Morgunblaðið - 24.09.1991, Síða 55

Morgunblaðið - 24.09.1991, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 55 Moto cross: Meistarinn vann örugglega ISLANDSMEISTARINN í moto cross, Ragnar Ingi Stefánsson, vann örugglega í moto cross keppni Úðafoss, sem fram fór við Sandskeið á sunnudaginn. Ragnar ók Yamaha mótorhjóli og sigraði í öllum þremur moto keppnunum og þykir nú líkleg- astur til að veija titilinn, þegar ein keppni er eftir. Hún fer fram í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Ragnar hlaut 60 stig til íslands- meistara með því að vinna í keppn- inni og hefur 120 stig samtals. Páll Melsteð hefur 132 stig, en hann varð annar á sunnudaginn og hlaut 49 stig. Hann hefur hins- vegar ekið í fleiri mótum en Ragn- ar, en þrjú mót af fjórum telja til meistarakeppninnar. Jón Bjöm Björnsson á Suzuki varð þriðji á eftir Ragnari og Páli og Magnús Þ. Sveinsson á Honda fjórði. Flokk fjórhjóla vann Guðmundur Sig- urðsson á Suzuki, hlaut 37 stig og Ámi Böðvarsson á Suzuki varð annar. Leiðrétting í samtalinu við Oddfríði Sæ- mundsdóttur, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, urðu mistök er getið var um fyrsta ljóð hennar, sem birtist á prenti. Þar átti að standa: „Kvæðið Við dagsetur var fyrsta ljóðið sem birtist á prenti eftir mig. Frú Guðrún ekkja Þorsteins Erlingssonar birti það í bók sem heitir Dropar og kom út 1927“. Þá stendur í viðtalinu Hvalhreppur en á að vera Hvolhreppur. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. Morgunblaðið/Árni Helgason Stykkishólmur: Eitt besta sumarið á enda Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Islandsmeistarinn Ragnar Ingi Stefánsson gefur sigurmerki um leið og hann svífur framhjá flaggaranum í endamarkinu. Spástefna um stöðu aldraðra árið 2000 Stykkishólmi. Einu allra besta sumri í Stykkis- hólmi er nú að ljúka. Hefur þar margt átt sinn þátt í að auka hing- að ferðamannastrauminn og þá ekki síst veður og sú náttúrufeg- urð sem Breiðaljörður hefur upp á að bjóða. Oft hrökk plássið á tjaldstæðunum ekki til og varð þá að tjalda í nágrenni þess. Þessi mynd er frá hluta tjaldanna um eina helgi á tjaldstæðunum í Hólminum. Árni ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir spástefnu um stöðu aldraðra árið 2000 föstudaginn 27. septem- ber nk. Spástefnan verður haldin í Borg- artúni 6 og hefst kl. 13.15. Meðal fyrirlesara verður Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra, sem gerir grein fyrir stefnu stjórnvalda í þjónustu við aldraða um aldamótin 2000. Önnur framsöguerindi verða: Mannfjöldi árið 2000, Guðni Bald- ursson, viðskiptafræðingur á Hag- stofu íslands. Heilsufarsleg staða aldraðra um aldamótin: Ársæll Jóns- son, læknir. Siðfræðileg ábyrgð í öldrunarþjónustu, Björn Björnsson prófessor. I lok spástefnunnar verða pall- borðsumræður. Spástefnustjóri verður Jón Eyjólfur Jónsson, læknir. Spástefnan er öllum opin, spástefnu- gjald er kr. 1.500 en kr. 500 fyrir ellilífeyrisþega. SPÆNSKUNAMSKHD 10 vikna hagnýt spænskunámskeið hefjast 30. sept- ember, fyrir byrjendur og lengra komna, hentar fólki á öllum aldri. Kennt í fámennum hópum. Upplýsingar og innritun í síma 91-685824 milli kl. 15:00-19:00, laugard. kl. 10:00-14:00. FJARNÁM; einnig er boðið upp á fjarnám í spænsku. Málaskólinn HOLA - lifandi tunga - Ármúla 36, sími 91-685824. Selfosskirkja: Síðustu þriðjudags- tónleikamir í kvöld Seifossi. OFNHITASTILLIR Á INNRENNSU EÐA ÚTRENNSU OFNS DANFOSS ofnhitastillar eru tvenns konar og ætlaðir til notkunar við mismunandi skilyrði: DANFOSS RA 2000 er ætlaður á innrennsli ofna en DANFOSS FJVR á útrennsli þeirra. Meginregla framleiðandans er að nota skuli RA 2000: Hann nemur herbergishita og heldur þeim kjörhita, sem valinn er, á hagkvæman hátt. Þar sem hitasveiflur eru miklar, t.d. í forstofum eða bílageymslum, hentar FJVR hins vegar betur: Hcmn stjómar hitastigi á útrennslisvatni frá ofninum óháð herbergishita. Veldu réttan ofnhitastilli. Veldu DANFOSS! Það borgar sig. FIMMTU og síðustu orgeltónleikarnir sem efnt er til í Selfoss- kirlgu í tilefni verkloka við húsakynni safnaðarins og endurnýjun- ar og stækkunar orgeisins verða í kvöld, þriðjudag 24. septem- ber, klukkan 20.30. Orgeltónleikar hafa verið haldn- ir í Selfosskirkju á hvetjum þriðju- degi í september og hafa flestir verið með eindæmum vel sóttir. Á fyrstu tónleikunum var flutt blönduð efnisskrá með verkum helstu höfunda. Á næstu tveimur var ári Mozarts gerð skil með flutningi á verkum hans og ann- arra samtímamanna undrabams- ins. í síðustu viku heyrðust ein- ungis stórverk og var þeim ætlað að reyna á þorrif hljóðfærisins. Hafi þau líka reynt á þolrif ein- hverra áheyrenda, þá er efnisskrá- in S kvöld sérstaklega sniðin að óskum sem fram hafa komið um að gefa fólki kost á að heyra vel þekkta tónlist. Einkum er hyllst til að taka til flutnings tónlist sem höfundar hafa sjálfir umskrifað fyrir orgel. Þar sem á meðal pípna sem bættust í hópinn þegar orge- lið var stækkað um tíu raddir voru nokkrar einleiksraddir ætti að gef- ast gott tækifæii til að ná eyrum áheyrenda í tónlist. Þessir eiga verk á vinsældalist- anum: Beethoven, Gounod, Mend- TJöfóar til XAfólks í öllum starfsgreinum! elssohn og Páll ísólfsson. Verk sem leikin verða í kvöld og samin eru fyrir orgel eru eftir Buxetude, Marcello, J.S. Bach og Franck. Við orgelið er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Tónleikarnir eru kostaðir af Héraðssjóði Árnesprófastdæmis og Flugleiðum en aðgangur ókeypis. Sig. Jóns er = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF STIGAHUSATEPPI STIGAGANGAR SKRIFSTOFUR VERSLANIR Á ALLA ÞÁ STAÐI SEM MIKIÐ MÆÐIR Á 67 NÝIR TÍSKULITIR , 5 ARA ABYRGÐ 10 ÁRA MJÖG GÓÐ REYNSLA HÉR Á LANDI VIÐURKENND AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS EHUKS BERTEIi FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.