Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Minning: Ragnheiður Eiríks- dóttirfrá Sólbakka Fædd 22. maí 1891 Dáin 13. september 1991 Fáum öðlast að hljóta aldarsýn. Hundrað ára lífsferill er óvanaleg- ur, en þeir sem öðlast hann nú hafa lifað meiri breytingar en áður hefur þekkst. Tengdamóðir mín, sú mæta og merka kona, fæddist á Hrauni á Ingjaldssandi 1891 oglifði því aldamótin þar. Á þessum tíma þurftu bændur að búa vel að sínu og Ragnheiður kynntist því hvernig koma mætti mjólk í mat og ull í fat. Hún fermd- ist á Ingjaldssandi í íslenskum heimaunnum búningi að undan- skildu efni í svuntu, sem keypt var að. Hún minntist þess hve svörtu skinnskórnir með hvítu bryddingun- um voru fallegir, sokkarnir prjónað- ir úr bandi en fínust af öllu hefði þó verið-prjónaða skotthúfan henn- ar. Foreldrar hennar voru merkis- hónin Sigríður Jónsdóttir og Eiríkur Sigmundsson. Eiríkur var kominn af hinum þekkta Mála-Snæbirni, sem var einn hinna allra kynsæl- ustu íslendinga. Sigríður var sonar- dóttir séra Eiríks Vigfússonar á Stað í Súgandafirði, þess mikla ættföður á Vestfjörðum, en þar mætast okkar ættir. Ragnheiður hafði unun af að lýsa störfunum í Hrauni, jafnt baðstofu- lífinu þar og útigegningum. Önnur undirstaða heimilisins var sjósókn, að hætti Vestfirðinga. Alllangt var að vísu til strandar frá Hrauni en stutt var að róa ti! fískjar á árabát- um frá Sandsfjöru. Eljusemi og verklagni voru aðalsmerki búshátta í Hrauni og stórfjölskylda margra skyldmenna þar var afar samhent. Systinin í Hrauni voru þrjú. Elst var Jensína sem giftist Ásgeiri Guðnasyni útgerðarmanni og kaup- manni á Flateyri og komu þau upp 8 börnum. Þá Halldór forstjóri í Reykjavík, giftur Elly Schepler, og eru þeirra börn þijú. En yngst var Ragnheiður, tengdamóðir mín, sem hér er kvödd. Auk barna sinna ólu þau Hraunshjón upp Þuríði Guð- jónsdóttur, bróðurdóttur Eiríks, og fleiri skyldmenni voru á vegum þeirra. Hraunshjónin fluttu inn á Flat- eyri með börn sín vorið 1905. Atvik- in höguðu því svo að Ásgeir Torfa- son aðstoðaði þau við flutningana á vélbát sínum, en þá voru vélbátar nýlunda. Viðbrigðin voru mikil að flytja úr sveitinni á Ingjaldsandi í rúm- lega. 200 manna byggðarkjarna, sem myndaður var á Flateyri. Þar höfðu verið miklar framkvæmdir. Torfí Halldórsson var þar með skútuútgerð, skóia og aðra starf- rækslu, en af þeim umsvifum var hann nefndur faðir Flateyrar. Hval- veiðistöðin var að vísu brunnin, en frá þessum tíma minntist Ragnheið- ur stóra fallega hússins upp á Sól- bakka, sem síðar varð ráðherrabú- staðurinn í Reykjavík. Þar glóði í anddyrinu á mislitt gler í sólskininu og heillaði ungan áhorfanda. Rúm- um 70 árum síðar bauðst Ragn- heiði tækifærið til að ganga um sali þessa húss og rifja upp minn- ingarnar um það. En það var líka, fleira sem heill- aði ungu stúlkuna. Ragnheiður trú- lofaðist tveimur árum síðar Ás- geiri, syni Maríu Össurardóttur og Torfa Halldórssonar. Ásgeir hafði þá verið stýrimaður á skipi frá hval- veiðistöðinni og á norskum milli- landaskipum en gerðist um þetta leyti skipstjóri á einum af fyrstu togurum iandsins, Frey, sem gerður var út frá Flateyri. Sólbakki átti líka eftir að verða henni kærastur allra staða, því þar eignaðist hún hús sitt og heimili. Til menntunar í heimilishaldi og hannyrðum fór hún sumarið 1907 til árs dvalar hjá væntanlegri mág- konu sinni, prófastfrúnni á Hólum