Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 36
36 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 160 nemendur í Haskólanum í vetur VETRARSTARF er hafið í Háskólanum á Akureyri. Nemendur í vetur eru um 160 talsins. Nú er í fyrsta sinn hérlendis boðið upp á tveggja ára nám í gæðastjórnun. Stefnt er að því að haldnir verði allnokkrir laugardagsfyrirlestrar í vetur. Kennsla er hafin í öllum deildum Háskólans á Akureyri. Nemendur eru um 160 talsins, flestir, um 70, í rekstrardeild, sem skiptist í iðn- rekstrarbraut og rekstrarbraut. Á þeim brautum er tveggja ára nám en nú býðst nemendum í fyrsta sinn Hraðakstur og þjófnaður LÖGREGLAN á Akureyri tók sjö ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og tvo fyrir ölvun við akstur. Þá var stolið útvarpstækj- um úr fjórum bílum. Meðal þeirra sem tekniur voru fyrir of hraðan akstur var einn sem ók á 133 km hraða á Ólafsfjarðar- vegi, sunnan Fagraskógar, en þar er leyfður 90 km hraði. Á laugardagsmorgun var lögregl- unni tilkynnt um að stolið hefði ver- ið útvarps- og segulbandstækjum úr fjórum bílum á Akureyri, við Byggðaveg, Oddeyrargötu og Helgamagrastræti. hér á landi að setjast í tveggja ára framhaldsnám í gæðastjórnun. Hing- að til hefur aðeins verið hægt að taka stök námskeið á því sviði við Háskóla íslands og Tækniskóla ís- lands. Að sögn Stefáns G. Jónsson- ar, forstöðumanns rekstrardeildar, er meirihluti þeirra sem hófu nám í gæðastjórnun nemendur sem áður höfðu lokið námi frá Háskólanum á Akureyri, en auk þess eru þar m.a. tæknifræðingur og nemendur, sem áður höfðu iokið prófi frá Samvinnu- háskólanum á Bifröst. Við sjávarútvegsdeild verður í vet- ur í fyrsta sinn kennsla á þriðja ári af fjórum, sem námið tekur. Stefnt er að því að fyrstu nemendur braut- skráist af sjávarútvegsbraut um ára- mót 1993-1994. Nám á hjúkruna- rbraut heilbrigðisdeildar tekur einnig ljögur ár, en þaðan voru brautskráð- ir fyrstu hjúkrunarfræðingarnir á síðastliðnu vori. Háskólinn á Akureyri hefur á und- anförnum árum af og til efnt til laug- ardagsfyrirlestra um margvísleg efni og í vetur er fyrirhugað að halda áfram á þeirri braut. Dagskrá svæðisút- varpanna samtengd UNNIÐ er að því að auka sam- starf svæðisútvarpanna á Vest- fjörðum, Norðurlandi og á Aust- fjörðum. Meðal væntanlegra breytinga að svæðisstöðvarnar verði að einhverju leyti samtengd- ar. Auk þess er þess freistað að tengja svæðisbundið efni í aukn- um mæli inn á Iandsrásir Ríkisút- varpsins. Morgunútvarp Norður- lands verður dægurmálaútvarp. Bjarni Sigtryggsson, forstöðu- maður svæðisútvarps á Norðurlandi, sagði að vetrardagskrá Ríkisútvarps- ins hæfist að vanda 1. október. Þar sem þessi háttur væri hafður á sam- kvæmt hefð færi ekki saman starfsár útvarpsins og fjárhagsár, sem miðað- ist við áramót. Þetta ylli dálitlum vanda við skipulag starfsins. Bjarni sagði að nú væri unnið að hugmyndum um að efla samstarf svæðisútvarpsstöðvanna og tengja þær saman í meira mæli þegar út- varpað er efni sem á erindi milli svæða. í þessu efni væri meginvand- inn sá að útsendingardagar á Vest- fjörðum og Austfjörðum væru færri en hér nyrðra. Auk þessa væri verið að reyna að finna farveg fyrir aukið efni frá svæðisstöðvunum inn á landsrásirnar. í sambandi við vetrarstarfið hjá Útvarpi Norðurlands sagði Bjarni fyrirhugað að morgunsendingartím- inn