Morgunblaðið - 10.09.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
STÆRÐIR:
50 mm
80 mm
100 mm
LENGDIR A RULLUM:
50-200 m
Hagstætt verð og greiðsiuskilmálar!
t ■ j, Heildsala og smásala:
m VATNSVIRKINN HF.
~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
a i
, IkN3B
i\)d
Innritun hefst í dag
10. septemder og
lýkur 13. september
trá kl. 17.30 til 19
í síma 67 95 90.
a
\'
Kenndir verða:
Samkvæmisdansar - Gömlu dansarnir
Tjútt - Rock’n’Roll - Boogie Woogie
fyrir hjón og einstaklinga.
Kennsla hefst miðvikudaginn 18. sept.
Kennslustaður er í Sjálfstæðishúsinu,
Seltjarnarnesi. 67 95 90
D.S.Í Sjáumst öll hress og kát!
FELAGA
ÞJÓNUSTAN
ER TÖLVUÞJÓNUSTA FYRIR
FÉLÖG, SAMTÖK OG TÍMARIT
Við sjáum um tímafreku verkefnin
• Félagatalið
• Fundarboðið
• Fréttabréfið
• Ljósritun
• Símaþjónustu
• Límmiðana
• Gíróseðlana
• Ritvinnslu
• Póstsendingar
• Margt fleira
- Allt eða eitt, þií getnr valið
- Margra dra reynsla -
FELAGAÞJONUSTAN HF.,
SÆVIÐARSUNDI 84, 104 R.
SÍMI 688377
Framtíðarsjúkrahús
Hvað á að sameina og hversvegna?
eftir Ásmund
Brekkan
í pólítískri umbrotatíð, svo og er
skellur á pólitísk gúrkutíð, má
ganga að því vísu, að ráðamenn í
stjórnmálum og þá einkanlega
tengdir heilbrigðisgeiranum marg-
umrædda láti frá sér yfirlýsingar
um nauðsyn þess að sameina sjúkra-
húsin í Reykjavík. Þeir valkostir,
sem fram eru settir eru þrír: Sam-
runi allra sjúkrahúsanna í einn stór-
an grautarpott, sameining Landa-
kotsspítala og Borgarspítala, og
loks sameining Landspítala og
Borgarspítala. Umræða um sam-
runa og sameiningu hefur raunar
staðið meira eða minna allt frá því
er Borgarspítali tók til starfa fyrir
1970, en hefur magnast mjög og
færst í ýmsa skrautlega búninga á
síðustu árurm Ein ástæðan fyrir
því, að nú er enn á ný blásið í gömlu
herlúðrana, og í þetta sinn til sam-
einingar Borgarspítala og Landa-
kotsspítala er, ef frómt og umbúða-
laust skal frá sagt, að skammt er
í að „kaupleigusamningur" sá er
ríkið gerði við eigendur Landakots-
spítala, St. Jósefsregluna í Dan-
mörku, renni út á árinu 1996, eða
eftir tæplega fímm ár. Þó nokkuð
stór hópur heilbrigðisstarfsmanna
starfar við þetta sjúkrahús, en eftir
að rekstrarsamningurinn rennur út
gæti ríkt nokkur óvissa um framtíð-
arrekstur og þar með afkomu alls
þessa fólks. Það er því útaf fyrir
sig ekkert óeðlilegt, þótt þessi hópur
starfsmanna með lækna sjúkrahúss-
ins í broddi fylkingar leiti leiða, er
tryggi þeim áframhaldandi afkomu-
möguleika og vettvang til að stunda
sína atvinnu, sjúklingum og þjóðfé-
laginu til gagns og bóta.
Ýmsar aðrar ástæður eru vitan-
lega gefnar upp og þá er einkum
og sér í lagi þægilegt að geta skot-
ið sér á bak þeirri yfírþyrmandi og
sálardrepandi þjóðfélagsumræðu,
sem nú tröllríður okkur og snýst í
vöku og svefni um sparnað^niður-
skurð, skammtanir, jgjaldtökur og
björgunaraðgerðir. I röksemdum
þeim, sem oft hafa sést og heyrst
um ágæti sameiningar Landakots-
spítala og Borgarspítala, ber hátt
tal um sparnað og hagræðingu.
