Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS OG CHANDOS í HÁSKÓLABÍÓI fimmtudaginn 26. sept. kl. 20.00 Edward Grieg:AÖ hausti, forleikur Gömul, norsk rómansa Ljóöræn smálög Leevi Madetoja: Sinfónía nr. 3 Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Miöaverö ,kr. 500. Ónúmeruö sæti. Chandos Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabfói v/Hagatorg. Sfmi 622255. MIKAEL NÁMSKEIÐ Dr. José L. Stevens sálfræöingur og Mikaelmiöill, höfundur Mikael handbókar- innar, heldur eftirtalin námskeiö í miöstöð Nýaldarsamtak- anna á Laugavegi 66 dagana 24. - 29. sept. næstkomandi. 1. Þriðjudag 24. sept. kl. 20.00 - 22.00: Mikael talar. Miðlun beint frá Mikael-aflinu m.a. um atburði líöandi stundar, tímabils- breytingar framundan (skipti frá tilfinningaskeiði yfir í vitsmuna- tengt skeið), o.fl. Kynning á eðli og hlutverki Mikaels sem fræöara. 2. Fimmtudagur 26. sept. kl. 19.30 - 22.30: Fyrri líf. Fyrirlestur og æfingar, sem gera þátttakendum kleift að öðlast innsýn í sínar fyrri jarðvistir. 3. Föstudagur 27. sept. kl. 19.30 - 22.00: Island séð gegnum Mikael: Saga, þjóð, samtíð og fortíð. Unnið hefur verið markvisst að öflun upplýsinga frá Mikael um fjölmarga þætti, sem snerta íslendinga og búsetu hér. Fyrirlestur/fyrirspurnir/umræður o.fl. Þátttaka í námskeiðunum tilkynnist til Nýaldarsamtakanna í símum 627700 og 627701 fyrir 18. september. _______________Skráning er bindandi.____________ NÝALDARSAMTÖKIN LAUGVEGI66 - SÍMI627700 Dr. José Stevens mun árita bók sina í versluninni Betra lífnk. miðvikudag frá kl. 16-18. Þeir, sem þegar eiga bækur eftir dr. Stevens, er velkomið að koma með þær til áritunar í verslunina á sama tima. Hermann K. Guð- mundsson - Minning Fæddur 21. febrúar 1916 Dáinn 14. september 1991 Það grunar víst fæsta hvenær þeir útbúa sig í sína hinstu för. Á föstudaginn fyrir rúmri viku hélt Karl Guðmundsson af stað vestur á Skarðsströnd með dóttursyni sín- um Viðari og unnustu hans, Brynd- ísi, hress í bragði. Hann ætlaði að vera viðstaddur göngur og réttir hjá barnabörnum sínum. Því alltaf leið Kalla best þar sem eitthvað var um að vera, einkanlega ef hann gat rétt hjálparhönd. En leiðarlokin voru skammt und- an. Daginn eftir varð hann bráð- kvaddur á heimili nafna síns og dóttursonar, Hermanns. Hermann Karl var fæddur í Vest- mannaeyjum 21. febrúar árið 1916, sonur hjónanna Jóhönnu Þorsteins- dóttur frá Norðtungu í Borgarfirði og Guðmundar Auðunssonar frá Eyrarbakka. Kalli var elstur í sex systkina hópi og eru nú fjögur þeirra látin; Svala, Gunnar, Herold og Karl, en eftir lifa systurnar Hanna og Kristín. Kalli ólst upp í Vestmannaeyjum til 13 ára aldurs og þar hefur hon- um liðið vel, því oft minntist hann á uppvaxtarárin þar og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja, eink- um af sjómönnum. Þau Guðmundur og Jóhanna fluttu með barnahópinn til Reykjavíkur og bjuggu fyrst inni við Ás á Laugavegi. Þar byijaði Kalli að vinna sem sendill hjá Fisk- búð Hafliða á Hverfísgötu, skammt fyrir ofan Hlemm. Á unglingsárun- um stundaði hann m.a. fiskvinnu og sjómennsku og síðar hvers konar byggingavinnu, sem átti eftir að verða hans aðal lífsstarf. Á ungl- ingsárum stundaði Kalli knatt- spyrnu hjá Fram og vann til verð- launa í 2. og 3. flokki. Hinn 12. nóvember 1938 kvænt- ist Kalli móðursystur