Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 55 Moto cross: Meistarinn vann örugglega ISLANDSMEISTARINN í moto cross, Ragnar Ingi Stefánsson, vann örugglega í moto cross keppni Úðafoss, sem fram fór við Sandskeið á sunnudaginn. Ragnar ók Yamaha mótorhjóli og sigraði í öllum þremur moto keppnunum og þykir nú líkleg- astur til að veija titilinn, þegar ein keppni er eftir. Hún fer fram í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Ragnar hlaut 60 stig til íslands- meistara með því að vinna í keppn- inni og hefur 120 stig samtals. Páll Melsteð hefur 132 stig, en hann varð annar á sunnudaginn og hlaut 49 stig. Hann hefur hins- vegar ekið í fleiri mótum en Ragn- ar, en þrjú mót af fjórum telja til meistarakeppninnar. Jón Bjöm Björnsson á Suzuki varð þriðji á eftir Ragnari og Páli og Magnús Þ. Sveinsson á Honda fjórði. Flokk fjórhjóla vann Guðmundur Sig- urðsson á Suzuki, hlaut 37 stig og Ámi Böðvarsson á Suzuki varð annar. Leiðrétting í samtalinu við Oddfríði Sæ- mundsdóttur, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, urðu mistök er getið var um fyrsta ljóð hennar, sem birtist á prenti. Þar átti að standa: „Kvæðið Við dagsetur var fyrsta ljóðið sem birtist á prenti eftir mig. Frú Guðrún ekkja Þorsteins Erlingssonar birti það í bók sem heitir Dropar og kom út 1927“. Þá stendur í viðtalinu Hvalhreppur en á að vera Hvolhreppur. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. Morgunblaðið/Árni Helgason Stykkishólmur: Eitt besta sumarið á enda Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Islandsmeistarinn Ragnar Ingi Stefánsson gefur sigurmerki um leið og hann svífur framhjá flaggaranum í endamarkinu. Spástefna um stöðu aldraðra árið 2000 Stykkishólmi. Einu allra besta sumri í Stykkis- hólmi er nú að ljúka. Hefur þar margt átt sinn þátt í að auka hing- að ferðamannastrauminn og þá ekki síst veður og sú náttúrufeg- urð sem Breiðaljörður hefur upp á að bjóða. Oft hrökk plássið á tjaldstæðunum ekki til og varð þá að tjalda í nágrenni þess. Þessi mynd er frá hluta tjaldanna um eina helgi á tjaldstæðunum í Hólminum. Árni ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir spástefnu um stöðu aldraðra árið 2000 föstudaginn 27. septem- ber nk. Spástefnan verður haldin í Borg- artúni 6 og hefst kl. 13.15. Meðal fyrirlesara verður Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra, sem gerir grein fyrir stefnu stjórnvalda í þjónustu við aldraða um aldamótin 2000. Önnur framsöguerindi verða: Mannfjöldi árið 2000, Guðni Bald- ursson, viðskiptafræðingur á Hag- stofu íslands. Heilsufarsleg staða aldraðra um aldamótin: Ársæll Jóns- son, læknir. Siðfræðileg ábyrgð í öldrunarþjónustu, Björn Björnsson prófessor. I lok spástefnunnar verða pall- borðsumræður. Spástefnustjóri verður Jón Eyjólfur Jónsson, læknir. Spástefnan er öllum opin, spástefnu- gjald er kr. 1.500 en kr. 500 fyrir ellilífeyrisþega. SPÆNSKUNAMSKHD 10 vikna hagnýt spænskunámskeið hefjast 30. sept- ember, fyrir byrjendur og lengra komna, hentar fólki á öllum aldri. Kennt í fámennum hópum. Upplýsingar og innritun í síma 91-685824 milli kl. 15:00-19:00, laugard. kl. 10:00-14:00. FJARNÁM; einnig er boðið upp á fjarnám í spænsku. Málaskólinn HOLA - lifandi tunga - Ármúla 36, sími 91-685824. Selfosskirkja: Síðustu þriðjudags- tónleikamir í kvöld Seifossi. OFNHITASTILLIR Á INNRENNSU EÐA ÚTRENNSU OFNS DANFOSS ofnhitastillar eru tvenns konar og ætlaðir til notkunar við mismunandi skilyrði: DANFOSS RA 2000 er ætlaður á innrennsli ofna en DANFOSS FJVR á útrennsli þeirra. Meginregla framleiðandans er að nota skuli RA 2000: Hann nemur herbergishita og heldur þeim kjörhita, sem valinn er, á hagkvæman hátt. Þar sem hitasveiflur eru miklar, t.d. í forstofum eða bílageymslum, hentar FJVR hins vegar betur: Hcmn stjómar hitastigi á útrennslisvatni frá ofninum óháð herbergishita. Veldu réttan ofnhitastilli. Veldu DANFOSS! Það borgar sig. FIMMTU og síðustu orgeltónleikarnir sem efnt er til í Selfoss- kirlgu í tilefni verkloka við húsakynni safnaðarins og endurnýjun- ar og stækkunar orgeisins verða í kvöld, þriðjudag 24. septem- ber, klukkan 20.30. Orgeltónleikar hafa verið haldn- ir í Selfosskirkju á hvetjum þriðju- degi í september og hafa flestir verið með eindæmum vel sóttir. Á fyrstu tónleikunum var flutt blönduð efnisskrá með verkum helstu höfunda. Á næstu tveimur var ári Mozarts gerð skil með flutningi á verkum hans og ann- arra samtímamanna undrabams- ins. í síðustu viku heyrðust ein- ungis stórverk og var þeim ætlað að reyna á þorrif hljóðfærisins. Hafi þau líka reynt á þolrif ein- hverra áheyrenda, þá er efnisskrá- in S kvöld sérstaklega sniðin að óskum sem fram hafa komið um að gefa fólki kost á að heyra vel þekkta tónlist. Einkum er hyllst til að taka til flutnings tónlist sem höfundar hafa sjálfir umskrifað fyrir orgel. Þar sem á meðal pípna sem bættust í hópinn þegar orge- lið var stækkað um tíu raddir voru nokkrar einleiksraddir ætti að gef- ast gott tækifæii til að ná eyrum áheyrenda í tónlist. Þessir eiga verk á vinsældalist- anum: Beethoven, Gounod, Mend- TJöfóar til XAfólks í öllum starfsgreinum! elssohn og Páll ísólfsson. Verk sem leikin verða í kvöld og samin eru fyrir orgel eru eftir Buxetude, Marcello, J.S. Bach og Franck. Við orgelið er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Tónleikarnir eru kostaðir af Héraðssjóði Árnesprófastdæmis og Flugleiðum en aðgangur ókeypis. Sig. Jóns er = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF STIGAHUSATEPPI STIGAGANGAR SKRIFSTOFUR VERSLANIR Á ALLA ÞÁ STAÐI SEM MIKIÐ MÆÐIR Á 67 NÝIR TÍSKULITIR , 5 ARA ABYRGÐ 10 ÁRA MJÖG GÓÐ REYNSLA HÉR Á LANDI VIÐURKENND AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS EHUKS BERTEIi FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.