Hinsvegar verður minna um, að
hægt sé að sýna fram á, að af slíkri
sameiningu leiði sparnað eða hag-
ræðingu, hvort heldur til lengri eða
skemmri tíma er litið. Fyrir nokkr-
um misserum lá fyrir allglögg grein-
argerð frá fyrirsvarsmönnum sam-
einingar Borgarspítala og Landa-
kots. Þar kom í ljós, að til þess að
samruni af þessu tagi yrði raunhæf-
ur þyrfti í raun að flytja lungann
af núverandi lækningastarfsemi
Landakots á Borgarspítalann (í B-
álmuna, sem enn er ekki kláruð, og
var á sínum típna byggð fyrir „öldr-
unarfé“ og hönnuð fyrir öldrunar-
og langiegudeildiri). Meðal þeirra
aðgerða, sem talið var að þyrfti að
grípa til var kostnaðarsöm nýbygg-
ing, eða endurbygging hluta B-
álmu, fyrir skurðstofur; viðbótar-
húsnæði fyrir röntgendeild og rann-
sóknarstofur með fleiru. En til þess
að Landakot yrði „hagkvæmur"
staður fyrir langlegusjúklinga þurfti
til breytingar, sem lauslega voru þá
áætlaðar talsvert á annað hundrað
milljóna króna í fyrsta áfanga. Ekki
var vel ljóst af þeirri skýrslu né
heldur öðrum margframlögðum
meldingum í þessu samrunamáli,
hver yrði langtímahagnaður eða
hagræðing af sameiningunni og á
hvern hátt læknisþjónusta eða
margumræddur sjúkrarúmaskortur
yrðu bætt, að öðru leyti en því, sem
augljóst, að ný skurðstofuhæð á
Borgarspítalanum væri mun betri
kostur en núverandi skurðdeildarað-
staða á Landakotsspítala. Þar með
myndi aðstaða ýmissa sérfræðinga
rýmkast, (en e.t.v. annarra versna!).
Kjarni málsins er sá, að í allri
þeirri umræðu, sem fram hefur far-
ið um samruna Landakots og Borg-
arspítala hafa ekki verið færð fram
fullnægjandi eða skynsamleg rök
er hníga að því, sem máli skiptir
þegar ræða skal hagkvæmni í
rekstri, hagræðingu og sparnað.
Mér er sjálfum raunar þvert um
geð að taka mér þessi hugtök í
munn öðru vísi en að leggja fyrst
áherslu á, að höfuðmarkmið með
samruna sjúkrahúsa er, að hin nýja
eining geti veitt samfélaginu betri
þjónustu, aukið gæðin og svarað
fljótar nýjum þörfum.
Skilgreining á gæðum sjúkrahús-
þjónustu getur sjálfsagt vafíst fyrir
fleirum en mér, en ég vil einungis
hér minna á, að við, sem störfum
við þessu „stóru" sjúkrahús, leggj-
um okkur öll fram við að virkni
starfs okkar verði sem mest og að
það nýtist sjúklingum og samfélag-
inu til hlítar. Til þess að svo megi
verða leggjum við sennilega meira
á okkur en flestir aðrir starfshópar
til að auka, viðhalda og bæta mennt-
un okkar og þekkingu; við leggjum
einnig talsvert að okkur við að koma
þekkingu okkar áleiðis, með kennslu
og uppeldi heilbrigðisstétta. Þá
reynum við eftir megni að beita
okkur sjálf þeim aga sem felst í
vísindalegum vinnubrögðum og
rannsóknum og er hvað þýðingar-
mestur þáttur í að vera vakandi
fyrir nýjum þörfum, og viðhalda og
auka þann gæðastaðai, sem stöðugt
er stefnt að.
Víst er það kostnaðarsamt að
reka þá starfsemi sem fram fer á
nútímaiegu, tæknivæddu sjúkra-
húsi. Sá kostnaður er afstæður og
ég vil enn ítreka það, að ég lít fyrst
til gæðanna og árangursins en síðan
til kostnaðarins, hvort heldur hann
er skoðaður sem „beinharðar" en
merkingarlitlar tölur eða sem hlut-
fall af neyslu samfélagsins.
Þetta innskot var nauðsynlegur
inngangur að þeirri skoðun, sem ég
vil koma á framfæri nú, í endurvak-
inni umræðu um samruna sjúkra-
húsanna í Reykjavík: Markmið með
sameiningu/samruna hér í okkar
umhverfí eru þessi helst: -
1. Að ná bestu nýtingu sérhæfðs
vinnuafls og þekkingar.
2. Að ná bestu nýtingu dýrs
tækjabúnaðar til rannsókna og/eða
lækninga.
3. Að koma í veg fyrir tvöföld-
un/margföldun slíks búnaðar og
aðstöðu fyrir og í kringum hann. .
