Morgunblaðið - 10.09.1991, Side 20

Morgunblaðið - 10.09.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Opið bréf til þjóðarinnar: Dlgresi í utan- ríkisráðuneytinu eftir Bjarna Guðnason Vestrænar þjóðir hafa ekki fund- ið gæfulegra stjórnarform en lýð- ræðið, en það er viðkvæmt og vand- meðfarið, enda er hugtakið teygj- anlegt. Eins og allir vita er lýðræð- ið félagslegar samskiptareglur, einkum stjómenda og þeirra sem stjórnað er. En oftlega verður lýð- ræðið nafnið tómt jafnvel í þeim löndum sem stæra sig af því. Sum- ir ráðamenn beita valdi sínu þannig að það er eins og þeir geri ráð fyr- ir að lýðræði sé ekki til nema þess sé getið fullum stöfum í lagagrein- um eða reglugerðum. Þeir gefa því engan gaum, að lýðræðið lifir góðu lífi í óskráðum samskiptareglum, þegar um virkt lýðræði er að ræða. Lýðræðinu með öllum sínum rót- um má líkja við litfagurt blóm sem allir dást að og játa ást sína, en það þarfnast stöðugrar ræktunar og umönnunar af mjúkum manna- höndum til þess að það dafni ella kafnar það af vanhirðu. Flestum íslendingum mun vera fullljóst að lýðræðinu er víða ábótavant í ís- lensku þjóðfélagi og sumir hafa haldið uppi harðri gagnrýni á valds- menn þjóðarinnar en þeir láta sér ekki segjast, það er eins og að stökkva vatni á gæs. Af langri reynslu hefur almenningur orðið tómlátur um þessi efni. En þjóðin á ekki að sætta sig við siðleysi valdstjórnarmanna. Mér þykir ástæða til að gefnu tilefni að beina athygli manna að því illgresi, sem grær hávaxið í jurtagarði utanríkisráðuneytisins og uppræta þarf. Til þess að renna stoðum undir þessa fullyrðingar þá ætla ég að víkja nokkrum orðum að þremur atriðum, sem ég kalla leynd, sjálfs- taka hlunninga og ójöfnuð. Þess- ar neikvæðu athafnir eru allar sam- grónar starfsháttum utanríkisráðu- neytisins og hafa lengi verið og eru allar ósættanlegar við þá lýðræðis- vitund, sem mótar íslenskt þjóðfé- lag. Leyndin Fyrir skömmu kom út á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla ís- lands rit eftir Jón Þ. Þór og nefn- ist Landhelgi íslands 1901-1952. Þetta er vandað rit og fróðlegt um sögu landhelgismálsins. í formála kemurfram, að höfundur hafði hug á að fá skjöl til birtingar um efnið og leitaði því á tvo staði í því skyni. Annars vegar skrifaði hann skjalasafni í Lundúnum (The Publicr Record Office), en hafði munnlegt samband við utanríkisráðuneytið í Reykjavík. Síðan segir höfundur frekar af þessu. „Svörin voru ólík. Frá The Public Record Office barst skrif- legt svar, þar sem sagði, að fáanleg væru til rannsóknar og útgáfu þau skjöl, sem orðin væru þijátíu ára gömul og eldri og væri safnið fúst að veita alla þá aðstoð sem það gæti og eft- ir væri óskað. Aðstaða til könn- unar á gögnunum væri heimil í safninu, en vildi ég fá skjöl ljósrituð eða mynduð, yrði vita- skuld að greiða fyrir það. Þetta þóttu mér greið svör og góð, en embættismaður sá, sem ég talaði við í utanríkisráð- inu, landi minn, svaraði mér hins vegar með nokkrum þjósti, að ekki kæmi til greina að ég, eða aðrir grúskarar, fengju að skoða skjöl í ráðuneytinu, hvorki gömul né ný. Var helst á manninum að skilja, að æra þeirra íslenskra stjórnmála- manna, sem um þessi mál hefðu fjallað á sínum tíma, væri í húfi og að ekki ætlaði hann að vefa til þess að tefla henni í tvísýnu! Enn hafa íslendingar ekki komið því í verk að setja lög um upplýsing- askyldu stjómvalda eins og