Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Samningar við bandarískt fyrirtæki; 1.500 tafkinda- kjötinu seld fyrir 90 milljónir króna Landbúnaðarráðherra hefur skrifað undir samninga um sölu til Bandaríkjanna á nálægt 1.500 tonnum af kindakjöti úr haustslátrun og lambakjöti frá því í fyrra. Kaupandinn er fyrirtækið Rupari Food. Gert er ráð fyrir að það útvegi í vikunni ábyrgðir í samræmi við samningana og eigandi undirriti þá fyrir helgi. Kjötið á að senda vestur um haf í næsta mánuði og nóvember og ætla má að alls fáist fyrir það um 90 milljónir króna. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra segist hafa undirritað samn- inga um kjötsöluna í gær og eftir venjulegum viðskiptaháttum ljúki málinu endanlega að fengnum ábyrgðum kaupandans. Erlendur Garðarsson umboðsmaður Rupari Food á íslandi segir að það verði að öllum líkindum fyrir næstu helgi. Gert er ráð fyrir að selja banda- ríska fyrirtækinu 800-900 tonn af kindaskrokkum og segir Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu það þýða kring- um 50 þúsund kindur. Hann segir að byijað verði að slátra fullorðnu fé nú um mánaðamótin, síðasta förg- un verði líklega fyrstu vikuna í nóv- ember. Skrokkamir verði fluttir út í október og nóvember, eins og dilka- kjötið. Lambakjötið verður líka selt í heilum skrokkum og reiknað er með um 600 tonnum að sögn Guðmund- ar. Magnið fer eftir því hvað eftir verður af birgðum frá fyrra ári. Lambið verður selt á rúmar 80 krón- ur kílóið, fob, sem þýðir að við verð- ið bætist flutningskostnaður og tryggingar. Fyrir 600 tonn ættu því að fást um 48 milljónir króna. Ær- kjötið fer á 47 krónur hvert kíló og þannig verður heildarverð fyrir það nærri 40 milljónum. Kjötið verður síðan selt áfram til Mexíkó. Snorraminning í Viðey muiguiiuiauiwnuu oæucig Þess var minnst víða um land í gær, að þá voru nákvæmlega 750 ár liðin frá því Snorri Sturluson var veginn. Hann var annar tveggja forgöngumanna að stofnun Viðeyjarklausturs og var ártíðar hans minnst í Viðey í gærkvöldi. Samkoma var á lofti Viðeyjarstofu og helgistund í kirkjunni. Sláturleyfishafar telja offramboð vera á nautgripakjöti: Skilaverðið til bænda hefur verið lækkað um allt að 7% Verðlækkunin skýlaust lögbrot, segir formaður Landssambands kúabænda Olafsvík: Brotist inn í félagsheimilið Ólafsvík. BROTIST var inn í félagsheimilið á Ólafsvík aðfaranótt mánudags og teknar 15 flöskur af áfengi. Farið var inn bakdyramegin í fé- lagsheimilið með því að hurðin sem þar var var tekin af hjörum. Þaðan lá leið innbrotsmannanna að bar hússins. Miklar skemmdir voru unnar á bamum, rúða brotin og bakdyr hússins voru mikið skemmdar. - Alfons SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur lækkað verð til framleiðenda nautgripakjöts um allt að 7%, og Höfn-Þríhyrningur hf. á Selfossi hefur lækkað verðið um 5%. Ástæða lækkunarinnar er sögð vera mikið framboð nautgripakjöts, en Pétur Hjaltason, skrifstofustjóri Hafnar-Þríhyrnings, segir að á næstu mánuðum megi búast við öng- þveiti á nautakjötsmarkaðnum, og að verð til bænda eigi jafnvel eftir að lækka um 25-30%. Guðmundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, segir framboðið nú vera síst meira en undanfar- in haust, og ekki verði unað við verðlækkun til bænda þar sem hún sé skýlaust brot á búvörulögunum. Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa, segir að sér sé ekki kunnugt um að fleiri sláturleyfishafar hafi lækkað verð til bænda, en hann segir að sljórn LS hafi farið fram á viðræður og samstarf við bændaforyst- una um það hvemig mæta eigi þessu meinta vandamáli. „Það virðast einstakir sláturleyf- broddi, sem lækkað hefur verðið ishafar hafa bilað á taugum, og þar einhliða til framleiðenda," sagði er Sláturfélag Suðurlands í farar- Guðmundur Lárusson í samtali við Morgunblaðið. „Þegar einn aðili fer svona á taugum virðast hinir fylgja á eftir, og nú er það orðið útbreitt að um eitthvað feiknarlegt offram- boð nautakjöts sé að ræða. Ég sé í sjálfu sér ekki neitt sem bendir til þess að það sé verra ástand á markaðnum nú í haust en verið hefur undanfarin haust, en það er þó ástæða til að ætla að ástandið verði erfitt eftir 18-24 mánuði, þar sem lítið hefur verið um ungkálfa- slátrun það sem af er þessu verð- lagsári." Guðmundur sagði að lækkunin á verði til bænda væri skýlaust brot á búvörulögunum, og ljóst væri að Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraháskólans: Heilbrigðiseftirlitið lokar kennslustofu við skólann Níu og tíu ára börn send heim KENNSLUHÚSI við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans var lokað af Heilbrigðjseftirliti Reykjavíkur í gær, og var engin kennsla hjá 4. og 5. bekk. Útlit er fyrir að börn í þessum bekkjum, sem eru um 90 talsins, fái fjarkennslu út vikuna eða þangað til húsnæðismál skól- ans hafa verið leyst af menntamálaráðuneytinu. Æfmgaskólanum var tilkynnt bréflega í gær að kennsluhúsinu yrði lokað en það hefur staðið til í nokk- urn tíma. Mikill raki er í gólfí húss- ins og fúi og er það talið heilsuspil- landi. Steinunn Helga Lárusdóttir skólastjóri Æfingaskólans sagði að bæði Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra og Hákon Torfason yfirmaður byggingardeildar ráðu- neytisins hefðu skoðað húsnæðið í vor og lýst því yfir að finna yrði lausn á málinu. Ólafur Arnarson aðstoðarmaður menntamálaráðherra sagði við Morg- unblaðið, að menntamálaráðuneytið hefði fest kaup á húsi, sem stæði við ísaksskóla og gæti komið í stað hússins'við Æfingaskólann. Undanf- arið hefði þetta hús verið skoðað, og nú væri kominn dómur á að það væri nægilega sterkbyggt og heillegt til að hægt væri að flytja það. Því verki yrði hraðað og í gær hefði ver- ið ráðinn yerktaki til flutningsins. Steinunn Helga sagði, að lausa kennslustofan, sem þarna væri rætt um, væri raunar húsnæði sem ekki væri ætlað til venjulegrar kennslu, heldur fyrir sjálfstæða lestrarmiðstöð fyrir nemendur sem þörfnuðust stuðningskennslu. Til hefði staðið að flytja húsið frá ísaksskóla að Æf- ingaskólanum þegar í vor til þeirra nota. „Þegar ráðamenn áttuðu sig á hve skemmdimar voru miklar á lausu stofunni okkar buðu þeir þennan kost, að færa kennsluna úr henni yfir í lestrarmiðstöðina. En nú er búið að loka Álfhóli, eins og við köll- um lausu kennslustofuna okkar, þannig að ég treysti því, fyrst engir nemendur eru þar lengur, að menn hefjist handa ekki seinna en á morg- un að skipta um gólfið þar,“ sagði Steinunn Helga. í gærkvöldi héldu kennarar Æf- ingaskólans fund með foreldrum barna í 4. og 5. bekk skólans, til að tryggja að námsframvinda barnanna raskaðist sem minnst, og ræða hvernig ætti að þrýsta á stjórnvöld um úrbætur. Steinunn Helga Lárus- dóttir sagði að í því sambandi hefði verið kynntur vísir að fjamámi fyrir nemendur 4.