsgögn á sérstöku tilboðsverði. Opið í dag til kl. 16.00 Sunnudag 14.00-16.00 [□HBBBEll HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRDI SÍMI 54100 Meira en þú geturímyndað þér! NÚ LÍTA EIGENDUR HOBBY—HJÓLHÝSA HÝRUM AUGUM TIL VETRARINS vetri til er fátt eins notalegt en það að taka sér stutt frí og koma sér vel fyrir í Hobby - hjólhýsi. Það er nefnilega ekki síður ánægjulegt að dvelja í Hobby að vetri til en á sumardögum. Þá getur kyrrðin og náttúru- fegurðin verið stórkostleg og tilefnin til að komast burt úr skarkalanum meiri en næg! Nú eru komnar til landsins tvær gerðiraf nýjum Hobby - hjólhýsum. Skoðaðu Hobby og láttu íburð þeirra koma þér á óvart. Hobby eru heilsárs sælureitir prýdd öllum nútíma þægindum. Verðið er hagstætt og greiðslu- skilmálar eru mjög góðir. Umboðsmenn okkar eru BSA á Akureyri og Bílasalan Fell á Egilstöðum. Gísli Jónsson & Co. —Sundaborg 11 - Sími-91 -686644 ||||| wm Ml

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.