í Reyðarfirði, Guðrúnu Torfadóttur, sem hafði numið handavinnu- kennslu o.fl. í Noregi. Haustið 1908 lá leið Ragnheiðar suður. Þar stund- aði hún nám við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Forstöðukona skólans var Hómfríður Gísladóttir. Skólinn var til húsa í Iðnaðarmannahúsinu við Vonarstræti, sem nú nefnist Iðnó. Hún naut þess tíma í höfuðborg- inni og þar léku um hana straumar menningar og fegurðar, sem stóðu henni ætíð svo nærri. Það var skemmtilegt og fróðlegt að hlýða á hana riíja upp minningar um þenn- an tíma. Ragnheiður giftist 17. júlí 1909 Ásgeiri Torfasyni, fæddur 13. des- ember, dáinn 1. maí 1955. Heimili þeirra stóð alla tíð á Sólbakka og var jafnan mjög fjölmennt. Börnin urðu 8. Elstur er Torfi, fæddur 10. ágúst 1910, bankastarfsmaður, kvæntur Valgerði Guðrúnu Vilmundardóttur og eiga þau 4 börn, þá Ragnar, læknir, fæddur 14. desember 1911, dáinn 16. maí 1985, kvæntur Lauf- eyju Maríasdóttur, börn þeirra 4; Eiríkur, fæddur 19. janúar 1913, dáinn 18. júní 1921; María, fædd 30. janúar 1916, hjúkrunarfræðing- ur, maki Gunnar Böðvarsson, full- trúi, fæddur 2. mars 1914, dáinn 6. júlí 1966, og eiga þau tvær dæt- ur; Haraldur, verkfræðingur, fædd- ur 4. maí 1918, kvæntur Halldóru Einarsdóttur, þau eiga fjögur börn; Önundur Ásgeirsson, lögfræðingur, viðskiptafræðingur, kvæntur Evu Ragnarsdóttur, þau eiga fjögur börn; Sigríður Hanna, bankastarfs- maður, fædd 13. október 1923, maki Magnús Konráðsson, rafvirki, fæddur 23. október 1921, dáinn 18. maí 1983, þeirra börn eru fimm; og Ásgeir fæddur 17. mars, dáinn 29. mars 1973, lyfjafræðingur, maki Guðrún Fanney Magnúsdóttir, en þejrra börn eru tvö. Auk eigin barna fóstruðu þau Sólbakkahjón þijá frændur sína um nokkurn tíma. Þeir voru Kristján Kr. Torfason, bankafulltrúi, bróðursonur Ásgeirs, Carl Jóhann Eiríksson, verkfræð- ingur, bróðursonur Ragnheiðar, og Ragnar Sigurðsson, sjómaður, frændi og fóstursonur foreldra hennar. Um Sólbakkaheimilið mætti margt skrifa. Þar var ávallt afar fjölmennt og gestkvæmt var þar, einkum í tengslum við verksmiðj- una, þar sem Ásgeir réð ríkjum. Sjálfsagt þótti að ýmsir fagmenn á vegum verksmiðjunnar væru þar í heimili. Slíkt var aðeins talið eðli- legt og hin auknu heimilisstörf voru oft leyst án þess að eftir væri tek- ið. Heimilisháttum réð húsmóðirin. Allt sem laut að heimilismenningu átti hug hennar allan og störfin, léku henni í hendi. Heimilið studdist jafnan við smá- vægilegan búrekstur og garðrækt var í hávegum höfð. Ekki voru bara ræktaðar nytjaplöntur heldureinnig Blómostofii Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opift öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tiiefni. Gjafavörur. ræktun fyrir augað og ilminn, tijá- plöntur og blóm. í garðinum á Sól- bakka standa nú há og fögur tré sem vitna um ræktunaráhuga Ragnheiðar. Við tengdabörnin öl! og börnin okkar flest áttum þess kost að dvelja um lengri eða skemmri tíma á Sólbakka. Þar var oft glatt á hjalla við leik og störf. Heimili, hús og garður voru okkur unaðsreitir. Ragnhyiður flutti nokkrum árum eftir lát Ásgeirs til Reykjavíkur inn á heimili Mgnúsar og Hönnu dóttur sinnar. Þar undi hún sér hið besta og tók þátt í störfum heimilisfólks- ins, gleði þess og sorgum og naut umhyggju þar og nærgætni. Nú var hún líka í nánd við svo marga niðja sína, sem hún gat heimsótt, öllum til ánægju. Hún var snillingur