minni, Brynd- ísi Björnsdóttur. Hún var fædd í Reykjavík 4. október 1914, og var dóttir hjónanna Evlalíu Ólafsdóttur og Bjöms Guðmundssonar, Njáls- götu 56. Þau Kalii og Binna eignuð- ust tvö böm, Eddu, f. 1939, og Sverri, f. 1944. Ég átti því láni að fagna að eiga heima í sama húsi og þau á upp- vaxtarárunum og það verða ætíð ógleymanleg ár. Kalli átti bíl og var óspar á að bjóða okkur krökkunum í bíltúra. M.a. upp í Mosfellssveit, þar sem hann byggði sumarbústað- inn Lyngholt. Mikið leit ég upp til hans þá og reyndar ætíð síðan. Hinn 31. júlí 1951 lést Bryndís eftir erfíða og hetjulega glímu við skæðan sjúkdóm. Mikill var missir Kalla og barnanna, því Binna var einstaklega góð kona og móðir. Það ber öllum saman um, sem hana þekktu. í febrúar 1956 kvæntist Kalli Kristbjörgu Hallgrímsdóttur frá Grafargili í Önundarfírði, mikilli ágætiskonu og lifír hún mann sinn. Á fímmta áratugnum hóf Kalli störf við byggingavinnu hjá Brú og síðar Almenna byggingafélaginu. Brátt kom í ljós að flest verk léku í höndum hans, svo verklaginn og útsjónarsamur var hann. Leið því ekki á löngu þar til hann var gerð- ur að verkstjóra við ýmsar bygg- ingaframkvæmdir, m.a. Laugarnes- kirkju, Háskóla íslands, Gagnfræð- askóla Austurbæjar og margar~ fleiri byggingar. Síðar lá leiðin í virkjanirnar við Sog og Mjólká og að kolanámunni við Tinda á Skarðs- strönd, þar sem hann stjórnaði m.a. sprengivinnu. Kalli lauk sveinsprófí í pípulögn- um 1960 og fékk meistarabréf 1964. Á þessum árum starfaði hann sjálfstætt ásamt Borgþór Jónssyni félaga sínum og síðar einn. Á árunum 1965 og 1966 var hann yfírverkstjóri við uppbygg- ingu Kísiliðjunnar við Mývatn og fórst það starf vel úr hendi. Þar kynntist ég þeim eiginleikum hans, sem gerðu hann að eftirsóttum verkstjóra við vandasöm verk. Hann gat verið mjög hvass ef svo bar undir, en hlýlegt viðmót og glettni var þó það sem einkenndi hann mest, einnig varði hann ætíð þá sem eitthvað var verið að hnýta í eða voru á einhvern hátt minna metnir. Hygg ég að það hafi aflað honum mestrar virðingar. Síðasta stórverk- ið sem Kalli tók að sér var sprengi- vinnan við Búrfellsvirkjun. Fór hann þangað eftir þrábeiðni verkta- kanna, þar sem þessi vinna hafði ekki gegnið sem skyldi. Þar hafði hann forgöngu um að byggð yrði sundlaug fyrir starfsemina, sjálf- Minning: Egill Jónsson Fæddur 9. júní 1921 Dáinn 12. september 1991 í dag, þriðjudaginn 24. septem- ber, kveðjum við hinsta sinni tengd- aföður minn, Egil Jonsson. Það kom öllum á óvart að Egill væri eins veikur og raun bar vitni, því ekki kvartaði hann. Heldur bar hann ávallt hag annarra fyrir brjósti og var alltaf reiðubúinn að rétta þeim hjálparhönd, sem á þurftu að halda. Egill fæddist á Kaldbak við Húsavík 9. júní 1921, og var því nýlega orðinn sjötugur er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónssonar frá Brekknakoti og Snjó- laugar Guðrúnar Egilsdóttur frá Laxamýri. Alltaf var gaman að spjalla við Egil um uppvaxtarárin heima í Kaldbak, en hann var núm- er fímm í röð ellefu systkina. Ávallt minntist hann áranna heima með mikilli hlýju, enda hefur oft verið glatt á hjalla í litla bænum. Og oft settist heimilisfaðirinn, Jón í Kald- bak, við orgelið sitt og spilaði ætt- jarðar- og dægurlög þeirra tíma, og allur bamahópurinn söng með. Þar hefur eflaust verið