Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Heimsbikarmót Flugleiða Jóhann tapaði fyrir Salov eftir þunga baráttuskák FYRSTA umferð Heimsbikarmóts Flugleiða var tefld i gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Fjölmargir áhorfendur komu til að fylgjast með skemmtilegri baráttu 18 stórmeistara í fremstu röð í skákheiminum í dag. Jóhann Hjartarson heldur uppi merki íslands á mótinu og tefldi við Sovétmanninn Salov. Þeir tefldu þunga baráttuskák, þar sem Jóhann varði svörtu stöðuna af seiglu. Jóhann jafnaði taflið, en missti tökin í tímahraki og tapaði. í byrjun beindust allra augu á skákunum Ljubojevic — Timman og Karpov Speelman. Ljubojevic lék kóngi sínum til e2 í byrjun og tefldi af hörku til sóknar. Timman fann ekki vörn gegn skemmtilegri tafl- mennsku Júgóslavans. Hollending- urinn kom mönnum sínum ekki í spilið og stóð loks upp með gjörtap- að tafl, þótt hann hefði tveim peðum meira. Glæsilegur sigar hjá Ljubojevic, sem gefur honum byr undir báða vængi, sérstaklega þar sem honum hefur oft gengið erfíð- lega með Timman. í kvöld verður önnur umferð tefld kl. 17-23 á Hótel Loftleiðum og þá tefla Jóhann — Seirawan, Nikolic — Andersson, Timman — Ivanchuk, Ehlvest — Ljubojevic, Chandler — Gulko, Speelman — Khalifman, Portisch — Karpov, Salov — Beljavskíj. Hvítt: L. Ljubojevic. Svart: J. Timman. Drottningarbragð. 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4 — d5,4. Rc3 — dxc4 (Vínarafl)rigð- ið sem Timman beitir hér, hefur notið mikilla vinsælda undanfarið.) 5. e4 — Bb4, 6. Bg5 — c5, 7. Bxc4 — cxd4, 8. Rxd4 — Bxc3+, 9. bxc3 - Da5, 10. Bb5 - Rbd7, 11. Bxf6 - Dxc3+, 12. Ke2!? (Af svipbrigðum Ljubojevic að dæma hafði hann vandlega und- irbúið framhaldið. Venjulega er hér leikið 12. Kfl.) 12. - gxf6, 13. Hcl - Db4 (13. — Da5?? fengi snöggan endi. Hvítur léki þá 14. Hxc8!+ — Hxc8, 15. Bxd7+ og nú má svartur ekki leika 15. — Kxd7 vegna 16. Rb3+ og drottningin fellur.) 14. Hc4 - De7, 15. Dcl - 0-0, 16. Hc7 - a6? (Gróf mistök hjá Timman sem gerir stöðu hans mjög erfiða. 16. — Dd6, 17. Hdl — Re5 var betri möguleiki því eftir 18. Rf5 — Db4 hótar svartur að drepa hvíta biskup- inn með skák. Eftir 14. Rf3 — Db4, 15. Rxe5 - Dxb5+, 16. Rc4 VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 24. SEPTEMBER YFIRLIT: Um 400 km suður af landinu er 965 mb vaxandi lægð, sem hreyfist austnorðaustur á milli (slands og Færeyja. Yfir norð- austur-Grænlandi er 1.025 mb hæð. SPÁ: Norðaustan hvassviðri um land allt. Víða rigning eða skúrir framan af degi, en sumstaðar styttir upp og sumstaðar léttir til. Áfram verður rigning eða slydda um landið norðanvert, einkum á Norðausturlandi. Kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitf veður Akureyri 6 skýjað Reykjavik 8 iéttskýjað HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Nokkuð hvöss norð- anátt með rígningu eða slyddu um landið norðanvert, en sunnan- lands verður þurrt og víðast léttskýjað. Aðfaranótt fimmtudags lægir vestanlands og þar má búast við vægu næturfrosti, en áfram verður nokkuð hvöss noröan- eða norðvestanátt um landið austan- vert. Hitinn verður 2-7 stig að deginum. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■| 0 HKastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [Tx Þrumuveður Bergen 9 skúr Helsinki 12 þokumóða Kaupmannahöfn 15 hálfskýjaó Narssarssuaq 3 skýjaó Nuuk 3 skúr Osló 12 skúrás. klst. Stokkhólmur 14 hálfskýjað Þórshöfn 10 hálfskýjað Algarve 27 þokumóóa Amsterdam 17 skýjaö Barcelona 26 mistur Berlín 16 hálfskýjað Chicago 6 heiðskirt Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 16 skýjað Glasgow 12 rignlngogsúld Hamborg 14 skýjað London 17 súld Los Angeles 19 skýjað Lúxemborg 