Morgunblaðið - 10.09.1991, Side 39
xeer 5iaaM3Tq33 .or auoAQ’ji,gm<j qKíAjevrjOiiOM Jíb
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 39
Ástæðurnar fyrir einka-
væðingu Ríkisútvarpsins
eftírÓlaf
Hauksson
Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðla-
skrifari Morgunblaðsins, auglýsir í
dálki sínum sunnudaginn 25. ágúst
eftir ástæðum fyrir því að ríkið
hætti rekstri Ríkisútvarpsins.
Ásgeir segir fá rök hafa komið
fram um kosti einkavæðingar Rík-
isútvarpsins og bendir til saman-
burðar á að í Bretlandi sé ánægja
með ríkisrekstur BBC. Hann telur
að til að einkavæða Ríkisútvarpið
hér verði að liggja fyrir vissa um
að nýir eigendur geri a.m.k. jafn
vel og helst betur en ríkið.
Munurinn á BBC og RÚV
ekki veit ég hvers vegna menn
freistast til að bera saman BBC og
Ríkisútvarpið íslenska. Aðeins örfá
ár eru síðan Ríkisútvarpið fékk
samkeppni og þar með aðhald frá
einkastöðvum, en BBC hefur búið
við slíkar aðstæður áratugum sam-
an. BBC hefur aðeins tekjur af af-
notagjöldum. Ríkisútvarpið hefur
ekki aðeins lögbundin afnotagjöld,
heldur hirðir það meirihluta auglýs-
ingatekna ljósvakamiðla í krafti
sterkrar stöðu.
Þó BBC hafi gert góða hluti í
Bretlandi, þá hafa ljósvakamiðlar í
einkaeign þar á landi einnig gert
það. Hér á landi er staðan hins
vegar sú að Ríkisútvarpið hefur svo
sterka aðstöðu að aðrir ljósvakam-
iðlar eiga sér ekki viðreisnar von
ef ekkert breytist.
Ríkisútvarpið hefur ekki gott af
því að vera einrátt. Fyrstu 55 árin
í lífi þess var það í slíkri stöðu. Á
þeim tíma staðnaði Ríkisútvarpið
svo gjörsamlega að það lifði í eigin
heimi, sífellt tuttugu árum á eftir
neytendum. Það var ekki fyrr en
kröfur um afnám einokunar urðu
mjög háværar, að stofnunin vakn-
aði af þungum svefni.
Engar breytingar eða framfarir
hafa orðið hjá Ríkisútvarpinu nema
vegna utanaðkomandi þrýstings
eða beinnar samkeppni. Þannig
varð Rás 2 til, þannig var farið að
sjónvarpa á fimmtudögum og í júlí,
þannig voru fréttastofurnar efldar
og þannig urðu til svæðisstöðvar.
Ekki var farið að talsetja barnaefni
nema vegna þess að Stöð 2 gerði
það, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Keppt á jafnréttisgrundvelli
Þar sem Ríkisútvarpið hefur gott
af samkeppninni, þá gengur ekki
að það drepi keppinauta sína. Því
verður að losa stofnunina undan
pilsfaldi ríkisins og leyfa henni að
spjara sig á jafnréttisgrundvelli.
Þannig eru gæði þess tryggð áfram
og þannig gefst öðrum tækifæri til
að gera jafn vel, ef ekki betur.
Ekkert lögmál segir að ríkið geti
eitt rekið fjölmiðil sem sinnir marg-
þættu „menningar- fræðslu- og ör-
yggishlutverki", eins og Ásgeir
Friðgreisson orðar það.
Margir hafa stungið upp á því
að tekjur Ríkisútvarpsins verði ein-
göngu bundnar við afnotagjöld og
einkastöðvar fái auglýsingarnar.
Lítil skynsemi er fólgin í því að leyfa
ekki not af útbreiddasta fjölmiðlin-
um til að koma boðum til neytenda
og því er þetta ekki leiðin til að
jafna aðstöðuna.
Fella verður áfnotagjaldið niður.
Þess í stað getur Ríkisútvarpið aflað
tekna á t.d. sama hátt og Stöð 2.
Vafalítið gæti Ríkisútvarpið fengið
að kaupa sig inn í það innheimtu-
kerfi. Þannig greiða áhorfendur
fyrir efnið og aðrir ekki. Hljóðvarp-
ið yrði að spjara sig með auglýsin-
gatekjum.
