Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991 Um sölufyrirkomu- lag á saltaðri síld — Að gefnu tilefni — eftir Gunnar Flóvenz í sambandi við fjölmiðlaumræður þær, sem átt hafa sér stað að und- anförnu um útflutning á saltfiski o.fl. íslenzkum sjávarafurðum, hefir nýlega einnig verið lítilsháttar vikið að sölufyrirkomulagi á íslenzkri saltsíld. Þar sem nokkurs misskilnings hefir gætt í þessari umfjöllun, tel ég rétt að gera í fáum orðum grein fyrir því fyrirkomulagi, sem hér hefir verið á sölu- og útflutningi saltaðrar sfldar um all langt árabil. Eftir áratuga öngþveiti, sem ríkti í sölumálum saltsfldar og vegna hinnar óvenju miklu áhættu, sem fylgir þessari sérstæðu atvinnu- grein, neyddist Alþingi í lok árs 1934 til að setja sérstök lög um skipulagningu og útflutning á salt- aðri síld. Lögum þessum hefir tví- vegis verið breytt (1962 og 1968) að ósk hagsmunaaðila. Síldarútvegsnefnd tók til starfa vorið 1935. Framan af hafði nefnd- in fyrst og fremst eftirlit með út- flutningi saltsíldar og löggilti síidar- útflytjendur. Til þess að tryggja gæði og sölu á saltsíldarframleiðslu landsmanna á hinum takmörkuðu ■ Á FUNDI framkvæmdastjórn- ar Sjómannasambands Islands þriðjudaginn 3. september sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur framkvæmdastjómar Sjó- mannasambands íslands áréttar fyrri samþykkt um að íslenski kaup- skipaflotinn með íslenskum áhöfn- um sé ávallt nægilega stór til að anna flutningum að og frá landinu. Framkvæmdastjórn Sjómannasam- bands íslands varar íslensk laun- þegasamtök við þeirri alvarlegu þróun sem átt gæti sér stað ef ein- stakar kaupskipaútgerðir gætu án íhlutunar launþegasamtakanna mannað íslenska kaupskipaflotann erlendum sjómönnum. Störf ís- lenskra farmanna yrðu aflögð og þjóðin þar með háð erlendu vinnu- afli varðandi siglingar að og frá landinu. Framkvæmdastjórn Sjó- mannasambands íslands skorar á íslensk launþegasamtök og íslensk stjórnvöld að standa vörð um störf íslenskra farmanna. Sífellt meiri ásókn íslensku skipafélaganna í að skrá skip sín undir erlendum fánum leiðir til hættu á að íslensk far- mannastétt verði aflögð. Ef ekki er spornað gegn þessari þróun er spurning hvaða íslenskum starfs- stéttum verður næst ráðist gegn.“ ■ IDAR Stegane, dósent í nor- rænum bókmenntum við háskólann í Björgvin, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands þriðjudaginn 10. sept- ember 1991 kl. 17.15 í Odda. Fyrir- lesturinn nefnist: „Skriftliv og dikt- ing pá nynorsk 1850-1905“ og verður fluttur á norsku. Idar Steg- ane fæddist 1942 og hefur sérhæft sig í að rannsaka þróun bókmennta og bókaútgáfu á nýnorsku á síðustu öld og er einn helsti sérfræðingur Norðmanna á því sviði. Auk fjölda greina hefur Stegane samið bæk- urnar Mons Litlerés forlag. Eit pionertiltak i nynorsk forlags- drift (1983) og Det nynorske skriftlivet. Nynorsk heimstad- dikting og den litterære institusj- on (1987). Þá hefur hann ritstýrt mörgum safnritum um norrænar bókmenntir og árið 1976 gaf hann ásamt Helgu Kress út sýnisbók ís- lenskra smásagna á norsku undir titlinum Lystreise og andre is- landske noveller. Fyrirlesturinn er öllum opinn. mörkuðum og til að koma í veg fyrir verðhrun ákvað löggjafinn m.a. að heimila nefndinni að ákveða hvenær söltun megi hefjast svo og að takmarka eða banna söltun um skemmri eða lengri tíma ef nauðsyn krefði, enda hafði offramleiðsla og skipulagslaus söltun hvað eftir ann- að valdið landsmönnum gífurlegu tjóni. Athygli skal vakin á því að á þessum tíma fór langmestur hluti síldaraflans til bræðslu. Arið 1945 fól nýsköpunarstjórnin svonefnda