Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 27 Miðausturlönd: Friður ekki tryggð- ur þótt ráðstefna verði samþykkt Nikosíu. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur á sex mánuðum náð meiri árangri í viðleitni sinni til að koma á friði milli araba og ísraela en flestir höfðu þorað að vona. Hann hef- ur nýtt sér vel þau áhrif sem Bandarikin hafa vegna stöðu sinn- ar sem eina raunverulega risaveldið, eftir að Sovétríkin lögðust á banasæng. Deiluaðilar hafa gert tilslakanir sem fyrir fáum árum hefðu verið taldar óhugsandi en mörg ljón eru enn í vegin- um og margir stjórnmálaskýrendur álíta að erfiðasti hjallinn verði enn framundan þótt friðarráðstefna verði að veruleika í næsta mánuði. Aðaldeilumálið er eftir sem áð- ur staða hernumdu svæðannna; vesturbakka Jórdan, Gazaspild- unnar og Golanhæða, en þessi svæði hemámu ísraelar í sex daga stríðinu 1967. Margt hefur þó áunnist og þróunin hefur verið sem hér segir í málamiðlunarvið- ræðum Bakers: •Palestínumenn virðast hafa samþykkt í grundvallaratriðum að þeir fái ekki að hafa sjálfstæða sendinefnd á ráðstefnunni en eigi fulltrúa í nefnd Jórdana. •Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) hafa sætt sig við að félag- ar í samtökunum verði ekki meðal fulltrúa Palestínumanna. •ísraelar hafa árum saman hafn- að öllum hugmyndum um fjölþjóð- lega friðarráðstefnu en segjast nú taka þátt í henni að uppfylltum nokkrum skilyrðum sem arabar segja reyndar að muni grafa und- an árangri ráðstefnunnar. Sam- kvæmt tillögum Bakers mun ráð- stefnan ekki geta neytt aðila til samninga og eftir að hún verður sett verður ráðstefnunni strax breytt í tvíhliða viðræður Israela við hvert einstakt nágrannaríki. Hún mun koma saman á ný ef öll j)átttökulöndin samþykkja það. • Israelar sætta sig við að fulltrú- ar frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) og Evrópubandalaginu hafi áheyrnarrétt. Arabar láta sér það duga en kröfðust áður að SÞ stæði fyrir ráðstefnunni og grundvöllur viðræðnanna yrði ályktanir ör- yggisráðsins nr. 242 og nr. 338 sem kveða á um brottflutning herliðs ísraela frá hernumdu svæðunum gegn því að ísrael verði tryggð örugg landamæri. Bandaríkin og Sovétríkin eru formlega ábyrg fyrir fyrirhugaðri ráðstefnu í sameiningu. Reuter Yasser Arafat, leiðtogi PLO, og forseti þings Palestínumanna, Sheik Abdelhamid al-Sayeh, á leið til þings í gær í Algeirsborg. •Arabar hafa fallið frá kröfunni um að hætt verði við áform um aukna búsetu gyðinga á hern- umdu svæðunum áður en ráð- stefnan hefjist. Svo getur jafnvel farið að Israelsstjórn leyfi nýtt landnám meðan á ráðstefnunni stendur. ísraelar neita að yfirgefa hernumdu svæðin PLO heldur enn fast við þá kröfu að samtökin fái að tilnefna menn í fulltrúahóp Palestínu- manna, þótt ekki verði um PLO- félaga að ræða og jafnframt að einhverjir fulltrúanna verði frá Austur-Jerúsalem. ísraelar hemá- mu borgarhlutann, sem byggður er aröbum að mestu, árið 1967 en em sammála um að láta hann aldrei af hendi. Arabískir andstæðingar friðar- ráðstefnu á þeim nótum sem Ba- ker leggur til segja að niðurstaðan verði aðeins tvíhliða samningar af svipuðu tagi og ísraelar og Egyptar gerðu með sér 1979. Sambúð ríkjanna tveggja tók stakkaskiptum en ekkert þokaðist í málum Palestínumanna þrátt fyrir fjölmarga fundi ríkjanna um þau. Israelar buðust til að leyfa Palestínumönnum að annast dag- lega stjórnsýslu á hernumdu svæðunum en þverneituðu að draga herinn á brott og lögðu áherslu á stefnu sína með því að efna til landnáms gyðinga á