14 skýjað Madríd 29 heiðskírt Malaga 28 mistur Mallorca 29 skýjað Montreal 13 alskýjað NewYork 17 alskýjað Orlando 24 hálfskýjað Paris 20 léttskýjað Madeira 24 skýjað Róm 25 skýjað Vln 17 rigning á s. klst. Washington 17 skúrás. klst. Winnipeg 9 léttskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Björn Theódórsson framkvæmdastjóri Flugleiða lék fyrsta leikinn fyrir Anatolíj Karpov gegn Jonathan Speelman í fyrstu umferð Heimsbikarmóts Flugleiða í gær. Þorsteinn Þorsteinsson yfirdómari stendur hjá. — e5 þarf svartur varla nokkuð að óttast.) 17. Ba4 - Dd6, 18. Hdl - Re5, 19. Rf5! - Kg7, 20. Hd4! - Db6, 21. Re7+ Kg7, 22. Dc3! (Svartur er í úlfakreppu. Biskup- inn á c8 getur sig hvergi hrært og kóngsstaðan er ótraust. 22. - Rg6? (22. — Rc6 hefði Ljubojevic líklega svarað með 23. Hxc6! — bxc6, 24. e5! og við hótununum 25. Hg4 og Dg3 er engin vöm. 23. Rxg6 — hxg6, 24. e5! — fxe5, 25. Hd3 - Kg8, 26. Dxe5 - Db4 (26. — f6 er svarað með 27. Dg3 - Db2, 28. Kfl! - Dbl, 29. Bdl og svartur er vamarlaus.) 27. Hh3 - f6, 28. De3 - Db2+, 29. Kf3 - g5, 30. Hhh7! - Hd8, 31. Hhg7+ - Kf8, 32. Dc5+ og Timman gafst upp. Ljubojevic notaði aðeins rúma klukkustund á skákina. Hann lék á als oddi eftir skákina og hafði augsýnilega mikið gaman af að leika Timman jafn grátt og raun bar vitni. Siglingamálastofnun: Kannað hvort skip hafi losað ammoníak Siglingamálastofnun er að kanna hvað hæft er í fréttum um að spánskt flutningaskip hafi losað ammoníak í sjóinn í Faxaflóa eða grunnt undan Reykjanesi um síðustu áramót. Stöð 2 sýndi um helgina mynd- band sem skipvefji á umræddu skipi hafði tekið. Mátti þar sjá efnum dælt úr skipi. Skipveijinn fullyrðir að myndbandið sýni dælingu amm- oníaks í sjóinn skömmu eftir að skipið lét úr höfn í Gufunesi. Full- yrti skipveijinn að 90 tonnum hafí verið dælt í sjóinn. Myndbandið hafði Stöð 2 fengið í hendur frá samtökum Grænfriðunga. Páll Hjartarsson siglingamála- stjóri segir að ekki sé vitað hvar ammoníakið fór í sjóinn né um hversu mikið magn var að ræða. „Við munum kanna hvað skipið los- aði mikið ammoníak í Gufunesi og hvað talið er að hafi verið mikið um borð þegar skipið kom til lands- ins,“ sagði hann. „Hafi eitthvað verið umfram þegar skipið fór frá Gufunesi og þá hvort því hafi verið skilað í land. Enginn veit enn þá hvort eða hvar þessi losun fór fram. Þetta gat alveg eins verið sjór sem verið var að losa.“ Páll sagði að ammoníak væri fljótt að leysast upp og hæpið að það ylli verulegu tjóni á lífríki sjávarins. Mengunarflekkirnir við Sauðanes: Ekki talið að um grút- armengun sé að ræða EKKl ER talið að mengunarflekkimir, sem sáust við fjörur frá Sauða- nesi að Haganesvík á laugardag séu af sama tagi og ollu miklum nátt- úruspjöllum á Ströndum í sumar. Eyjólfur Magnússon yfirmaður meng- unarvarna hjá Siglingamálastofnun tók sýni af mengunarflekkjunum á sunnudag og segir þá annars eðlis en grútarmcngunin á Ströndum. „Ég skoðaði tvo flekki við Siglu- fjörð og þetta virðist vera frekar froðukennt, enginn massi f þessu þótt flekkurinn héngi saman. Þetta var svipað eins og að hræra í upp- þvottavatni," sagði Eyjólfur Magnús- son við Morgunblaðið. En hann sagði að svipaður litur væri á þessum flekkjum og var á grútarflekkjunum við Strandir. Eyjólfur fór með sýni úr flekknum á rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í dag. Vitavörðurinn á Sauðanesi sá á Iaugardagsmorgun mengunarflekki á sjónum við Sauðanesvita og áfram meðfram ströndinni vestur eftir. Hann taldi þá, að um svipaða grútar- mengun væri að ræða og á Strönd- um. Flekkirnir urðu aldrei landfastir og rak frá landi um nóttina, þannig að þeir ollu engum skaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.