Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 28
ieei íjgpftófjvigf-. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTÉMBER 1991 Sveitarstjórnakosning-ar í Noregi: Talið að andstæðingar EB muni sækja í sig veðrið Ósló. Frá Jan Guilnar Furuly, fréttaritara Morgunblaösins. FYRSTIJ tölur og síðustu skoðanakannanir fyrir norsku sveitar- stjórnarkosningarnar, sem fóru fram í gær, bentu til þess að and- stæðingar aðildar landsins að Evrópubandalaginu (EB) og Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) ynnu verulega á. Hér er um að ræða Sósíalíska vinstriflokkinn (SV) og Miðflokkinn. Þótt Norð- menn hafi verið að kjósa fulltrúa í sveitarstjórnir og á fylkisþing eru það landsmálin sem hafa verið efst á baugi að þessu sinni. Mestu skiptir að spurningin um aðiid að EB er í fyrsta skipti í tvo áratugi orðin mesta deiluefnið í norskum stjórnmálum, stjórnmál- askýrendur nefna kosningamar jafnvel „EB-kosningamar“. Ágreiningurinn um EB og EES hefur greinilega komið hreyfingu á kjósendur og mun fleiri en venju- lega virðast hafa ákveðið að svíkja sinn gamla flokk. SV, sem reynt hefur mjög að höfða til tilfinninga almennings, og Miðflokkurinn sem einkum nýt- ur stuðnings bænda og fólks á afskekktum stöðum, hafa stórauk- ið fylgi sitt með því að taka harða afstöðu gegn EB-aðild. Allt benti til þess í gær að flokkamir fengju meira fylgi en nokkra sinni fyrr. Framfaraflokkurinn, sem er lengst til hægri í litrófinu, hefur átt erf- itt uppdráttar en hann fékk sitt mesta fylgi frá upphafi í stórþings- kosningunum 1989. Verkamanna- flokkur Gro Harlem Brandtland forsætisráðherra og Hægriflokíc- urinn, tveir stærstu flokkar lands- ins, virtust ætla að tapa nokkru fyigi- Mörgum fannst kosningabarátt- an heldur dauflega en undir lokin féll þó minniháttar sprengja. Brundtland sýndi blaðamönnum bréf frá leiðtoga hægrimanna í borgarstjórn Óslóar, Michael Tetzchner. Þar var lýst yfir vilja bréfritara til að sjá til þess að andstaðan við stefnu minnihluta- stjómar Brandtland í EES-málun- um yrði rekin á málefnalegri grundvelli ef forysta hægrimanna vifdi þá yfirleitt hlusta á ráð sín. Sjálfur segist Tetzchner aðeins hafa viljað sýna forsætisráðherr- anum vinarbragð á erfiðum tímum og hefur hann harmað að hún skyldi misnota bréfið með þessum hætti. „Þetta segir meira um for- sætisráðherrann en Tetzchner,“ sagði Kaci Kullmann Five, leiðtogi Hægriflokksins. Forsætisráðherr- ann taldi að bréfið væri nafnlaust, sagðist ekki hafa tekið eftir því að Tetzchner hafði undirritað bréf- ið. Hún sagðist aðeins hafa ætlað sér að sýna að stefna hennar nyti víða stuðnings og nú væri hún „örvingluð“ yfir mistökum sínum. Ýmsir stjómmálaskýrendur hafa túlkað gerðir Brandtland sem rýtingsstungu í bak Kullmann Five. Hún hefur lent í hörðum orðasennum við Brundtland. í kosningabaráttunni og til skelfing- ar fyrir marga hafa þær stundum endað deilur sínar með persónuleg- um fúkyrðum. Þúsundir manna mættu á samkomu Jafnaðarmannaflokksins á laug- ardag. Fremstan í flokki má sjá Ingvar Carlsson forsætisráðherra. Líkurnar aukast á borgara- legri ríkissljórn í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. VIKU áður en Svíar ganga að kjörborðinu komu fulltrúar þeirra fylkinga sem takast á í kosningunum fram á kappræðufundi í sænska ríkissjónvarpinu. Annars vegar jafnaðarmennirnir Ingvar Carlsson forsætisráðherra og Allan Larsson fjármálaráðherra og hins vegar Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, og Bengt Wester- berg, formaður frjálslynda Þjóðarflokksins. Fyrirfram hafði því verið spáð að sjónvarpsumræðurnar kynnu að hafa úrslitaáhrif á kosningarnar og fylgdist mjög stór hluti kjósenda, alls um 3,6 millj- ónir, með þeim. Ovíst er hversu afgerandi þessar umræður eiga eftir að verða á úrslit kosninganna en eftir stendur að þær voru eitt síðasta tækifæri manna til að hafa áhrif á gang mála. ERLENT Filippseyjar: Fella samning um flotastöð á Subicflóa Washington, Manilla. