Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
Frá slysstaðnum.
Morgunblaðið/Ingvar
Lést í umferðarslysi
73 ÁRA gamall maður beið bana
í árekstri á mótum Sæbrautar
og Súðarvogar í Reykjavík síð-
degis í gær.
Fólksbíl var ekið af Súðarvogi í
vinstri beygju áleiðis suður Sæbraut
og í veg fyrir jeppa sem ekið var
norður Sæbraut. Áreksturinn varð
harður. Ökumaður fólksbílsins lést
skömmu eftir komu á slysadeild.
Þrennt var í jeppanum og slasaðist
annar farþeginn nokkuð.
Slysarannsóknadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík óskar eftir að ná
tali af vitnum að árekstrinum.
Kristján Ragnarsson formaður Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna:
Ekki útflutnings-
heimildir ef útgerð er
háð erlendum aðilum
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segist telja rétt að svipta útgerðaraðila heimildum til að flytja
út ferskan fisk séu þeir svo háðir erlendum aðilum að það sé farið
að hafa áhrif á ráðstöfun afla þeirra. Sér sé ekki kunnugt um eignar-
aðild útlendinga á útgerðum hér. Hins vegar viti hann til lánafyrir-
greiðslu umboðsfyrirtækja í Bretlandi við hérlenda aðila. Það sé ekki
nýtt fyrirbæri, en það beri nýrra við ef það sé í þeim mæli að menn
séu orðnir háðir því. Hann hafi grun um að svo geti verið og þá eigi
að sýna þessum erlendu aðilum að þeir eigi ckki innangengt í okkar
landhelgi með því að taka fyrir útflutning og slíta tengslin milli lán-
veitanda og lánþiggjenda þannig að það sé engum vafa undirorpið að
það sé ekki þrýstingur erlendis frá sem stjórni útflutningnum.
Kristján segir að allar reglur um
lántökur erlendis séu að verða fijáls-
ari og séu þær innan ákveðinna
marka þurfi ekki að sækja um leyfí
fyrir þeim heldur sé nóg að tilkynna
þær. Hann óttist og hafi ástæðu til
þess að ætla að það séu dæmi um
heimildalausar lántökur yfír mörkun-
um og því vilji hann spyrna við fótum.
Aðspurður um þá kröfu fískvinnsl-
unnar að ferskfiskútflutningur verði1
stöðvaður sagði hann að það væru
öfgar á hinn veginn. Yfirlit um físk-
sölu hér heima og erlendis fyrstu
átta mánuði þessa árs sýndi að físk-
ur hér hefði verið seldur á mörkuðun-
um fyrir 91 krónu að meðaltali kíló-
ið á sama tíma og fengist hefði 141
króna fyrir kílóið í Bretlandi og
Þýskalandi. Fyrir ýsuna hefðu feng-
ist 153 krónur erlendis en 94 krónur
hér á landi og fyrir karfann 37 krón-
ur samanborið við 100 krónur á er-
lendum mörkuðum.
„Það eru með sama hætti öfgar
og rangt mat á gildi markaðsins að
banna slíkan útflutning, þvf þá eru
menn ekki lengur að hugsa um hvað
sé heppileg ráðstöfun á aflanum. Það
er ekkert minna um það að íslensk
fískvinnslufyrirtæki séu að flytja út
ferskan físk heldur en útgerðir sem
ekki eru með vinnslu. Fiskvinnslufyr-
irtækin sjá sér einfaldlega meiri hag
í því að selja þennan físk ferskan
erlendis þegar þau fá svona gott
verð,“ sagði Krislján ennfremur.
Mannbjörg þegar trilla sökk út af Snæfellsnesi:
Flæddi yfir rafgeyminn svo
neyöarkall var ekki mögulegt
- segir Kristján Albertsson, sem var bjargað um borð í skip frá Ólafsvík
„ÉG VEIT ekki á hvað trillan rakst, en held einna helst að það
hafi verið rekaviður. Hún fylltist hratt af sjó og það flæddi yfir
rafgeyminn, svo ég gat ekki sent út neyðarkall," sagði Kristján
Albertsson, sem komst í gúmbjörgunarbát og var bjargað eftir
að sex tonna trilla hans, Hornstrendingur HF 117, sökk út af
Dritvíkurtöngum á Snæfellsnesi í gærmorgun.