milli átta og hálfníu á morgnana yrði dægurmálaútvarp Norðurlands en kvöldtíminn milli hálfsjö og sjö fréttaútvarp Norðurlands. Auk þess væri ætlað að bæta við útsending- artímum á svæðinu en ekki þó á föstum, reglulegum tíma. Bjarni taldi að hlutdeild útvarpsins á Akureyri í reglulegri dagskrá á Rás 1 og 2 yrði svipuð og verið hefði. Ilins vegar hefðu verið og væru enn uppi hugmyndir innan yfirstjórnar Ríkisútvarpsins að flytja umsjón ákveðins dagskrárefnis frá Reykja- vík til Akureyrar og við það efldist starf útvarpsins nyrðra. Álafoss, Akureyri: Til vinstri sér á stafn nýja íþrótta- hússins. sem er sambyggt félagsheim- ili KA. Á innfelldu myndinni sér yfir nýja íþróttasalinn. Iþróttahús KA væntanlega opnað um næstu mánaðamót SMÍÐI íþróttahúss KA gengur samkvæmt áætlun og fyrirhugað er að kennsla og íþróttastarf þar hefjist um mánaðamót sept- ember-október. Verið er að klæða húsið utan og jafnframt er unnið að ýmsum störfum innan húss. Alfreð Gíslason, handbolta- maður og þjálfari, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íþrótta- svæðis KÁ. Júdómenn í KA tóku svolítið forskot á sæluna þegar þeir hófu æfingar í júdósal nýja íþrótta- hússins um helgina. Að sögn Sigmundar Þórissonar, form- anns KA, gengur smíði hússins afar vel. Jafnframt því sem unn- ið er að því að setja klæðningu utan á húsið er unnið innanhúss. Húsið hefur verið málað, flísa- lögn er að mestu lokið, baðher- bergi og búningsklefar nær full- búin. Fyrirhugað er að menn komi eftir næstu helgi til að leggja efni á gólf aðalsalar húss- ins. Verði því verki lokið sam- kvæmt áætlun verður húsið til- búið til notkunar um mánaða- mót. Sigmundur sagði að þá yrðu að vísu ekki komnir áhorfenda- bekkir. Þeirra væri von í nóvem- ber og þar með yrði húsið full- búið. Þarna yrði rúm fyrir u.þ.b. 800 áhorfendur í sætum og stæðum. Að sögn Sigmundar hefur Alfreð Gíslason, handboltaþjálf- ari og leikmaður með KA, verið ráðinn framkvæmdastjóri íþróttasvæðisins ytra sem innra. Næstráðandi hans hefur verið ráðinn Pétur Ólafsson. Verið er að ganga frá ráðningum annarra starfsmanna við íþróttasvæðið, en þar er um að ræða nýja íþróttahúsið, félagsheimilið, sem tengist því með millibyggingu, og útisvæðið, íþróttavellina. Einnig er verið að ganga frá samningum við Akureyrarbæ um leigusamning vegna kennslu í húsinu og samning á tækjakaup- um. Alfreð Gíslason sagðist taka formlega við framkvæmda- stjórastarfinu 1. október en hann ynni nú að ýmsum undirbúnings- störfum. Hann sagði að bygg- ingaverkið gengi afar vel. Litlu salirnir væru nú tilbúnir hver af öðrum og ef allt færi að vonum yrði unnt að hefja kappleiki í stóra salnum um miðjan október. Starfsmenn lifa í voninni um að starfsemi haldi áfram NOKKRAR vonir hafa kviknað í brjóstum starfsfólks Álafoss á Akur- eyri eftir að samningar tókust með Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og Landsbankanum um að stofnað yrði nýtt fyrirtæki til að taka við rekstri vefdeildar og fatagerðar á Akureyri. Starfsmönnum hefur fækkað nokkuð eftir að Landsbankinn yfirtók reksturinn í sumar. Jóhann Bjarmi Símonarson, fjár- fundar við starfsfólk og sagt frá reiðustjóri hjá Álafossverksmiðjunni á Akureyri, sagði að Baldvin Valdi- marsson, hinn nýi framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem fyrirhugað er að taki við