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti útilokaði í gær frekari tilslakanir af hálfu Bandaríkjamanna til þess að ná samningum um áframhald- andi starfsemi bandarísku flota- stöðvarinnar við Subicflóa á Filippseyjum. Utanríkisnefnd Filippseyjaþings hafnaði samningi um áframhaldandi starfsemi Subicflóa-stöðvarinnar í gær með 12 atkvæðum gegn 11. Rene Saguisag, öldungadeildar- maður og fyrrum blaðafulltrúi Aqu- ino sagði að tilboð Bandaríkjamanna um 203 milljóna dollara greiðslu á ári fyrir afnot af stöðinni væri móðg- un. Upphæðin væri smánarleg. Bush sagði eftir samþykkt þingsins að ekki yrði betur boðið. Fréttaskýrendur era flestir þeirr- ar skoðunar að fulltrúar borgara- legu flokkanna hafi komið töluvert betur út úr umræðunum en jafnað- armenn og að líkurnar hafi því enn aukist á því að eftir kosningarnar á sunnudag taki borgaraleg ríkis- stjóm við völdum í Svíþjóð. Ef marka má skoðanakönnun sem SIFO-stofnunin gerði fyrir dagblaðið Expressen eftir umræð- urnar er það líka niðurstaða hins almenna sjónvarpsáhorfanda. 36% aðspurðra töldu að borgaraleg stjóm væri æskilegasti kosturinn fyrir Svíþjóð en 32% nefndu jafnað- armenn. Varðandi frammistöðu ein- stakra þátttakenda í umræðunum sögðust 69% telja að Westerberg hefði staðið sig'mjög vel eða frekar vel, 67% töldu að sú einkunn ætti við þá*Bildt og Carlsson en einung- is 55% töldu að fjármálaráðherrann Larsson hefði staðið sig mjög vel eða frekar vel. Aftur á móti sögðu 35% að hann hefði staðið sig mjög illa eða frekar illa. Niðurstöður svip- aðrar könnunar sem IMUS-stofn- unin gerði fyrir Aftonbladet eru nánast samhljóða. Borgaralegu flokkarair auka fylgi sitt Á sunnudag birti svo Svenska Dagbladet niðurstöður SIFO-könn- unar á fylgi flokkanna sem gerð hafði verið fyrir sjónvarpsumræð- urnar. Samkvæmt henni auka borg- aralegu flokkarnir fylgi sitt á kostn- að Jafnaðarmannaflokksins. Jafn- aðarmenn fá 35,9% fylgi í könnun- inni en voru með 37% í könnun sem gerð var viku áður. Hægriflokkur- inn eykur fylgi sitt um 1,4% og fá 21,9%, Þjóðarflokkurinn fær 10,7% og Kristilegir demókratar (KDS) 8,1% og Miðflokkurinn 8,7%. Ef marka má umræðumar í sjón- varpinu á lokasprettur kosninga- baráttunnar eftir að einkennast af hefðbundnu karpi. Stórmál á borð við aðildarumsókn Svia að Evrópu- bandalaginu og hvaða afleiðingar hún kemur til með að hafa fyrir Svíþjóð bar ekki mikið á góma. Menn sökuðu hins vegar hver annan um ósannindi eða að vera illa upp aldir þegar þeir gripu hver fram í fyrir öðrum. Bildt og Wester- berg gengu mjög hart á þá Carls- son og Larsson um hvort það kæmi ekki til greina af hálfu krata að lækka skatta til að bæta frammi- stöðu efnahagslífsins. Eftir að spurningin hafði verið endurtekin sex sinnum svaraði. Larsson því til að ávallt myndu jafnaðarmenn „standa vörð um velferðina“. Jafn- aðarmennirnir neituðu því að nokk- uð væri bogið við stjórnarstefnu sína og sögðu kosningastefnu borg- aralegu flokkanna sem ber heitið „Ný byijun fyrir Svíþjóð" eiga eftir að leiða til pólitískra og félagslegra deilna í þjóðfélaginu. Erfitt hjá jafnaðarmönnum Jafnaðarmenn eiga greinilega mjög undir högg að sækja í kosn- ingabaráttunni og gera sér fyllilega reyndist hlynntur sjálfstæði Makedoníu í þjóðaratkvæða- gi-eiðslu sem fór fram í lýðveld- inu á sunnudag. Mikil fagnaðar- læti brutust þar út í fyrrinótt vegna