allar siðmenntaðar þjóðir hafa gert og er það ærinn vitnisburður um sinn- uleysið um ræktun lýðræðisins. Það hefur því komið í hlut ráðuneytis- manna að ákveða að eigin geð- þótta, hvaða skjöl eða gögn al- menningur eða sagnfræðingar fá að llta augum eða nýta. Hin lýð- ræðislega upplýsingaskylda er á íslandi einkamál embættismanns- ins. Kerfiskarlinn — ég leyfi mér að kalla hann svo' — er að vísu ekki að bijóta lög, þegar hann neit- ar sagnfræðingnum um skjala- gögnin (kerfiskarlar bijóta sjaldan Iög), en synjun hans er bæði heimskuleg og andlýðræðisleg. Hún sýnir afstöðu og hugarfar embættismannsins, sem lætur ímyndaða hagsmuni ráðuneytis og stjórnkerfis sitja í fyrirrúmi fyrir fræðsluskyldu við almenning. Hann skeytir ekki um það að beðið er um skjöl sem eru orðin fjörutíu ára eða eldri og um er að ræða rann- sókn eins merkasta þáttar í sögu lýðveldisins. Ólík eru viðbrögðin í enska skjalasafninu. Þeir sem taka sig hátíðlega í embættislegri upphafningu eru jafnan spaugilegir í aðra röndina og það sannaðist eftirminnilega í þessu tilviki. Að skila gögnum Svo bar við í skammdeginu síð- astliðinn vetur að fjölmiðlar báru þau tíðindi til almennings að veg- farendur hefðu fundið skjöl ut- anríkisráðuneytisins í gámi einum, sem lá opinn fyrir hunda og manna fótum. Þarna voru margvísleg gögn, frumbréf og Ijósrituð bréf, m.a. gjafabréf í frumriti frá Banda- ríkjaforseta. Sama stórmennið og Jón Þ. Þór hafði kljáðst við var dreginn í út- varpsviðtal til þess að skýra þessi býsn. Að sjálfsögðu hélt maðurinn ró sinni eins og slíkum mönnum sæmir, taldi hann allt í stakasta lagi með skjöl og skjalasafn ráðu- neytsins, þar væri allt í röð og reglu. Hvað annað? En honum kom spánskt fyrir sjónir, að menn skyldu gera veður út af þessu, en lét þess þó getið í lok samtalsins að ráðuneytið kynni vegfarendum mikla þökk, ef þeir skiluðu þeim gögnum ráðuneytisins, sem þeir hefðu í fórum sínum! En aftur til alvörunnar. Nýverið synjaði ráðuneytið þingmanni ein- um, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, fullnægjandi upplýsinga um komur erlendra herskipa til ís- lenskra hafna og var á bréfi ráðu- neytisins helst að skilja að þing- manninum kæmi málið ekkert við. Ég sat einu sinni um skeið í ut- anríksimálanefnd Alþingis og komst fljótt að því hvað allt er varðaði utanríkisþjónustuna þótti sérstakt, merkilegt og dragfínt. Smáu málin urðu ótrúlega stór og ómerkilegustu mál voru stimpluð sem trúnaðarmál. Pukrið I innri starfsemi ráðuneytisins er haft að Bjarni Guðnason „Ég staðhæfi að þvílík hlunnindataka opin- berra eða hálfopin- berra stofnana (banka o.fl.) væri ekki látin við- gangast í nálægum lýð- ræðisríkjum. Þar er al- mannafé ekki sjálftekið neyslufé ráðamanna.“ leiðarljósi. Reynslan kennir að leyndin er svarinn óvinur lýðræðis- ins. Sjálfstaka hlunninda í blaðinu DV frá 24. júlí sl. er greint þar sem hermt er frá lax- veiði vamarmálanefndar utanríkis- ráðuneytisins í Norðurá. Hún var svohljóðandi: „Varnarmálanefnd var við veið- ar hérna um helgina og hún veiddi 50 laxa sem er allt í lagi miðað við aðstæður. Það mætti vera meira að gerast hérna og áin minnkar á hveijum degi. Ég (þ.e. veiðivörðurinn ) mán ekki eftir að hafa séð hana svona vatnslitla síðan ég byijaði sem veiðivörður hérna í Norð- urá. Hann er ennþá 15 pund sá stærsti en veiðimenn hafa sett í þá stærri ... (Síðan segir fréttamaður:) Veiðidagurinn á þessum tíma í Norðurá kostar kringum 50 þúsund með fæði og veitt er á 12 stangir á aðal- svæðinu. Þetta er veiðitúr upp á tvær miHjónir í þessa þrjá daga hjá varnarmálanefndinni. Þessi veiðitúr er árlega á dag- _skrá.