Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBM.ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 19 muna vííTsamruna og slynsamlega skiptingu starfa, gagna og gæða, og samanlagt yrði hún þeim mun meira en tvíefld og nýtanlegri en nú er. 2. Margumtalaðar „dýrar“ fjár- festingar vegna rannsóknartækja, lækningatækja og lækningaaðferða myndu nýtast mun skynsamlegar, þegar ekki væru um „tvöfaldanir“ að ræða, eins og nú er, og eins og myndi verða áfram og í enn ríkari mæli ef úr yrði sameining Bsp. og Landakots. 3. Nýting og efling sérmenntaðs mannafla á öllum stigum heilbrigð- isstétta yrði mun betri og hagkvæm- ari. Ég sé jafnvel fyrir mér, að nýlið- un til starfanna myndi aukast svo og að einstökum skipulagsheildum haldist betur á starfsliði. Þetta síð- astnefnda tel ég að muni gerast fyrst og fremst vegna þess, að með vaxandi gæðum og gæðamarksetn- ingu muni metnaður starfsmanna enn aukast og virkni þeirra þar með. 4. Kennsla heilbrigðisstétta og hverskonar vísindastarfsemi yrði mun virkari og hnitmiðaðri. 5. Reksturinn yrði, þegar fram líða stundir, ijárhagslega hagkvæm- ari; í fyrsta lagi vegna þess að dreg- ur úr dýrum tvöföldunum og launa- kostanaði, t.d. vegna margföldunar vakta, og í öðru lagi, vegna þess, að metnaðarfullt og vel upplýst starfsfólk með hágæði að markmiði mun einnig halda mun betur utanum þá íjármuni, sem það hefur handa milli. Miklar breytingar hafa orðið í öllu samfélaginu, jafnt í heilbrigðis- þjónustu sem á öðrum sviðum. Sjúk- dómsmynstur hafa breyst, viðhorf til sjúkdóma og heilsu sömuleiðis. Upplýsing alls þorra manna um sjálfa sig og umhverfið gerir kröfur þeirra síbreytilegar, og heimsmynd öðruvísi. Hið eina, sem við sjáum fyrir og vitum með vissu er, að með vaxandi tæknivæðingu og nýtingu hennar í þágu læknandi og fyrir- byggjandi starfs verð mynstur og uppbygging sjúkrahúsakerfls allt önnur en við höfum þekkt allt fram til þessa. Vægi fyrirbyggjandi heilsuaðgerða og „frumheilsu- gæslu" eykst. Heimahlynning fer vaxandi; meira eða minna í tengsl- um við stofnanir, sjúkdómsgreining og læknisaðgerðir verða æ skilvirk- ari; sumar draga úr vistunarþörf, aðrar krefjast „dýrari" og hátækni- legra umhverfis. Það er einmitt þessi þróun sem við verðum að mæta af skynsemi. Sú viðleitni felst í þvi að sameina og skipuleggja „dýru“ þættina í dugmikinn og metnaðar- fullan, stórvirkan kjarna, svo sem hér er lýst, en jafnframt styðja við bakið á öðrum formum sjúkrahúsa- þjónustu, eins og t.d. að viðhalda um alllangt skeið ennþá Landakots- spítala sem algildings eða hálfgild- ings einkaspítala, með þeim kostum sem fylgja valfrelsi og tiltölulega litlum rekstrareiningum. Enn mætti rita langt og mikið mál til skýringar; það má bíða um sinn; ég lýk máli mínu með því að vísa til þess, sem áður var sagt: Gæði, vaxandi gæði, aukin þjónusta á nútímavísu verða að sitja í fyrir- rúmi í skipuiagningu „dýru“ læknis- fræðinnar. Með því að stefna að þeim markmiðum fæst af sjálfu sér mesta og besta rekstarlega hag- kvæmnin.. Höfundur er prófessor og forstöðulæknir röntgendeildar Landspítalans. ; ! D/ugDyND Lystug skólasamloka: Stórbrauðssamloka með grófri lifrarkæfu og rauðkáli. Gott fyrir alla nemendur -og suma kennara! - matur frá morgni til kvölds Hringur Bogason stærðfræðikennari Kjarngott skólanesti - skerpir athygli Goldstar símkerfi, þar sem ekkert er gefið eftir. ffl ístel Traust fyrirtœki sem tekur réttar ákvarðanir, og er í góðu sambandi við viðskiptavini sína. Það velur traust, fullkomið og tœknilegt símkerfi frá Goldstar. Gœði, þœgindi og tœkni. GoldStcir Örugg þjónusta. Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir, hafa kosið símkerfi frá ístel. Komdu við í Síðumúlanum, eða sláðu á þráðinn. Og tryggðu góðan árangur. SIÐUMULA 37 SIMI 687570
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.