lagður grunnurinn að þeirri ánægju, sem Egill hafði alla tíð af kórsöng. Hann söng lengri með karlakórnum Þröstum í Hafnarfírði, og síðar með kirkjukór Víðistaðasóknar. Það er ánægjulegt að minnast ferðanna okkar norður í Aðaldal, á þá staði sem hann unni mest. T.d. var það hrein unun að sjá Egil og barnabörnin bregða á leik í fjöru- borðinu niðri í Gvendarbás. Því hann var góður afi og félagi barn- anna. Egill hafði gaman af því að um- gangast dýr og var mikill dýravin- ur. Hann eignaðist hesta fyrir um tíu árum, sem hann hugsaði vel um. Hann hafði þá í hesthúsi sínu hjá hestamannafélaginu Sörla, fyrir ofan Hafnarfjörð, en í hagagöngu hjá vinafólki sínu á Tjörn í Biskups- tungum á haustin. Nokkur síðustu árin hefur hann farið í göngur fyr- ir Tjarnarbændur. Reið hann þá á hestunum sínum inn á Biskupst- ungnaafrétt og naut þess að vera þar, í faðmi blárra fjalla, í um viku tíma. Hann hafði mikla ánægju af þeim ferðum. En nú, þegar bændur vitja um fé sitt hittir Egill sinn góða hirði, Jesúm, sem ber um- hyggju fyrir honum og okkur öllum. Og við vitum að Egill er nú í góðum höndum. Egill kvæntist 4. október 1947 Birnu Þóru Guðbjömsdóttur og eignuðust þau þijá syni: Rúnar Þór, fæddur 1949, kvæntur Svan- hildi M. Bergsdóttur. Þau eiga þijú börn, Egil Fannar, Bergdísi Mjöll og Heiðrúnu Birnu. Guðbjörn, fæddur 1951, og Siguijón, fæddur 1959. sagt minnugur þess, hve Gijótagjá í Mývatnssveit kom í góðar þarfír. Kalli var ætíð hrókur alls fagnað- ar á mannamótum og naut þess að segja sögur sem hann átti auðvelt með að gæða lífí svo unun var á að hlýða. Gætti hann þess að meiða engan í sögum sínum, en lét glettn- ina ráða ríkju. Eins og áður sagði eignaðist Kalli tvö börn, Eddu, sem giftist Karli Péturssyni og eiga þau fímm- börn, og Sverri, sem giftur er Guðnýju Jónsdóttur og eiga þau þijú börn, barnabarnabörnin eru orðin níu. Kalli lét sér mjög annt um fjölskylduna, var ætíð boðinn og búinn að hjálpa og aðstoða hvern sem var. T.d. voru afi og amma á Njálsgötu ætíð þakklát Kalla fyrir alt það góða sem hann gerði þeim. Barnabörnin, barnabarnabörnin og öll önnur börn, sem kynntust Kalla, höfðu mikið dálæti á honum, enda var hann einstaklega þægilegur og góður afi. Með Karli Guðmundssyni er genginn einn af þeim mönnum, sem með verkkunnáttu sinni og stjóm- unarhæfíleikum hafa lagt sinn skerf til þeirra miklu framfara, sem hér hafa orðið á þessari öld. Við, sem fengum að njóta þess að þekkja manninn Karl Guðmunds- son og eiga hann að vini, þökkum af alhug fyrir liðnar stundir. Minn- ing hans fylgir okkur um ókomin ár. Hlýjar samúðarkveðjur til konu hans, barna og annarra ættingja og vina. Þeirra er missirinn mestur, en minningamar bestar og flestar. Björn R. Lárusson Egill var glerslípunar- og spegla- gerðarmeistari. Hann stofnaði fyr- irtæki sitt, Glerslípunina í Hafnar- firði, árið 1959, og vann þar við iðn sína til dauðadags. Alltaf var gott að leita til hans með hin ýmsu mál. Og alltaf gerði hann allt sem hann gat fyrir okk- ur. Hann var ástúðlegur og bóngóð- ur og vakti yfír velferð fjölskyld- unnar. Nú að leiðarlokum þakka ég tengdaföður mínum alla umhyggj- una og elskulegheitin. Ég bið Guð að blessa sálu hans, og styrkja okk- ur í sorginni. Blessuð sé minning hans. Svanhildur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.