Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 VERÐ f LAUSASÖLU 100 KR. Orka frá Blöndu inn á byggðalínu 113 megavattstunda orka fór inn á kerfi Landsvirkjunar í gær frá Blönduvirkjun og er þetta í fyrsta sinn sem raforka frá virkjuninni fer inn á byggðalín- una. Fyrsta vélin af þremur var þá „keyrð upp“ og lauk þar með prófunum á henni sem hófust síðastliðinn fimmtudag. Jap- anska fyrirtækið Fuji, sem fram- leiddi og sér um uppsetningu á vélunum, á að skila fyrstu vél- inni rekstrarhæfri 1. október nk. og verður rafaflsstöðin vígð með formlegum hætti 5. október. Frá því að prófanir hófust á fyrsta hverflinum af þremur sl. fímmtudag hefur raforkufram- leiðslan verið 418 megavött. Sjö Japanar vinna nú að uppsetningu hinna tveggja vélanna og verður mi'sta vél tekin í notkun upp úr HH miðjum desember og sú þriðja 1. mars. llver vél getui' l'ramleitt allt að öf> megavöttuin og heildarraf- orkuframleiöslan því orðið löö megavött. (luðnumdur l’étursson staðar- verkfra'öingur hjá l.andsvirkjun sagði að enn vau'u um 200 manns I að störfum við virkjunina en hefðu » verið 450 þegar mest var í sumar. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Þegar sjálfri byggingu og uppsetn- . Guðmundur Pétursson staðarverkfræðingur ásamt Tsuboi starfs- ingu véla er lokið munu 13 manns manni Fuji-fyrirtækisins við fyrsta hverfilinn sem framleiddi í starfa við rekstur virkjunarinnar. gær 113 megavatta orku. Ávöxtunarmálið: Sækjandi krefst allt að níu ára fangelsis Segir málið umfangsmesta fjársvika- mál sem komið hafi upp hér á landi ATLI Gíslason hrl., sækjandi í Ávöxtunarmálinu, krafðist þess í sakadómi í gær að neytt yrði iagaheimildar til að fara út fyr- ir refsiramma auðgunarbrota hvað varðar Pétur Björnsson og Árniann Reynisson, eigendur og sljórnendur Ávöxtunar og sjóða fyrirtækisins, og að þeir verði dæmdir til þyngstu refs- ingar sem lög leyfa. Taki dóm- urinn þessa kröfu til greina yrði allt að þremur árum bætt við hámarksrefsivist fyrir auðg- unarbrot, sem er 6 ára fangelsi. Atli Gíslason sagði Ávöxtunar- málið umfangsmesta fjársvika- og fjárdráttarmál íslenskrar afbrota- sögu. Bæði vegna þeirrar fjárhæð- ar, 104 milljónir króna, sem Ár- mann og Pétur væru taldir hafa dregið sér og fyrirtækjum sínum úr sjóðum Ávöxtunar og vegna þess að þeir hefðu með auglýsing-. um beitt almenning blekkingum til að lokka fólk til yiðskipta við sig. Að því leyti væri málið próf- mál fyrir íslenska dómskerfið. Um þátt löggilts endurskoðanda Ávöxtunar sagði Atli að í saman- burði við brot hans væru þær sak- argiftir sem endurskoðandi Haf- skips hefði verið sakfelldur og ákærður fyrir hreinir smámunir. Vetjendur sakborninganna fjögurra flytja varnarræður í dag og á morgun en að því loknu verð- ur málið tekið til dóms, en málið dæma Pétur Guðgeirsson saka- dómari og löggiltu endurskoðend- urnir Sigurður.Stefánsson og Sig- urður Pálsson. Sjá nánar um málflutninginn á miðopnu. Ríkisvíxilvextir óbreyttir en bankavíxlar lækka um 3-4% Engin ákvörðun tekin um hvort vext- ir verði lækkaðir á ríkisverðbréfum RAUNVEXTIR ríkisvíxla eru nú mjög háir og hafa ekki lækkað þó bankavíxlar Landsbanka og Islandsbanka hafi lækkaö um 3-4 pró- sentustig. Landsbankinn lækkaði vexti sinna bankavíxla fyrir tæpum hálfum mánuði og Islandsbanki fyrir helgina. Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, segir að eng- in ákvörðun hafi verið tekin um vaxtalækkun og hann geti ekki að svo komnu fullyrt hvort af henni verði. Markaðsaðstæður séu í athug- un og það verði að tryggja að ríkissjóður fái þetta fé, hann þurfi á því að halda. artæki. Þeir væru til skamms tíma og þó ávöxtunin væri há þá væri vaxtakostnaðurinn ekki mikill vegna þess að víxlarnir væru frá 15-120 dögum. Meðan yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðlabanka væri svona mikill þyrfti ríkissjóður á þessum peningum að halda. Heimsbikarmótið: Karpov vann í 1. umferð ÞRÍR skákmenn, þeir Ana- toly Karpov, Valeríj Salov og Ljúbomir Ljúbojevic eru efstir á Heimsbikarmóti Flugleiða í skák en þeir unnu skákir sínar í fyrstu umferð í gærkvöldi. Karpov vann Speelman, Salov vann Jóhann Hjartarson og Ljúbojevic vann Timman. Jafnfefli gerðu Beljavskíj og Portisch, Khalifman og Chandier, Gulko og Ehlvest, Ivantsjúk og Nicolic og And- ersson og Seirawan. Önnur umferð hefst á Hótel Loftleiðum klukkan 17.15. Sjá bls. 4 • • * Olfushreppur