Kristján var á leið frá Bolung-
arvík til Hafnarfjarðar, en hann
hafði verið á færaveiðum frá Bol-
ungarvík í sumar. Hornstrending,
sem var smíðaður árið 1984, áttj
hann í félagi við annan mann. „í
svartamyrkri um klukkan hálf sex
í morgun keyrði ég á eitthvert
rekald,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Það kom
strax mjög mikill leki að bátnum.
Ég komst í björgunarbátinn og
var búinn að vera þar í 3-4 tíma
þegar Auðbjörgin kom að.“
Kristján kvaðst hafa sent upp
neyðarblys um leið og hann fór í
björgunarbátinn. Svo hefði hann
beðið þar til hann sá Auðbjörgina
og sent þá upp annað blys. Hann
kvaðst hafa verið orðinn nokkuð
blautur og kaldur þegar honum
var bjargað. „Ég veit ekki hvað
tekur við hjá mér núna. Ég hef
verið á sjó frá 1958 og aldrei lent
í skipstapi áður.“
„Þetta er besti afli sem ég hef
fengið. Það er alltaf sorglegt þeg-
ar sekkur undan mönnum, en afar
ánægjulegt þegar björgun tekst,"
sagði Óttar Guðlaugsson, skip-
stjóri á Auðbjörgu SH 197. Hann
og fjögurra manna skipshöfn
Auðbjargar sigldu fram á gúm-
björgunarbát Kristjáns.
Óttar sagði að Auðbjörgin, sem
er 70 tonna skip, hefði verið að
halda á veiðar frá Ólafsvík. „Við
vorum út af Dritvíkurtöngum, um
eina og hálfa mílu frá landi, þeg-
ar ég sá reyk í loftinu,“ sagði
Óttar. „Fyrst hélt ég að þetta
væri hvalabiástur, enda sá ég
ekki neyðarblysið, heldur aðeins
reykferil þess upp í loftið. Við
höfum þá vérið um fjórar mílur
frá björgunarbátnum. Þegar við
komum nær sáum við hvers kyns
var, en þá áttum við um eina og
hálfa mílu eftir. Skömmu síðar
sáum við á höfuð Kristjáns út um
opið á björgunarbátnum. Hann
var, eins og við, harla glaður, en
slæptur og þreyttur orðinn."
Óttar sagði að veðrið hefði ver-
ið fínt, norðaustan fjögur vindstig
og ágætis skyggni. Greiðlega
gekk að ná Kristjáni um borð í
Auðbjörgina, sem Óttar sneri aft-
ur til hafnar í Ólafsvík, þar sem
Kristján var settur á land.
Áhöfnin á Auðbjörgu hefur
áður bjargað skipbrotsmönnum,
fyrir nokkrum árum. Þá var bróð-
ir Óttars með skipið og bjargaði
skipshöfninni af Dodda, sem sökk
út af Snæfellsnesi.
Morgunblaðið/Alfons
Kristján AJbertsson við gúmbjörgunarbátinn, sem hann komst í
þegar trilla hans sökk i gærmorgun.
Ottar Guðlaugsson, skipsfjóri á
Auðbjörgu SH 197.
Utanríkisráðherra um útflutning ferskfisks:
Núverandi skömmtunarkerfi
er aðeins bráðabirgðalausn
*
Ovíst hvenær nýrrar stefnu er að vænta
JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- afla, sem fari beint til vinnslu
anríkisráðherra, segir að ríkis-
stjórnin sé út af fyrir sig jákvæð
gagnvart þeirri hugmynd að all-
ur fiskur, sem veiðist á íslands-
miðum, að undahteknum þeim
Verðbólga mælist 8,5% mið-
að við framfærsluvísitölu
VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,6% frá ágúst til sept-
ember samkvæmt útreikningum kauplagsnefndar. Síðastliðna tólf
mánuði hefur vísitaian hækkað um 7,7% en um 2,1% síðustu þijá
mánuði. Jafngildir sú hækkun 8,5% verðbólgu á heilu ári.
Vísitala framfærslukostnaðar í
september mældist 158,1 stig mið-
að við 100 stig í maí 1988. Sam-
svarandi vísitala samkvæmt eldra
grunni er 387,6 stig og er þá miðað
við 100 stig í febrúar 1984.