Síldarútvegsnefnd að annast sölu og útflutning á allri saltsíldarframleiðslunni, en fram að þeim tíma hafði nefndin aðeins séð um sölu á mjög léttverkaðri síld, þ.e. svonefndri matjessíld. I lögunum um útflutning saltsíld- ar er tekið fram, að sjávarútvegs- ráðherra sé heimilt að veita Síldar- útvegsnefnd einkaleyfí til útflutnr ings til eins árs í senn. Einkaleyfi þetta hefír ekki verið veitt nema með samþykki samtaka síldarsalt- enda, útvegsmanna og sjómanna og þá aðeins til eins árs í senn. Síldarútvegsnefnd hefir ekki sótt um slíkt einkaleyfi í all mörg ar. Af 8 stjórnarnefndarmönnum SUN eru 5 tilnefndir af framangreindum samtökum. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að sala á síld í neytenda- umbúðum heyrir ekki undir starf- semi Síldarútvegsnefndar. Einnig tel ég rétt að láta þess getið að SÚN hefír aldrei fengið fé úr ríkissjóði eða öðrum opinberum sjóðum. Til þess að standa undir rekstri stofnunarinnar, fær hún hófleg sölulaun á svipaðan hátt og ýmis önnur sambærileg útflutnings- samtök. Undirritaður hefir starfað að söl- umálum íslenskrar saltsíldar í rúma fjóra áratugi, fyrst sem forstöðu- maður skrifstofu Síldarútvegs- nefndar í Reykjavík frá stofnun skrifstofunnar haustið 1950, síðan sem framkvæmdastjóri frá 1959 til vors 1990 og starfar nú sern stjórn- arformaður nefndarinnar. Á þess- um fjórum áratugum hefir aldrei komið upp hinn minnsti ágreiningur við áðurnefnd hagsmunasamtök um fyrirkomulag á sölumálunum og samvinnan við þessa aðila og alla síldarsaltendur hefir verið eins og bezt verður á kosið. Sfldarsaltendur, sem óskað hafa eftir að kanna möguleika á sölu íslenzkrar saltsfldar á því tímabili, sem ég hefí starfað að þessum málum, hafa ætíð notið stuðnings okkar í þeim efnum ef óskað hefir verið eftir. í því sambandi er rétt að láta það koma hér fram, að eitt árið tókst að frumkvæði forsvars- manns íslenzkrar söltunarstöðvar, að selja 1.700 tunnur af heilsalt- aðri síld til reykingar vegna óvænts tímabundis skorts á þeirri tegund saltsíldar hjá einum eríendum kaup- anda. Útflutning þennan annaðist Síldarútvegsnefnd að ósk hinnar íslenzku söltunarstöðvar og í ágætri samvinnu við stöðina. Þá skal þess og getið að útgerðarmenn, sem létu smíða fyrir sig fiskiskip í Póllandi á árunum 1987 og 1988, áttu frum- kvæði að því að samkomulag var gert við Pólveija um að þeir tækju við saltaðri síld sem hluta af greiðslu á andvirði skipanna. Var sú ráðstöfun gerð í fullu samráði og samvinnu við SÚN, sem gekk frá sölusamningum á síldinni og sá um útflutning hennar að ósk við- komandi útgerðarmanna. Þetta frumkvæði varð til þess að koma íslenzkri saltsíld aftur inn á pólska markaðinn eftir nokkurra ára inn- flutningsbann pólskra stjórnvalda. En hvað um aðra aðila, sem áhuga kynnu að hafa haft á saltsíld- arútflutningi? Hefír núverandi fyr- irkomulag tálmað á einhvern hátt sölumöguleika á íslenzkri saltsíld fyrir milligöngu þeirra? Á þessum fjórum áratugum hefir það þó nokkrum sinnum borið við að íslenzk verzlunarfyrirtæki og einstaklingar hafi óskað eftir að fá heimild til að reyna að selja saltaða síld til ákveðinna markaðslanda, þ. á m. þekkt útflutningsfyrirtæki. I öllum tilfellum var látið á þetta Gunnar Flóvenz „Þennan árangur ber að verulegu leyti að þakka þeirri góðu sam- stöðu, sem hér hefir ríkt milli allra hags- munaaðila um sölu- og útflutningsmál saltsíld- arinnar, svo og áratuga stanzlausri markaðs- könnun, tilraunastarf- semi og vöruþróun, en á þessum sviðum hafa Islendingar verið langt á undan öðrum fram- leiðsluþjóðum saltaðrar síldar.