Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Bifreiðar Græn bylting í bifreiðaiðnaði Financial Times. Á alþjóðlegu bifreiðasýningunni í Frankfurt, sem nú stendur yfir, hafa framleiðendur keppst við að kynna rafbifreiðar. Slíkar bifreiðar eru ekki lengur bara framúrstefnulegir sýningargripir. Gamanið er á enda og nú tekur alvaran við. Hertar mengunarreglur í Kaliforníu þýða í reynd að allir stærstu bifreiðaframleiðendur heims verða að hafa seljan- lega rafbifreið á boðstólum árið 1998. HOIMNUN —- Birgitt Mann afhendir Ingibjörgu Óskarsdóttur önnur verðlaun, Pfaff Overlock sauma- vél, og Inga Nína Matthíasdóttir tekur við fyrstu verðlaunum frá Auði Björnsdóttur frá Samvinnuferðum- Landsýn. Fataiðnaður Margar tíllögur í samkeppni um hönnun áíslenskum fatnaði MIKILL fjöldi hugmynda barst í samkeppni sem tísku- og handa- vinnuklúbburinn Nýtt af nálinni efndi til um bestu hönnun og útfærslu á nýjum íslenskum fatnaði. Bílaframleiðendur hafa gert marg- víslegar tilraunir með aðra orkugjafa en bensín og yfirvöld í Kaliforníu krefjast ekki berum orðum notkunar rafmagns. í reglunum segir einungis að árið 1998 megi tvær af hveijum hundrað seldum bifreiðum ekki gefa frá sér skaðlegar lofttegundir. Þess- um reyklausu bílum verður síðan fjölgað upp í að minnsta kosti tíu af hundraði árið 2003. Reglurnar munu að vísu aðeins ná til þeirra framleiðenda sem selja árlega meira en 35.000 bifreiðar í Kaliforníu. Stóru framleiðendurnir verða þá annaðhvort að selja nægi- lega margar rafbifreiðar eða tak- marka sölu hefðbundinna bifreiða. Markaðurinn í Kaliforníu er ákaflega mikilvægur og þar að auki er líklegt að önnur tólf ríki innan Bandaríkj- anna fylgi fordæmi Kaliforníu. Meðal þeirra eru mörg efnahagslega voldug ríki, svo sem Texas og Illinois. Að Kaliforníu meðtalinni fer þangað um helmingur þeirra tíu milljóna bifreiða sem árlega eru seldar í Bandaríkjun- um. General Motors hefur mestu að tapa og fyrirtækið áformar að heíja framleiðslu á rafbifreiðinni Impact um miðjan þennan áratug. Á við- skiptasíðum Morgunblaðsins hefur þegar verið fjallað nokkuð ítarlega um Impact og tilraunabifreiðina FEV frá Nissan. A sýningunni í Frankfurt hefur rafbifreið frá BMW, undir heit- inu El, vakið mikla athygli. Opinber- lega segja talsmenn BMW að E1 sé tilraunabifreið. Kunnugir hika hins vegar ekki við að fullyrða að þarna sé á ferðinni frumgerðin að fjölda- framleiddri bifreið. Eitthvað í nám- unda við E1 verður trúlega til sölu í Kaliforníu árið 1998. Einnig má nefna að Volkswagen frumsýnir í Frankfurt litla rafbifreið sem fyrir- tækið hefur þróað í samvinnu við framleiðanda svissnesku úranna Swatch. Söluvara? Það er ekki nóg að hanna og fram- leiða rafbifreið fyrir íbúa Kaliforníu ef þeir hafa ekki áhuga á að kaupa hana. Fyrst um sinn er líklegt að verðið fæli kaupendur frá. Rafgeym- arnir í BMW E1 kosta einir sér um 40.000 þýsk mörk (1,4 milljónir ÍSK). Með fjöldaframleiðslu gæti verðið þó lækkað niður í um 10.000 þýsk mörk (350.000 ÍSK). Rafgeymarnir eru jafnframt tæknilegt vandamál. Fyrir utan að vera þungir og fyrirferðarmiklir er drægnin takmörkuð og langan tíma tekur að hlaða þá aftur. í stað