Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 21

Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 21 Ellert Schram, ritstjóri DV hefur komist svo að orði í ritstjórnar- grein (4. sept.) um þessa nýju stöðu: „Eitt slíkt embætti skiptir kannski ekki sköpun í allri hítinni en er lýsandi dæmi um flottræfils- hátt og bruðl sem gengur auðvitað þvert á allt talið um niðurskurð- inn.“ Mannaráðningar í utanríkisþjón- ustunni eru einkamál utanríkisráð- herra og þar hafa menn verið skip- aðir í stöður án nokkurrar sam- keppni. Mönnum er ekki gefinn kostur á að sækja um stöður. Sam- keppni á flestum sviðum þykir orð- in sjálfsögð í nútímasamfélagi, en hún er bannorð við mannaráðning- ar í utanríkisþjónustunni. Þetta ástand minnir mig á suma íslenska athafnamenn sem fordæma harð- lega alla einokun í viðskiptum en mæla henni eindregið bót, þegar þeir eru einir um hituna. Það er ljóst, að þessi ójöfnuður manna við stöðuráðningar stendur utanríkisþjónustunni fyrir þrifum, því að með þessu móti missir hún af mörgum dugandi mönnum. Skil- yrðin til starfa eru einkum aðild að pólitískum flokki, ætterni, vensl eða vinátta eða önnur sú aðstaða í þjóðfélaginu, sem hugnast ráð- herra. Ráðningarreglan er oft á tíðum þessi: Maður tók i mann, sem tók í mann, sem tók í svein. Ég hef fyrir satt að í nálægum löndum lýðræðisins eru almenn störf í ut- anríkisþjónustunni ekki einkamál ráðherra, heldur eru þau auglýst og umsækjendur valdir eftir færni að undangenginni könnun próf- nefndar. Ekki vil ég láta hjá líða, að geta þess, að Benedikt Gröndal auglýsti stöður meðan hann fór með ut- anríkismál og réð þá tvær konur til starfa, sem báðar hafa reynst dugandi, hvor á sínu sviði. Eg geri ráð fyrir að sjálfu ut- anríkisráðuneytinu þyki starfs- hættir sínir með öllu óaðfinnanleg- ir. Lokaorð Þessi pistill er stílaður til þjóðar- innar og er orsökin sú, að siðlausir ráðamenn eru allra manna ólíkleg- astir til að reyta illgresi i eigin garði. Aftur á móti treysti ég þvi að þjóðin sjálf muni ekki öllu leng- ur sætta sig við gerræði við upplýs- ingar frá stjórnvöldum, sjálfræði forréttindahópa um hlunnindi og einkaráðningar ráðherra á almenn- um starfsmönnum. Lýðræðið er dýrmæt eign hverrar þjóðar og okkur ber heilög skylda til að standa ekki aðeins vörð um það heldur og að rækta það og hlúa að því eftir fremsta megni. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! „Snarfaxi“ far- kostur Koivisto FOKKER F.27 flugvélin sem flutti Koivisto Finnlandsforseta til og frá íslandi í nýafstaðinni heimsókn sinni er mörgum íslending- um að góðu kunn. Hér var á ferðinni „Snarfaxi" önnur Friends- hip-flugvélin sem Flugfélag íslands eignaðist á sínum tíma. „Snarfaxi“ sem upphaflega var Air og voru vélarnar afhentar einkennisstafina TF-FIK var keypt ný frá Fokker-verksmiðj- unni og kom til landsins í maí árið 1966. í desember 1979 var „Snarfaxi“, ásamt „Blikfaxa" fyrstu F.27 flugvél Flugfélagsins, seldur finnska flugfélaginu Kar- kaupenda vorið 1980. En hvorki „Snarfaxi“ né „Blikfaxi“ þjónuðu farþegum þessa flugfélags heldur voru þær leigðar finnska flug- hernum og síðar seldar þeirri stofnun. Morgunblaðið/PPJ Farkostur Koivisto Finnlandsforseta í nýafstaðinni heimsókn sinni til íslands þjónuðu íslendingum í mörg ár sem „Snarfaxi" Flugfé- lags íslands. MITSUBISHI 8 MANNA MINIBUS NÝTT ÚTLITAÐ FRAMAN NÝTT ORKUSVIÐ □ Bensínhreyfill — 2,4lítrar □ Dieselhreyfill — 2,51ítrar □ Eindrif eða aldrif □ Fjölmargir möguleikar á sætaskipan □ Þriggja ára ábyrgð \ Verðfrákr. 1.314.420 (mcð eindrifi og bensinhrevfli) HEKLA LAUGAVEGI 174 SlMI695500 MITSUBISHI MOTORS (uVnhÍTtg 6« eeocj arrgov ■ iinbibn : gc* tsíiúbí bn rcocj n.s ))o c>t.vnjiJ9 o . íifnoJ 19 í i >T Id uijn rni9tj 6 ögi^Js bjoci moB 1 fóy u

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.