“ reyna og viðkomandi aðilum þá um leið veitt aðstoð eftir því sem óskað var eftir. Ég jdreg ekki í efa að þessir aðilar muni vera reiðubúnir að staðfesta að hér sé rétt farið með staðreyndir, enda tókst jafnan góð samvinna um þessar sölutil- raunir. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort núverandi fyrirkomu- lag á sölu og útflutningi saltsíldar sé það heppilegasta sem völ er á, enda verða aðrir að dæma um það en við sem störfum undir slíku fyrir- komulagi. Því hefir það — eins og áður er sagt — verið venja að leita umsagnar þeirra samtaka, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, áður en ákvörðun hefir Verið tekin um sölufyrirkomulagið hveiju sinni. Þar sem einkaréttur (eða heimild- arákvæði um einkarétt) til útflutn- ings er að jafnaði viðkvæmt og vandmeðfarið mál og getur tak- markað athafnafrelsi manna, höf- um við ekki látið nægja að kanna árlega viðhorf áðurnefndra hags- munasamtaka, heldur höfum við einnig á nokkurra ára fresti látið fara fram skoðanakönnun á því hjá öllum síldarsöltunarstöðvum lands- ins, hvort óskað væri eftir breyting- um á sölufyrirkomulaginu eða hvort sölumálin yrðu áfram í höndum SÚN. Síðast þegar slík almenn könnun var gerð urðu niðurstöður þær, að allar stöðvarnar — 52 að tölu — óskuðu eftir óbreyttu sölu- fyrirkomulagi og engar óskir hafa komið fram um breytingar síðan. Með tilliti til framanritaðs þykir mér miður að hnjóðsyrðið „einokun" sé notað um núverandi fyrirkomu- lag á sölu- og útflutningi íslenzku saltsíldarinnar. í orðabók Menning- arsjóðs er sögnin að einoka m.a. skiígreind á þann hátt að hafa „al- tæk einkaumráð yfir einhveiju þannig að öðrum (samkeppnis)aðil- um er bægt frá“. Ég leyfi mér að fullyrða að við höfum ekki bægt frá neinum möguleikum í sambandi við sölutilraunir á íslenzkri saltsíld. í þessu sambandi er einnig rétt að benda á að hagfræðilega skýr- ingin á orðinu „einokun" er sú, að aðeins einn aðili hafl rétt eða að- stöðu til að bjóða eða selja ákveðna vörutegund á ákveðnum mackaði. Slíka aðstöðu höfum við íslendingar hvergi haft á erlendum saltsíldar- mörkuðum. Við íslendingar höfum í fjölda ára, þrátt fyrir offramboð og gífur- lega harða samkeppni um hinn tak- markaða markað, flutt út langtum meira af saltaðri síld en keppinaut- ar okkar og sum árin meira en all- ir keppinautarnir til samans og jafn- framt náð mun hagstæðara sölu- verði og söluskilmálum en þeir mið- að við tilsvarandi stærðar- og gæða- flokka. Þennan árangur ber að ver- ulegu leyti að þakka þeirri góðu samstöðu, sem hér hefir ríkt milli allra hagsmunaaðila um sölu- og útflutningsmál saltsíldarinnar, svo og áratuga stanzlausri markaðs- könnun, tilraunastarfsemi og vöru- Sróun, en á þessum sviðum hafa siendingar verið langt á undan öðrum framleiðsluþjóðum saltaðrar síldar. Höfundur er formaður Síldarútvegsnefndar. Þorsteinn Gylfason: Aðgangur að Guði íslendingar hafa um hríð verið tómlátir um trú sína, og kirkja þeirra er að sama skapi tómlát um tómlætið. Ég kann ráð við því eins og mörgu öðru. Það verður að gera almenningi ljóst hvers virði trúin er honum. Það getum við náttúrlega ekki gert nema með því að höfða til verðskynsins sem er það eina sem greinir mann- inn frá dýrunum. Það verður að selja aðgang að kirkjum. Og það verður að selja hann dýrt. Þá fá prestar laun sem þeim og gervallri kristninni eru sam- boðin. Biskupinn yflr íslandi fengi sömu laun og ritstjórar Morgun- blaðsins. Hið hæfasta fólk mundi veljasttil aðþjóna jafnvel rýrustu brauðum á Islandi og halda þar leiftrandi prédikanir, og kirkju- gestir mundu gleypa af ýtrustu athygli hvert einasta orð sem sagt væri af stólnum úr því að