“ Ég geng að því vísu að hér sé rétt hermt frá. Um þessar mundir er þrengt að almenningi á marga lund í sparnaðarskyni til þess að Greiðsluerfiðleikar Opið bréf til þeirra er láta sig málið varða eftir Garðar Björgvinsson Að undanfömu hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um að fólk í greiðsluerfiðleikum þurfi hjálp. í því sambandi hefur meðal annars verið komið á stofn deild innan Húsnæðisstofnunar ríkisins sem veitir greiðsluerfiðleikalán. Eins og oft þegar hlaupið er til, til að leysa aðsteðjandi vanda, þá er þetta hálfk- ák sem ekki skilar sér nema að litlu leyti. Umræðan snýst einnig um það að ríkisstjórnir, misjafnlega góðar, seilist lengra og lengra ofan í vasa launþega og geri þeim þar af leið- andi ekki kleift að standa í skilum við þær skuldbindingar sem þær hafa tekist á hendur. Umræðan snýst hinsvegar sjaldn- ar um að það eru launþegamir sem stofna til skuldbindinganna og það em þeir sem bera ábyrgð á þeim skuldindingum sem þeir ráðast í. Ákveðinn hluti af þeim greiðslu- erfiðleikalánum sem veitt em fara í vanskil. Þegar Húsnæðisstofnunm veitir greiðsluerfiðleikalán er miðað við að greiðslubyrði sé innan við 20% af heildartekjum eftir að skuldbreyt- ingin hefur átt sér stað. Samt fer ákveðinn hluti í vanskil. Ástæðan er sú að fólki er ekki veitt það aðhald eða sú fræðsla sem það þarf á að halda til þess að þetta fari ekki aftur í sama farið. Þar er hægt að koma með ýmis dæmi, en í þessari grein leyfi ég mér að stikla á stóm og fullyrða eftirfarandi: Ákveðinn hópur manna sinnir ekki sinni fjárhagslegu ábyrgð og þess vegna myndast hjá þeim vanskil. Þessu þarf að bregð- ast við á ákveðinn máta. Það þarf að veita virkt aðhald. Annar hópur manna er að gera átak I því að koma sér út úr skuld- um sjálfur. Þessir aðilar fá hvergi hjálp til þess. Þeim er hvergi kennt hvemig á að gera þetta. Þetta þarf að laga. Enn einn hópur er að slást við að halda jafnvægi. Það gengur mis- jafnlega þar sem ríkisstjómir eru að auka og skerða á víxl þessa jafn- vægiskúnst eftir sem áður. Þetta fólk er því iðulega gestir hjá þeim sem það skuldar peninga til þess að láta vita að nú komi það til með að verða eftir á með greiðslur í ein- hvem tíma. Þessi hópur fer og biður um biðlund eða einhverskonar fyrir- greiðslu áður en vanskil skapast. Þessi hópur er að halda utan um íjármálin. Móttökumar sem þetta fólk fær em hinsvegar, að innan ákveðins tíma fari skuldin í lög- fræðiinnheimtu. Þarna em ákveðnar vinnureglur sem þarf að samræma á milli mismunandi stofnana. Það að veita greiðsluerfiðleikalán er ekki nóg eitt sér. Það þarf miklu meira að koma til. Það er ekki minn stíll að ráðast á eitthvað og gagnrýna án þess að Garðar Björgvinsson benda á lausnir. Ég tel það mjög brýnt að fyrmefndir hópar fái þá þjónustu sem þeir þurfa. Ég starfa við það að kenna fólki að ná tökum á fjármálum sínum. Fólkið er að vinna og því gengur vel. Oft á tíðum verða hinsvegar á vegi þeirra ýmsir tálmar og hindranir vegna þess að 4- 1 rétta við geigvænlegan halla ríkis- sjóðs. Þjóðarsáttarsmælingjarnir mega sig hvergi hræra, séu þeir heimtufrekir er sett á þá bráða- birgðalög. Nú geta sjálfsagt flestir verið