Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 23

Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 23 Valdarán eftir Vestarr Lúðvíksson Það hefur án efa verið okkur íslendingum, svo og þeim sem búa úti í hinum fijálsa heimi, mikill létt- ir að valdaránstilraun harðlínu- manna í Sovétríkjunum skyldi renna út í sandinn. Nú hafa réttkjörnir fulltrúar fólksins fengið völdin aftur í sínar hendur. í morgun gekk ég hinn fallega stíg sem lagður hefur verið frá laug- unum í Laugardal, gegnum dalinn áleiðis inn í Álfheimana og velti fyrir mér lífínu og tilverunni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt sem á gengur hér heima á Fróni höfum við Islending- ar það gott. Eg sá fyrir mér árið 1952 í Þórs- höfn í Færeyjum, þegar ég sem 9 ára gamall drengur sótti tíma í org- el- og píanóleik hjá eldri kennara, hámenntaðri tónlistarkonu, fröken Mortensen. Ef manni varð á í mess- unni veigraði hún sér ekki við því að beita hinum ógleymanlega málmpijóni af krafti á puttana mína, sem þó reyndu að gera sitt besta. Vestarr!!! Þetta er ömurlegt. Þetta er píanó, en ekki trommu- sett, þvú verður að telja betur, einn, tveir, þrír. . . Reyndu aftur. Svona Vestarr Lúðvíksson gekk þetta um skeið. En dag einn kom það eins og þruma úr heið- skíru lofti, já, þetta var betra. Ég „Þeir sem fá mikil völd í hendur frá þjóðinni verða að kunna á nót- urnar. Þetta á jafnt við um stjórnmálamenn, lögfræðinga, fjármála- menn og aðra sem með völd fara.“ er ekki frá því að skeifan í andliti hennar hafi snúið sér aðeins upp á við. Skyldi hún vera veik hugsaði ég innra með mér. En svo var ekki, því ég man ekki eftir að hafa þurft að finna fyrir pijóninum aftur. Já, lífið er ein allsheijar sinfónía. Málið snýst um að stilla strengina rétt, telja rétt og láta hljóðfærin fylgjast taktfast að, með öllum sín- um blæbrigðum. Þá er verkið full- komnað. Þannig á þetta sömuleiðis að vera meðal manna. Þeir sem fá mikil völd í hendur frá þjóðinni verða að kunna á nót- urnar. Þetta á jafnt við um stjórn- málamenn, lögfræðinga, fjármála- menn og aðra sem með völd fara. Það er ekki nóg að kunna eitt- hvað fyrir sér í stjórnmálasögu, lög- um eða hagfræði, ef samband skortir við sinfóníu lífsins, lífið sjálft, síðfræði og mannleg sam- skipti. Við förum öll jafn snauð úr þess- ari jarðvist eins og við komum í hana. Já, valdarán eru mörg og marg- vísleg. Það er ekki bara austur í Moskvu sem slíkir hlutir gerast. Ósæmilegir hlutir eiga sér því mið- ur líka stað á Islandi — því miður. Höfundur er fyrrverandi bankamaður. Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson Kirkjugarðurinn á Brjánslæk. Barðaströnd: Bijánslækj- arkirkjugarð- ur sléttaður Innri-Múla, Barðaströnd. í ENDAÐAN ágúst var Brjáns- Iækjarkirkjugarður __ sléttaður undir stjórn Jóns Kr. Ólafssonar frá Bíldudal sem ferðast viða um land og sér um að slétta kirkju- garða eftir ósk heimamanna. Sléttunin tókst mjög vel þó skipt- ar skoðanir séu um hvort eigi yfir- leitt að slétta garðana eða ekki. Sóknarnefndarformaður Bijáns- lækjarsóknar er Ingvi Haraldsson, Fossi. - S.J.Þ. X-Xöföar til XXfólksíöllum starfsgreinum! HJÁLPUMST AB VIB AB VERHDA BMHVERFHI BOSCH hefur ætíð verið lagið í að nýta nýja tækni til að framkvæma hug- myndir sem snúa að verndun umhverfis- ins. Ekki aðeins eru BOSCH leimilistækin búin öllum nýjustu tækninýjungum, heldur eru þau líka hönnuð til að nota náttúruauðæfi okkar af skynsemi. BOSCH þvottavélar. Aqua-spar kerfið sem er innbyggt í allar BOSCH þvottavélar sparar meira raf- magn, vatn og þvottaefni en þekktist áður. Sérstakt sparnaðarkerfi fyrir lítils- háttar og eðlilega skítugan þvott, sparar enn frekar rafmagn. BOSCH uppþvottavélar. BOSCH uppþvottavélar halda vatns- og rafmagnsnotkun í lágmarki. Að með- altali þarf aðeins 25 lítra af vatni og 1.7 kW af rafmagni. í handþvott notar þú 40 lítra af vatni. W W Jóhann Ólafsson & ■ SUNDABORG 13 • 104 REYKJAVfK • SÍM1688588 Aðrir útsölustaðir: Metró, Reykjavík; Parma, Hafnarfirði; Neisti, Vestmannaeyjum; SÚN, Neskaupstað; Rafmagnsverkstæði L. Haraldssonar, Seyðisfirði; Hákon Gunnars- son, Höfn í Hornarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.