4. Hagkvæmni í nýtingu sjúkra-
rúma og annars húsnæðis (göngu-
deilda) með samhæfíngu sérgreina
sem eiga náin fagleg og læknisfræð-
ileg tengsl; dæmi um slíkt væru t.d.
taugaskurðlækningar, taugasjúk-
dómar og taugalífeðlisfræði, eða t.d.
sérgreinir bijóstholssjúkdóma,
Endurvinnslan endurgreiðir
skilagjald á áfengisflöskum
ENDURVINNSLAN hf. í Reykjavík hefur frá mánaðamólum endur-
greitt skilagjald af tómum áfengisflöskum. Greiðir fyrirtækið 6 krón-
ur fyrir hverja flösku. Ekki eru uppi áform um að Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins taki við flöskunum og nýti að nýju, heldur verð-
ur glerið mulið niður eins og bjórflöskur, sem Endurvinnslan hefur
tekið við.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, segir að fyrirtækið hafi tek-
ið við flöskum, sem notaðar voru
undir framleiðsluvörur þess, þar til
fyrir nokkrum árum. Þá hafí vél sem
notuð var til að þvo flöskurnar gef-
ist upp og ekki hafi verið talið borga
sig að fjárfesta í nýjum búnaði.
Höskuldur segir að í verðlagningu
áfengis sé gert ráð fyrir skilagjaldi,
sem renni til Endurvinnslunnar, og
ÁTVR leggi þannig sitt af mörkum
til að styðja hreinsun landsins.
Ásmundur Brekkan
„Loks má það ljóst vera,
að meðal þeirra atriða,
sem þurfa að meltast á
samrunaskeiði, eru
annarsvegar samkennd
og vitund starfsliðs alls,
hinsvegar að útkoman
er hvorki stækkaður
Landspítali né stækkað-
ur Borgarspítali, held-
ur Háskólaspítali ís-
lands. “
skurðlækningar, hjarta- og öndun-
arfærasérgreinar.
Með samruna Landspítala og
Borgarspítala tel ég að forsendur
séu fengnar til þess að raunhæft
sé.að búast við að ná megi þessum
markmiðum svo hægt sé að svara
fljótt nýjum þörfum og fylgja örri
þróun.
Engu þeirra verður hinsvegar náð
með valdboði eða lagasetningu. Það
verður líka að vera lýðum ljóst, að
þegar rætt er um samruna af þessu
tagi er að honum talsverður aðdrag-
andi. Jafn ijóst verður það að vera,
að ekki er hugmyndin, að öllum
núverandi starfsþáttum þessarra
tveggja sjúkrahúsa verði „klesst"
saman og upp eigi að rísa eitthvert
bákn þar sem partar annars eru
græddir á hitt og öfugt, enda er
slíkt ekki mögulegt. Það er jafn-
ljóst, að ýmis starfsemi, sem nú fer
fram á öðru eða báðum þessarra
sjúkrahúsa væri áreiðanlega eins
vel eða betur komin utan þeirra,
(til dæmis á endurskipulögðum
Landakotsspítala) hvort heldur verði
um samruna að ræða eða ekki. Loks
má það ijóst vera, að meðal þeirra
atriða, sem þurfa að meltast á sam-
runaskeiði eru annarsvegar sam-
kennd og vitund starfsliðs alls, hins-
vegar að útkoman er hvorki stækk-
aður Landspítali né stækkaður
Borgarspítali, heldur Háskólaspítali
Islands.
Um leið hættir sá að vera hluti
af núverandi Ríkisspítulum og verð-
ur sjálfstæð samfélags- og háskóla-
stofnun. Ég leiði hjá mér hér alla
umræðu um hvernig rekstrarfonnið
verði að öðru leyti; allt slíkt er nú
í deiglunni og margir spámenn kall-
aðir, en fáir útvaldir. Minnumst
þess aðeins, að við erum í svo litlu
samfélagi, að hverskonar „entrepr-
eneurship" eða samkeppni í samfé-
lagslegum verkefnum hérlendis,
þegar komið er umfram stærðargr-
áðu pylsuvagns, er blekking ein; við
erum allir verktakar hver hjá öðrum,
og úr eigin vösum.
Hvers vegna er samruni Land-
spítala og Borgarspítala betri kostur
en sá, sem nú er til umræðu, samein-
ing Landakots og Borgarspítala?
1. Bsp. og Lsp. eru á almennan
mælikvarða meðalstórar en mjög
virkar og sæmilega tæknivæddar
stofnanir. Á þeim fer í dag fram
nánast öll sú rannsókna- og lækn-
ingastarfsemi, sem telja má til „há-
tækni“ — læknisfræði. Virkni þeirra
hverrar um sig myndi aukast til