rekstrinum, hefði komið til stöðu mála og því sem fyrirhugað væri að gera og samið hefði verið um til að rekstri yrði haldið áfram. • Jóhann Bjarmi sagði að allir sem nú störfuðu við verksmiðjurnar væru Félagsstofnun stúdenta á Akureyri: Smíði hafin á stúdentagörðum Á VEGUM Félagsstofnunar stúd- enta á Akureyri er hafin vinna við að reisa nýja stúdentagarða. Að ári verða tilbúnar 9 nýjar íbúð- ir fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akur- eyri hefur yfir að ráða einu húsi í Glerárhverfi, Útsteini. I þessum stúd- entagarði eru 10 íbúðir og 14 ein- staklingsherbergi. Að sögn Valtýs Hreiðarssonar, forstöðumanns Fé- lagsstofnunar stúdenta, hefur Út- steinn verið fullsetinn frá upphafi. Á sumrin hefur Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri haft húsnæði, sem þar er laust, á leigu fyrir sumarstarfs- fólk og sagði Valtýr að samstarf við sjúkrahúsið væri afar gott. Nýlega hófust framkvæmdir við nýja stúdentagarða á mótum Þór- unnarstrætis og Klettastígs. Að sögn Valtýs verða þar alls þijú hús, eitt með 12 einstaklingsherbergjum og tvö með 9 íbúðum hvort. Áætlað er að annað þessara síðarnefndu húsa verði tilbúið að ári. Óvíst er um hin tvö. Á vegum Félagsstofnunar stúd- enta á Akureyri er viðhöfð ýmis þjón- usta við stúdenta Háskólans. Þar má nefna kaffistofu, námsmanna- þjónustu og á þessu hausti tók Fé- lagsstofnun við rekstri bóksölu stúd- enta, en hún er til húsa í kjallara Háskólans. ráðnir af Rekstarfélagi Álafoss, sem starfaði á vegum Landsbankans. Þetta væru þeir sem áður störfuðu hjá Álafossi og hefðu verið endur- ráðnir hjá þessu félagi í mislangan tíma. Sá ráðningartími hefði þegar runnið út hjá sumum og nálgaðist það hjá öðrum. Jóhann sagði að starfsmönnum hefði því fækkað smátt og enda þótt hann vissi ekki nákvæmlega hver fjöldi þeirra væri þessa dagana mætti telja að þeir væru orðnir eitthvað nálægt því marki sem hið nýja fyrirtæki hefði sett sér, um 130 manns. Segja mætti að starfsemin, eins og hún hefði ver- ið ákveðin af Landsbankanum, væri að komast á síðasta snúning, enda hefði bankinn ekki stefnt að áfram- haldandi rekstri. Nú stæði öll starf- semin eða félli með því að hinu nýja fyrirtæki yrði sem fyrst komið á legg. Jóhann Bjarmi sagði að menn gerðu sér nú nokkuð góðar vonir um að áfram héldi starf við verksmiðj- umar og það væri mikilvægt, ekki síst í ljósi þeirrar sorglegu staðreynd- ar að mikill hluti fólks sem þar ynni ætti ekki í önnur hús að venda með að fá vinnu á Akureyri. Hann sagð- ist hafa orðið nijög var við kvíða, einkum hjá því fullorðna fólki sem ekki hefði átt þess kost að flytja burtu úr bænum til að fá starf við sitt hæfi. Nú væri farginu nokkuð að létta af mönnum og enda þótt málið væri í mótun og enginn vissi nákvæmlega hvað framundan væri eða hvort þeir yrðu ráðnir til starfa hjá hinu nýja fyrirtæki vonuðu menn hið besta. ♦ ♦ ♦ Fyrirlestur í Háskólanum ANNAÐ kvöld, miðvikudagskvöld, flytur dr. Berys Gaut, kennari við Háskólann í St. Andrews í Skot- landi, fyrirlestur í Iláskólanum á Akureyri um samband listar og siðferðis. Háskólinn á Akureyri og Félag áhugamanna um heimspeki standa fyrir fyrirlestrinum, sem er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku og hefst í stofu 24 í Háskólanum á Akureyri annað kvöld klukkan 20.1B. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.