atkvæðagreiðslunnar en talið er að hún flýti fyrir því að Júgóslavía liðist í sundur. Þegar langflest atkvæðanna höfðu verið talin höfðu 74% þeirra, sem voru á kjörskrá, greitt atkvæði með sjálfstæði. Kjörsóknin var rúm- lega 75% og embættismenn sögðu að þetta þýddi að því sem næst allir, sem greiddu atkvæði, væru hlynntir sjálfstæði Makedoníu. Alb- anskir íbúar lýðveldisins sniðgengu atkvæðagreiðsluna þar sem þeir telja að stjómvöld í lýðveldinu ætli ekki að veita þeim sömu réttindi og öðram þjóðarbrotum. Stjórnvöld í lýðveldinu sögðu að þau myndu ekki ijúfa tengslin við Júgóslavíu fyrr en útséð væri um að landið yrði gert að laustengdu ríkjasambandi fullvalda lýðvelda. Makedoníumenn hyggjast taka við stjórn eigin mála en vera áfram í júgóslavneska myntkerfinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Þeir ætla ekki að segja sig úr júgóslav- neska sambandsríkinu nema Slóv- grein fyrir því. Hafa þeir fengið franska auglýsingastofu til að skip- uleggja kosningabaráttu sína en þessi sama stofnun hefur m.a. skip- ulagt mjög vel heppnaða kosninga- baráttu fyrir Francois Mitterrand Frakklandsforseta og Franz Vran- itzky kanslara Austurríkis. Ljóst er að kosningabarátta jafnaðarmanna er óhemju dýr og halda samtök sænskra atvinnurekenda því fram að hún muni kosta meira en kosn- ingabarátta George Bush Banda- ríkjaforseta fyrir þremur árum. enía og Króatía öðlist algjört sjálf- stæði frá Júgóslavíu. Þeir segjast ekki geta verið í ríki þar sem Serb- ar hafi bæði tögl og hagldir. Þúsundir manna fögnuðu sigri á götum Skopje, höfuðborgar Make- doníu, í fyrrinótt þótt niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lægi þá ekki enn fyrir. „íbúar Makedoníu sýndu að þeir vilja sjálfstætt og fullvalda ríki,“ sagði Nikola Kljusev, forsæt- isráðherra lýðveldisins. „Við ætlum að reyna að opna landamæri Make- doníu, afnema vegabréfsáritanir, gera lýðveldið að hlutlausu og her- lausu ríki og fríverslunarsvæði,“ sagði hann. Lýðveldið var hluti af fornu ríki, Makedoníu, sem náði yfir svæði er tilheyrir nú Búlgaríu og Grikk- landi, auk Júgóslavíu, eftir land- vinninga Alexanders mikla fyrir rúmlega 2.000 árum. Lýðveldið er fátækt og íbúar þess eru rúmlega tvær milljónir. Ijórðungur vinnu- aflsins er án atvinnu, gjaldþrot blas- ir við mörgum fyrirtækjum og lýð- veldið er umkringt óvinveittum ná- grönnum. Ennfremur kunna að koma upp vandamál vegna hinna ýmsu minnihlutahópa í lýðveldinu, svo sem Albana, múslima, Tyrkja og Serba. Sovétríkin: Ellefta lýðveldið lýsir yfir sjálfstæði Moskvu. Reuter. Mið-Asíulýðveldið Tadzhi- kistan lýsti yfir sjálfstæði í gær og er ellefta Sovétlýðveldið sem það hefur gert. Eitt til viðbótar hefur lýst yfir vilja til að segja skilið við Sovétríkin. Níu lýðveldi hafa lýst yfir sjálf- stæði frá misheppnuðu valdaráni sovéskra harðlínukommúnista, sem hófst 19. ágúst. Eftirfarandi listi er yfír lýðveldin ellefu og ennfremur kemur fram hvenær þau lýstu yfir sjálfstæði: • Tadzhikistan - 9. september. • Úzbekistan - 31. ágúst. • Kírgístan - 31. ágúst. • Azerbajdzhan - 30. ágúst. • Moldova - 27. ágúst. • Hvíta-Rússland - 25. ágúst. • Úkraína - 24. ágúst, með fyr- irvara um þjóðaratkvæðagreiðslu 1. desember. • Lettland - 21. ágúst. • Eistland - 20. ágúst. • Georgía - 9. aprfl, stefnir þó að sjálfstæði í áföngum. • Litháen - 11. mars 1990. Auk þess hafa stjórnvöld í Arm- eníu lýst yfir vilja til að segja skilið við Sovétríkin. Lýðveldin þijú, sem stefna ekki að aðskilnaði, eru Rússland, Kaz- akhstan og Turkmenistan. Makedonía: Mikill meirihluti hlynntur sjálfstæði Skopje. Reuter. YFIRGNÆFANDI meirihluti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.