vill kaupa hlut VIS í Meitlinum: Höfum reynt að losna við Forvextir ríkisvíxla sem eru til »45-60 daga eru nú 18,5%, en það jafngildir 20,58-20,67% ávöxtun. Forvextir víxla til 60-120 daga eru 17% og þaðjafngildir 18,75-19,13% ávöxtun. Verðbólga hefur hægt verulega á sér og spár standa til þess að verðbólgan verði verulega minni það sem eftir er ársins. Þann- ig hækkaði lánskjaravísitala milli ágúst og september um 0,28% en það jafngildir um 3% árshækkun. Landsbankinn lækkaði forvexti sinna bankavíxla fyrir um 10 dög- um í 13-14% og Islandsbanki lækk- aði vexti á bankavíxlum á fimmtu- ^laginn úr 17-18,75% í 13-14,25%. Pétur sagði að 11-13 milljarðar hefðu að staðaldri verið útistand- andi í ríkisvíxlum í sumar og ríkis- sjóður þyrfti á þessari lánsfjáröflun að halda. Ákvarðanir um vexti þyrftu að taka mið af því. Venju- lega væri útstreymi á fé á haustin samanborið við sumarið og vaxta- ákvörðun yrði að taka mið af mark- aðsaðstæðum. Hann sagði að mjög vel hefði tekist til um þessa lánsfjáröflun ríkissjóðs. Tekist hefði að auka sölu ríkisvíxla á árinu um 2-5 milljarða, en hún hefði verið 8 milljarðar um síðustu áramót og raunar hefði sala ríkisvíxla stöðugt aukist undanfarin ár. í árbyijun 1989 hefðu verið útistandandi 700 milljónir króna og 5 milljarðar í ársbyrjun 1990. Pétur tók undir að ávöxtun ríkisvíxla væri nú mjög góð, en mótmælti því aðspurður að ríkis- sjóður héldi uppi háum vöxtum með þessu. Útlánsvextir bankanna væru mjög háir og miðað við þá væru þessir vextir ekki óeðlilegir. Vaxta- munur inn- og útlána bankanna hefði vaxið og bankarnir rökstyddu það með því að þeir væru að vinna upp tap sem þeir hefðu orðið fyrir fyrr á árinu. Ríkissjóður seldi verð- tryggð spariskírteini með 7,9-8,1% vöxtum á sama tíma og ávöxtunar- krafa húsbréfa, sem væru einnig ríkistryggð, væri komin yfir 9% og Landsbankinn seldi verðtryggð bankabréf með 9-9,1% vöxtum. Ríkisvíxlarnir væru sveiflujöfnun- þennan hlut árum saman - segir Ing-i R. Helgason stjórnarformaður Vátryggingafélags íslands m Selfossi. ÖLFUSHREPPUR sendi á sunnudag hraðskeyti til Vátryggingafélags Islands hf. þess efnis að hann vildi kaupa hlutabréf þess í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn. Vátryggingafélagið á 3,5% hlutabréfa í Meitlinum. „Við gerum allt sem við getum til þess að halda aflakvótanum hérna og munum hafa samband og samráð við öll sveitarfélögin á svæðinu og aðra aðila i þessu máli,“ sagði Einar Sigurðsson oddviti Ölfus- hrepps. Ingi R. Helgason stjórnarformaður VIS segir að þeir hafi reynt að losna við þessi hlutabréf „Stjórn Vátryggingafélagsins hefur ekki tekið afstöðu til þessarar óskar Ölfushrepps enda hún nýkom- in inn á borð hjá okkur,“ segir Ingi R. Helgason. „Það sem gerist næst í málinu er að ég mun hafa samband við Guðmund Malmquist forstjóra Byggðastofnunar til að kanna hvað Hlutabréfasjóður hyggst gera í mál- inu og síðan mun ég leita eftir verð- hugmyndum hjá Ölfushreppi. Að því loknu verður málið lagt fyrir stjórn félagsins." í máli Inga kemur einnig 'fram að Vátryggingafélag íslands hafi árum saman en án árangurs. síður en svo áhuga á því að lenda í deilum um flutning á kvóta milli landshluta en sé jafnframt umhugað um að koma bréfum sínum í verð. Þeir hafi fengið þennan 3,5% hlut sinn upphaflega í gegnum Sam- vinnutryggingar og þar sem starf- semi Meitilsins sé fyrirsjáanlega að stöðvast sé þeim akkur í að losna við hlutabréfin. Nokkur útgerðarfyrirtæki í Þor- lákshöfn og einstaklingar buðu fyrir þremur vikum fram 120 milljónir í nýtt hlutafélag sem stofnað væri til þess að endurskipuleggja Meitilinn hf. Engin ákveðin svör bárust þess- um aðilum utan það að þeir voru beðnir um ýmis gögn svo sem árs- reikninga. Stjórn Meitilsins sýndi þessu tilboði samt sem áður áhuga svo og fulltrúar Olíufélagsins hf. Með þessu tilboði vildu þessir heimaaðilar reyna sitt til þess að kvótinn færi ekki frá staðnum. Þeir segja að það hafi skotið skökku við að það næsta sem gerðist var að KEÁ og Útgerðarfélag Dalvíkur virtust vera að ná kvóta Meitilsins norður. Áhugi Ölfushrepps á hlutabréfum Vátryggingafélags Islands byggist á því að hlutur þess er í oddaaðstöðu hvað meirihlutaákvarðanir snertir varðandi sölu á aflakvóta Meitilsins af svæðinu, því Hlutafjársjóður á rúm 48% hlutafjár. Sig. Jóns. Sjá einnig frétt á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.