Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 13 íslenska hljómsveitin __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Haldið var upp á 10 ára starfsaf- mæli íslensku hljómsveitarinnar, sl. sunnudag, með tónleikum í Bú- staðakirkju. Á efnisskránni voru eingöngu íslensk tónverk en það hefur verið eitt helsta markmið for- svarsmanna hljómsveitarinnar að flytja ný verk, sem mörg hver hafa einnig verið samin að ósk þeirra. Tónleikarnir hófust á Fimm lög- um fyrir kammersveit, eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur, en það verk var samið fyrir íslensku hljómsveitina. Verkið er mjög einfalt og að mestu einraddað og því átakalítið. Þarna brá fyrir stefbrotum sem minna á íslensk þjóðlög. íslensku þjóðlögin voru hins vegar efniviðurinn í verki, sem ber nafnið Hræra og er eftir Þorkel Sigurbjömsson. Útfærsla þjóðlaganna var öll hin besta unnin og á köflum smakkaðist þessi „hræra“ ágætlega. Oktett eftir Hróðmar I. Sigur- bjömsson var þriðja verkið en í þessu nemendaverki, sem höfund- urinn endurvann síðar, gat að heyra kontrapúntisk vinnubrögð, var- færnislega unnin en vel hljómandi. Þijú einsöngslög eftir Áma Björns- son vom sungin af Sigurði Braga- syni og önnur þijú eftir undirritað- an, sem Elísabet F. Eiríksdóttir söng og var frammistaða þeirra beggja hin ágætasta. Undirleikari söngvaranna var Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir. Stig fyrir Stokkhólm eftir Leif Þórarinsson og Adagio eftir Jón Nordal voru lokaverkefni tónleik- anna. Bæði verkin em fallega gerð og góð tónlist. Það sem í heild ein- kenndi tónleikana var að nokkuð vantaði víða á að verkin væru nægi- lega vel æfð, sem kom sérstaklega fram í verki Jóns Nordal en Adagio er fínofið mjög að allri gerð og því vandasamt í flutningi. Ekki væri rétt að kenna stjómendunum að öllu leyti um það sem miður fór, því líklega hefur ekki verið auðvelt að skapa öllum nægan tíma til æf- inga. Auk þess sem fyrr er getið um markmið forráðamanna hljómsveit- arinnar, hafa íslenskir hljómsveitar- stjórar komið nokkuð við sögu og á tónleikunum, auk Guðmundar Emilssonar, stjómuðu þeir Guð- mundur Óli Gunnarsson, Öm Ósk- arsson og Hákon Leifsson. Fórst ■ ERIK Skyum-Nielsen heldur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins þriðjudaginn 24. september kl. 20.30 og nefnir „Tilstanden Danmark. Samfundsbilleder i den nyeste danske prosa.“ Erik Skyum-Nielsen lauk magisterprófí í norrænum bókmenntum 1974 og kom þá til Islands og var sendikenn- ari í dönsku við Háskóla íslands á ámnum 1974-1978. Erik Skyum starfar nú hjá konunglega bóka- safninu í Kaupmannahöfn við að gera skrá yfir þýðingar á dönsku á sígildum bókmenntum annarra þeim öllum það vel úr hendi og gott til þess að vita, að upp er að vaxa kynslóð hljómsveitarstjóra. Sá verkþáttur hefur á undanförnum ámm aðallega verið í höndum er- lendra kunnáttumanna og það tekur tír i að vinna slíkri breytingu fylgi, eii.s og á öllum öðrum sviðum, að ekki sé nauðsynlegt að sækja allt sitt til erlendra verkmanna. íslenska hljómsveitin hefur lagt sitt fram til að efla með mönnum framsýni og trú á, að íslendingar hafí eitt og annað þar fram að færa, er lýtur að tónlist og þó tíu ár séu ekki langur tími, hefur þar ýmislegt færst til sem áður var fast niður njörfað. Fyrir það skal for- ráðamönnum íslensku hljómsveit- arinnar þakkað og óskað til ham- ingju með þá vörðu, sem þeim hef- ur tekist að hlaða á þunggengnum villustíg listarinnar. landa. Hann er ritstjóri tímaritanna Bogens verden og Den blá port, en auk þess er hann bókmenntagagn- rýnandi dagblaðsins Information. Þá er hann einn af fremstu þýðend- um Dana sem þýðir íslenskar bók- menntir og hefur m.a. þýtt bækur Einars Más Guðmundssonar. Hann er prófdómari í dönsku og íslensku við Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Árósum. Erik Skyum- Nielsen hefur skrifað nokkrar bæk- ur um bókmenntir, m.a. um íslensk- ar nútímabókmenntir. Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 20:30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. Námskeiðið getur hjálpað þér að verða betri ' ræðumaður og þjálfað þig í mannlegum sam- skiptum. Lífskrafturinn verður meiri og þú heldur áhyggjunum í skefjum og byggir upp meira öryggi. Allir velkomnir. , . ._ Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 0 STJORNUNARSKOLINN Konrað Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin" Búnaður í SUBARU LEGACY er m.a. Sítengt fjórhjóladrif og hótt og lógt drif. I ó ventla vélar, l .8 eða 2.2L 14 tommu felgur. Dekk: 14x185. SjólfstæS gormafjöSrun ó hverju hjóli. Fimm gíra handskipting eóa 4ra gíra sjólfskipting. Aflstýri og veltistýri. Somlæsing í hurðum og afturhlera. Rafdrifnar rúSur meS öryggislæsingum. B i I Rafdrifnir speglar. HöfuSpúðar ó aftursætum. UpphituS afturrú&a meS rú&uþurrku og sproutu. Þvottasprautur ó ökuljósum. Aflhelmar, diskabremsur. "Hill Holder" samtenging bremsu og kúplingar í brekku. Útvarpsloftnet og hótalarar í hur&um. Hæðarstilling ökuljósa I mælaborSi. ...og þú kemst á toppinn. VERTU SAMFERÐA! Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.