í allri handavinnu. Hún pijónaði á börnin og barnabörnin, bæði í vél og í höndum, fallegar flíkur. Öll börnin hennar og reyndar miklu fleiri eiga eftir hana listunna dúka og fágæt sjöl. Vorið 1973 eftir lát yngsta sonar hennar, Ásgeirs, gafst Haraldi þess kostur að koma með móður sína til Kaupmannahafnar, þar sem við höfðum þá vetursetu. Þetta var eina utanlandsferðin hennar, en þá var hún 82 ára. Hún hafði þó átt tvær daskar mágkonur og þekkti vel deili á landi og þjóð. Það var ævin- týri fyrir hana að koma ti! Kaup- mannahafnar, enda gat hún bæði skilið og talað málið. Hún naut sér- staklega fegurðar vorkomunnar þar og þess að ferðast með okkur um Danmörku. Ragnheiður var alltaf stolt og prýði fjölskyldunnar, ættmóðirin sem aldrei brást. Hún var fíngerð og falleg kona og sérstaklega var hún hárprúð. Hún naút til hins síð- asta samvista við sína nánustu, bar umhyggju fyrir hinum stóra hópi afkomenda og spurði frétta af hög- um þeirra. Hún hafði gott minni og gestir hennar fóru ævinlega rík- ari af fundi hennar, því hún miðl- aði bæði fróðleik og hlýju. Hjúk- runarfólki og öðru starfsfólki í Skjóli eru þökkuð einstök alúð og umhyggja, sem þau veittu tengda- móður minni dag hvern. Það var mikil gæfa fyrir okkur, tengdabörnin hennar Ragnheiðar, að tengjast SólbakkafjölskyldunnL Löngum lífsferli er nú lokið. Á niðjatali Ragnheiðar standa nú 95 nöfn. Börnin hennar 8, barnabörn 26, langömmubörn 59 og í 4. ættl- ið eru nú þegar tveir. Að leiðarlokum þökkum við alla ástúðina og kærleikann, sem hún umvafði okkur. Það stafar miklum ljóma af minningunum um Ragn- heiði Eiríksdóttur. Sumir kveðja og síðan ekki söpna meir aðrir með söng sem aldrei deyr. (Þ.V.) Halldóra Einarsdóttir Að kveðja er alltaf sárt, jafnvel þó sá sem kvaddur er hafí lifað heila öld og skilað dijúgu dags- verki. Leiðin hennar ömmu úr torf- bænum á Ingjaldssandi til Sólbakka á Flateyri, þar sem hún bjó öll sín hjúskaparár, og til Reykjavíkur þar Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 9 t Ástkær móðir mín, JÓNÍNA Þ. BJÖRNSDÓTTIR, Blöndubyggð 2, Blönduósi, lést í Landspítalanum þann 20. september sl. Jarðarförin auglýst sfðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Ragnarsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, ELÍNBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Helga Wium, Kristján Hafliðason, Elinborg Kristjánsdóttir og systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku sonar okkar og stjúpsonar, barnabarns og bróður, JÓHANNESAR HJALTASONAR. Sérstakar þakkir til Félags íslenskra hljómlistarmanna og Keith Reed, söngkennara. Sólveig Jóhannesdóttir, Gunnar Árnason, Hjalti Þórisson, Guðrún Tómasdóttir, Árni Kristinn, Hörður, Margrét, Teitur, Guðný, Áróra Helgadóttir, Jóhannes Árnason, Björg Hermannsdóttir. S.HELGASONHF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 sem hún bjó í ellinni hjá Hönnu dóttur sinni er löng og viðburðarík. Hún aðlagaði sig að öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem á þess- um tíma urðu með sömu reisn og elskuleika sem stýrði öllu hennar lífi. Minningarnar sem streyma í hugann eru allar um hina kærleiks- ríku umhyggju hennar sem umvafði okkur öll sem fengu að njóta sam- vista við hana. Ragnheiður amma mín fékk í vöggugjöf alla þá kosti sem góða konu mega prýða. Hún hlaut fegurð og glæsileika, góða greind og.góða heilsu og í uppeldinu