Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991
*
Ast er...
... einskonar töfrahatt-
ur.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Afsakaðu hve seint við kom-
um, en það tekur Dúllu allt-
af langan tíma að komast í
sparifötin ...
Uns dauðinn aðskilur
Hjónaskilnaður virðist vaxandi
vandamál hér á Islandi sem annars
staðar, nokkurs konar tískufyrir-
brigði. Eg er ekki undrandi á þessu
því engin virðing virðist borin fyrir
hjúskaparloforðinu: „Að elska
makann í blíðu og stríðu þar til
dauðinn aðskilur okkur.“ í dag
virðist nóg að annar makinn sé
orðinn þreyttur á ábyrgðinni að
vera með fjölskyldu og geti einfald-
lega sagt við næsta prest: „Eg er
orðinn leiður á maka mínum, ég
vil skilnað.“ Það næsta sem gerist
er að presturinn spyr hvort þetta
sé eindreginn vilji viðkomandi og
ef svo er þá er látið þar við sitja
og skrifað undir skilnaðarpappíra.
Sá sem eftir situr með börn, skuld-
ir og alla ábyrgðina getur ekki
rönd við reist og verður að sitja
og standa eins og honum er sagt.
Hvernig stendur á því að prestar
geta leyft sér að gefa eftir skilnað
á svona forsendu?
Mér finnst óskiljanlegt hve auð-
velt er fyrir annað hjóna að hlaupa
frá skyldum sínum og ábyrgð.
Hvernig stendur á því að prestar
geta ekki skyldað hjón til að fara
Hvar er Líf?
Kisan Líf týndist frá Fífuhjalla 6
í Kópavogi 2. sept. sl. Líf er með
hvíta bringu og hvítar framloppur
en brúnbröndótt á baki. Þegar kisa
hvarf var hún með hvítan háls-
kraga, þess vegna gæti hún átt í
erfiðleikum með að komast út hafi
hún lokast einhvers staðar inni.
Þeir sem hafa séð kisuna Líf eða
vita hvar hún er eru vinsamlega
beðnir um að hringja í síma 43938.
í ráðgjöf í ákveðinn tíma þegar
jafnmikið er í húfi eins og heilagt
hjónaband? Nú er oft svo, áð beðið
er um skilnað í fljótfærni en fólk
er of þijóskt til að viðurkenna það.
Mer finnst að prestar sem veita
skilnað svona auðveldlega séu ekki
starfi sínu vaxnir og taki ekki
ábyrgð sína nógu alvarlega. Hjú-
skaparloforð er gefið fyrir lífstíð
og það hlýtur að vera skylda hverr-
ar manneskju að virða þetta lof-
orð, gefið frammi fyrir Guði, og
reyna af fremsta megni, með hjálp,
að bæta sjálfan sig og halda hjóna-
bandinu áfram. Hjónaskilnaðir eru
mannskemmandi fyrir alla aðila
og börnin sem eru algjörlega sak-
laus lenda alverst í þessu, verða
oft bitbein milli foreldra, lifa í stöð-
ugum ótta og óöryggi. Því miður
er það svo þannig börnin lifa oft
sama mynstri á sínum fullorðinsá-
rum eins og foreldrarnir.
Eg las mjög góða grein í
Morgunblaðinu 25. janúnar síðast-
liðinn: „Tjáskipti og kærleikur í
hjónabandinu," og þar segir m.a:
„Ef til dæmis ég og konan mín
eigum í erfiðleikum í hjónabandinu
okkar og erum ósammála þá er
afskaplega auðvelt að segja — Eg
á við vandamál að stríða, konan
mín er vandamálið mitt og til þess
að leysa vandamálið verð ég að
losa mig við hana. Búið og gert.
En auðvitað er engin lausn að
hlaupa frá vandamáli." Eg hvet
Morgunblaðið eindregið til að birta
þessa grein aftur og einnig grein-
ina „Listin að rífast rétt,“ sem birt-
ist 9. ágúst síðastliðinn.
Björg-
Hrun kommúnismans í Sov-
étríkjunum og Austur-Evr-
ópu hefur vakið upp þær spurning-
ar, hvort unnt væri að afla upplýs-
inga um samskipti kommúnista-
flokka þessara landa við skoðana-
bræður þeirra hér hjá þeim stofnun-
um í þessum löndum, sem önnuðust
slík samskipti. Fyrir tæpum aldar-
fjórðungi birtist í Staksteinum
Morgunblaðsins svofelld lýsing á
einum þætti þeirra: “Prentvélakaup
Þjóðviljans voru annars býsna sögu-
leg og bentu ekki til mikils fjárs-
korts, þar sem þeir höfðu efni á að
kaupa tvær prentvélar og láta aðra
ryðga og eyðileggjast í Kaup-
mannahöfn. I fyrstu keyptu þeir
danska prentvél, sem aldrei kom til
landsins. Ástæðan var sögð sú á
fundum kommúnista, að hún hefði
verið of stór og dýr í rekstri. Sann-
leikurinn mun hins vegar sá, að hún
hafi ryðgað og eyðilagst á hafnar-
bakkanum í Kaupmannahöfn. Af
þessum sökum festu kommúnistar
kaup á annarri prentvél, að þessu
sinni sænskri. Þegar spurt var að
því á fundi í kommúnistaflokknum,
hvernig flokkurinn færi að því að
kaupa tvær prentvélar til þess að
þrykkja Þjóðviljann gaf Steinþór
Guðmundsson þær skýringar, að
dönsku vélina væru þeir búnir að
borga, þeir ættu megnið af gjald-
eyrinum fyrir þeirri sænsku en við-
bótina fengju þeir lánaða.“
Skiptar skoðanir:
Skert sjálfsforræði
Eg var utanbæjar nokkra daga
og verð því sein til að svara til-
skrifi Sigríðar Jóhannsdóttur sem
birtist 20. ágúst.
