Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Þórunn Guðmunds dóttír - Minning Fædd 14. maí 1903 Dáin 3. september 1991 Hún Þórunn eða amma okkar er nú farin frá okkur. Hún var jarðsett í kyrrþey mánudaginn 9. september að eigin ósk. Við trúum því að hverfa úr þessu lífi hafi verið ákveðinn létt- ur fyrir hana því hún sagðist vera södd lífdaga um það bil sem hún var að missa talið. Þá var hún búin að missa annan fótinn svo hún gat ekki lengur búið heima hjá foreld- rum okkar. Þórunn fæddist á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Asgeir Eiríksson og Anna Brynjólfsdóttir. Hún lauk kennaraprófí 1934 og kenndi víða sem farkennari. Meðal annars kenndi hún í Staðarsveit þar sem hún kynntist foreldrum okkar. Þeg- ar hún flutti til Reykjavíkur til að geta verið hjá móður sinni, sem þá yar í sjúkrahúsi, fékk hún leigt her- bergi hjá foreldrum okkar. Það var mikil gæfa fyrir okkur systkinin. Smátt og smátt varð hún hluti af ;;íu.íj fjöískyldunni og tók að sér ákveðna þætti uppeldisins í góðri samvinnu við foreldra okkar. Þórunn var einstaklega hæfi- leikarík kona og sérstaklega var hún vel að sér í tungumálum. Hún hjálp- aði okkur öllum með heimalærdóm- inn og skipti þá engu máli á hvaða skólastigi við vorum. Hún kunni allt betur en við. Og það voru fleiri sem nutu hjálpsemi hennar á þessu sviði, s.s. systkinabörn hennar og skólasystkini okkar. Síðast fyrir tveimur árum þýddi hún heilu kafl- ana úr sérhæfðri kennslubók á há- skólastigi inn á segulband þrátt fyr- ir erfiðleika við að tala. Fyrir mörg- um árum bað eitt okkar hana um að hjálpa sér með þýsku. Hún sagð- ist aldrei hafa lært þýsku en hún sagðist vera tilbúin til hjálpar eins og hún var reyndar alltaf. Enda kom RtiMFATA-l LAGERINN m SkeHan 13 Auðbnkku3 Óseyri m t 108 Reykjavik 200Kópavogi tOOAkunyrl, QtrÍSopí kpnp j / 260m ino#0 það í Ijós að hún kunni mikið fyrir sér, þar sem hún þekkti öll tungu- málin „í kringum “ þýskuna og þurfti aldrei að fletta upp orði á meðan maður sat við hlið hennar. . Það er svo margs að minnast þegar við hugsum til Þórunnar að erfitt er að velja úr góðum minning- um. Hún starfaði sem vökukona á Kleppi alla tíð sem hún var hjá okk- ur og átti þá frí á sunnudögum og mánudögum. Brátt varð mánudagur nokkurs konar auka „helgidagur" hjá okkur því þá var amma heima og stjanaði í kringum okkur. Hún færðí okkur kaffi í rúmið, las fyrir okkur, fór með okkur að skoða eitt- hvað og eldaði síðan kótilettur um kvöldið. Hún gerði aldrei kröfu á aðra um neitt sér tii handa en var næm á vanda annarra. Það var gott að leita til hennar með alla hluti. Böm okkar nutu hennar í ríkum mæli og mætti hún þeim á þeim aldri sem þau voru hverju sinni. Hvort sem það var að skríða á gólf- inu með þeim, í feluleik eða aðstoða þau með heimavinnu. Þórunn ferðaðist mikið, fyrst inn- anlands og síðar í útlöndum. Hún var vön að læra tungumál viðkom- andi lands áður en hún fór af stað — ef hún kunni það ekki fyrir. Hún vildi kynnast landi og þjóð betur en mállaus ferðamaður. Þegar hún kom heim færði hún okkur alltaf eitthvað og sagði okkur ferðasöguna. Enn sjáum við fyrir okkur arabískar byggingar í Andalúsíu eða Akra- polis í Aþenu þó við höfum ekki komið þangað. íslensk málrækt var alltaf ofar- lega í hennar huga. Stundum vorum við fegin að útvarps- og sjónvarps- fréttamenn heyrðu ekki það sem hún hafði að segja um þá eftir að þeir voru t.d. búnir að „breyta fólki“ (mannabreytingar á vinnustöðum) og fara „sitt í hvora áttina". Hún skrifaði greinar í dagblöð um ís- lensku og þýddi bækur sem voru gefnar út. Einn blaðamaður hjá Morgunblaðinu, sem greinilega hafði metnað fyrir íslensku, sagðist alltaf hafa eina ákveðna grein henn- ar á borðinu hjá sér til að minna sig á ýmislegt í íslensku sem gæti farið betur. Að lokum viljum við þakka starfs- fólki á Landakoti góða umönnun Þórunnar. Þar leið henni vel. Við þökkum samfylgdina sem við munum búa að alla ævi. Megi hún hvíla í friði. Vilborg, Kári, Gísli og Elmar -------*-+-*--- Þakkir frá jafnaðar- mönnum Lettlands JÓNI Baldvin Hannibalssyni formanni Alþýðuflpkksins, Jafn- aðarmannaflokks Islands, hefur borist bréf frá formanni Jafnað- armannaflokks Lettlands, Aleks- andré Tormanis. Bréfið birtist hér í lauslegri þýðingu: „Jafnaðarmenn Lettlands færa íslenskum jafnaðaiTnönnum, ríkis- stjórn íslands og þjóðinni allri, hjart- ans þakkir fyrir að hafa tekið frum- kvæði í endurreisn stjórnmálalegrar viðurkenningar Lettlands, Eistlands og Litháens. Á síðustu dögum virð- ist hin hraða þróun í átt til lýðræðis og stjórnar samkvæmt lögum í Sov- étríkjunum og Eystrasaltsríkjunum, hafa komið sumum stærri ríkja Vest- urlanda á óvart. Mótsögn þess er afstaða ríkisstjórna og þjóða Norður- landanna með ísland í fararbroddi. Við viljum einnig þakka yður mikla persónulega framlag í árarað- ir til stuðnings kúguðum þjóðum Austur- og Mið-Evrópu. Jafnaðar- menn Eystrasaltsríkjanna hafa ekki gleymt ræðu yðar á þingi alþjóða- sambands jafnaðarmanna í Lima árið 1986. Þar minntuð þér alþjóða- sambönd jafnaðarmanna á atburði og siðferðileg grundvallarsjónarmið, sem ekki þótti fínt að nefna á þeim tíma.“ (Frá skrifstofu Alþýðuflokksins)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.