þeir þurftu að borga þúsundir króna fyrir það. Allir vita að unglingur tekur miklu betur eftir í bíó en í skóla. Það er af því að hann borg- ar fyrir bíóið. Ég hef heyrt þá mótbáru við þessari lausn á vanda kirkjunnar að hætt sé við að einhveijir vesal- ingar mundu ekki hafa efni á að sækja kirkju við hina nýju skipan. Þetta er fávíslegt andóf. Á félags- málaskrifstofum um allt land sitja velviljaðir framfærslufulltrúar í löngum röðum, oftar en ekki út- nefndir af sjálfum stjórnmála- flokkunum sem allt vilja fyrir alla gera. Þessir fulltrúar mundu viss- ulega ekki telja það eftir sér að gauka kirkjusóknarstyrkjum, í eðlilegu samræmi við guðrækni að einstæðum mæðrum og öreig- um. Heilsa er §árfesting. Hún er meira að segja arðbær fjárfesting. Margt heilbrigt fólk vinnur fyrir háum launum, en heilsulausir aumingjar hafa sumir engin laun. Þeir hefðu betur fest fé í heilsu sinni. Menntun er líka fjárfesting. Sigmundur Guðbjarnason fyrrum háskólarektor upplýsir það í Morgunbiaðinu 3ja september 1991 að erlendir stúdentar eigi greiðan aðgang að þýzkum há- skólum og mörgum öðrum. Það er af því, segir hann, að erlendir stúdentar „eru taldir líklegir til að efla viðskipti og tengsl við gestgjafana er þeir komast í áhrif- astöður síðar meir og menntun þeirra er þá talin góð fjárfesting þegar til lengri tíma er litið“. Þegar ég var við nám í Þýzka- landi þóttist ég verða þess var að kennarar mínir hefðu hug á að glæða áhuga á þýzkri heimspeki og þýzkri menningu yfirleitt, inn- an Þýzkalands sem utan vegna margvíslegra verðleika hennar. En þetta var eins og hver annar hlálegur misskilningur minn sem ég blygðast mín fyrir nú þegar ég er sjálfur orðinn ráðsettur há- skólakennari með þroskað verð- skyn. Auðvitað voru þeir að kaupa velvild mína ef ég skyldi komast í áhrifastöðu. Þeir gengu bara hyggilega til verks gagnart óharð- naðri sál. Sigmundur Guðbjama- son lærði efnafræði sína í Þýzkal- andi og Bandaríkjunum. Nú er mér sagt að hann sé æstur á móti Efnahagsbandalaginu. Af því má væntanlega ráða hvorir borga betur. En mesta íjárfestingin er Guð. Allir vita að hinn kristni heimur ber að ríkdómi langt af hinum heiðna heimi. Sá er fullur af hyski sem hefur hvorki í sig né á, og tímgast samt eins og rottur og mýs. Og ef kristnar þjóðir víkja af Guðs vegum, eins og sameign- armenn gerðu í Austur-Evrópu í fáeina áratugi, þá fer allt í rúst. Bezta fjárfestningin er Guð. Þess vegna á að innheimta háan að- gangseyri að hvers konar trúarat- höfnum, hæstan fyrir jarðarfarir því að þar er eftirspurnin mest, og leggja sérstaka skatta á allt guðsorð. Heilsa borgar sig. Menntun borgar sig. Guð borgar sig. Þess vegna er ekki nema sjálfsagt að fólk borgi fyrir allt þrennt. En nú er kannski von að einhver spyiji: Hvernig er þetta? Heldur maðurinn að allt þurfí að borga sig? Mega haustlitirnir ekki vera fallegir án þess að það borgi sig? Mega börn ekki leika sér án þess að það borgi sig? Ég á svar við þessum spurningum eins og öðr- um. Hvorki haustlitir né barna- leikir þurfa að borga sig. En eink- um og sér í lagi þarf atvinnulífið ekki að borga sig. Engin loðdýra- repkt og ekkert fiskéldi. Bændur mega siga fénaði sínum á hvert stingandi strá í landinu með gífur- legum styrkjum af almannafé. Bændureru fallegir eins og haust- Iitirnir. Útgerðarmenn mega veiða fiskinn í sjónum fyrir ekki neitt, og með alltof stói-um flota. Út- gerðarmenn eiga að leika sér eins og börn með báta. Handa atvinn- ulífinu sláum við himinhá lán í útlöndum. En' við þurfum ekkert að borga. Komandi kynslóðir borga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.