-5. bekkjar, sem halda ætti úti fram á föstudag. „Ég sé mig knúna til að benda á hve málið er fáránlegt. Þetta er kall- að á öllum opinberum pappírum bráðabirgðahúsnæði og er notað við flesta skóla borgarinnar. En þau eru notuð í 15-20 ár þannig að í raun eru þau varanleg. Samt er þessum húsum ekkert við haldið og á endan- um hlýtur botninn að detta úr þeim, eins og gerðist hjá okkur,“ sagði Steinunn Helga Lárusdóttir. Menntamálaráðherra: Setja þarf vexti á ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra segir að setja þurfi vexti á námslán og stytta tímabilið sem þau eru endurgreidd á. Jafnframt geti þurft að útiloka einhverja hópa sem nú fá peninga úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þetta kemur fram í viðtali Háskólans stúdenta- frétta við ráðherrann, en ekki náðist í hann í gær. I frétt málgagns stúdenta segir að nefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að endurskoða lög um lánasjóðinn hafi skilað hugmyndum. Þær snúist um að námslán beri hálfa vexti ríkisskuldabréfa, sem nú jafn- gildir um 4% vöxtum, og að borga þurfi lánin til baka á styttri tíma •en nú er. Þó sé gerfc ráð fyrir að- lánin séu vaxtalaus meðan á námi stendur. Lánin eru nú vaxtalaus og veitt til 40 ára. Þá segir í frétt blaðsins að tillög- ur néfndarinnar feli einnig í sér að hámark verði sett á lánstíma, skóla- gjöld og ferðastyrki. Einnig að byij- að verði að endurgreiða lán ári eftir lok náms. Ef tillögur nefndarinnar -nái fram að' ganga muni framlag ríkisins til lánasjóðsins minnka úr framleiðendur myndu ekki una því. Þá hefði Landssamband kúabænda falið Neytendasamtökunum að kanna hvort það nautgripakjöt, sem selt hefði verið á vegum Sláturfé- lags Suðurlands, hefði reynst skila sér í lægra verði til neytenda, en framleiðendur hefðu ekki orðið var- ir við að sú væri raunin. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, sagði að hann teldi verðlækkunina til bænda ekki vera brót á búvörulögunum, þar sem samkvæmt þeim væri heimilt að taka vörur til umboðssölu. Slát- urfélagið hefði í öllum tilfellum til- kynnt mönnum skriflega um að- stæður á markaðnum og hvaða skilaverð þær leyfðu. Hann sagðist telja að þegar framleiðendur legðu inn afurðir sínar með þær upplýs- ingar væri ekki um lögbrot að ræða, og reyndar hefðu framleiðendur í flestöllum tilfellum verið látnir skrifa undir að þeir samþykktu þetta greiðslufyrirkomulag. Pétur Hjaltason, skrifstofustjóri Hafnar-Þríhyrnings hf., sagði ljóst að það mikið væri til af nautgripum á beit að fyrirsjáanleg væri veruleg verðlækkun til framleiðenda, og hann yrði ekki hissa þó lækkunin yrði á bilinu 25-30% á næstu mán- uðum. Hann sagði að veittur af- sláttur á heildsöluverði nautgripa- kjöts væri þegar á bilinu 5-15%, en það þýddi hins vegar ekki að það hefði í för með sér mikla lækk- un á verði til neytenda, þar sem smásalar tækju sér aukna álagn- ingu sem þessu næmi. námslán 2,1 milljarði nú í 1,5 milljarða árið 2020. Menntamálaráðherra fyrirhugar að leggja fram á Alþingi fyrir ára- mót frumvarp um breytingar á lána- sjóðnum. Hann segir í viðtalinu sem vitnað hefur verið til að það verði ekki gert nema að höfðu samráði við námsmenn. Þar segist hann jafn- framt óviss um að af skólagjöldum verði, þótt ríkisstjómin hafi heimilað þau. Það hvarfli ekki að sér að leggja fram frumvarp um skólagjöld ef það • sé- fyrirfratn tapaður leikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.