Morgunblaðið - 10.09.1991, Side 53

Morgunblaðið - 10.09.1991, Side 53
i&pi s'nsrwí'TT'rHp ni T’ininm.fTrad rnm. iwiti5iot; MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 KVIKMYNDIR Streisand framleið- ir, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið! Morgunblaðið/Arni Sæberg Ralti stýrir nemendum sínum á æfingu í Hallgrímskirkju fyrir sýninguna. ^ÖNGUR Söngnemendur setja upp einþáttung Euginia Ratti er ítölsk söngkona sem nokkrum sinnum hefur sótt íslendinga heim í þeim tilgangi að leiðbeina söngnemendum og kennurum í sönglistinni. í sumar tók hún uppá þeirri nýbreytni að ljúka námskeiðinu með því að færa upp lítinn einþáttung eftir Pergo Lesi og tóku allir nemendur hennar af nám- skeiðinu þátt í uppfærslunni í hliðar- sal Hallgrímskirkju síðastliðið þriðju- dagskvöld. Fjórar söngkonur sungu aðalhlutverkið. Þær heita Harpa Harðardóttir, Harpa Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir og Sveinbjörg Hjörleifs- dóttir. Með karlhlutverkið fór Ragnar Davíðsson. Aðrir nemendur Rattis fóru með smærri hlutverki í einþátt- ungnum. Búninga fengu söngvararn- ir lánaða hjá íslensku óperunni. DUGNAÐUR Baryshnikov hannar íþróttafatnað Balletdansarinn rússneski Micha- el Baryshnikov hefur dundað við þetta og hitt árin mörgu sem liðin eru síðan að hann flýði vestur fyrir jámtjaldið sem nú er svo eftir- minnilega fallið. Hann dansaði eftir sem áður, lék í nokkrum kvikmynd- um og var mikið spenntur fyrir sam- kvæmislífínu vestur í Hollywood. Nú er hann kominn til New York þar sem hann hefur hannað og fram- leitt sína eigin línu af íþróttafatn- aði, „Baryshnikov body- and sports- wear“ heitir fyrirtækið og má sjá sýnishom af fatnaðinum utan á fyr- irsætunum sem standa hjá honum á meðfylgjandi mynd. Rússinn telur góðar líkur á því að hann slái í gegn með þessum fatn- aði, allt annað sem hann hafi reynt þama vestra hafi gengið að óskum. Hann lék til dæmis við góðan orðstý í kvikmyndunum „Dancers" og „White nights" og ilmvatnið hans „Mischa" selst eins og heitar lumm- ur. Síðast var Baryshnikov bendlað- Michael Baryshnikov ásamt tveimur módelum sem eru íklædd hinum nýja fatnaði sem hann hefur framleitt. ur við kvikmyndir á síðasta ári er hann lék á móti Gene Hackman í „Dinosaurs" sem tekin var upp í Berlín. 36. leikvika - 7. september 1991 Röðin : 2XX-112-1X1-X1X 913.886- kr. 12 réttir: 0 raöir komu fram og fær hver: O-kr. 11 réttir: 11 raðir komu fram og fær hver: 20.767 - kr. 10 réttír: 189 raðir komu fram og fær hver: 1.208 - kr. Tvöfaldur pottur - næst! Mæltist sýningin vel fyrir. Til hennar var boðið ýmsum aðstandendum söngvaranna og öðru áhugafólki um söng. Ratti sem er mikill íslandsvinur kom upphaflega til íslands á vegum Ingólfs Guðbrandssonar en hefur Qórum sinnum eftir það komið hing- að á vegum Jóhönnu Möller söng- konu. ítalska söngkonan söng á sín- um tími í Scalaóperunni. Meðal ann- ars með hinni kunnu söngkonu Mar- iu Calas. 10.9. 1991 Nr. VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0017 8092 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 Öll kort gefin út af B.C.C.I. og byrja á 4507 10 4548 10 4541 80 4560 07 4541 81 4560 62 4966 07 kort úr umferö og sendU VISA Isiandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- lyrir aö klófesla kort og visa á vágest. W^mVISA ÍSLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 IVAKORTALISTÍI Dags. 10.9.1991. NR. 49 5414 8300 0362 1116 5414 8300 2013 1107 5414 8300 2675 9125 5414 8300 2717 4118 5421 72“ 5422 4129 7979 7650 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF. Ármúla 28, 108 Revkjavík, sími 685499 Það hefur lítið farið fyrir Bar- böm Streisand á hvíta tjaldinu í seinni tíð og raunar hefur hún einnig lítið haft sig í frammi á söng- sviðinu. Grimmar tungur segja hana erfiða í samvinnu og hún fái ekki úr miklu að moða. Sé það rétt er ekki nema eitt andsvar til við því og það er nákvæmlega það sem Streisand gerir. Hún framleiðir, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í sínum eigin myndum. Nú er verið að leggja síðustu höndina á „Prince of tides“ sem byggir á samnefndri skáldsögu eftir Pat Conroy. í myndinni leikur Streisand sál- fræðing í New York sem fellur fyr- ir bróður eins af sjúklingum sínum. Bróðirinn er leikinn af Nick Nolte. Fjallar myndin um alls konar mann- lega árekstra sem verða vegna sam- bands Streisand við sjúklinginn annars vegar og ástmann sinn hins vegar. Leikkonan Kate Neligan sem Nick Nolte og Barabara Streis- and. einnig fer með bitastætt hlutverk í myndinni segir að allt venjulegt fjöl- skyldufólk eigi erindi á myndina. Það skilji boðskap hennar, en aðrir gætu lent í vandræðum að botna í sálarflækjunum... Kraftmikið vetrarstarf Kramhússins hefst 16. september Fyrir fullorðna: ■ Músíkleikfimi Kennarar: Hafdís, Agnes og Elísabet ■ Afró-Karabískir dansar Hinn kraftmikli og vinsæli gestakennari, Cle Douglas, ásamt trommusveit Arlechs ■ Djass - BIús Kennari: Cle Douglas ■ Leiksmiðja Kennarar: Árni PéturGuðjónsson ogSylvia von Kospoth. Unnið með form, spuna, raddþjálfun og texta ■ Argentínskur tangó Kennari: Hany Hadaya ■ Kórskóli Margrétar Pálmadóttur Tonfræði - raddbeiting - kórsöngur fyrir byrjendur og framhaldsnema Listasmiðja barna og unglinga: I Dans - leikir - spuni (4-5 og 6-7 ára) Kennarar: Harpa, og Asta Arnardætur og Guðbjörg Arnardóttir ■ Leiklist (7-9,10-12 og 13-16 ára) Kennarar: Ásta og Harpa Arnardætur og Sigríður Eyþórsdóttir, leikarar ■ Klassískur ballett (7-9 og 10-12 ára) Kennari: Guðbjörg Arnardóttir, ballettkennari (hefur sérmenntað sig í ballettkennslu fyrir börn) ■ Djassdans (7-9 og 10-12 ára) Kennari: Agnes Kristjónsdóttir, dansari ■ Tónlist - söngur - spuni (3-5,6-8 og 9-10 ára) Kennari: Margrét Pálmadóttir, tónlistarkennari ■ Eurythmic - hreyfilist byggð á kenningum Rudolf Steiner Hreyfing - ljóð - tónlist Kennari: Rósa Björg Helgadóttir Símar 15103 og 17860

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.