svæð- unum. Tadzhikistan: Kommúnistar fá starfsleyfi Moskvu. Reuter. ÞING Sovétlýðveldisins Tadzhik- istan setti í gær neyðarlög í öllu lýðveldinu þar til 1. janúar á næsta ári og aflétti banni við starfsemi kommúnistaflokksins. Það knúði jafnframt starfandi forseta lýðveldisins, Kadreddin Aslonov, til að segja af sér. Forsetinn hafði bannað starfsemi kommúnistaflokksins í lýðveldinu eftir valdaránstilraun sovéskra harðlínukommúnista og gefið út til- skipun um að eignir hans yrðu gerð- ar upptækar. Þingið afnam bannið við starf- semi kommúnistaflokksins, en það hafði að sögn sovésku fréttastof- unnar TASS ýtt undir að mótmæl- endur réðust á styttur af Vladímír Lenín í höfuðborginni, Dushanbe. TASS sagði að 10.000 manns hefðu komið saman við þinghúsið í gær til að mótmæla samþykktum þings- ins. ♦ ♦ t---- Bretland: „Fimmti mað- urinn“ játar á sig njósnir Lundúnum. Reuter. FYRRUM háttsettur embættis- maður í bresku leyniþjónustunni, John Cairncross, hefur viður- kennt að hafa njósnað fyrir Sov- étmenn, að sögn breska blaðsins Ma.il on Sunday á sunnudag. Sjö helstu iðnríki heims: Bandaríkjamenn fara fram á sérstakan fund um Sovétríkin Washington, Lundúnum. Reuter. RÁÐAMENN í hinum vestræna heimi reyna nú allt hvað þeir geta á bak við tjöldin til að forða Sovétmönnum frá því að lenda í vanskilum með 70 milljarða dollara (4.200 milljarða ÍSK) erlendar skuldir sínar. Nicholas Brady, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur farið fram á að fjármálasérfræðingar sjö helstu iðnríkja heims hittist á sérstökum fundi til að ræða efnahagsörðugleika Sovétmanna. Að sögn bandarískra embættis- manna eru líkur á að fundurinn fari fram í Washington í næstu viku, þrátt fyrir að fundur sjö helstu iðnríkjanna verður haldinn í Bangkok 12. október, áður en ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans fer fram. Brady hefur lagt til að Sovétríkin sendi fulltrúa á fundinn 12. októ- ber og Moskvustjómin hefur þegar samþykkt það. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði í samtali við Eeutere-fréttastofuna að Sovétrík: in vanti á bilinu tvo til fímm millj- arða dollara (120 til 300 milljarða ÍSK) á næstu fjórum til fimm mánuðum til að. geta staðið í skil- um með greiðslur af erlendum lán- um og flutt inn nauðsynjar. • Fjármálaráðherrar Evrópu- bandalagsins ræddu á fundi sínum í Hollandi um helgina um að fjár- magna matarsendingar til Sov- étríkjanna frá ríkjum Austur-Evr- ópu. Þannig væri hægt að styðja við bakið á landbúnaði Austur- Evrópulanda og hjálpa Sovét- mönnum um leið. • Breskir bókaútgefendur til- kynntu á sunnudag að þeir ætluðu að senda eina milljón bóka til Sov- étríkjanna, þar sem þeim verður dreift um bókasöfn víðsvegar um landið. Þessar bókasendingar eru þegar hafnar og verður lögð áhersla á að senda hagnýt upp- flettirit, þótt bækur um heim- speki, sagnfræði og bókmenntir verði innan um. • Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti gaf á laugardag út tilskipun þess efnis að hermenn frá Eystrasalts- ríkjunum sem gegna herskyldu verði lausir undan henni í lok næsta mánaðar, að sögn TASS- fréttastofunnar. Ekki er vitað hve margir menn frá löndunum eru í hernum, en viðbrögð þaðan við herkvaðningartilkynningum hafa verið dræm upp á síðkastið. Cairncross er 78 ára að aldri og býr nú í Frakklandi. Hann sagði í viðtali við blaðið að hann hefði unn- ið fyrir Sovétmenn í síðari heims- styijöldinni og veittþeim upplýsing- ar sem hefðu gert Rauða hemum kleift að hrinda árásum þýska hers- ins.. „Ég ætlaði alltaf að hætta þessu eftir stríðið," sagði hann. „Það var veijandi að vinna fyrir bandamenn en að halda þessu áfram í kalda stríðjnu er annar handleggur." Vangaveltur höfðu lengi verið um að Caimcross væri „fimmti maðurinn“ í njósnaneti Sovétmanna í Bretlandi ásamt Kim Philby, Don- ald Maclean, Guy Burgess og Anth- ony Blunt. Breski þingmaðurinn Ted Lead- bitter, sem átti þátt í að afhjúpa Blunt árið 1979, sagði að bresk stjórnvöld ættu að krefjast þess að Cairncross yrði framseldur úr því játning hans lægi fyrir. 