Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Snigíllínn og Dúfnaveislan eftír Pál Baldvin Baldvinsson Virðulegu ritstjórar. Sunnudaginn 22. september birtist í blaði yðar grein í dálkum um leiklist sem ber yfirskriftina: Kuðungur skreyttur skeljum. Höf- undurinn er Súsanna Svavarsdóttir sem hefur um nokkurt skeið fjallað um leiksýningar í Morgunblaðinu undir yðar ritstjórn. Ég hef áður séð ástæðu til að kvarta yfir vinnu- brögðum Súsönnu við fulltrúa rit- stjómarinnar þá hún fjallaði um sýningu Þjóðleikhússins á leiknum „Örfá sæti laus“ og að þessu sinni er ég knúinn til opinberra athuga- semda vegna fyrmefndrar greinar. Þriðjungi greinar sinnar ver •Súsanna til að rekja flókinn efnis- þráð Dúfnaveislunnar á alleinfald- aðan hátt. I þeim úrdrætti felst skilningur Súsönnu á efni leiksins og boðskap. Niðurstaða hennar þessi: „Það er ekkert nema gott um Dúfnaveisluna að segja. Text- inn er einfaldur og skýr, skilaboðin um hversu mikilvægt æðmleysið er, em rækilega undirstrikuð og andstæðumar í persónunum, sam- kvæmt textanum, oft stórskemmti- legar.“ Höfundur gefur í skyn að hann sé textanum þaulkunnugur svo nú má búast vð að rúmur síðari helm- ingur greinarinnar rökstyðji hvem- ig þessar eigindir komi heim og saman við sviðsetningu Dúfna- veislunnar í Borgarleikhúsinu. Þær vill Súsanna augljóst sjá og annað ekki. En því er ekki fýrir að fara. Sýningin er „misskilningur" miðað við bóklestur Súsönnu Svav- arsdóttur. Leikurinn er „vondur“ á skala Súsönnu sem geymir tvö lýs- ingarorð: gott/vont. Textaflutn- ingur „tilgerðarlegur“, mimik (lík- lega á hún við svipbrigði) „afkára- leg“, hreyfmgar „ýktar". Dæmi nefnir hún engin enda staðhæfí ég að í þau fáu augnabliki sem þess- ara eiginda gætir í sýningu Dúfna- veislunnar þá þjóni ýkjur, tilgerð og afkáraskapur skýram tilgangi. Páll Baldvin Baldvinsson Súsanna telur leikstjórann van- treysta leikurum að koma textan- um til skilá „á þann hátt sem hann er skrifaður". Þess vegna sé hann „tilgerðarlegur". Enn undrast les- andi að höfundur sem lætur jafn mikið af þekkingu sinni á texta sjónleiksins skuli taka svo til orða. Málfar persóna í verkum Halldórs Laxness hefur aldrei verið slétt og fellt. Þvert á móti er þar ríkjandi sundurgerð, það er sérviskulegt, stíifært, tiltæki þjóðarinnar í sér- kennilegu tali em þar nýtt til hins ýtrasta. Texti Dúftiaveislunnar er því sannanlega fluttur á sviði Borgarleikhússins „á þann hátt sem hann er skrifaður". Hvemig er hægt að flytja hann öðmvísi? Súsanna telur upp fjóra af nítján leikumm í sýningunni, getur um fjögur af hartnær fímmtíu hlut- verkum. „Allt eintómar ýkjur og og tilgerð, og óþarfí að tíunda það hér. Það yrðu aðeins endurtekning- ar.“ Síðar í skrifí sínu fullyrðir hún aftur að leikmyndin „flott“ og „yf- irþyrmandi“ „undirstriki tilgerðina í uppsetningunni... á móti flötum SKóta- 09,1_e,,öa_ leikstílnum". Það er sá sami leikst- íll sem var áður „tilgerðarlegur“, „ýktur“ og „afkáralegur". Víst kann Súsanna að meta ljómandi leik Haralds G. Haralds og Þrastar Guðbjartssonar, þótt hún reyndar telji ástæðu þess að „þeir hafí fengið leyfi til að nálg- ast persónurnar sem þeir léku“ og væntanlega aðrir leikarar í sýning- unni í banni frá slíkri framkvæmd- asemi. Nema náttúrlega að undan- skilinni þeirri nálgun sem getur af sér „tilgerð“ og „ýkjur“ sem hlýtur að vera leið út af fyrir sig jafnvel þegar reynt er að koma á innri rökvísi og samhengi í skrifum Súsönnu. Því þess þarf. Þegar höfundurinn í flaustri skilafrestsins segir „eina persónan sem hafði lesið verkið“ er ekki ljóst hvort hún á við Harald G. Haralds eða Gvendó, persónuna sem hann leikur. Þá verður lesandinn að gefa mikið til í samúðarskyni svo hann nái áttum í skrifínu. Og þannig, ágætu ritstjórar, mætti lengi halda áfram. Það er fróðlegt að bera saman umíjöllun Mattíasar Jo- hannessen um sýningu Leikfélags- ins á Dúfnaveislunni í Morgunblað- inu 1. maí 1966 og þá sem Sús- anna sendi frá sér í dag. Margt gæti hún lært af vinnubrögðum ritstjóra síns fyrir aldarfjórðungi. Hér er ekki til umræðu stefna leikstjórans að njörfa leikinn niður í sögulegan tíma skammt frá nú- tíma okkar. Hér er ekki skoðað hvemig hlutverk tveggja kynslóða kvenna er skýrt í leiknum. Hér er ekki tæpt á endurskoðun á tveimn erkitýpum karlmanna: hins af- skiptalausa föður, og hins tælandi töffara, né heldur hvemig þær týp- ur reyndast holar. Hér