I fréttatilkynningu frá Hagstofu
íslands segir, að af 0,6% hækkun
vísitölunnar frá ágúst til september
stafi tæplega 0,1% af 2% verðhækk-
un á bensíni. Einnig hafí 3,8% verð-
hækkun á áfengi og 3,9% hækkun
á tóbaki valdið rúmlega 0,1% hækk-
un. Verðhækkun ýmissa annarra
vöru- og þjónustuliða hafí alls vald-
ið um 0,6% hækkun á vísitölunni
en á móti hafí vegið verðlækkun á
matvöru, sem hafí valdið tæplega
0,2% lækkun á framfærsluvísi-
tölunni.
lyá innlendum fyrirtækjum, fari
á innlendan fiskmarkað. Hann
segir að núverandi kerfi útflutn-
ingsleyfa geti aðeins orðið
bráðabirgðalausn. Viðskipta-
skrifstofa utanrikisráðuneytis-
ins hafi um nokkurt skeið unnið
að endurskoðun á fisksölukerf-
inu sem lið í skynsamlegri
stefnumótun til framtíðar, en
óvíst sé hvenær ákvarðana sé
að vænta í málinu.
„Ein hugmynd, sem skiptir meg-
inmáli, er sú hvort skynsamlegt sé
að gera það að kvöð að allur afli,
sem veiðist á íslandsmiðum, alltént
sá sem ekki fer beint til vinnslu í
sama fyrirtæki, fari um íslenzka
fiskmarkaði. Ríkisstjórnin er já-
kvæð gagnvart þeirri hugmynd út
af fyrir sig, þar sem hún lýsir því
yfír í stefnuyfírlýsingu sinni að hún
vilji efla fiskmarkaði," sagði ut-
anríkisráðherra í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Jón Baldvin sagði að kostir þess-
arar hugmyndir væru margir. Með
því að meira af fiski færi um mark-
aðina yrði verðmyndun stöðugri og
þannig ætti innlend fiskvinnsla að
geta keppt við erlenda aðila um
hráefnið á jafnréttisgrundvelli. Ef
fyrirtæki væru ekki bundin af því
að vinna allan þann afla, sem bær-
ist á land úr þeirra eigin skipum,
myndu möguleikar á sérhæfíngu í
íslenzkri fískvinnslu aukast. Hins
vegar gæti þetta líka verið áhættu-
samt. „íslendingar hafa flutt út
mikið af óunnum fiski, eru beinlínis
hvattir til þess af tollakerfí Evrópu-
bandalagsins, sem leggur mjög lága
eða enga tolla á óunninn físk en
hærri tolla á unna vöru,“ sagði ráð-
herra. „Við erum nokkuð áhrifa-
miklir á sumum þessara markaða
hvað varðar óunninn fisk. Spurn-
ingin er sú hvað gerist ef framboð
á óunnum físki er allt í einu stöðv-
að. Munu erlendir aðilar bregðast
við með því annað hvort að koma
sér upp umboðsmönnum á físk-
mörkuðum hér, eða munum við ein-
faldlega hafa það upp úr krafsinu
að tapa þessum mörkuðum?"
Hann sagðist ekki draga dul á
að núverandi skömmtunarkerfí,
hvort sem það væri undir stjórn
Aflamiðlunar eða einhvers annars,
gæti aldrei orðið nema bráðabirgða-
lausn. „Við getum ekki. boðið
íslenzkum aðilum upp á þá mismun-
un, sem í því felst, til frambúðar.
Meginatriðið í þessari grein eins og
öðrum er að menn hafi jafna að-
stöðu til samkeppni innan hennar
en þeim sé ekki mismunað með ein-
hvetjum opinberum leyfískerfum,"
sagði ráðherra.
Jón Baldvin var spurður álits á
þeim ummælum Kristjáns Ragnars-
sonar, formanns Landssambands
útvegsmanna, að taka ætti útflutn-
ingsleyfi af útgerðarmönnum, sem
væru orðnir háðir erlendum lánar-
drottnum. „Ég hef engar sannanir
fyrir þeim fullyrðingum. Við höfum
heyrt þær, og vegna ummæla físk-
verkenda verður kannað hvað hæft
kunni að vera í einstökum slíkum
fullyrðingum. En það er ekki þar
rneð sagt að þótt menn hafí fengið
lán í útlöndum eigi að refsa þeim
þess vegna," sagði Jón Baldvin.