Hún svarar raunar ekki því sem
ég spurði um en það var hvemig
aðild að efnahagssvæði Evrópu-
bandalagsins fylgdi skert sjálfsfor-
ræði fyrir Norðmenn en ekki Islend-
inga. Þetta virðist mér að hún vilji
afgreiða með því að ekki sé um
neitt réttindaafsal að ræða.
Nú er það ein af staðreyndum
málsins að Norðmenn láta ekki ein-
faldan meirihluta atkvæða í Stór-
þinginu nægja til að samþykkja
aðildina. Það er einungis vegna
þess að þeir telja að um réttindaf-
sal sé að ræða.
I öðru lagi segir Sigríður að
EES-aðild (Evrópskt efnahags-
svæði) sé alls ekki á stefnuskrá
núverandi stjórnarflokka. Það held
ég að sýni að þekking hennar á
málunum mætti vera meiri. Hefur
það farið fram hjá henni að Jón
Baldvin hefur sagt að búið væri að
semja um 98% þess sem þyrfti að
semja um?
Hitt er okkur sagt að aðild að
Efnahagsbandalaginu sé ekki á
dagskrá. Þó er það staðreynd að
fyrir ári síðan ályktuðu ungliðar
í Alþýðuflokknum að Islendingum
væri ekkert að vanbúnaði að sækja
um fulla aðild. Og núna um dag-
inn ræddu ungir sjálfstæðismenn
málið þó að tillaga um þátttöku-
beiðni væri felld í það sinn. Þessir
flokkar geta því varla sagt að
málið sé ekki á dagskrá.
Þetta mál er til umræðu og því
er fyllilega tímabært að kynna sér
það. Mér virðist að sannfæring
Sigríðar sé ekki studd þeirri þekk-
ingu og yfirsýn sem vera þyrfti.
Hér þyrftu menn þó að kryfja
mál til mergjar.
Eg vona að þessi orðaskipti
okkar megi verða þeim sem lesa
áminning þess að hér er okkur
skylt að vita staðreyndir áður en
við ályktum.
H.Kr.
Víkverji skrifar
Það er umhugsunarefni fyrir rík-
isstjórnina, hvað mikið hefur
borizt út af upplýsingum um ein-
staka þætti væntanlegs Ijárlaga-
frumvarps án þess, að almenningur
hafi nokkra heildarmynd af því, sem
í frumvarpinu kann að felast. Af-
leiðingin verður sú, að vikum saman
snúast umræðurnar um einstök at-
riði, sem hugsanlega eru alls ekki
veigamestu þættir frumvarpsins en
kunna að valda stjórnarflokkunum
óþarfa erfiðleikum vegna þess, að
upplýsingarnar koma fram án sam-
hengis við aðra efnisþætti frum-
varpsins.
í Bretlandi liggur við, að fjár-
málaráðherra verði að segja af sér,
ef slíkar upplýsingar leka út áður
en hann hefur lagt frumvarpið fyr-
ir þingið. Hér hefur það af skiljan-
legum ástæðum verið afstaða fjár-
málaráðherra áratugum saman, að
þeir vilja ekki upplýsa um efni frum-
varps fyrr en það er lagt fram á
Alþingi þannig, að þingmenn sjái
það fyrstir manna.
Spurning er hins vegar, hvort
þetta er haldbær afstaða úr því sem
komið er, þar sem upplýsingar um
einstaka efnisþætti berast jafnan
út af fundum þingflokka stjórnar-
flokka hveiju sinni. Er ekki betra
fyrir fjármálaráðherra á einhveiju
stigi málsins að hausti til að segja
frá meginstefnu væntanlegs fjár-
lagafrumvarps, svo að umræður um
þaðj septembermánuði, meðan það
er í vinnslu, geti farið fram með
einhveijum skynsamlegum hætti?
Annars hefur kunnugur maður
sagt Víkveija, að í væntanlegu fjár-
lagafrunvarpi felist raunverulegt
skref til niðurskurðar en ekki eins
stórt og ætla mætti af opinberum
umræðum.
xxx
*
Inokkur misseri hefur það orð leg-
ið á, að erlendir fiskkaupendur
væru að seilast til áhrifa í íslenzkum
sjávarútvegi með lánveitingum til
útgerðarmanna og þeir bindi lánin
því skilyrði, að viðkomandi útgerð-
armaður selji þeim þann fisk, sem
hann hefur yfir að ráða. Það hefur
verið nánast ómögulegt að fá þetta
staðfest.
I Ríkisútvarpinu í fyrradag stað-
festi útgerðarmaður hins vegaf, að
slíkar lánveitingar væru fyrir hendi,
sagði þær ekki bundnar nokkrum
skilyrðum og nefndi, að hér væri
yfirleitt um að ræða eina til tvær
milljónir króna til þess að bjarga
mönnum fyrir horn eins og hann
orðaði það. Hvað veldur því, ef ekki
er um hærri upphæðir að ræða, að
þessir útgerðarmenn fái slíka fyrir-
greiðslu ekki hjá sínum viðskipta-
banka?