Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 46

Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 46
46 Minning: Sturla Sigfússon Fæddur 20. júní 1958 Dáinn 80. ágúst 1991 Þegar maður hefur horft í augu manns sem heyr raunverulega og hlífðarlausa baráttu við dauðann og séð þar speglast vonina, viljann og kjarkinn, verður lotningin yfir- sterkari orðunum. Því þegir maður þegar þessi augu tæmast af lífinu, lýtur höfði og spyr engra spurninga um tilgang eða tilgangsleysi. Allt virðist marklaust. Orð óþörf. En einhvers staðar inni í þeirri kyrrð sem er dauðanum fylgjandi og í því tómi sem hann færir þeim sem hljóta að lifa áfram er einhver sem hvíslar að fátt sé fegurra en lífið sjálft, fátt sterkara en sameiningin, fátt eilífara en vináttan, fátt sann- ara en æðruleysið, fátt, nema ástin. Og án þess að vita hver hvíslar trú- ir maður að sá hvíli í friði sem átt hefur allt þetta og notið þess. Ekk- ert finnur maður meira ríkidæmið. Allt þetta var Sturlu. Allt þetta er Önnu Soffíu. Og verður arfur barn- anna þeirra. Engar gjafír eru betri í sorginni. Og engar heldur í lífínu framundan. Dísa Ungur maður í blóma lífsins er hrifinn brott frá ástvinum sínum, eiginkonu og þrem ungum börnum: Þau eru: Guðmundur Gísli, 13 ára, Sigfús, 7 ára, og Valborg, 3ja ára. Langri baráttu er lokið og siáttu- maðurinn hafði betur þótt allt væri reynt til að verða ekki á vegi hans, svo sárt og kvalafullt getur lífið orðið. 28. maí 1983 gengu þau í hjóna- band Anna Soffía Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fædd 14. des- ember 1960, og Sturla Sigfússon, vélstjóri. Lífíð blasti við þeim og þau væntu sér mikils af komandi framtíð. Þau voru miklir höfðingjar heim að sækja. Notalegt var að sitja í litlu stofunni og spjalla. Sturla hafði stórt hjarta, hann var glaðlyndur og ætíð tilbúinn að rétta hjálparhönd og miðla þeim er voru í návist hans. Sem lítill dreng- ur var hann hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann fór. Sást hann þá oft ekki fyrir og var það ekki ósjald- an að þessi fjörkálfur brákaði litlu beinin sín. Foreldrar hans voru Sigfús Tryggvason, fæddur 28. maí 1923, dáinn 14. janúar 1991 úr krabba- meini, hann var sjómaður, fæddur á Þórshöfn á Langanesi, og kona hans Guðlaug Hraunfjörð Péturs- dóttir, fædd 20. apríl 1930. Sturla ólst upp á meðal 5 systk- ina sinna í Kópavogi. Þar í nátt- úrufegurðinni ríkti frjálsræði í starfí og leikjum barnanna. Það er SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. SMfTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SlMI 28300 Erum flutt í Armúla 38 Sími 677644 Barna & fjölskyldu Ijósmyndir margs að minnast frá umliðnum árum. Upp í hugann Ieita ótal gleði- stundir er Sturla var snúninga- drengur í sveitinni okkar, hann var alla tíð lipur og léttur á sér og tilbú- inn í hvað sem var. Mest heillaðist hann þó af blessaðri sauðkindinni og litlu lömbunum, þeim gaf hann öllum nöfn og þekkti þau svo í hag- anum, ef þau urðu á vegi hans. Léttfættur var hann í smala- mennskunum er hlaupið var um brekkur og gjl í fjallinu. Sturla var mikil félagsvera, hann var í íþrótta- félaginu Breiðabliki í Kópavogi. Hvar sem hann var eignaðist hann vini sem héldu tryggð við hann til hinsta dags. Hann lifði lífinu lif- andi, þrátt fyrir sjúkdóminn ferðað- ist hann um landið og lét ekki fjötra sig, heldur kom því í kring sem hann ætlaði sér. Það var honum mikil styrkur í þeirri hörðu baráttu sem hann þurfti að heyja að Anna Soffía kona hans stóð eins og klettur við hlið hans og hjúkraði honum og annað- ist til hinstu