sammála um að varnarmála- nefnd eigi það fyllilega skilið fyrir mikið og óeigingjarnt starf að stunda laxveiði árið um kring, ef unnt væri, en það er viöbúið að launþeganum með 60-70 þús. króna mánaðarlaun þætti hart und- ir að búa að þurfa að láta fé af hendi rakna til þeirrar iðju, jafnvel þótt ekki sé um að ræða nema þriggja daga laxveiði fyrir litlar tvær milljónir. Kannski væri athug- andi að skera niður hlunnindi for- réttindahópanna í því hernaðar- ástandi niðurskurðarins sem ríkir nú í þjóðfélaginu? Látum vamar- málanefnd herða sultarólina! En laxveiði vamarmálanefndar er ekki aðeins spuming um hver greiði, heldur miklu fremur um sið- blindu ráðamanna í þjóðfélaginu. Þeir taka sjálfum sér hlunnindi, sem almenningi eru forboðin en láta hann gjalda fyrir. Við könn- umst við slíka breytni úr einræð- isríkjum fyrr og síðar. Ég staðhæfi að þvílík hlunnindataka opinberra eða hálfopinberra stofnana (banka o.fl.) væri ekki látin viðgangast í nálægum lýðræðisríkjum. Þar er almannafé ekki sjálftekið neyslufé ráðamanna. Hversu lengi þolir íslensk þjóð valdsmönnum slíka óhæfu sem hér um ræðir? Ójöfnuður í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið á um að lausa stöðu skuli auglýsa, en ákvæði þetta nær ekki til ut- anríkisþjónustunnar. Þótt ráðu- neytin og opinberar stofnanir snið- gangi þetta ákvæði eftir því sem þeim henta þykir, þá sýnir undan- tekningin ein, hvernig utanríkisráð- uneytinu hefur auðnast að læða því inn í landslög að störf þar séu á einhvern hátt merkilegri og öðru- vísi en við aðrar ríkisstofnanir. í Morgunblaðinu* 28. ágúst er skýrt frá því að utanríkisráðherra hafi skipað Jakob F. Magnússon tónlistarmann í stöðu sérstaks menningarfulltrúa við sendiráðið í Lundúnum. Af fréttinni kemur fram að þetta sé ný staða og Jak- obi sé ætlað að koma íslenskri list á framfæri á alþjóðavettvangi en jafnframt er honum lögð sú þunga byrði á herðar „að stuðla að aukn- um möguleikum á að flytja út íslen- skar vörur og þjónustu almennt". Ó, hve vitleysan getur stundum verið dásamleg. Ekki er fyrr skip- aður fyrsti menningarfulltrúinn á erlendri grund en hann er „mark- aðssettur“, það hljómar betur í eyrum margra að láta hann gegna störfum viðskiptafulltrúa. Ekki er að efa að Jakob F. Magnússon rísi undir þessu. kerfíð vill ekki vinna með. Það er til lausn á þessu vandamáli, það er hægtað veita fólki þá hjálp, þá þjón- ustu og þann skilning sem það þarf. Lausnina er ekki hægt að setja fram í blaðagrein af þessu tagi. Þess vegna hef ég samið skýrslu sem ég hef sent til félagsmálaráðherra, banka, allra fjölmiðla og víðar. Ég hef fengið að heyra að þetta sé framkvæmanlegt og lausnin sé þess verðug að skoða hana. Að öðru leyti ríkir fullkomið áhugaleysi á að gera eitthvað í málinu. Það er þess vegna mín áskorun til stjórnar banka og sparisjóða, til ráðherra ríkisstjórnar, til stjórnenda verkalýðsfélaga og annarra stofn- ana sem þessi mál varða, að mæta á fund með mér föstudaginn 13. september kl. 10.00 í Síðumúla 33. Þar mun ég fara yfir þessi mál og sjá hvort að ekki sé einhver áhugi fyrir hendi hjá þeim sem geta hjálp- að til þess að gera það. í lokin vil ég geta þess að ef það er einhver áhugi á að taka á þessum málum þá gæti ég lent í vandræðum með borð og stóla, ég vil því biðja aðila að hringja og boða kom sína. Höfundur er ráðgjafi fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.