er ekki vik- ið að framþróun samfélagsins í sviðsmynd leiksins, framsaminni hljómlist eða áhrifshljóðum. Hér er ekki vikið að gmndvallarendur- skoðun á hinum helga manni í seinni verkum Laxness, efasemd- um um góðleika hans og sakleysi. Enn síður er hér veitt athygli fram- þróun í persónum Öndu og Gven- dós, pressara og konu hans. Ekki hvemig saklaust grín um verka- lýðshreyfíngu verksins er skerpt í sögulegu ljósi. Ekki fagnar Sús- anna því hversu vel tekst til með Úr sýningu Borgarleikhússins á Dúfnaveislunni eftir Halldór Lax- ness. að skýra efni leiksins sem hefur lengi verið talið þvælið. Hér er unnið á prinsippinu klippt, skorið og saxað í smátt svo höfundurinn er alblóðugur á hönd- unum og margbúinn að skera sig í puttana í fyrirgangnum. Og meg- inskilaboð verksins reyndar misles- in í marggang sem „æðmleysi". Morgunblaðið hefur um langt skeið verið til fýrirmyndar í um- fjöllun blaðamanna um menningu og listir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að eftir að Jóhanna Kristjónsdóttir hætti störfum sem leikgagnrýnandi Morgunblaðsins hefur ritstjórn blaðsins falið það verk þrem skriffínnum um stund- arsakir. Súsanna Svavarsdóttir hefur einn góðan kost sem gagnrýnandi: hún þorir að segja skoðun sína, en rökstyður hana oft ekki eða þá af mikilli sparsemi. Hún vekur aldrei athygli lesandans á öðmm skilningi en sínum eigin og hvað varðar Dúfnaveisluna er hann fast- mótaður og því miður, leyfí ég mér að segja eftir margra mánaða vinnu við Dúfnaveisluna, háskaleg einföldun og blinda fyrir marg- breytileika þessa undraverða verks. Víst verður undirritaður sem aðrir starfsmenn leikhúsa að beygja sig undir misjafna skoðun gesta okkar. En réttlæting fyrir skrifum um leiksýningar í blöð hlýtur að vera að þar birtist grund- aðar og rökstuddar skoðanir við- komandi, greining á viðfangsefni, útlistun á áherslum og stefnumið- um og loks persónuleg niðurstaða höfundarins. Og ég vænti slíkra skrifa af stærsta dagblaði lands- ins, en ekki „vont“, „leiðinlegt“!, „tilgerð", „afkáralegt", „ýkjur“, orðaleppa sem em blessunarlega lausir við nákvæma, ljósa merk- ingu og þess vegna nærtækir þeim sem vilja kveða upp „dóma“ á borð við „kuðung“ Súsönnu Svavars- dóttur. íbúði kuðungsins, snigillinn, verður að gera meira en að reka út homin úr sínum kreppta heimi, ef hann vill skynja umhverfíð, næra sig og lifa. Þetta má sjá víða í náttúmnni þessa dagana þar sem snigillinn skilur eftir slitrótta slím- uga slóð sína. Höfundur er leiklistarráðunautur Leikfélags Reykjavíkur. Hann hefur skrifað leiklistargagnrýni fyrir Helgarpóstinn, Ríkisútvarpið, DV, Stöð 2 og I'jóðviljann. ^ aiuia, pvi IIYCIÖU VCI UCIVÖI. LII IIICU V löt VCIUUI UUUII lILdUUl ÖCIIl RITVEUR Nýtt um Njálssögu ™ eftír Ólaf Trv&ervason áóm kvadda K JARAN - SkrHsto«ubúoa6u'm kynnir nýja ^^p^Carrera skóla - og og fiölhæju °'^Jgra \\ MD heíur terðantvé\urn. inn-, tynr qtuggainnslatt og geymslu gagna- . rilvalin skólaritvel \ Fáanleg hjá umboðsmonnum um allt land. aeg OLYMP'A KIARAN Skrífstofubúnaður SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI 91-813022 eftír Ólaf Tryggvason Ég var að lesa Njálu og var kominn út í málaferlin eftir brenn- una. Þá rann upp fyrir mér ljós. Njála var ekki skrifuð sem prósi, heldur sem ljóð, og þegar maður tekur textann, að sjálfsögðu óbreyttan og raðar hæfílega í línur til að fá fram réttar áherzlur og áhrifamikið form, kemur þetta mjög skýrt fram. 1. dæmi. Upphaf sögunnar: Mörður hét maður er kallaður var G í g J a Hann var sonur Sighvats ins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum 2. dæmi. Frá málaferlunum: Mörður nefndi sér votta og beiddi búa þá níu er'hann tafðí ' áður kvadda að bera annað tveggja af eða á. Búar Marðar þá að dómi og taldi einn fram kviðinn en allir guldu samkvæði 3. dæmi. Sögulok: Og Ijúkum vér þar Brennu-Njáls S-ð-G-U. Þetta virðist augljóst, en hvers vegna er textinn þá svo saman- þjappaður í handritunum? Senni- lega vegna kálfskinnsskorts. Ann- ars hefði Njála verið skrifuð eins og ljóðin í dag. Það má raunar telja nokkum ljóð á þessum texta, að víða vottar aðeins fyrir stuðlum og/eða höfuðstöfum og jafnvel hrynjandi, en úr því mætti ef til Ólafur Tryggvason vill bæta með annarri uppröðun orðanna. Með því gæti Njála jafn- vel náð að standa jafnfætis obban- um af íslenzkum nútímaljóðum. Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.