0 Irak: Eftirlitsmenn SÞ áfram hindraðir í störfum Finnland og Sovétríkin; Nýr vináttusamningur í bígerð Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréUaritara Morgnnblaðsins. FINNAR og Sovétmenn hyggjast endurskoða hinn 43 ára gamla vin- áttu og aðstoðarsamning ríkjanna. í yfirlýsingu frá finnska utanrikis- ráðuneytinu segir að nýi samningurinn verði svipaður þeim er Sovét- menn hafa gert við Þjóðveija og Frakka. Bush hvattur til að beita meiri hörku gegn Irökum Bagdad, Washington, London, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SADDAM Hussein, forseti Iraks, kallaði sanian um helgina helstu ráðgjafa sína í varnar- og hernaðarmálum. Fundurinn kemur í kjölf- ar hótunar Bandaríkjamanna um beita herafli neiti írakar fullri samvinnu við sendimenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með eyðingu vopna í írak. Samkvæmt vopnahlésákvæðum ber írökum að veita fyllstu upplýsingar og eyðileggja öll gereyðingarvopn sín. Gamli samningurinn, sem var undirritaður árið 1948, hefur þótt úreltur í nokkur ár og mörgum Finnum hefur þótt hann vera tákn um undirokun Finna af hálfu Kremlveija. Finnskir fréttaskýrendur telja að sá samningur sem nú er í deiglunni verði líklega í styttra lagi enda vilji Finnar að sem fæstir málaflokkar verði þar til umfjöllunar. í samn- ingnum frá 1948 er ákvæði um möguleika á hernaðarlegu samráði milli ríkjanna, óski annað hvort þeirra eftir því. Finnar hafa þegar lýst yfir að öll hemaðarlegu ákvæð- in séu ógild og er þess vegna ólík- legt að um sams konar ákvæði verði að ræða í nýja samningnum. Dagblöð í írak birtu myndir af fundinum á sunnudag en ekkert var gefíð uppi um hvað Saddam og ráðgjöfum hans fór í milli né hvort einhveijar ákvarðanir hefðu verið teknar. Undanfarnar tvær vikur hafa miklar deilur staðið um þyrlur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa notað til eftirlitsferða yfir írak. írakar hafa mótmælt flugi þyrlnanna og segja það ógna öryggi írösku þjóðarinnar. Þeir hafa farið fram á að ákveðnum skilyrðum verði framfylgt við notk- un á þyrlunum, þar á meðal að ír- askur embættismaður verði um borð í þyrlunum, engar loftmyndir verði teknar og flug verði takmark- að yfir höfuðborgina. Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað að fallast á þessi skilyrði. Utanríkisráðherra íraks, Ahmed Hussein al-Samaraei, og Jean- Bernard Merimee, forseti öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna funduðu á sunnudaginn en árangurinn var lítill. í gær bárust fréttir um að íraskir embættismenn hefðu hindr- að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna í að flytja á brott úr byggingu í Bagdad gögn um kjamorkuvopn. í kjölfar þessara atburða hafa tveir háttsettir demókratar á bandaríska þinginu hvatt George Bush, forseta Bandaríkjanna, til þess að grípa til harðra aðgerða gegn Irökum. Annar þeirra, öld- ungadeildarþingmaðurinn Albert Gore, sagði að Bandaríkjamenn ættu að styðja þá hópa í írak sem reyna að fella Saddam af stóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.