naut hún svo mikils kærleika að hún gat gefið öllum sem samferða henni urðu á lífsleiðinni úr gnægtabrunni sínum. Við sem vorum svo lánsöm að fá að vera samvistum við ömmu öll okkar uppvaxtarár erum þakklát fyrir allt sem hún kenndi okkur. Hún amma kunni nefnilega listina að lifa. Hún kunni að njóta hvers dags, vera þó að undirbúa morgun- daginn, og sýta ekki það sem liðið var því yrði ekki breytt. Hún kunni að þúa til veislu úr hversdagsleg- ustu viðburðum. Hver man ekki eftir heyskapnum á Sólbakka þegar amma birtist með nestiskörfuna úti á túni, breiddi dúk á grasið og bjó til veislu úr kaffitímanum. Eða þeg- ar haustaði og hún sendi okkur upp í teiga með beijaföturnar og beið fagnandi heima með sykur og ijóma og auðvitað var efnt til veislu þegar við komum heim. A Sólbakka var í senn ævintýra- heimur og paradís og vinnuskóli. Strax og við gátum vorum við látin hjálpa til, en við vorum látin finna til stolts yfír vinnunni, stolts yfir því að gera gagn. Þó gleymdist aldr- ei að börn eru börn og alltaf átti amma eitthvað handa okkur í búið fyrir ofan hjall, þar sem bakaðar voru hveitikökur og kryddaðar með súrblöðkum og graslauk. Hver man ekki ferðirnar í verksmiðjuna, leit- ina að hauslausa draugnum, vagn- ana í mjölskemmunni, bátsferðirnar út á fjörð. Auðvitað var ömmu ekk- eit um þessi uppátæki gefið, þau buðu öll hættunni heim, ekki síst bátsferðirnar og þar sem hún hafði misst 8 ára son í sjóinn vandaði hún um við okkur og kenndi okkur að fara varlega. En hver sem uppá- tækin voru biðu okkar alltaf kræs- ingar þegar heim var komið. Amma var mikill fagurkeri. Fyrir þann eiginleika fékk hún útrás í garðyrkjunni og hannyrðunum. Á Sólbakka bjó hún til undurfallegan garð, sem var einstakur á Flateyri og þó víðar væri leitað. í þeim efn- um var hún langt á undan sinni samtíð. Hún var einnig ákaflega flínk hannyrðakona og bjó til undur- fallega dúka með harðangursbród- eríi og hvítsaum. Hún lærði hann- yrðirnar þann eina vetur sem hún gekk í Hússtjórnarskóla Reykjavík- ur. Oft hef ég undrast hvernig hún fór að því að koma öllu í verk með sínu stóra og gestkvæma heimili. En eftir að hún fluttist til Reykja- víkur nauð hún þess að hafa tíma fyrir listsköpunina, því dúkarnir hennar voru hennar listaverk, hún teiknaði munstrin sjálf. Þessir hlut- ir prýða nú öll heimili i fjölskyld- unni, því allir fengu að njóta þeirra. Amma var einnig snillingur í mannrækt. Um það eru börnin hennar góður vitnisburður. Henni tókst að lokka fram hið góða í öllum sem í nálægð hennar voru. Aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni, gat alltaf séð eitthvað gott í fari hvers og eins. Aldrei var ann- ríkið svo mikið að ekki væri tími til að sinna kalli barns. Alltaf var nægur tími til að sinna gestum. Hún vissi sjálf að henni var gjarn- ara að sjá döpru hliðarnar á tilver- unni en þær glaðværu og naut þess vegna að umgangast glaðvært fólk. Hún sagði mér oft frá því hver sárt hún saknaði Jensínu systur sinnar eftir að hún var dáin, en þær voru ákaflega samrýndar, og Jens- ína var sú sem sá spaugilegu hlið- arnar á tilverunni. Amma varð Ijörgömul kona. Hún sá samferðamennina hverfa einn af öðrum. Hún missti manninn sinn, þijá syni og tvo tengdasyni. Ragn- ar, sonur hennar, var jarðaður á 90 ára afmælisdegi hennar. En hún virtist styrkjast við hveija raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.