stundar. Síðustu þijú árin voru erfíð barátta upp á líf og dauða við illkynja sjúkdóm. Sturla barðist sem hetja fyrir heilsu sinni og gekkst undir erfiðar læknisað- gerðir hvað eftir annað. Þegar Sturla var Iagður inn á Landspítalann var þar nýopnuð krabbameinsdeild. Sturla sá brátt hve mikil þörf var á því fyrir sjúkl- ingana að geta rætt um sjúkdóminn til þess að geta staðist allar þær þrengingar sem hver og einn átti í vændum. Hann tók það því á sínar herðar að ræða málin við sjúkling- ana, hughreysta þá og gleðja. Hann talaði í þá kjarl og vék öllu von- leysi á brott. Hann var því virtur og elskaður á deildinni, bæði af sjúklingum og starfsfólki. Sturla og faðir hans voru herbergisfélagar síðustu mánuðina sem Sigfús lifði og töldu kjark hvor í annan. Sturla trúði alla tíð á hið góða, að hann fengi að annast konu og börn í framtíðinni. Þegar ungur maður í blóma lífs- ins er hrifinn brott frá ástvinum sínum fínnst þeim sem eftir lifa erfítt að skilja hverfulleika lífsins. Söknuður og tómleiki sest að en endurminningarnar eru bjartar og fagrar. „Hver liðin stund er lögð i sjóð, jafnt létt sem óblíð kjör. Lát auðlegð þá ei hefta hug, né hindra þína fór. Um hitt skal spurt - og um það eitt, hvað ysta sjóndeild fól, því óska vorra endimark er austan við morgunsól." (Om Amar.) Við hjónin vottum eiginkonu, bömum, móður hans og öðru vensl- afólki innilega samúð. Friður Guðs veri með þeim. Huida Pétursdóttir frá Útkoti. Hvernig líður okkur þegar besti vinur okkar deyr, langt um aldur fram? Við iesum um þetta, heyrum fólk segja frá slíku, en samt býr ekkert okkur undir þær tilfínningar sem bijótast í okkur. Af hvetju eru góðir drengir, á besta aldri, teknir frá fjölskyldum sínum? Hvernig sættir maður sig við þetta? Kynni okkar Sturli: hófust fyrir um tíu árum, þegar við hófum nám í Vélskóla íslands. Fljótlega varð ég daglegur gestur á heimili hans og Önnu. Það var sama á hvaða tíma ég kom, alltaf fékk ég höfðing- legar móttökur. Hvernig sem á stóð, hvaða erfiðleika sem maður átti við að etja, alltaf var Sturla maðurinn sem best var að leita til og með sinni vinsamlegu framkomu og bjartsýni, gat hann alltaf fengið mann til að taka létt á málum og takast á við vandamál lífsins með bros á vör. Sturla var mjög virkur í félags- málum Vélskólans og var meðal annars tvívegis kjörinn formaður skólafélagsins. Áhugi hans var smitandi og hann fékk mig meðal annars til að fá áhuga á þessum málum. Að skóla loknum skildu leiðir og við fórum báðir til sjós. Við reynd- um að halda tengslum en langar útiverur sem fylgja starfi okkar sjó- manna, komu í veg fyrir að þau yrðu sem fyrr. Svo var það fyrir um það bil þremur árum, að Sturla sagði mér frá sjúkleika sínum. Þrátt fyrir miklar þjáningar og erfíðleika, sem þessum illvíga sjúkdómi fylgja, var ekkert lát á bjartsýni hans og alltaf voru móttökumar jafn vinsamlegar þegar ég kom í heimsókn. Meira að segja, er ég heimsótti hann síð- ast fýrir nokkrum dögum var bjart- sýnin allsráðandi, þó að erfiðar læknismeðferðir og sjúkdómurinn ORÐABÆKURNAR 34.000 ewk uppSettiorí ' Ensk íslensk oröabók Enatish-fcelonöic Oidionor/ Dönsk islensk islensk dönsk orðobók Frönsk islensk islensk frönsk | orðnbók y',K-iSL ,l£hsk. BERLITZ GH$k O'dabók ík ^ ££+•132 íslensk ensk oröobók DÖ/yS/< Þýsk íslensk íslensk þýsk oröobók UeloRdtt-lngllíh Oldionory & s’G»sk 3&* mhk ■sfensk wlensk ífö/sk orðobók jÁ ví Spaensk islensk BEBISIZ I *,u íslensk spænsk orðobók ■A Odýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, á skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.