Breytingar til hins betra
Vafalítið munu heildartekjur Rík-
isútvarpsins lækka. Þær nema nú
um tveimur og hálfum milljarði
króna á ári. Minni tekjur þýða að-
eins að fara verður betur með pen-
ingana. Sem einkafyrirtæki mundi
Ríkisútvarpið losna við ýmsar kvað-
ir sem nú hvíla á því sem opinberu
fyrirtæki og kostnaður þannig
minnka.
Ásgeir Friðgeirsson segir í grein
sinni að enginn hafi sett fram ítar-
leg markmið um hvernig einkaaðili
ætli að sinna hlutverki Ríkisút-
varpsins. Þar gengur hann út frá
því að ekkert megi breytast og tel-
ÚTSALA
VEGGFÓÐUR,
GÓLFDÚKAR,
BAÐHERBERGISÁHÖLD,
BAÐMOTTUR,
Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup
á útsölu Veggfóðrarans. 15-50%
afsláttur af gólfdúkum, veggfóðri,
gólfkorki, baðmottum, baðher-
bergisáhöldum og baðhengjum.
Athugið að útsalan stendur
aðeins í eina viku.
VEGGFÓDRARINN
VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI
FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK
SÍMAR: (91) - 6871 71 / 687272
„Hvernig sem að verð-
ur farið, þá er björt
framtíð útvarps og
sjónvarps hér á landi
bundin við að þeir sem
leggja fram krafta sína
á þeim vettvangi fái að
gera það á jafnréttis-
grundvelli.“
ur upp sitt af hveiju. Slíkt er auðvit-
að fásinna. Fjölmiðill lifir f svo
breytilegum heimi að ekki er hægt
að setja hann á klafa. Það hefur
reyndar verið gert með Ríkisútvarp-
ið og er mál að linni. Það er einfald-
lega of dýrt fyrir þjóðina.
Ásgeir Friðgeirsson grípur einnig
til þess að fara með gamla tuggu
um mennta- og menningarhlutverk
Ríkisútvarpsins. Stofnunin reyndi
Ólafur Hauksson
áratugum saman að troða menn-
ingu ofan í þjóðina, af slíku offorsi
að heilu kynslóðirnar hata sinfón-
íur, prelúdíur og fúgur, lúðrasveitir
og strengjakvaitetta.
Sem áhugamaður um fjölmiðla
ætti Ásgeir að vita að útvarp og
sjónvarp eru fyrst og fremst frétta-
og skemmtimiðlar. Menntunin og
menningin þrífast á hvaða hátt sem
þessi miðlar þjóna þeim.
Ekki verri þjónusta
En er ekki hætta á að ef Ríkisút-
varpið verður einkafyrirtæki, þá
hætti það að sinna afskekktum
byggðarlögum eða öryggisþjón- 4
ustu? Varla, því þetta umfangs-
mikla dreifikerfi Rfkisútvarpsins er
meginstyrkur þess sem auglýsing-
amiðils. Þar að auki gæti Alþingi
ráðstafað af almannafé til að
styrkja útbreiðslu ljósvakamiðla, ef
sérstakar ástæður þættu fyrir því.
Ljóst er hins vegar að fara verð-
ur hægt af stað með einkavæðingu
Ríkisútvarpsins. Vermæti fast-
eigna, tækja og viðskiptavildar
nema einhveijum milljörðum. Ríkið
verður því fyrst um sinn að vera
áfram aðaleigandi fyrirtækisins, á
meðan hlutabréf væru seld á nokkr-''
um árum. Þannig mætti hugsa sér
að um 5 til 10% hlutabréfa væru
seld á hveiju ári.
Hvernig sem að verður farið, þá
er björt framtíð útvarps og sjón-
varps hér á landi- bundin við að
þeir sem leggja fram krafta sína á
þeim vettvangi fái að gera það á
jafnréttisgrundvelli. Þar verður
Þjóðarútvarpið hf., áður Ríkisút-
varpið, vafalítið fremst'meðal jafn-
ingja — að minnsta kosti fyrst um
sinn.
llöfundur er blaðamadur og
starfar við almannatengsl og
fjölmiðlaráðgjöf.
MArtline
UMHVERFISVÆNIR
IHÐ LEIK 0G STORF