hefð- bundinna blýsýrugeyma kemur með- al annars til greina að nota natríum- brennistein eða nikkeljárn. Mikil- vægt er að framleiðendur sameinist um eina gerð rafgeyma. Barátta um staðla gæti orðið til þess að kaupend- ur haldi að sér höndum. General Motors, Ford og Chrysler hafa ásamt Bandaríkjastjóm samstarf um þróun nýrra rafgeyma. Impact er hönnuð með það í huga að hægt verði að laga bifreiðina að þeim rafgeymum sem verða ofan á. Framleiðendur gera sér einnig grein fyrir því að bandarískir öku- menn sætta sig ekki við lak^ri akst- urseiginleika og minni þægindi en í bensínbifreiðum. E1 hefur svipaða aksturseiginleika og sama búnað og aðrar bifreiðar frá BMW. Talsmenn General Motors leggja þó áherslu á að rafbifreiðar geti ekki komið í stað allra hefðbundinna bifreiða. Gert er ráð fyrir rúmlega 200 kílómetra drægni rabíla og því þyrfti eigandinn nauðsynlega að ráða yfir annarri bifreið til stífari keyrslu og lengri ferðalaga. Samkeppnin var öllum opin og vom þátttakendur gefnar fijálsar hendur um hvort þeir ynnu pijón- aðar peysur eða saumaðan fatnað á konur, karlmenn og börn. Eina skilyrðið var að hugmyndin væri frumunnin og áður óbirt. Keppnin var fyrst auglýst í mars á þessu ári og var skilafrestur til 14. júní. Dómnefnd skipuðu fatahönnuð- irnir Anna Kristjánsdóttir og Hulda Kristín Magnúsdóttir auk Unnar Steinsson, ritsyórnarfull- trúa Nýs af nálinni. Urslit voru birt 5. september síðastliðinn og verðlaun afhent við athöfn í húsa- kynnum Vöku-Helgafells í Síðum- úla 5 í Reykjavík. Fyrstu verðlaun hlaut Inga Nína Matthíasdóttir fyrir samkvæmis- fatnað og hlaut hún vikuferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Land- sýn til Dyflinnar á Irlandi. Onnur verðlaun komu í hlut Ingibjargar Óskarsdóttur fyrir hönnun á fatn- aði fyrir tvíbura og hlaut hún að launum Pfaff Overlock saumavél. Að auki hlutu sex þátttakendur módelskartgripi eftir Auði Berg- steinsdóttur að launum fyrir vel unnar hugmyndir. Tísku- og handavinnuklúbbur- inn Nýtt af nálinni er starfræktur á vegum bókaforlagsins Vöku- Helgafells hf. (Fréttatilkynning) Iðnaður Endoform pappírá markað á * Islandi NÚ er komin á markað á íslandi ný tegund af sjálfkalkerandi pappír sem heitir Endoform. Eft- ir því sem fram kemur í fréttatil- kynningu frá umboðsaðila er þessi pappír einstakur að því Ieyti að þau leysiefni sem vana- lega losna við notkun og með- höndlun eru bundin örþunnu vax- lagi sem losnar aldrei frá bak- hlið blaðsins. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að Endoform pappírinn megi endurvinna og brenna þar sem enginn tvísýringur né klórmenguð kolvetni myndist við brennsluna. Endoform fæst einnig úr endur- unnum pappír og uppfyllir kröfur Sænsku náttúruverndarsamtak- anna og Umhverfisráðsins um um- hverfisvænan pappír. FRYSTIKISTUR VERÐHRUN 152 lítra kr. 191 lítra kr. 230 lítra kr. 295 lítra Kr. 342 lítra kr. 399 lítra kr. 489 lítra kr. 587 lítra kr. 31.950,- 32.390,- 36.995, - 37.760,- 40.995, - 41.485,- 47.995, - 62.995, - SKAU P H F • HEIMIUSTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti flötur ásamt veggjum ■&9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.